Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. marz 1974. 7 Hin nýjcs blaðamennska er eins og impressjónisminn Eru blaðamenn að ,,sópa rithöfundunum til hliðar"? Ungur, bandariskur blaðamað- ur, Tom Wolfe að nafni, sendi ný- lega frá sér 400blaðsiðna bók. þar sem hann setur fram skoðanir sinar á nútima blaðamennsku, (Tom Wolfe, The New Journar- lism, Útgefandi er Harper & Row, Publishers, New York). Verður hér minnzt á nokkur atriði þess- arar bókar, sem fróðleg og at- hyglisverð kunna að þykja. Wolfe þessi er annars rúmlega fertugur aö aldri og með allgóða reynslu af blaðamennsku og cand. mag. að mennt frá Yale- háskóla. Um nokkurra ára skeið starfaði hann sem blaðamaður við ýmis minni háttar, bandarisk blöð, unz hann árið 1959 komst að hjá hinu mjög svo velmetna blaði Washington Post (er afhjúpaði Watergate-hneykslið og er nú með virtustu blöðum þar vestra) og starfaði þar i 3 ár. Þá réðst hann til annars af stærstu blöðunum þar vestra, nefnilega New York Herald Tribune.og var þar i fjögur ár. Siðustu 6—7 árin hefur hann einkum skrifað fyrir vikuleg fréttatimarit, sem e.t.v. er það blaðaform, sem eiga hvað mesta framtið fyrir sér. Fólk leggur æ meira upp úr fréttaskýr- andi efni og fréttayfirliti fremur en daglegum fréttum, sem það fær hvort sem er i útvarpi og sjónvarpi. — En þetta er útúrdúr. Meðal þeirra skoðana á blaða- mennskunni i dag, sem T. Wolfe setur fram i bók sinni og mörgum kann eflaust að virðast nokkuð háfleyg, er sú, að dagblöðin séu i raun og veru að verða nokkurs konar smásagnasöfn, þegar menn kaupi sér blað, þá fái þeir ekki bara prentaðar upplýsingar, heldur séu margar fréttagrein- anna skrifaðar i skemmtiformi, sem minni á bókmenntir, án þess að það bitni þó á raunveruleik fréttarinnar. Og það er þetta ekki hvað sizt, sem Wolfe á við með ,,nýju blaðamennskunni”. Hér tekur hann eflaust aðallega mið af bandariskum blöðum og blaða- mennsku, en engu að siður gæti verið gaman fyrir lesendur is- lenzku dagblaðanna að velta fyrir sér þeim atriðum, sem hann hefursett fram og hér er lauslega drepið á. Ef til vill er of mikið sagt, að fréttablöð vestanhafs móti stefnuna i blaðamennsku, en um einstök blöð þar gildir alla vega, að mjög er við þau stuðzt, og það af trausti. Og eins og bandarisk blöð hafa verið i sviðs- ljósinu undanfarna mánuði vegna hneykslismála, sem ekki þarf að nefna, en þar hefur eitt komið á eftir öðru, hefur krefjandi og að þvi er virðist óháð blaðmennska i þvi sambandi vakið mikla at- hygli. En vikjum aftur að Wolfe og hans skoðunum. t bók sinni segir Wolfe, að eitt af þvi, sem hafi haft djúp áhrif á hann i blaðamennskunni, hafi verið hræðilegar skrifstofur rit- stjórnanna, uppfullar af rusli. Jafnvel aöalstjórnendur stærstu dagblaða heimsins, (sem auðvit- að eru vestanhafs), vinna oftast i litlum og ósnyrtilegum skrifstof- um. Það eru til margs konar blaða- menn, en þó má flokka þá i tvo aðalflokka, álitur Wolfe. Annars vegar eru fréttamennirnir. Þeir hafa aðeins eitt i kollinum, segir Wolfe, og það er að komast yfir fréttir — að koma á framfæri fleiri upplýsingum og fljótar en keppinautar þeirra. Þetta er þeirra sama vandamál á hverjum degi og þaö verður aldrei auð- veldara. Þessu eru fréttamenn- irnir uppteknir af allan vinnutim- ann og jafnvel meira, og þeir leiða ekki einu sinni hugann að þvi. hvernig umhorfs er á skrif- stofu þeirra. llinn aðalflokkur Wolfes kærir sig