Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunntidagur 17. marz 1974. Sunnudagur 17. marz 1974. TÍMINN 21 MARGS ÞARF BÚIÐ VIÐ Rætt við Stefán Halldórsson á Hlöðum í Eyjafirði um störf búnaðarþings, búskap í Ejafirði og á Hólsfjöllum sitthvað fleira °g Það var með mestu naumind- um að blaðamanni frá Timanum tókst að ná tali af Stefáni Halldórssyni, bónda á Hlöðum i Eyjafirði, i annrikinu við lok sið- asta búnaðarþings, en þar á Stefán sæti. Og hann var ekki að stolsa i henni Reykjavik að þingi loknu, heldur flaug norður við fyrsta tækifæri. — Vera má, að þær linur, sem hér fara á eftir, beri einhver merki þess skamma tima, sem við Stefán höfðum til undirbúnings, og þeirrar örskots- stundar, þegar samtalið var tekið upp. Það er þá bezt að byrja á þvi að spyrja almæltra tiðinda: Kýrnar eru meginuppistaða búskaparins — Hvernig hefur veturinn farið með ykkur fyrir norðan, Stefán? — Hann hefur veriö harður það sem af er. Mér kæmi ekki á óvart, þótt hann heföi einhvern tima verið kallaður Hestabani eða ein- hverju álika nafni, sem fyrri tima bændur gáfu hörðum vetrum. En annars væri ekki rétt að segja, að hann hafi farið neitt sérlega illa með okkur, þvi að við eigum nóg hey, og að sjálfsögðu eru allar skepnur á gjöf. Það ér orðin venja að gefa öllu búfé inni yfir háveturinn, menn eru alveg hætt- ir að hugsa um beitina. Það versta við þennan vetur er kannski ekki mikill snjór, þótt að visu gerði vont verur 11. febrúar og þá snjóaði mikið. Sá snjór er að mestu farinn nú, eftir undan- gengnar hlákur, en i staðinn eru komin mikil svellalög og hjarn, sannkallaður skammdegisgadd- ur, sem auðveldlega getur valdið miklu kali og gróðurskemmdum i vor, ef ekki tekur upp einhvern tima á góunni. — Þú sagðir að þið væruð hættir við beitina, en eruð þið ekki lika óðum að leggja sauðfjárbúskap- inn niður? — Aðalbúgreinin eru kýr, bæði hjá sjáífum mér og i minu ná- grenni, eins og reyndar viðast hvar i lágsveitum Eyjafjarðar. Hins vegar eiga flestir bændur lika eitthvað af kindum. Það þyk- ir öllum gaman að þessari gömlu og góðu búgrein og liklega ekki nein fjarstæða að segja, að menn hafi féð sér til sálubótar, fremur en beinlinis til tekna. Hins er þó skylt að geta, að fram til dalanna, i uppsveitum Eyjafjarðar, er talsverður fjárbúskapur. — Hvað um kartöflur, rófur og annað slikt? — Veruleg garðrækt er ekki nema á vissum svæðum i Eyja- fjarðarsýslu og við Eyjafjörð. En þess er rétt að geta, að þegar ég tala um Eyjafjörð, á ég lika við tvo vestustu hreppa Suður-Þing- eyjarsýslu, þvi að þeir eru með okkur i Búnaðarsambandinu og fleiri félagsmálum. Nú, og garð- rækt er mest stunduð á Sval- barðsströnd og i öngulsstaða- hreppi, þótt að visu séu til bændur annars staðar, sem rækta mikið af kartöflum, en það er ekki nema einn og einn. — Það hlýtur að hafa verið heldur þröngt um afréttarlönd i Eyjafirði áður fyrr, á meðan ein- göngu var búið við sauðfé? — f Eyjafjaröarsýslu eru af- réttarlönd mjög litil nema i fremstu hreppunum, til dæmis i Saurbæjarhreppi, þar sem af- réttirnar ná alla leið suður á Sprengisand, þótt þær séu litið nýttar núorðið. Og i þverdölunum inn i fjallgarðinn er talsvert af af- réttarlöndum. Þó eru þessar af- réttir ekki stærri en svo, að þær nægja rétt þeim,sem þær eiga, en eru ekki til skiptanna. 