Tíminn - 17.03.1974, Page 31

Tíminn - 17.03.1974, Page 31
Sunnudagur 17. marz 1974. TíMINN 31 ■ Nokkrar höggmyndir Bjargar. Myndlistarfólkið hittist einu sinni i viku, siðla laugardags og vinnur þá að málun, skoðar myndlistabækur eða sinnir á ann- an hátt sinu áhugamáli. Sigurður Kr. Jónsson er leiðbeinandi hóps- ins. Frumkvöðull og formaður klúbbsins er Sigriður Gyða Sigurðardóttir. Þau eru nálægt tuttugu i klúbbnum og sýning- arnar eru orðnar tvær, 1972 og 1973. Fólkið er á öllum aldri, en elzti meðlimurinn er kominn yfir sjötugt. En áfram snýst talið að mynd- listinni og Björg segir: — tslendingar eiga góða mál- ara, sem þeir mega vera stoltir af. Og unga kynslóðin er fersk i myndlist, — sumt er að visu byltingarkennt, en ungu mynd- listarmennirnir eru að reyna að vera i takt við timann, og ekkert nema gott um þá að segja. Og Björg heldur áfram, og hún veit hvað hún syngur konan sú, þegar þessi mál bera á göma. — Eðlilega eru alltaf sveiflur i myndlistarmálum, listamaðurinn verður alltaf að endurnýja sig. Að öðrum kosti st'aðnar hann. Það er min skoðun, að listamaðurinn verði að vera i eilifri leit til að ná árangri. Sköpunargleðin er samt að minu áliti aðalatriðið fyrir hvern einstakling. Það var haustið 1970, sem Björg fór i myndhöggvaradeild Mynd- listaskólans og að hennar sögn, varð hún strax yfir sig hrifin og hefur verið viðloðandi deildina siðan. — Ag fer oftast tvisvar i viku og kennari er Sigrún Guðmunds- dóttir. Hún lærði i Noregi og ég tel hana hiklaust i hópi athyglisveðru ungu myndhöggvarana i dag. A heimili Bjargar er mikið af höggmyndum, bæði hennar eigin verk og frægar erlendar högg- myndir. En Björg er litið um það gefið að tala um eigin verk og snýr sér aftur að myndlistarmál- um. — Almenningur er mjög ósjálf- stæður i myndlist. Mjög margir kaupa nafn málarans. — sjálft málverkið virðist skipfa minna máli. Svo vantar lif i mörg mál- verk, þau eru dauð og ópersónu- leg. Og það er of mikið um stælingar, listamaðurinn á að vera skapandi og þeir verða alltaf undirsem stæla.. En Kjarval var góður, mjög góður málari. Viö skulum bara halda áfram að vera stolt af okkar málurum, sumir mála vel aðrir illa. Það er lifiö. Eins og að mæta göml- um kunningja — Þegar börnin fóru aö heim- an demdi ég mér i áhugamálin. Mörgum fannst hugmyndir minar fjarstæðukenndar, en þá sagði ég bara með bros á vör. Þetta er mitt brennivin. Sagði Björg, að hún hefði aldrei tima til að láta sér leiðast. Það væri alltaf svo margt ógert og timinn aldrei nægur. — Þú átt gott safn listaverka- bóka? — Ég hef lengi safnað lista- verkabókum, kynnt mér og dreg- iðlærdóm af þeim. Þegar ég fer á söfn erlendis og sé málverk, sem ég þekki úr bókunum minum, — þá fylgir þvi svipuð tilfinning, eins og að mæta gömlum kunn- ingja, sagði Björg. Þá er samtali okkar lokið. Ég þakka Björgu tsaksdóttur fyrir og kveð með virktum. — Gsal. Hér sést Björg munda pensilinn viöeina af sinum „draumkenndu hugdettum”. Æfing Almannavarna Borgarspitalinn og Almanna- varnir gengust fyrir æfingu á inn- köllun starfsfólks kl. sex á laugardagsmorgun með tilliti til skipúlags á móttöku hópslysa þar. Var þetta liður i æfingum á sjúkrahúsum borgarinnar til móttöku hópslysa i Reykjavik og eru samskonar æfingar á næstunni á öðrum sjúkrahúsum. Innköllun var siðast fram- kvæmd þegar eldsumbrotin hófust i Vestmannaey.ium. Æfingin á laugardag tókst mjög vel. og kom fyrsti starfsmaöurinn þrem minútum eftir kvaöningu. Allt að 100% mæting var á sumum deildum, en nokkrir vankantar komu i ljós, sem unnið verður að lagfæringum á. Lögreglan i Reykjavik tók þátt i æfingunni með þvi að hafa varðriienn viö allar dyr spitalans og annast umferðarstjórn i nágrenninu. Olympíuhlaupar inn á Akranesi og í Borgarnesi Undanfarið liefur leikflokkur á vegum U.M.F.S. sýnt gainan- leikinn ólympiuhlauparann, eftir Derek Benfield. Leikstjóri er Kristján Jónsson, og.aðstoðar- leikstjóri Freyja Bjarnadóttir. Niu bráðefnilegir áhugaleikarar fara með hlutverk i leiknum. Leikurinn hefur þegar verið sýndur fimm sinnum i Borgarnesi og einu sinni i Búðardal, við ágæta aðsókn og mikla kátinu áhorfenda. Ætlunin er að sýna leikinn á Akranesi þriðjudaginn 19. þ.m., og tvær sýningar éru enn fyrir- hugaðar i Borgarnesi. Ennfremur er ællunin að sýna leikinn á Snæfellsnesi, og verður það væntanlega um helgina 23. og 24. þ.m. að Röst á Hellissandi, og að Lýsuhóli i Staðarsveit. Fólk er eindregið hvatt til að missa ekki af þessu ágæta tækifæri til að hlæja dátt eina kvöldstund. MIKIÐ SKAL TIL 0 SAMVINNUBANKINN IKILS VINNA Heimilis ánægjan eykst með Tímanum Félag frönsku- kennara stofnað Fyrir skömmu var stofnað i Reykjavik Félag frönskukenhara á Islandi. Markmið félagsins er að vinna að eflingu frönsku- kennslu i skólum, treysta sam- starf frönskukennara og gæta hagsmuna þeirra. Fyrsta stjórn félagsins er þannig skipuð: Formaður Magnús G. Jónsson, ritari Emil Eyjólfsson, gjaldkeri Herdis Vigsfúsdóttir meðstjórn- endur Sigriður Magnúsdóttir og Rósa Gestsdóttir. (fréttatilkynning) Auglýsið í Tímanum L Bókamenn Til sölu eru eftirfarandi ritverk: Nucleus Latinitatis (Kleifsi) Lexicon Islandico-Latino-Danicum 1814 innb. (Björn Halldórsson) Supplement til isl.Ordböger 1876-85 innb. (Jón Þorkelsson) Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis innb. (Sveinbjörn Egilsson) Tilboö óskast i bækurnar, og leggist inn á afgreiöslu Tiinans fvrir fimmtudag merkt „Bækur"

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.