Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 33
Sunnudagur 17. marz 1!)74.
TÍMINN
33
áhy'ggjulátiStí' ’ævikvöldi.
Nú skora ég þig á hólm.
Við skulum hittast á
morgun hjá gömlu eik-
inni og þar skulum við
berjast ærlegum bar-
daga. Við skulum taka
með okkur sinn einvigis-
vottinn hvor!
— Ég skal koma,
sagði Tryggur gamli og
ranglaði heim til sin.
Úlfurinn kom fyrri
með einvigisvottinn
sinn. Hann hafði kosið
sér villigölt, sem sat
undir eikinni og snörl-
aði. Þeir skimuðu báðir
kringum sig, hann og
úlfurinn og gáðu hvort
hinir færu ekki að koma.
Loks kom Tryggur —
en hvað var það, sem
hann hafði reitt á loft? —
Það er sverð, hrópaði
villisvinið, og svo hvarf
það inn i þéttan runna.
— Sverð? emjaði úlf-
urinn. Og úr þvi að sverð
var með i ferðinni fannst
honum ráðlegast að
koma sér undan og svo
hljóp hann upp á stóra
og sterka grein á eik-
inni.
Nú kom Tryggur með
einvigisvottinn sinn, —
það var gamall fress-
köttur af bænum. Og
sverðið, sem þeir þóttust
hafa séð, villigölturinn
og úlfurinn var rófan á
kettinum, sem stóð bi-
spert upp i loftið.
— Hér er enginn
mættur, sagði Tryggur
og settist. En allt i einu
kom kötturinn auga á
eitthvað, sem nreyfði sig
inni i runninum. Hann
tók undir sig stökk og
áður en varði hafði hann
tekið kjaftfylli i eyrað á
villigeltinum, sem ekki
átti sér neins ills von.
Villigölturinn varð
lafhræddur og öskraði
og skrækti: — Það var
ekki ég. Úlfurinn húkir
uppi i eikinni. Slepptu
mér! En þegar úlfurinn
sá hina kátbroslegu
viðureign milli kattarins
og villigaltarins gleymdi
hann allri gremju sinni
til hundsins, stökk niður
úr eikinni, gekk til
Tryggs og sagði: — Eig-
um að verða vinir aftur?
Það er okkur öllum fyrir
beztu.
Og við það sat, og
Tryggur átti ánægjulega
ellidaga á bænum. Hann
hafði sannað það, bæði
húsbónda sinum og eins
úlfinum, að hann var að
visu orðinn gamall, en
heimskur var hann þó
ekki.
III.
KYNLEGUR FÁNI
Nú rikti gleðin á ný á
heimili gullsmiðsins,
þegar vonin um lausn
hans var vakin.
ísabella var önnum
kafin við að dytta að föt-
um Georgs, og i hirzlum
föður sins leitaði hún
uppi barðastóran hatt,
er gæti skýlt honum
fyrir sólinni, og kápu, er
hann gæti sveipað um
sig i rigningu.
Það var löng leið til
Dijon, og i þá daga voru
hvorki til járnbrautir né
og var 'áb kfiþþa út stafi
úr mislitum pappir.
,,Hvaða leikur er nú
þetta,” sagði systir
hans.
,,Það er enginn leik-
ur,” svaraði drengurinn
alvarlega. ,,Ég er að
vinna fyrir pabba
minn.”
Meira vildi hann ekki
segja, en skömmu siðar
Þegar á hólminn er komið
bilar. Georg vesalingur
varð þvi að ferðast fót-
gangandi,og var það allt
annað en hættulaust.
Landið var fullt af
stigamönnum, og
kostaði bæði kænsku og
varkárni að lenda ekki i
klóm þeirra.
„Peninga verðurðu að
hafa meðferðis,” sagði
ísabella. ,, Hér er
gullpeningur. Hann er
að visu-----”
,,Ég vil ekki sjá
peninga!” svaraði
Georg. , Ég á sjálfur tvö
mörk, þeim sting ég i
vasann, og þau nægja
mér. Aftur á móti langar
mig til þess að biðja þig
um að lána mér lútinn,
1) sem ég hefi stundum
leikið á fyrir ykkur. Þá
get ég sungið fyrir dyr-
um úti eins og umferða-
söngvari og unnið mér
fyrir mat á leiðinni.”
1) lútur, gamalt
strengjahl jóðf æri.
,,Já, gerðu það
Georg”, svaraði
ísabella og rétti honum
lútinn. ,,Þú syngur svo
vel og vekur án efa að-
dáun ókunnugra með
rödd þinni. En nú skul-
um við koma til
skósmiðsins. Þú verður
að fá þér eina, sterka
skó, sem þola volkið á
þjóðvegunum.”
Georg fannst slikt
óþarfi, sagði að sinir
skór væru fullgóðir, en
Isabella mátti ekki
heyra það nefnt. Hún
vildi ekki að hann færi
vanbúinn af stað.
Þegar þau komu
aítur, sat Leó við borðið
bað hann Georg að
hjálpa sér að saga
sundur tréfjöl, sem hann
hafði fundið i garðinum.
,,Á að saga hana i
tvennt?” spurði Georg.
,,Nei, nei, hún á að
verða ferhyrnd, eins og
skilti i laginu!”
,,Á hún lika að hjálpa
pabba þinum?” sagði
Georg i gamansömum
tón.
Drengurinn kinkaði
kolli með alvörusvip, og
Georg hætti að spyrja.
Burtför hans var
ákveðin um hádegi dag-
inn eftir, en fyrst var
fjölskylda meistara
Húbertusar að ganga
nokkur þung spor.
