Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 27

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 27
I T*T#J Mt'T Sundlaugin á Akureyri. Skýring á efni 2. liðs tillagn- anna er sú, að iþróttasjóður hafði frá 1940 styrkt smiði sundlauga, opinna og yfirbyggðra, en i þeim öllum fór fram framkvæmd sund- skyldu,þ.e. liður i skólastarfi, svo að flokka mátti þvi þessi mann- virki undir skólamannvirki. í öðru lagi voru hin stóru iþrótta- hús að koma til sögunnar og þau mátti einnig fella undir skólana. 1 framhaldi af þessum tillögum sótti iþróttanefnd rikisins, við undirbúning fjárlaga 1965, um 7.9 millj. kr. sem fyrstu greiðslu upp i vangreidda hlutdeild og 8.6 millj. kr. til nýrra iþróttamann- virkja samkvæmt fyrirhugaðri áætlun. Engar lagfæringar 1 fjárlögum 1965 voru 4.0 millj. kr. veittar alls til sjóðsins og þar með var sýnt, að rikisstjórnin myndi hafa að engu tillögur iþróttanefndar og þeirrar nefnd- ar, sem menntamálaráðherra skipaði, þótt i henni sætu tveir ráðuneytisstjórar. tþróttanefnd rikisins klifaði i sifellu á úrbótartillögum ráð- herranefndarinnar en fékk eng- um lagfæringum komið fram. Ar- ið 1966 var fjárveiting til sjóðsins lækkuð i 3.4 millj. kr., en hækkuð 1967 i 5.4 millj. kr., lækkuð aftur 1968 i 5.0 millj. kr.,og sat við þá upphæð fram til 1972, þrátt fyrir sihækkandi niðurstöðutölu fjár- laga og hækkandi byggingarvisi- tölu. Þegar unnið var að samningi fjárlaga 1971, var fjárhag iþrólta- sjóðs þannig komið, að ,,van- greidd áætluð þátttaka” sjóðsins nam um 82.0 millj. kr.. Nefndin lögö niöur? Var nú svo komið fyrir iþrótta- nefnd rikisins, að fengjust ekki skjótar bætur á hag iþróttasjóðs, væri ekki annað fyrir nefndina en tilkynna rikisstjórninni, að ekki væri annað að gera en láta hana hætta störfum. Var málið rætt viö ráðuneytis- stjóra, Birgi Thorlacius. sem sýnt hafði málefni sjóðsins skilning, enda einn nefndarmanna i ráð- herranefndinni. Menntamálaráð- herra. Magnús Torfi Ólafsson, setti sig vel inn i málið og hét þvi stuðningi. Stórbreytingar til batnaðar A útmánuðum 1970 bar núver- andi fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, á Alþingi fram þinngsályktun. að Alþingi feli rikisstjórninni aö fá gerða áætlunargerð um fjárhagsaðstoð við iþróttastarfsemi i landinu. Alyktunin var samþykkt og áætlunargerðin lögð fram á Al- þingi haustið 1970. Halldór E. Sigurðsson hafði kynnzt fjármál- um i kringum iþróttir og mann- virkjum þeim tengdum sem ung- mennafélagi, form. Ungmenna- sambands Dalamanna, sveitar- stjóri Borgarness og við störf i fjárveitinganefnd Alþingis um langt skeið. Aætlunargerðin, sem hann hrinti i framkvæmd, mun hafa kynnt honum enn betur stað- reyndir. íþróttanefnd ræddi mál- efni iþróttasjóðs fljótlega við hann, eftir að hann var orðinn fjármálaráðherra 1971, og sýndi hann málinu strax skilning. Sama góða skilningnum var að mæta hjá fjárveitinganefnd Alþingis. Niðurstaðan varð sú, að sjóðnum voru i fjárlögum 1972 veittar 13.0 millj. kr.. 1 framhaldi af þessum umræð- um er svo tekið að ræða, hvernig koma megi fjárhag sjóðsins á réttan kjöl og skuli máliö undir- búið fyrir samning frumvarps til fjárlaga 1973. Meðan athuganir fara fram, ber Ellert B. Schram á Alþingi tillögu um breytingar á iþróttalögum. Tillagan var mikið rædd i menntamálanefnd Alþingis og kom iþróttanefnd á framfæri áliti sinu og óskum um orðalag. Neðanskráð breyting á iþrótta- lögum var svo samþykkt i mai 1972. Breyting á íþróttalögum 9. gr. laganna orðist svo: „Styrkur iþróttasjóðs til iþrótta- mannvirkja skal nema 25-40 af hundraði áætlaðs stofnkostnaö- ar iþróttamannvirkis. Eigi má hefja framkvæmdir, l'yrr en fé hefur verið veitt i fjárlögum og Halldór Sigurösson. fyrir liggur skriflegt samþykki iþróttanefndar og mennta- málaráðuneytis. Um kostnaðaráætlun og annan undirbúning, skilgreiningu á stofnkostnaði og greiðslufyrir- komulag skal, svo sem viö á, fylgt ákvæðum laga nr. 49/1967 um skólakostnaö. Geir Gunnarsson. Skylt er iþróttanefnd að láta aðilum, sem um styrki sækja, ókeypis i té allar leiðbeiningar og sérfræðilega aðstoð um gerö iþrólta ma nnv irk ja . , Gerð iþróttatækja, sem styrkur er veitlur til, er háð samþykki iþróttafulltrúa”. Samið um vangreidda þátttöku 1 samræmi við þessa breytingu og fyrri