Tíminn - 17.03.1974, Page 6

Tíminn - 17.03.1974, Page 6
6 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. j4?ír*. 1 Ólafsey 20/7. 1942 Jónshús og fjós. Sorphaugur alvaxinn hrimblöökum. í Flatey á Breiðafirði 17/8. 1970. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga Það hvildi jafnan ævintýra- blær yfir Grimsey i hugum eyfirzkra unglinga. 1 góðu veðri gátum við séð hana i hillingum ofan úr hliðunum við utan- verðan fjörðinn. .,10 bæir eru i eynni og býr prestur eyja- skeggja i Miðgarði” lásum við i landafræðinni í'yrir löngu. Grimseyingar fiuttu egg og saltaðan fugl til Akureyrar á vorin. Fyrsta eyjarbúann sá ég i gagnfræðaskólanum á Akur- eyri og var hann kallaður Guð- mundur Grimseyingur, vinsæll piltur, sem lék á orgel og gerðist siðar tónlistarkennari i Reykjavik, Heimskautsbaugur- inn liggur um Grimsey. gárungarnir sögðu ha’nn liggja eftir endilögu hjónarúminu i Miðgarði. En baugurinn hefur smám saman færzt til og liggur nú um býlið Bása, segja mæl- ingamenn og stjarnfræðingar. Nú geta ferðamenn fengið skjal, sem vottar að þeir hafi farið yfir bauginn i Grimsey. Munu einkum útlendir ferðamenn notfæra sér þetta. Grims- eyingar bjuggu fyrrum i lágum torfbæjum. Bæjargöngin voru þröng og krókótt m.a. til að varna isbjörnum inngöngu, segirsagan. Birnir gengu i land i hafisárum, já, það er ekki langt siðan björn var felldur i Grimsey. Stoðir allar og máttarviðir i gömlu torf- bæjunum voru úr rekaviði. Lengi hafa verið 11 býli og jarðir i Grimsey. íbúar taldir 120 árið 1934, en hafa verið um 80 siðustu árin. Árið 1934 segja enskir náttúrufræðingar, sem þar voru á skoðunarferð, að þá standi eftir 11 torfhús, en 8 séu úr timbri eða steini. Þeir kváðu vera um 20 kýr i eynni og um 250 fjár. Þá var ekki farið að flytja mjólk út i eyna úr landi. Kúataðan mun hafa verið ærið misjöfn á umliðnum öldum og stundum jafnvel kýrlaust með öllu og mjólkurlaust. Sauöfé einnig mjög mismargt. Siðasti torfbærinn — Vallakot — mun hafa verið rifinn 1970. Myndin sýnir torfbæ i Grimsey 1934. Er það Vallakot eða einhver annar gamall bær? Fiskirár sjást uppi á bænum, þvert á þakhryggina. Svo var áður viöa um land. Þarna voru hengd spyrðubönd, tilvonandi harðfiskur eða siginn fiskur. Þorskhausakippur einnig o.fl. matarkyns. Myndina af gamla bænum tóku fyrrnefndir náttúru- fræðingar (Keith og Jones) og er hún birt i safnritinu Iceland Papers 1934. Einnig myndin af Sandvik i Grimsey, séð frá Hrauntanga. Fiskur og fugl hafa veriö aðalfæða gömlu Grims- eyinganna. Fuglabjörgin gjöful og stutt að róa á fiskimiö. En hart varð i ári þegar hafis lá lengi við landið. Þá yar Grimsey einangruö, jafnvel mánuðum saman, og uröu menn að búa að sinu. „Pissaðu i stampinn i göngunum”, sagði myndarleg húsfreyja við gest úr landi, er hann gekk út erinda sinna að kvöldlagi. Þetta var fyrir daga sápunnar til al- mennra nota. ,,Ég held að hreinlætið sé ekki of mikið samt i Grimsey”, bætti konan við. Keytan var hreinlætislögur fyrr á öldum. Sumir sjómenn pissuðu á hendur siriar til þvottar og kváðust þá miklu siður fá fingurmein en ella. Grimsey er að mestu leyti grasi vaxin, einkum eru vinglar al- gengir. Fuglinn ber viða vel á. Skarfakálið er viða mjög gróskulegt i björgunum. Það var oft til bjargar á vorin, þegar fæði var einhæft og margir veiktust af skyrbjúg. Talið er að um 115 tegundir blómjurta vaxi i Grimsey. Kvistlendi er ekkert, enda fremur snjólitið á vetrum og fjárbeit stundum allmikil. Framhald á bls. 23 Sandvik I Grimsey, séð frá Hrauntanga 1924 Læknishúsið og „Strýta” I Flatey á Breiðafirði 15/8. 1970 wil Gamall bær I Grimsey 1924 1 Hvallátri 27/7. 1971

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.