Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. Framlag til íþrótta- móla hefur nífaldazt á aðeins þremur órum um greiðslum á þrem næstu árum^þ.e. 7.9 millj. kr. hvert ár. 2) Á grundvelli þeirrar áætlunar sem lögð var fram á öðrum fundi nefndarinnar um upp- byggingu iþróttaaðstöðu þjóðarinnar i næstu 20 ár, sé sú stefna samþykkt af rikis- stjórn íslands, að iþróttahús og sundlaugar, sem bæjar- eða sveitarfélög reisa i sam- vinnu við iþrótta- og ung- mennafélög eða samtök þeirra og fræðsluráð eða skólanefndir i þeim tilgangi að þau nýtist á þrennan hátt(þ.e. skólastarfi, iþróttaiðkunum almennings og starfsemi iþrótta- og ungmennafélaga eða samtökum þeirra, séu styrkt af rikissjóði á sama hátt og önnur skólamannvirki, enda hafi fræðslumálastjórn og iþróttanefnd rikisins sam- þykkt gerð þeirra. Óski bæja- eða sveitafélög, iþrótta- eða ungmennafélög eða samtök þeirra að reisa iþróttahús, eða sundlaug, sem eigi kemur i þarfir iþróttaiðkana skóla, en er talið nauðsynlegt af iþróttanefnd rikisins, fellur styrkveiting til þess eigi undir ákvæði þessarar greinar, en mannvirkið skal njóta styrks úr iþróttasjóði”. Tillaga til frumvarps til laga um breytingu á iþróttalögum nr. 49 frá 7. april 1956. Við 6. gr. II. kafla laganna bæt- ist: „Iþróttahús og sundlaugar, opn- ar eða yfirbyggðar, sem bæjar- og sveitarfélög hyggjast reisa ein eða i samvinnu við iþrótta- og ungmennafélög eða samtök þeirra með samþykki fræðslu- ráðs eða skólanefnda, i þeim tilgangi að þau nýtist á þrennan hátt, skólum, almenningi, iþrótta- og ungmennafélögum eða samtökum þeirra, skulu styrkt úr rikissjóði á sama hátt og um skólamannvirki sé að ræða, enda hafi fræðslumála- stjórn og iþróttanefnd rikisins samþykkt gerð þeirra. Óski bæja- eða sveitafélög, iþrótta- eða ungmennafélög eða samtök þeirra að reisa iþróttahús eða sundlaug, sem eigi kemur i þarfir iþróttaiðkana skóla,en er talið nauðsynlegt iþróttamann- virki af iþróttanefnd rikisins, skal það njóta styrks úr iþróttasjóði.” Vangreidd þátttaka ríkisins Að lokinni samþykkt tillagn- anna tóku fulltrúar iþróttanefnd- ar rikisins, UMFl og ÍSt fram, að þeir myndu eigi setja sig upp gegn þvi þótt greiðslum ,,van- greiddrar, áætlaðrar þátttöku” yrði dreift á fimm (5) ár i stað þriggja (3) ára,eins og gerð er til- laga um i 1. lið tillagnanna. Á tiltölulega skömmum tima hefur framlag rikissjóðs til iþróttamála hvorki meira né minna en nifaldazt. Hér er um miklar og ánægjulegar breytingar a’ ræða. iþróttasiðan sneri sér til Þor- steins Einarssonar, iþróttafulltrúa rikisins, og bað hann um að gera grein fyrir þróun þessara mála á undanförnum áratugum, og fara svör hans hér á eftir: tþróttalög voru samþykkt á Al- þingi 1940. Þau kváðu meðal ann- ars á um stofnun iþróttasjóðs, sem bæjar- og sveitarfélög, ung- menna- og iþróttafélög og samtök þeirra gátu sótt um framlög úr til greiðslu hluta kostnaðar við Iþróttamannvirki og hin stærri Iþróttatæki, svo og einnig útgjöld fyrir iþróttaæfingar. Var svo kveðið á i lögum, að Al- þingi skyldi árlega veita fé i iþróttasjóð, eða sjá honum-fyrir tekjum á annan hátt. Tekjuöflun, er mistókst Löggjafinn mun hafa orðað þetta svo óákveðið, þar sem hann hafði bundið vonir við öflun fjár til sjóðsins með starfrækslu ,,veð- mála”-starfsemi, sem svo var nefnd i lögum um tekjuöflun til iþróttasjóðs, sem samþykkt voru samtimis iþróttalögum, og voru reist á vitneskju um þá nýhafna starfrækslu knattspyrnugetrauna Sviþjóð. Slik fjáröflun var hér ókunnug um 1940, og heims- styrjöldin, sem þá var hafin, hindraði öflun upplýsinga. Þess má geta i þessu sambandi, áð i Noregi og Danmörku hófust get- raunir ekki fyrr en 1948 og þá fyrst gátum við kynnzt þeim. Til- raun getraunareksturs er svo gerð hér með hefðbundnu sniði 1952-1956. Hún reyndist ekki raun- hæf. Frumkvæði Hermanns öllum þeim, sem kunnug var sú iþróttaaðstaða, sem þjóðin bjó við, varð samþykkt iþróttalaga gleðiefni og þakklæti áttu þeir skilið, sem áttu frumkvæðið aö þvi að fá skipaða 9 manna milli- þinganefnd um iþróttamál 1939. Hermann Jónasson, sem þá var forsætisráðherra og annaðist kennslumál, og eins og öllum er kunnugt hafði veriö glimukappi Islands og virkur iðkandi sunds og skautahlaups, mun ásamt iþróttasinnuðum flokksmönnum sinum eigi hafa likað það vel, að i fræðslulögum, sem