1 lág- sveitunum höfum við aftur á móti ekki neitt nema heimalöndin, og þar gengur féð á sumrin. Að þvi er svo yfirleitt stefnt að taka það inn á ræktarland einhvern tima snemma hausts og beita þvi ann- að hvort á tún eða grænfóður. Viö þurfum kjötrannsóknarstöð — Þá er liklega bezt að snúa sér að búnaðarþinginu. Hver telur þú vera merkust þeirra mála, sem tekin voru til meðferðar að þessu sinni? — Slikri spurningu er alltaf erfitt að svara, þvi að það kemur oft i ljós siðar, að mál, sem maður hafði ekki haldið, að væru svo mjög merkileg, reyndust einmitt vera það, og svo aftur öfugt. En ef ég ætti að reyna að svara þessu, gæti ég til dæmis nefnt mál eins og þá ályktun, sem búnaðarþing gerði, þar sem það skorar á Rannsóknarstofnun land- búnaðarins að setja á stofn kjöt- rannsóknarstöð. Ég tel það orðið mjög brýnt mál, þvi að hér á landi vantar okkur allar rannsóknir á kjöti, bæði af sauðfé og nautgrip- um, en slikar rannsóknarstöðvar hafa starfað lengi i öðrum lönd- um. — Er hér átt við'nokkurs konar gæðamat? — Það er reynt að komast að raun um, hvað það er, sem markaðurinn vili, og láta svo bændum þær upplýsingar i té,til þess að þeir geti ræktað sitt búfé i samræmi við það, þvi að auðvitað verða þeir alltaf að hlita kröfum neytandans og markaðarins. Á þessum stöðvum eru gæði kjöts- ins fyrst og fremst rannsökuð, og er þá meðal annars átt við bragð- gæöi, seigju, hlutfall á milli vöðva, beina og fitu i hverjum skrokki, svo eitthvað sé nefnt. Nú. Svo afgreiddi búnaðarþing lika nefndarálit um mat á ull og gærum. Það hefur áður fjallað um þau mál og skorað á yfirvöld að taka þau til athugunar. Það er gert ráð fyrir tvenns konar mati i sláturhúsum landsins. 1 fyrsta lagi er gert ráð fyrir að meta nú allar gærur á kindinni, lifandi, og flokka þær þannig, bæði með til- liti til litar og litargæða, það er að segja, hversu hreinn liturinn er. Siðan er svokallað sölumat á gær- um. Það fer fram, þegar gærurn- ar eru seldar frá sláturhúsunum til verksmiðjanna, og er þá metið, hvort þær hafa orðið fyrir nokkr- um skemmdum i meðförum sláturhússins, og koma þar bæði til greina fláningargallar og skemmdir vegna geymslu. Hvað ullinni viðvikur, er gert ráð fyrir þvi, að bóndinn flokki hana að nokkru leyti heima hjá sér. Það er gróft mat, skipting eftir litum, kleprar hreinsaðir i burtu og ann- að slikt. Að þessu loknu á bóndinn heimtingu á mati á ullinni, strax og hann kemur með hana til kaupandans. Komi hann ekki með ullina flokkaða, fær hann hana ekki metna fyrr en i ullarþvotta- stöðinni, eins og var, en það telja bændur ekki nógu gott. Með þess- ari nýju aðferð fær bóndinn aftur á móti miklu betri yfirsýn yfir gæði sinnar eigin vöru og verður jafnframt dómbærari um hana. Hólsfjöllin mega ekki fara i eyöi —- Hvað er fleira að frétta af búnaðarþingi? — Þetta búnaðarþing sam- þykkti stuðning við byggð á Hóls- fjöllum. Þetta er ákaflega mikils- vert mál, því að öllum má vera ljóst, að það er mjög óheppilegt, og meira að segja beinlinis hættu- legt, ef byggð leggst þar niður. Eins og allir vita, þá liggur þarna um afarfjölmenn þjóðleið — um reginöræfi — og ferðamenn geta blátt áfram átt lif sitt undir þvi,að þar sé byggð, ef eitthvað bjátar á um för þeirra. — En með hverju móti er helzt hægt að hamla gegn eyðingu Hólsfjalla? — Þingið benti á fjóra megin- þætti, sem stuðlað geta að þvi að halda byggðinni við. í fyrsta lagi að býlin veröi rafvædd og þeim gert kleift að kaupa orkuna á sambærilegu verði frá samveit- um. í öðru lagi er lagt til, að hrað- að verði lagningu nýs vegar, frá Grimsstöðum, bæði til Axarfjarð- ar og Mývatnssveitar. En vegur- inn i Námaskarði, eins og hann liggur nú, er mjög oft ófær að vetrinum. . 