Tíminn - 17.03.1974, Page 19

Tíminn - 17.03.1974, Page 19
Sunnudagur 17. marz 1974. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðsluslmi 12323 — auglýsingasími 19523. Askriftagjald 420. kr. á mánuði innan lands, I lausasölu 25 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Byggðasjóður Fyrir skömmu urðu á Alþingi umræður um hlutverk og starfsemi Byggðasjóðs. Umræður þessar urðu i tilefni fyrirspurnar, sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra svaraði. I fyrir- spurninni fólst gagnrýni á það, að Byggðasjóð- ur lánaði ekki inn á aðal þéttbýlissvæðið við Faxaflóa, og bar hún þannig með sér, að enn er skilningur á hlutverki Byggðasjóðs ekki nógu almennur. í svari sinu sagði forsætisráðherra, að hlut- verk Byggðasjóðs væri að stuðla að jafnvægi i byggð landsins með þvi að veita fjárhagslegan stuðning til framkvæmda og eflingar atvinnu- lifs með hliðsjón af landshlutaáætlunum, og til að bæta aðstöðu til búsetu i einstökum byggðarlögum og koma i veg fyrir að lifvæn- legar byggðir færu i eyði. Stjórn Byggðasjóðs hefur sett sér reglur um lánveitingar sjóðsins. Um lán til kaupa á fiski- skipum hefur stjórnin sett þær reglur, að heim- ilt sé að veita lán vegna fiskiskipa á svæðinu frá Akranesi vestur, norður og austur um land til Þorlákshafnar. Heimilt er þó að vikja frá þessari reglu, ef um alvarlegt atvinnuleysi er að ræða. Á þessu svæði skulu umsóknir um lán metnar með tilliti til þess, að stuðla þurfi að atvinnu- öryggi og jafnvægi i byggð landsins eða fram- kvæmd landshlutaáætlana, er gerðar kunna að verða. Lánveitingar Byggðasjóðs eru viðbótarlán- veitingar, og er hámark slikra lána 5% af kaupverði notaðs skips og 15% af virðisaukn- ingu vegna endurbóta skips samkvæmt mati Fiskveiðasjóðs. Þá er heimilt að veita sérstök lán á framangreindu svæði vegna nýsmiði fiskiskipa umfram almenn lán til nýsmiði skipa, sem i gildi eru á hverjum tima. Hámark þessara sérstöku byggðalána skal vera 5% af kostnaðarverði skipsins. Lán þessi eru bundin þvi skilyrði, að lánsupphæð falli öll i eindaga, ef skipið er selt eða útgerð þess hætt úr þvi byggðarlagi, sem það var upphaflega smiðað fyrir. Um lán úr Byggðasjóði til kaupa á nýjum vinnuvélum gildir sú regla, að lánið fari ekki fram úr 30% af kaupverði vélanna. Slikt lán er bundið þvi skilyrði, að öflun viðkomandi vélar stuðli að aukinni og bættri þjónustu. Það kóm fram i þessum umræðum á Alþingi um hlutverk og starfsemi Byggðasjóðs, að ekki er talið æskilegt, að Byggðasjóður byggi um of á sjálfvirkum lánareglum, svo sem tiðkast hjá ýmsum öðrum fjárfestingarsjóðum atvinnu- veganna. Kjarni málsins er sá, að lán Byggða- sjóðs eiga ekki að koma i stað lánveitinga ann- arra stofnlánasjóða, heldur eiga þau að miða að þvi fyrst og fremst að sinna þörfum, sem ekki verða leystar af öðrum stofnlánasjóðum, og lán Byggðasjóðs eiga að koma til viðbótar lánum úr öðrum stofnlánasjóðum, þegar brýn þörf er á viðbótarfjármagni. En slik fyrir- greiðsla Byggðasjóðs á að vera bundin við þá staði, sem sérstaklega þarfnast aukinnar at- vinnustarfsemi og bættra lifsskilyrða. Menn