samþykkt voru 1936 var kveðið afar lauslega á um stöðu iþrótta sem náms- greinar i skólum þjóðarinnar. Hermann Jónasson. Pálmi Hannesson, rektor og al- þingismaður, var formaður milli- þinganefndarinnar, en Steinþór magister Sigurðsson ritari. Könn- un nefndarinnar leiddi i ljós, að stórra úrbóta var þörf i iþrótta- málum. Fátækleg aðstoð Eigi eru það ofsögur, að allir þeir, sem þá unnu að iþróttamál- um,hugsuðu til stórra úrbóta með margvislegum aðgerðum. Um iþróttamannvirki má geta þess, að fjöldi iþróttasala var 11 (stærsti 12x24 m ), sundlaugar um 60 talsins,og af þeim 17 torflaug- ar. engin knattspyrnugrasvöllur, tvær hlaupabrautir, 11 skiðaskál- ar en engin lyfta o.s.frv. Framkvæmd sundskyldu, sem komið skyldi á samkvæmt iþróttalögum, var erfið sökum að- stöðuleysis,t.d. höfðu 4 kaupstaðir sundlaugar, og i Austfirðinga- fjórðungi var engin. Ágalli var það á lögunum, að engin ákvæði voru i þeim um hlutdeild sjóðsins i hinum ýmsu gerðum iþróttamannvirkja né skyldur rikissjóðs við iþróttasjóð, um að hann gæti tekið á sig skuld- bindingar. Góður árangur Iþróttanefnd rikisins var þegar ljóst, að ætti hún að geta starfað markvisst, yrði hún að setja sér viðmiðanir um hlutdeild i kostn- aði iþróttamannvirkja. Setti hún sér reglur, sem miðuðust við fyrri fjárveitingar Alþingis i slikum tilfellum, t.d. hlutdeild, sem Al- þingi setti sér við afgreiðslu fjár- laga 1929, að styrkja úr rikissjóði sundlaugar við jarðhita með 50% af kostnaði, ályktun Alþingis 1930 um styrki til smiði baðstofa og þá eigi sizt lög um hlutdeild rikis- sjóðs i kostnaði við smiði sund- hallar i Reykjavik. Þrátt íyrir þessa ágalla lag- anna voru áhrif sjóðsins I árslok 1949 þessi: 22 sundlaugar, opnar og yfir- byggðar 10 sundlaugar, endurbættar 1 sundlaug i smiðum 3 leikfimisalir iþróttaaðstaða i 11 samkomu- húsum 11 baðstofur 15 skiðaskálar 37 iþróttavellir i framkvæmd. Kostnaðarverð þessara fram- kvæmda 11.5 millj. kr. og hlut- deild sjóðsins 3.7 millj. kr. Ógreidd hlutdeild sjóðsins nær engin. Hagur sjóðsins versnar Upp úr þessu fer hagur sjóðsins versnandi. Kom þar tvennt til: 1) miklar og örar framkvæmdir og 2) framlög Alþingis hækka ekki i hlutfalli við kostnað fram- kvæmda. Árið 1956 eru iþróttalög endur- skoðuð. Við þá endurskoöun fæst sú ein lagfæring varðandi Iþrótta- Kostnaður Heildar- Aætluð greiðslur Vangreidd framkvæmda kostnaður þátttaka alls áætl. þáttt. 1 fjárlögum 1960 8.4 57.3 21.9 8.9 13.0 2.0 millj. kr. 1961 12.6 68.4 26.2 10.1 16.1 2.0 millj. kr. 1962 12.5 79.3 30.1 11.8 18.3 2.25 millj. kr. 1963 15.4 93.5 35.4 13.3 22.2 3.0 millj. kr. Greinargerðinni fylgdu tillögur til frumvarps að breytingum á Iþróttalögum og þá fyrst og fremst II. kafla laganna um Iþróttasjóð. Iþróttanefnd rikisins hafði átt fund með stjórnum UMFÍ og ISI um efni greinargerðarinnar og tillagnanna. Lagaákvæði endurskoðuð 1 nóvember 1962 átti iþrótta- nefnd rikisins fund með þáver- andi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gislasyni. Á þeim viðræðufundi lagði ”1) Rikisstjórn Islands fái á Al- þingi samþykkta þá heimild, að sú „vangreidda, áætlaða þátttaka” Iþróttasjóðs, eins og hún var að lokinni úthlutun úr sjóðnum I marz 1964, 23.7 millj. kr„ verði greidd i jöfn- Sundlaugin i Laugaskarði. nefndin fram greinargerð um hag Iþróttasjóðs og störf iþrótta- nefndar rikisins frá 1941. Greinargerð þessi, sem dagsett er 20. nóv. 1962, var samin með það fyrir augum að veita sem gleggstar upplýsingar um þá nauðsyn að efla fjárhag iþrótta- sjóðs. Ræddu stjórnirnar þetta á sér- fundum og að þeim loknum tjáðu þær sig samþykkar tillögunum. I framhaldi af þessum fundi skipaði menntamálaráðherra nefnd til þess að endurskoða laga- ákvæði um iþróttasjóð. Nefndin ræddi fyrst og fremsl, hvaðværi til úrbóta hag sjóðsins. Hún samdi einnig áætlun 20 ár fram i timann um uppbyggingu iþróttaaðstöðu þjóðarinnar. Þegar nefndin lauk störfum I april 1964, lagði hún eftirfarandi tillögur fyrir menntamálaráð- herra: Þorsteinn Einarsson. sjóð, að mælt er fyrir i lögum, að hlutdeild i kostnaði iþróttamann- virkja geti numið allt að 40%. Arið 1959 er svo komið fyrir sjóðnum, að „ógreidd hlutdeild” nemur 9.5 millj. kr.. Yfirlit um hag sjóðsins 1960- 1963 sýnir i hvert óefni stefndi:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.