1 þriðja lagi er lagt til,að óaftur- kræft fjárlramlag til byggingar ibúðarhúsa á þessum jörðum verði stóraukið, og i fjórða lagi,að hreinlega verði viðurkennd i verki, opinberlega, nauðsyn þess öryggis, sem byggð á Hólsfjöllum skapar. — Urðu ekki miklar umræður um þetta merkilega mál? — Jú, þær voru allmiklar. Það kom fram mikill áhugi búnaðar- þingsfulltrúa á málinu, enda held ég, að það fari ekki neitt á milli mála, hver nauðsyn það er að halda við afskekktum byggðum, þar sem þó liggur þjóðbraut framhjá. Þó ekki væri annað en öryggi ferðamanna, sem þar eiga leið um á ýmsum timum árs i alls kyns veðri og færi, þá væri það eitt ærin ástæða. Auk þess á svo byggðin á Hólsfjöllum sér langa og merka sögu og er um margt ákaflega sérstæð. Það væri þvi meira en litill sjónarsviptir, ef þeirri sögu væri allt i einu lokið. Áður fyrr hefur áreiðanlega verið meiri byggð á heiðum og inn til landsins yfirleitt en seinna varð, og nú má slikt heita algerlega úr sögunni. Byggðin á Hólsfjöllum er þvi orðin næsta einstætt fyrir- brigði, lifandi heimild um stór- merkan þátt i byggðarsögu lands- ins. — Getur þú sagt mér, hversu margir ibúar eru núna i Fjalla- hreppi? — Þeir eru tuttugu og sex og skiptast á fjóra bæi. Og i Möðru- dal og Viðidal — þessir bæir til- heyra ekki Hólsfjöllum — eru að- eins fimm ibúar. Þarna hefur fólki fækkað til nokkurra muna á siðustu árum, og það er veruleg hætt á, að þar geti byggð alveg lagzt af, ef ekki verður stungið við fótum. Doppóttu gærurnar eru fallegar — Þú minntist áðan á ullarmat. Er það sprottið af þeirri starf- semi dr. Stefáns Aðalsteinssonar að rækta fé með tilliti til ullar- gæða? — Já, ég held að þvi megi alveg slá föstu. Undanfarin haust hefur i allmörgum sláturhúsum farið fram mat á gærum að kindinni lifandi. Þar hafa gærurnar verið flokkaðar i hreinhvitt, þar sem um slikt hefur verið að ræða. Þetta hefur borið verulegan árangur, þvi aö hreinhvitum gær- um hefur fjölgað nokkuð á siðari árum, eftir að þessi háttur var upp tekinn. Ég get nefnt sem dæmi sláturhúsið á Svalbarðseyri og einnig Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag Borgnesinga. — Hvað um aðra liti en þann hreinhvita? — Sauðalitirnir okkar eru dálit- ið sérstæðir, þótt aö visu séu þeir til i fleiri fjárkynjum. Dr. Stefán Aðalsteinsson hefur verið með doppótt fé norður á Hólum, sem ákaflega auðvelt er að rækta upp, þegar maður er einu sinni búinn að fá litina, bæði i föður- og móðurkyn lambanna. Þá bregzt það ekki, að afkvæmin verða þannig. Þessar gærur eru ákaf- lega skrautlegar og fallegar, þeg- ar búið er að klippa þær og strauja, og eru sjálfsagt tilvaldar innan húss til skreytingar uppi á veggjum, á stólabökum og viðar. Einnig er vafalaust hægt að selja þær i minjagripaverzlunum. Mér skilst, aö útlendingar hafi sýnt þeim verulegan áhuga, en hins vegar er ekki farið að framleiða þær i neinum mæli ennþá, og kannki ekki rétt að gera það, þvi maður veit ekki, hvort nokkur teljandi markaður er fyrir þetta. En ef þvi væri að skipta, þá er mjög auðvelt að rækta það upp. Símamál dreifbýlisins — En svo við vikjum aftur að ykkur, Eyfirðingum: Eruð þið ekki vel á vegi staddir með út- varp, sima og annað slikt? — Við megum heita þokkalega settir hvað snertir útvarp og sjón- varp. Þó eru nokkrir bæir inn til dala, sem ekki geta notið sjón- varpsins, þvi að endurvarps- stöðvarnar ná ekki til þeirra. Aftur á móti njótum við Ey- firðingar ekki allir jafnmikillar simaþjónustu. Fyrst þú spurðir um þetta, er rétt áð ég upplýsi, að búnaðarþing gerði ályktun um simamál dreifbýlisins og geröi tillögu um úrbætur á þvi sviði. Eftir þvi sem ég bezt veit. munu nú um niutiu af hverjum hundrað allra islendinga, sem búa á þétt- býlissvæðum, hafa sjálfvirkan sima. Til sveita er þetta hins veg- ar með allt öðrum hætti, þvi að þar eru þeir sárafáir, sem njóta sjálfvirka simans, ef undan er skilið næsta nágrenni stærstu byggðakjarnanna. Flest sveita- býli njóta ekki nema sex klukku- stunda þjónustu á dag, og i