Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 12
ÞA AXLA MENN SKÍÐIN nærri geta, að handagangur veröur i öskjunni i páskavikunni, sem raunar er orðin hin mikla skiðavika þjóðarinnar, en allir, sem á skiði stiga og vettlingi geta valdið, flykkjast á vettvang, gjarna eitthvað út á land. Þá gefastfleiri dagar, sem fólk getur um frjálst höfuð strokiö sam- fleytt, heldur en endranær. Að minnsta kosti er alveg óhætt að spá þvi, að um það leyti mega flugfélögin halda á spööunum að koma öllum þeim, sem far vilja fá, austur, norður og vestur og siðan heim aftur, ef veöur- guðirnir verða ekki þeim mun styggari i lund um það leyti. NO er dagur orðinn langur og fagurt á f jöllum, þegar dável viðrar. Og þá er ekki að spyrja, að margir axla skíðin sín til þess að nota snjóinn og langdegið sér til hressingar. Þau góðu tíðindi er sem sé að segja, að skíðagöngur eru nú eftirsóttara tómstunda- gaman heldur en nokkru sinni fyrr, svo að við höldum okkur við þá eina, sem slíkt stunda sér til ánægju, en ekki frægðar. Það er auðvitað mest i það varið að komast norður á Akur- eyri eða vestur á isafjörð, en flestir hér syðra verða eðlilega að láta sér nægja eitthvað minna en þvilikt ævintýri. Og þegar snjóa- lög eru ekki minni en þau eru eftir þennan vetur, þá er engum vorkunn að fara i Bláfjöll, Skála- fell eða Hengil, enda þykir mörgum það fullgóður kostur, svo sem sjá má i umferðamiðstöðinni við Hringbraut um helgar, og raunar viöar, þar sem iþrótta- félögin hafa viökomustaöi bila, sem flytja fólk á fjöllin. Þegar skiðalöndin eru svo fjöl- sótt nú sem raun ber vitni, má

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.