Tíminn - 17.03.1974, Side 29

Tíminn - 17.03.1974, Side 29
Sunnudagur 17. marz 1974. TÍMINN 29 | Frægar byggmgar Skin og skúrir Dóttir Henriks VIII og Onnu Boleyn varð einvaldur í Englandi eftir tiu ára stöðug konunga- skipti. Hún varð fyrsta drottning Englands, sem bar nafnið Elisabet. Hún var grannvaxin og litil fyrir mann að sjá, en vilja- sterk með mikinn persónuleika. Eftirlætisiðja hennar var refa- véiðar. Elisabet I reið um veiði- löndin umhverfis Windsor klædd reiðfötum með gimsteina á slikum hraða. að hún gerði herra- mennina, sem voru i fylgd með henni, viti sinu frá að hræðslu. Elisabet I (1588-1603) gerði ensku hirðina við Windsor að þeirri hirð i Evrópu. sem mestur ljómi stafaði af. Hún var fjörug, greind, óttalaus og heillandi og hún safnaði kringum sig glæsilegum og heillandi aðals- mönnum og gerði Windsor þekkt fyrir lærdóm, rikidæmi og glæsibrag. Eftirmaður hennar, Jakob I, (1603-1625) breytti ástandinu fljótt til verri vegar. Hann hafði marga slæma eiginleika, var illa til fara og hafði ógeð á vatni og sápu, enda hræddi hann flesta af gamla enska aðlinum frá hirð- inni. 1 staðinn safnaði hann i kringum sig kornungum mönnum. Karl II (1649-1685) var meiri kvennamaður. Hin unga og fjöruga ástmær hans bjó i Burford House i Windsor og Karl hóf skreytingar á staðnum. Takmark hans var að gera Windsor svipaða og Versali, sem Lúðvik XIV Frakkakonungur lét reisa fyrir utan Paris. Karl konungur skipaði arki- tektinum Hugh May að stækka hin konunglegu salarkynni og árangurinn varö hin svökölluðu State Apartments: Fjöldi glæsi- legra, rikulegra sala, sem eiga fáa sina lika i Evrópu. 114. sölum héngu málverk eftir Rambrandt, Rubens, Van Dyck, Reynolds, Dúrer, Holbeins, Canaletta, Gainsborough og aðra ódauðlega listamenn. Þar voru logagyllt húsgögn, franskt góbelin, griðarstórar ljósakrónur og yfirleitt öll hin dýrmætustu listaverk. Hrörnun og skreyting 1 austur- og suðurálmunni eru einkasalir konungsfjölskyld- unnar, sem eru enn fegurra skreyttir en aðrir salir. En þessir salir eru minna þekktir opinber- lega, bæði af öryggisástæðum og til að vernda einkalif konungsfjöl- skyldunnar, hefur sjaldan verið leyft að ljósmynda þar. Og enskur almenningur fær aldrei að stiga fæti sinum þar inn. Hestar hafa alltaf verið i miklu eftirlæti hjá ensku konungsfjöl- skyldunni. Anna, drottning Karls II var þar engin undantekning. Kanski var það hinn geysilegi áhugi á refaveiðum, sem olli þvi að hún missti yfirleitt alltaf fóstur. Jafnvel á efri árum, þegar hún var orðin of feit til að sitja hest, hélt hún veiðum áfram ilitlum einsætis vagni, sem hrað- skreiðustu hestarnir i hesthúsi hans hátignar drógu yfir hóla og hæðir á villtum hraða. Þegar Karl II og Anna drottning dóu, var Windsor i niðurniðslu um áraraðir. Þegar George III (1760-1820) komst að raun um eftir fárra ára búsetu i London, að konungsbústaðurinn þar væri of litill fyrir fjölskyldu sina, þá flutti hann með drottningu sina og 11 börn þeirra til Windsor. Gama höllin fékk svip af ensku „country house”. George III liktist rólyndum stór- bónda, hógvær i framkomu, feiminn, hlédrægur i opinbera lifinu. Seinustu æviár hans voru sorgleg. Siðustu niu ár ævi sinnar rölti hann um i Windsor höll, þá orðinn kýttur hvitskeggur og talaði við löngu dauða ráöherra eða fyrirskipaði hirðsorg yfir hinum látna George konungi (honum sjálfum), ,, þvi að hann var góður maður”, sagði hann. Hann andaðist algjörlega bilaður á geðsmunum árið 1820. Útlit Windsor hallar, eins og það er nú, er syni hans. George IV (1820-1830) að þakka. Eins og tor- faöir hans Henrik VIII, var hann glæsilegur kvennamaður, þegar han var unglingur, en strax 23 ára var hann orðinn að feitlögnum ellilegum manni, sem átti margar ástkonur, og gifti sig vegna peninganna. Karólina var þýsk prinsessa