mega aldrei missa sjónar á þvi, að það eru fyrst og fremst slik byggðasjónarmið, sem gilda um lánveitingar Byggðasjóðs. í tið núverandi rikisstjórnar hafa orðið straumhvörf i byggðaþróun á íslandi. í þeirri straumbreytingu hefur Byggðasjóður gegnt mikilvægu hlutverki. —TK Grein úr Newsveek: Grimmd Bokassa er takmarkalaus Hann minnir d verstu harðstjóra fornaldar AFRÍSKUR stjornmála- maður sagði fyrir nokkru: ..Rússland er opið lýðræðis- riki i samanburði við þetta riki”. Hann átti við Miðafriku lýðveldið, sem er allstórt riki, ibúar þess um tvær milljónir og flestir hvorki læsir né skrifandi. Miðafriku lýðveldið var áður frönsk nýlenda og hét þá Ubangi-Shari. Það nær ekki að sjó, i landinu eru engar járn- brautir og varanlegir vegir eru innan við 200 kilómetrar að lengd. Þetta hefir iengi verið eitt af vanþróuðustu svæðum Afriku og allar horfur eru á, að svo verði enn um langa framtfð. t landinu eru miklar demantanámur og er sú námuvinnsla eini ábátasam- legi atvinnuvegurr lands- manna. Annars vekur stjórnandi landsins, Jean- Bedel Bokassa, meiri athygli út- i fráen allt annað. Hann er 53 ára, var áður undirforingi i franska hernum, en er nú sennilega grimmasti harð- stjóri á öllu meginlandi Afriku. Bokassa FÁIR hafa orðið til þess að bjóða einræði og harðstjórn Bokassa birginn, siðan að hann losaði sig við David Dackö frænda sinn i nýjárs- byltingu hersins 1966. Meðal fyrstu verka einræðisherrans voru heimrekstur þingsins, afnám stjórnarskrárinnar og útþurrkun kosninga. Nú ræður hann einn öllu i rau.n og veru. Hann er forseti til lifstiðar, æðsti yfirmaður hersins og formaður eina stjórnmála- flokksins, sem leyföur er i landinu. Hann breytir rikis- stjórn sinni oft og gegnir nú sjálfur tiu ráðherra- embættum, er til dæmis varnamálaráðherra, upp- lýsingaráðherra og námu- málaráðherra. Bokassa krefst þess, að þegnar hans sýni honum fyllstu lotningu, enda sagði hann eitt sinn: ,.l mér sjálfum gerast kraftaverk”. Höfuð- borg Miðafriku lýðveldisins hetir Bangui og er snotur borg, ibúar um 125 þúsund. Þar má hvarvetna sjá myndir af Bokassa. Meira að segja eru myndir af honum prentaðar á skyrtubrjóst karl- manna og hann iðar aftan á siðpilsum kvenna, þegar þær hreyfa sig. ÞEGNAR Miðafriku lýð- veidisins gera sér ljóst, að þeir verða umfram allt að sýna Bokassa lotningu og hlýðni, en stjórn hans er óútreiknanleg einræðis- og harðstjórn. Embættismenn stjórnarinnar eru oft kallaðir til forseta- hallarinnar fyrirvaralaust. Sé Bokassa reiður geta þeir átt á ýmsu von, óbótaskömmum, húðstrýkingu, sem forsetinn framkvæmir sjálfur, eða jafnvel að veröa settir i fangelsi án dóms og laga. Andstæðingar Bokassa i stjórnmálum og þeir, sem hann telur sér andstæða, hljóta þó enn harkalegri meðferð. Mounomboye var yfirmaður öryggisþjónust- unnar. þegar Bokassa tók völdin. Augu hans voru stungin úr honum að fjölskyldu hans ásjáandi, áður en hann var tekinn af lifi. Alexandre Banza hershöfðingi studdi Bokassa við valda- tökuna. Árið 1969 var hann ákærður fyrir að undirbúa bvltingu, kvaddur á ráðherra- fund og þar veitti Bokassa honum