Konungurinn hafði
neíniiega sérstaka
ánægju af þvi, að hrella
þegnana með þvi að
halda sýningu á föngun-
um i járnbúrunum, og
bauð frændum og ást-
vinum hinna
óhamingjusömu manna
til þeirra sýninga.
Enginn mátti þó koma
svo nærri, að hann gæti
talað til fangana, tekið
i hendur þeirra eða hug-
hreyst þá á annan hátt,
nei, aðeins svo nærri, að
sjá mætti eymdarástand
þeirra.
Loðvik konungur
kærði sig ekki um ást
þegnanna, hann vildi
stjórna með harðýgðinni
einni saman.
Börn gullsmiðsins ætl-
uðu nú að fara til þess að
sjá föður sinn, þvi að
þau álitu að honum
kynni að vera huggun i
þvi að sjá þau, enda þótt
þau gætu ekki talað við
hann.
,,Ég vildi óska, að við
gætum látið hann vita,
að við höfum von um að
geta frelsað hann:
andvarpaði Georg. ,,Þá
mundi hann þó öðlast
von i óvissunni. En það
er vist ómögulegt, þvi
miður.”
Við þessi orð leit Leó
snöggvast upp og blistr-
aði lágt.
,,Skeð gæti það þó,”
sagði hann, leyndar-
dómsfullur á svip.
„Svona, hættu nú
þessu leynimakki,”
sagði systir hans, ,,þú
ert með eitthvað
ráðabrugg á prjónunum,
hvað er það?”
En drengurinn hafði
tekið það i sig að þegja
yfir ráðagerð sinni, og
hin urðu að láta sér það
lynda.
Morguninn eftir lögðu
þau af stað til hallarinn-
ar, en þar var búrunum
raðað á grasvöllinn.
Þegar þau voru að
leggja af stað kom Leó
askvaðandi i fáranleg-
um klæðum.
Hann var i gömlum
buxum gauðrifnum,
bættri treyju, botnlaus-
um skóm og með
beyglaðan hattkúf á
höfði.
„Hvers kyns
útbúnaður er þetta?”
spurði ísabella.
,,Þú ætlar þó ekki að
fara i þessum lörfum?”
,,Nei, blessuð góða!
Þið getið ekki fylgzt með
svona leppalúða,” sagði
Leóhlæjandi. ,,Farið þið
bara af stað ég kem á
eftir.”
Að svo mæltu fór hann
ut i eldi\ iðarskýlið og
sótti þangað fjölina
góðu. Hann var nú búinn
að negla við hana langa
stöng, svo að hún liktist
einna helzt fána, og
hann sýndi þeim nú að á
miðri fjölinni stóð með
marglitum stöfum:
,,Kaupi gömul föt og
tuskur!” Þetta hafði
hann þá gert við mislitu
bókstafina.
,,Til hvers i ósköpun-
um ertu nú að þessu?”
spurði systir hans.
,,Heldurðu, að venju-
legur skransali fái að
koma nær föngunum en
aðstandendur þeirra?
Þar skjátlast þér dreng-
ur minn?”
,,Þú færð nú að sjá,”
sagði stráksi og brosti
með sjálfum sér að
uppátæki sinu, sem var
svo snjallt, að enginn
gat getið upp á þvi.
Hann axlaði rösklega
stöngina með spjaldinu
og tók stóra eldiviðar-
körfu á hinn handlegg-
inn.
,,Þá er ég tilbúinn!”
hrópaði hann. ,,Leggið
þið nú af stað! Litli
skransalinn kemur á
eítir.”
,,Hvað ætlar hann
sér?” spurði Georg, en
hugsaði þó með sér, að
bezt væri, að strákurinn
fengi að fara sinu fram.
Svo lögðu þau af stað
þrjú saman. ,,Skransal-
inn” kom á eftir og hélt
fánanum hátt á loft. En
um leið og hann sneri
honum við sáu þau sér
til mikillar furðu að yfir
hina hliðina var limd
þunn pappirsörk. Var
þetta augsýnilega mjög
lauslega gert, þvi að
örkin bungaði út i miðj-
unni.
Litli skransalinn
skundaði rogginn eftir
götunni með tréfána
sinn og söng hástöfum:
Járn og klúta kaupi ég
hérí
Hver vill selja tuskur?
Konur, stúlkur, komið
hér!
Klúta og druslur seljið
mér!
Þegar til hallarinnar
kom, — en sú höll var
ramger kastali
umkringdur hraustum
skozkum varðmönnum,
er vöktu dag og nótt yfir
lifi konungsins — var
búið að setja fram búrin
og flokkur áhorfenda
hafði safnazt þar i kring.
Búrin stóðu i röðum—
þau voru yfir 20 að tölu
— og fyrir framan þau
spigsporuðu tveir
vopnaðir varðmenn
fram og aftur.
,,Guð minn góður,
hvað búrin eru lág,”
hvislaði ísabella. ,,Menn
geta ekki staðið upprétt-
ir inni i þeim.”
,,Þvilik hegning er
hrópkgt ranglæti,” var
sagt. rétt hjá henni.
,,Guð mun einhverntima
úthella reiði sinni yfir
hinn óréttláta konung
vorn.”
Fangarnir sátu i búr-
unum og horfðu
kviðafullir út til þess að
reyna að koma auga á
frændur og vini i hópi
áhorfendanna.
,,Þarna err pabbi,”
hrópaði fsabella með
grátstafinn i kverkun-
um.
Já, þarna sat vesa-
lings faðir þeirra.
Hann var fölur og
sorgmæddur, en svipur-
inn var hreinn og fagur
eins og svipur þeirra
manna, sem góða
samvizku hafa er ævin-
lega.
í þessu kom Leó þar
að. Hann lét frá sér körf-
Framhald á 3,6. siðu.