Tíminn - 17.03.1974, Page 14

Tíminn - 17.03.1974, Page 14
14 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. Malbikunarframkvæmdir á Hringbraut i Keflavfk. Fulltrúar Framsóknarmanna í bæjarstjórn Keflavíkur hafa komið fram öllum helztu mólaf lokkunum, sem hæst bar í seinustu kosningabardttu — d þessu langmesta framkvæmdo' tímabili í Keflavík frd upphafi ATHAFNASKEIÐ í BLÓMLEGRI BYGGÐ tnía í kosningunum, og ei'tir aö gengið hafði verið frá málefna- samningi milli þessara tveggja flokka um stjórn bæjarins, var ráðinn bæjarstjóri, Jóhann Einvarðsson, ungur og ötull mað- ur, sem reynzt hefur frábærlega vel i starfi sinu og getið sér hið bezta orð i hvivetna. Málefnasamningurinn. Málefnasamningurinn var strax við fyrstu gerð hinn itarleg- asti, og þrátt fyrir ymis óvænt stórmál, sem skotiö hafa upp kollinum, og krafizt úrlausnar, hefur hann verið haldinn i heiðri af þrautseigju og útsjónarsemi, sem ber vott um góða stjórn og samstarf. Þar er lögð hvaö mest áherzla á, að fjárhagur bæjarins sé grundvallaratriði allra athafna hans, bæði verklegra fram- kvæmda og félagslegrar þjón- ustu. Undirstrikaö var mikilvægi þess að framkvæmdaáætlanir verði gerðar bæði um verkút- reikninga og verkefnarööun, verklegar framkvæmdir boðnar út, þegar hagkvæmt þyki, en þess þó jafnan gætt, aö atvinnustéttir og fyrirtæki innan bæjarins eigi kost á að inna samkeppnisfæra þjónustu al' hendi. Þetta höfðu verið mikil bar- áttumál Framsóknarmanna fyrir kosningar, og höföu þeir bent á stjórnleysi i verklegum fram- kvæmdum fyrri timabila. Nú eru viðhorfin önnur, eins og dæmin sanna bezt. örugg fjár- málastjórn hefur einkennt störf núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta, og yfirgripsmiklar fram- kvæmdir unnar af hagsyni og skipulagi. Verklegar framkvæmdir Haustið 1970 var gerö yfirlits- áætlun eða drög að framkvæmd- um á vegum bæjarins i gatnagerö á kjörtímabilinu. Fékkst þannig heildarmynd i grófum dráttum af fyrirætiunum tiltekið timabil fram i timann. og i framhaldi af þvi þrengri áætlanir um hreyfing- ar 6 til 12 mánuöi fram i timann. Samkvæmt þessari áætlun hef- ur siðan framkvæmdum verið hagað. Malbik hefur veriö lagt á þær götur, þar sem umferðar- þunginn er m.estur, og slitlagi bætt ofan á eldra malbik, þar sem þess hefur þurft. Oliumöl hefur hins vegar verið lögö á fáfarnar ibúðargötur með lágmarks til- kostnaði. t.d. er ekki skipt um jarðveg, en aðeins sléttaö yfir- borð göm.lu götunnar og niöurföll- um komiö fyrir. Gangstéttarlagn- ingu var lokið við Hringbraut, en sjálfsagt að fara sér hægt i þeim framkvæmdum, þar sem hita- veitan er á næstu grösum og kostnaðarsamt aö þurfa aö brjóta upp mikið af gangstéttum. Er óhætt að fullyrða, aö ef allar áætlanir gatnagerðanefndar standast veröur alit gatnakerfi bæjarins lagt varanlegu slitlagi árið 1977, og er Garöahverfiö meðtalið i áætluninni, enda eru allargötur i þvi bverfi unnar und- ir varanlegt slitlag. Hinar stórvirku framkvæmdir i gatnagerðmá vafalaust þakka þá ákvörðun bæjarstjórnar aö kaupa malbikunarvél. eða réttara sagt vél til að leggja niður oliumöl og malbik. Ennfremur er rétt að geta þess. að Keflavikurbær á ásamt fleiri sveitarfélögum i Reykjaneskjördæmi fyrirtækið Oliumöl h.f., sem framleiöir alla oliumöl, sem notuð er hjá bænum. Forsendur þess. sem gert hefur verið i gatnagerö, eru storf verk- fræðiskrifstofanna. sem unniö hafa mest fyrir Keflavikurbæ, Sigurður Thoroddsen, sem hann- aði Vatnsnesiö og umhverfi fisk- vinnslustöðvanna og verkfræði- stofan Hnit sf, sem hefur mjög t»aö fer ekkert á milli mála, aö undanfarin ár liafa verið langmesta framkvæmdatimabil liérna i Keflavik frá upphafi, og ber þar fyrst og fremst tvennt til, snurðulaust samstarf meirihlutaflokkanna i bæjarstjórn og einstak- leg heppilegt val á bæjarstjóra. Þannig komust bæjarfulltrúar Kratnsóknarmanna i Keflavik að orði, þegar blaðamaður og Ijós- myndari Timans lögðu leið sina suður ineð sjó i siðustu viku, og gengu á fund þeirra til að inna þá eftir bæjarmálefnum, sem komizt Itefðu í framkvæmd á þvi kjör- timabili, sem senn lýkur. Framsóknarmenn sterkastir Við seinustu bæjarstjórnar- kosningar hlulu Framsóknar- menn mest fylgi stjórnmálaflokk- anna og þrjá menn af niu i bæjar- stjórn, þá Hilmar Pétursson, fasteignasala, Valtý Guðjónsson, útibússtjóra, og Pál Jónsson, aðalgjaldkera. Fljótlega eftir kosningar tókst samstarf við Sjálfstæðismenn, sem einnig höfðu fengiö þrjá full- Bæjarfulltrúar Framsóknarmanna I Keflavik. Tímamyndir: G. Einarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.