sveit- um munu vera um þrjátiu sima- stöðvar, sem ekki eru opnar nema tvo klukkutima á dag, og nokkrar stöðvar með fjögurra klukkustunda þjónustu. Þetta er að sjálfsögöu óviðunandi fyrir dreifbýlið, þó ekki væri nema vegna þess, hve oft þarf að ná i lækni, bæði handa mönnum og búfé. En hér gerði búnaðarþing sem sagt ályktun um þessi mál og lagði til meðal annars, að af- greiðslutimi 2. og 3. flokks stöðva yrði lengdur, og ennfremur að hraöað yrði lagningu fjölsimalina og byggingu sjálfvirkra stöðva i sveitum landsins. — Stundin, sem við höfum til umráða fyrir þetta spjall, er vist þegar liðin. En er ekki eitthvað, sem þú vilt taka sérstaklega fram, áður en við slitum talinu? — Við höfum talaö hér um búnaðarþing, svo það er kannski ekki illa viðeigandi,að ég viki aft- ur að þvi i lokin. Ég tel, að þetta þing hafi skilað góðu starfi, eins og svo oft áður. Hins ber að minn- ast, að búnaðarþing er aðeins ráðgefandi, en hefur ekki fram- kvæmdavald i neinum málum. Það verður þvi að snúa sér til Al- þingis eða annarra stofnana, en stjórn Búnaðarfélags islands ásamt búnaðarmálastjóra vinnur siðan að þvi á milli þinga að fá málum búnaðarþings framgengt. Búnaðarþing er þörf stofnun og nauðsynlegur liður i félagsstarfi bænda. Auðvitað má um það deila, hversu oft á að koma sam- an og þinga, en þetta félagskerfi stendur á gamalli rót, og ég sé ekki neina ástæðu til þess að breyta þvi. -VS. FRÆNDUR OKKAR A LISTABRAUTINNI Skyldi hann fá listamannalaun? Það geta fleiri þrykkt litum á léreft en þessar landeyöur, sem æða á alla firði með barnaskóla- krass i dýrindis römmum, og hengja svo allt heila drasið upp um alla veggi sjálfum sér til háð- ungar og sannri listmennt til ang- urs. Nú er nefnilega svo komið, að tveir simpasar i dýragarði Kaup- mannahafnarborgar hafa lagt út á listabrautina, og mála nú af lifs og sálarkröftum. ,,Það er með apa i búri eins og gamalmenni á elliheimili", segir dýrasálfræðingur Kaupmanna- hafnardýragarðsins. „Hvort tveggja er óralangt frá sinu upp- runalega umhverfi. Þess vegna verður að finna gamla fólkinu og frændum þess öpunum eitthvað til að hafa fyrir stafni. Og þvi þá ekki að kenna öpum að mála?” Ja, segjum tveir, en hvað skyldi úthlutunarnefnd listamanna- launa hafa til málanna að leggja? Þessir tveir listfengnu apar við Sundin blá heita Birger og Trunte. Ekki er blaöinu kunnugt urn hvort hér er um að ræöa þeirra upphafiega kristilegu nöfn, eða listamannanöfn, en siöara nafnið, Trunte á sér eins og kunn- ugt er hliðstæðu i fslenzkum bók- menntum. Ekki alls fyrir löngu sló Birger sér upp, eins og listarar gera oft, og hélt blaðamannafund. Það var á þeim fundi, sem meðfylgjandi myndir voru teknar, og sýna þær berlega. að hér er enginn fúskari á ferð. Það hvarflar ekki að Birg- er að festa lit á blað, án þess að smakka fyrst á litnum. Nei. það þýðir sko ekkert fyrir þessa sjálf- skipuðu alvitringa, sem kalla sig gagnrýnendur, að halda þvi fram að listin hans Birger sé bragö- dauf. Hvort hún er lystaukandi er svo að sjálfsögðu allt annaö mál. A blaðamannafundinum lét Birger ekki ljósn^Jda sig eins og negldan upp við vegg, með tiu- þúsundkróna útskorinn ramma sér við hlið, heldur sat hann að störfum út fundinn. Liklega er Birger að þvi leyti einstæður, að hann hefur ekki orðið fyrir hinurn minnstu áhrif- um frá bræðrum sinum og syStr- um i listinni. Hann er m .ö.o. sjálf- stæður listskapari. Stundum málar hann allt i dökkum litum svo dögum skiptir. en kúvendir svo gjörsamlega, likt og rithöfundur, sem er nýkominn á iötuna. Þýtt og endursagt PHL ....og svo niá fara að rnála. Fyrst er að smakka... f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.