umræður um lagfæringu á hag sjóðsins tók rikisstjórnin Magnús Torfi ólafsson. upp i frumvarp til fjárlaga 1973 16.6 millj. kr., sem skyldi vera fyrsta greiðsla af fjórum upp i „vangreidda áætlaða þátttöku” sjóðsins, enda féllust þeir. sem töldu til þessarar inneignar á að lækka inneign sina um 20%. Sam- timis skyldi veita 3.1 millj. kr. samtals til þeirra aöila, sem hefðu iþróttamannvirki i smiö- um, svo að þau teldust lögleg til styrkjar úr rikissjóði samkv. ákvæði i breyttu ákvæöi um iþróttasjóð. Hér var aðeins um upphaf að ræða á áætlun um framtiöarskip- un fjármála iþróttasjóðs, sem fór vel af stað. Hækkuðu framlagið i 44 millj. Við afgreiðslu fjárlaga 1974 myndi reyna á hvernig framtiðin yrði, þvi að fram höföu komiö þær skoðahir, að aðeins heföi verið gefið fyrirheit um að eyða ,,inn- eignum”. Þegar að þvi kom, að ganga skyldi frá málefnum sjóðsins, þá tóku fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson.og formaður fjár- veitinganefndar Alþingis, Geir Gunnarsson, af öll tvimæli, aö rætt hefði einnig verið aö taka upp áætlunarkerfi. t samræmi við þetta umtal eru á fjárlagalið iþróttasjóðs i fjárlögum 1974: millj. kr. 1) Eftirstöðvar framlaga ....16.6 2) Itekstrarstyrkir o.fl.... 6.3 3) Til byggingar iþróttamannvirkja..........21.1 Alls 44.0 Fyrsti liður þarfnast ekki skýringa. Gylfi Þ. Gislason. 1 öðrum lið felast fjárveitingar til styrktar æfingum i ungmenna- og iþróttafélögum, greiðslur sér- fræðilegrar aðstoöar við gerð iþróttamannvirkja. Af fjárveit- ingum þriðja liðar skiptast 18.0 millj. kr. milli þeirra 30 iþrótta- mannvirkja,sem i fjárlögum 1973 hlutu alls 3.1 millj. kr. við nöfn sin, svo þau teldust lögleg til styrkjai; og afgangurinn af 21.1 millj. kr., 3.1 millj. kr. deilast svo á nöfn 40 nýrra iþróttamannvirkja, sem við það hljóta rétt til þess/ að framkvæmdir geti hafizt eða kaup stórra tækja gerð. Með þessu er þeirri fyrirætlun náð, sem sett var fram og sam- þykkt i nefnd þeirri, sem starfaði 19G2-’64 og studd var af st jórnum UMFÍ og tSl. t tið núverandi rikisstjórnar hafa framlög Alþingis til iþrótta- sjóðs hækkað úr 5.0 millj. kr. 1971 i 13.0millj. kr. 1972 i 25.0 millj. kr. 1973 og i 44.0 millj. kr. 1974. Með réttu verður þvi sagt, að framundan sé auðfarnari leið að bættri iþróttaaðstöðu þjóðarinn- ar. Aukin þátttaka i mannvirkjagerö t sambandi við þessar aðgeröir núverandi rikisstjórnar er rétt aö geta þess, að núverandi mennta- málaráðherra gaf út i mai 1972 breytingu á svokallaðri ,.við- miðunarreglugerö” eða réttara reglugerð um stofnkostnaö skóla, . en þessi breyting er að efni til það sama og sett var fram af nefnd þeirri, sem lauk störfum 1964 og gera skyldi tillögur um iþrótta- sjóð. Reglugerðarbreytingin er þannig: l.gr. Aftan viö 9. grein bætist: ,,Nú óskar eitt sveitarfélag eða fleiri saman að reisa stærra iþróttahús eða sundlaug en sam- rýmist áðurnefndum reglum um stærðir sala eöa lauga og annars rýmis vegna skóla. er nýta eiga iþróttamannvirkið, og er ráðu- neytinu þá heimilt að greiöa 50% af normkostnaði viðbótarrýmis, annars en áhorfendasvæðis og fylgirýmis þess, enda sé stærð sala 14x27 m og laugar 16 2/3x8 m hið minnsta og fylgisrýmis sam- svarandi. Þar sem að dómi ráðuneytisins telst rétt að hafa áhorfendasvæöi og sérstakt fylgirými vegna þess, er þvi einnig heimilt að greiða 50% af normkostnaði áhorfenda- svæðis. Slik heimild skal þó aö jafnaði aðeins notuð vegna eins iþróttahúss og einnar sundlaugar innan hvers eðlilegs samgöngu- svæðis fyrir iþróttakeppni. Menntamálaráðuneytið skal hala forgöngu um aö koma á samstarfi sveitarfélaga um staðsetningu þessara iþróttahúsa og sundlauga i samráði við landshlutasamtök hlutaðeigandi sveitarfélaga og að fenginni umsögn stjórna héraðs- sambanda ungmenna- og iþrótta- félaga i sama landshluta. Þátttaka rikissjóðs i stofnbún- aði er miðuð við skólaafnot ein- göngu.” Mcð þvi að fallizt hefur verið á, að með orðuninni: ...... innan hvers eðlilegs samgöngusvæðis fyrir iþróttakeppni”. sé átt við hin sömu svæöi og landinu var skipt i á árunum 194l-'44, sam- kvæmt iþróttalögum, þ.e. i 28 iþróttahéruð. þá er hér um enn citt atriöi að ræða, sem i náinni framtið mun bæta iþróttaaðstöð- una. Fyrstir á morgnana \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.