lika kollóttan um, hvernig vinnustaðurinn litur út. Raunar telja þeir sig alls ekki eiga heima i blaðahúsi. Þeir lita á ritstjórn- ina sem nokkurs konar mótel, þar sem þeir dveljast aðeins um stundarsakir, eða unz ,,hin stóra stund" rennur upp. Dagur sigursins! Sá dagur, er þeir geta sagt skilið við blaðamennskuna og orðiö rithöfundar i staðinn! Jú vist getum við fundið dæmi þessa siðastnefnda hér, nema hvað það er svo fjári erfitt að lifa af þvi að vera rithöfundur, að við- komandi hafa þvi yfirleitt haldið blaðamennsku sinni eða ritstjórn áfram jafnhliða. Hvort þeir i upp hafi hafa litið á blaðamennskuna sem stökkpall, skal ósagt látið. En hér á íslandi er blaðaménnsk- an tvimælalaust stökkpallur að öðru leyti, þ.e. upp á „stjörnu- braut” stjórnmálanna. Tom Wolfe álitur þetta litla og litilfjörlega vandamál varðandi húsnæði blaðanna lykilinn að skilningi á hinni nýju blaða- mennsku. Fréttaritararnir hafa nefnilega, segir Wolfe, farið fram úr hinum aðalflokknum, ef svo mætti segja, með þvi að tileinka sér tækni og form rithöfundanna. Manni geta komið i hug sum is- lenzk blöð, þar sem fréttirnar nálgast oft og tiðum að vera „stuttar, afarstuttar smásögur”, þótt ekki sé þar með sagt, að sannleiksgildi þess, sem á að koma til lesenda,sé ótvirætt. Um leið og þetta hefur gerzt, sem nefnt var áðan. hefur skáld- sögunni sem hugtaki veriö steypt af stóli, segir Wolfe i bók sinni. Rithöfundum er þetta ljóst og þeir reyna i örvæntingu sinni að nálg- ast hráefni blaðamannanna með þvi að skrifa realisma. Realisminn er það, sem allt hið skrifaða orð snýst um i dag. Að horfa fram hjá honum væri rétt eins og að imynda sér iðnaö án rafmagns. Realisminn hefur myrt „neo-fabúlismann", þessar heimspekilegu greinar — oftmeð mótiv frá hinum bláa sjónvarps- skermi, þegar allur annar inn- blástur bregzt. Realisminn er orðinn ný blaðamennska og um Framhald á bls. 23 tilraun sem tókst Kenningar eru til um flest þaS, sem merkilegt er. Sú kenning er uppi um plötuspilara, a8 góður plötuspilari sé dýr plötuspilari. En hvað er það, sem geiir góðan plötuspilara að dýrum plötuspilara? Við skulum nú athuga þau atriði, sem helst yrðu þess valdandi: ★ Sjálfvirkni, þ.e.a.s. að eftir spilun lyfti armurinn sér sjálfkrafa upp af plötunní, fari til baka og plötuspilarinn slökkvi á sér. ★ Að mótorinn sé reimdrifinn + GóSur tónhaus (pick-up) með tónsvið a.m.k. frá 20-20.000 Hz ★ „Antiskating System". En „antiskating system" heldur nálinni alltaf í plöturásinni niðri. ir Að „Wow" og „flutter" sé ’minna en 0.1 % ★ S-laga arm. Slikir armar eru yfirleitt eingöngu á allra dýrustu tegundum plötuspilara. ic Handstjórnaðri vökvalyftu it IMákvæmur þyngdarstillir fyrir tónarm og tónhaus. if Plastlok, sem stöðvanlegt er í flestum stellingum. it Sérstaklega einangraðan útgangskapal, sem einkum kemur sér vel f 4-rása (Vörn gegn því, að hátíðni „leki" út) Það hlýtur að vera augljóst mál, að plötuspilari; sem hefur allt þetta til að bera o.fl., hlýtur að vera dýr, því að kenningin segir, að góður plötuspilari sé dýr plötuspilari. En kenningum er hægt að hnekkja, en aðeins með staðreyndum. SR 212 ER STAÐREYIMD jafnt sem UNDRASMÍÐ SR 212 hefur allt ofantalið til að bera og er þvi frábær plötuspilari. En SR 212 er ódýr undrasmiðin SR212 er alveg ótrúlega ódýr SR212 kostar aðelns kr 19.500 Lítið inn og skoðið stóru senðinguno

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.