hvern áverkann af öðrum með rakhnif. Siðan tóku varðmenn Banza og börðu hann, unz hann hrygg- bortnaði. Þannig á sig kominn var hann dreginn um götur höfuöborgarinnar og að siðustu skotinn. BOKASSA lætur dómsmál og refsingar einnig til sin taka. Eitt sinn ofbauð honum innbrotafaraldur i Bangui og þá fór hann til stærsta fangelsisins með flokk her- manna, sem voru vopnaðir kyifum. Þar lét hann berja á 45 dæmdum þjófum, unz þeir voru illa sárir orðnir og lemstraðir. Þannig voru þeir látnir liggja sex klukkustundir i steikjandi sólarhita. Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna andmælti ofbeldinu, en Bokassa reiddist afskiptum hans og kallaði hann ,,skepnu” og ..nýlendusinna”. Erlendir menn i Miöafriku lýðveldinu búa meira að segja við vafasamt öryggi. Starfs- maður frönsku frétta- stofunnar i Bangui sendi eitt sinn harðorða frétt um stjórn Bokassa. llann var tekinn höndum, afklæddur og varpað i dýflissu. Siöan var hann rekinn úr landi. Fjölmörgum, sem hafa gagnrýnt stjórn Bokassa eða vakiö andúð hans með öðrum hætti, hefir verið visað úr landi með sólar- hrings fyrirvara. Sendimenn erlendra rikja eiga einnig i nokkrum erfið- leikum, meira að segja sendi- menn Frakka, en Bokassa er þó talinn hlynntur Frökkum TIMK Map W, HorNim. IVliðafriku lýðveldið og fær 5 milljóna dollara fjár- hagsaðstoð frá þeim árlega. Fimm franskir sendiherrar hafa setið i Bangui þau átta ár, sem Bokassa hefir farið með völd. ,,Þeir lenda allir upp á kant við Bokassa fyrr eða siðar”, sagði franskur kaupmaður. VIÐLEITNI Bokassa til þess að bæta lifskjör þegna sinna er hvergi nærri eins einbeitt og umfangsmikil og umsvif hans við að auka hlýðni þeirra. Hann hélt upp á 53 ára afmæli sitt um daginn með þvi að vigja nýja demantsskurðarverksmiðju við trumbuleik og tiistand. Demantaframleiðslan gaí af sér 15 milljón doilara i er- lendúm gjaldeyri árið sem leið, en hún er lika nálega eini ljósi bletturinn i efnahagslifi landsins. Niu af hverjum tiu lands- manna standa gersamlega utan við peningakerfi, en Bokassa gerir oft mikið úr stofnun ými» konar fyrirtækja sem ekki fá með neinu móti staðizt. Hann opnaði til dæmis fyrstu sjónvarpsstöðina i Miðafriku lýðveldinu á afmælir.u sinu um daginn. Það er meira en vafasöm fram- kvæmd, þar sem ekki munu vera nema um 40 sjónvarps- tæki til i landinu. BOKASSA hefir gengiö svo hart fram i stjórnseminni. að hann telur sér oröiö óhætt að ganga um höfuðborgina án þess að hafa umhverfis sig fjóra bilfarma af lifvörðum eins og tiðast hefir verið hans háttur. Þá er hann i látlausum fötum i staö hins glæsta e i n k e n n i s b ú n i n g s . s e m alsettur er hvers konar orðum. Sumir telja. aö hann sé farinn að mildast með aldrinum. en flestir þegnar hans eru þó á veröi. „Hann telur sig orðinn öruggan i sessi", sagði stúdent við eina háskólann i landinu. sem auðvitað heitir i höfuðið á Bokassa. „En hvenær sem örla tæki á ógnun við vald hans", hélt stúdentinn áfram. „þá losnaði hainn gamli Bokassa úr læöingi að nýju. grimmur. hrokafullur og miskunnarlaus."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.