með sterkar til- finningar, en hún var ekkert augnayndi og baðvatn og ilmvötn voru ekki að hennar skapi. Sagan segir, að George IV hafi beðið um sterkt koniak eftir að hann hafði fyrst verið kynntur fyrir henni. Hann drakk svo mikið fyrir brúð- Karlmannaskór nýkomnir Dökk-brúnir úr mjúku leðri. Kr. 2.250. Rauð-brúnir úr mjúku leðri. Kr. 2.400. Stóru tröppurnar, sem liggja til sala konunglegra fulltrúa eru tiltölu- lega nýjar I Windsor höll. Þær voru smiðaöar árið 1866. MJÖG GOTT VERÐ PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 Skóverzlunin Framnesvegi 2 Sími 1-73-45 — Góð bílastæði I Waterloo herberginu geta 150 manns setið undir borðum. Þessi salur er aðcins notaður við sérstök tæki færi. öll málverkin eiga að tákna sigurinn yfir Napoleon við Waterloo og þarna eru myndir af konung- umog hershöfðingjum, sem unnu að sigrinum. kaupsnóttina, að hann hrasaði og datt inn i hjónaherbergið. Hann sá einnig svo um, að ein af ástkonum hans, Lady Jersey, varð hirðdama hjá Karólinu. Mikið af skrauti Windsor þallar á okkar dögum er eyðslusemi Georges að þakka. Til mikillar skelfingar fyrir Parlamentið, eyddi hann milljónum af fé skatt- borgaranna til að skreyta gömlu höllina. Viktóriutimabilið Nokkrum árum eftir andlát Georges IV, reið ung og grönn drottning inn um hlið Windsor. Vinir hennar kölluðu hana Vicky. Hún réð rikjum i Englandi i 64 ár (1837-1901). Enska heimsveldið náði hámarki sinu i stjórnartið hennar og sólin gekk aldrei til viðar i hinu viðlenda riki hennar. Fyrstu ár Viktóriu drottningar i Windsor höll voru ár gleði og hamingju. 1 einum af mörgum samkvæmum, sem drottningin hélt, hitti hún árið 1839 Albert prins af Saxen-Coburg-Gotha. Hún varð strax ástfangin af honum og bað hans fjórum dögum seinna, þvi hún var viss um, að hann vogaði aldrei að biðja um hönd Bretadrottningar. Hann játaði. Þau eyddu hveiti- brauðsdögunum á Windsor og lifðu hamingjusömu lifi, þangaö til Albert prins lézt árið 1861 úr taugaveiki — og smitaðist vegna ófulíkominnar skólplagnar frá Windsor kastala. Viktoria drottning var þá aðeins 41 árs. Hún gjörbreyttist á einum degi, úr lifsglaðri ungri ástfanginni konu i gamla og sorgmædda konu, sem næstu 24 árin mótaði ensku þjóðina. Það gerði hún i svo rikum mæli, að orðið Viktorianskur varð i daglegu máli notað, um það, sem táknar kreddur og heldur glaðværðinni niðri. Eftir andlát hennar, tók sonur hennar Edward VII (1901-1910) við völdum. Breytingarnar uröu eins og hertoginn af Windsor orðaði það sjálfur „eins og glaðvær riddari heföi riðið beint inn i stofuna á ensku prestsetri”. bilar, sem þá var nýbúið aö finnr upp, óku um i hallargarðinum, simum var komið fyrir og bað herbergi með rennandi vatni voru innréttuð. Höllin fylltist af gestum, ungum heimsmönnum, sem Edward konungur hafði hitt á sinum glöðu árum i Monte Carlo þegar hann var enn prins af Wales. George V og Maria drottning fluttu á ný hið virðulega konung- lega andrúmsloft frá Viktoriu- timabilinu til Windsor. Sonur þeirra, Edward VIII réði rikjum i skemmstan tima af öllum konungum landsins. Eitt kvöld árið 1936, þegar hann hafði aðeins setið að völdum i nokkra mánuði, flutti hann út- varpsræðu til brezku þjóðarinnar. Hann lýsti þvi yfir, aö ást hans til Wallis Elisabetar Simpson, fæddrar Warfield væri svo sterk, að hann vildi heldur láta ensku krúnuna af hendi heldur en að skilja við hana. Elisabet Simpson var tvigift og tvifráskilin, amerisk kona. Englandi brá heldur en ekki i brún, en Edward hélt fast við ákvörðun sina og giftist konunni, sem hann elskaöi og lifði hamingjusamur til æviloka i útlegð sem hertoginn af Windsor. Framhald á bls. 39. Margar gerðir og litir. Kr. 3.140. Upphóir með rennilds. Kr. 3.340. Stórt og fjölbreytt úrval. Kr. 3.140.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.