Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. Sunnudagur 17. marz 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Það er skynsamlegt af þér, að taka lifinu með ró i dag. Það getur vel verið að þér gefist tækifæri til þess að setja peninga i eitthvað, en það er að öllum likindum ekki góð fjárfesting, svo að þú skalt athuga málið betur. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það er ekkert otrúlegt, að óliklegustu hlutir ger- ist i dag, að minnsta kosti skaltu vera við öllu búinn. Alla vega verður þetta viðburðarikur dagur, og þú hefur um nóg að hugsa, og verður jafnvel á þönum i allan dag. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það verður nú að slappa af við og við og lyfta sér upp, og þetta er einmitt rétti dagurinn til slikra hluta. Smáferðalag, sérstaklega fyrir fjöl- skyldufólkið, er alveg upplagt, annars ánægju- stund meðal vinanna. Nautið: (20. apríl-20. mai) Sambandið við börn og unga fólkið setur svip sinn á daginn i dag, og bezt að eyða honum þeim til ánægju og gleði. Það er svo margt sem hægt er að gera til að gleðja, og þér hlýtur að detta eitthvað i hug án heilabrota. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Það er hætt við þvi, að einhver leiti til þin i dag, af þvi að þú ræður yfir þekkingu i einhverju máli, sem viðkomandi þarfnast aðstoðar varð- andi. Kvöldið verður ánægjulegast með þvi að eyða þvi við lestur góðra bóka. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þú færð einhverjar fregnir i dag, sem valda þvi, að þú hefur einhverjar áhyggjur. Aðlikindum er þetta eitthvað i sambandi við starfið eða vinnu- staðinn, og þú skalt vara þig á að taka þér of mikið fyrir hendur i framhaldi af þessu. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Skal —■ skal ekki? Það er hætt við þvi að þú verðir i einhverjum vanda i dag, með að taka ákvörðun i tilfinningamáli, — og nú skaltu ráð- færa þig við nákominn ættingja, sem þú getur treyst. Hafðu hægt um þig i kvöld. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Það litur út fyrir, að einhverjar samningaum- leitanir og samtöl, sem ekki eiga heima á þinu hversdagsl. sviði muni setja svip'sinn á daginn i dag, og hætt við þvi, að þú hafir yfrið nóg fyrir stafni. Slappaðu af i kvöld. Vogin: (23. sept-22. oktj Þegar þú hefur farið til kirkju i dag og hugleitt vandamállifsins,skaltu leita i faðm náttúrunnar og njóta hreina loftsins úti við. Það hressir þig og styrkir og gerir þig hæfari til að mæta þvi, sem að höndum ber.... Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þetta virðist ætla að verða stórfurðulegur dag- ur, sem er talsvert erfitt að átta sig á. Það get- um við þó fullyrt, að atburðarásin verður á allt annan veg, en þú hafðir gert þér i hugarlund og ætlazt til að hún yrði. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þú skalt varast að leggja eyrun alltof mikið við einhverri gagnrýni eða orðrómi, sem þú hefur orðið fyrir. Það er þér fyrir beztu, og þá gengur allt lang bezt, þegar þú fylgir innri rödd þin sjálfs, og heldur þinu striki. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Það eru einhver skilaboð, ekki óliklegt að um simtal sé að ræða, og smáferðalög, sem setja einkenni sitt á þennan dag, og svo eru einhver heilabrot, að likindum ráðagerðir, sem þú skalt leggja nokkra vinnu i. m 14444 * 25555 1 B/nma bílaleiga rUUUin CAR REWTAL i V BOBGARTUN 291 Húsnæðismdlastofnun ríkisins: ÚTHLUTUN LÁNA OG BYGGING1000 LEIGUIBÚÐA SVEITARFÉLAGA Nýlega tók gildi reglu- gerö, sem sett er sam- kvæmt lögum nr. 30 frá 12. maí 1970 um Húsnæðis- málastofnun ríkisins, sbr. lög nr. 59 frá 30. apríl 1973, og fjallar reglugerðin um úthlutun lána og byggingu 1000 leiguíbúða sveitar- félaga. Hér á eftir verður getið helztu þátta þessarar nýju reglugerðar. Húsnæðismálastofnun rikisins er heimilt næstu fjögur árin, það er á árunum 1974-1978, að lána sveitarfélögum, þar sem ekki hafa verið byggðar ibúðir sam- kvæmt 1. grein laga nr. 97 frá 22. desember 1965, til smiði allt að 1000 leiguibúða með eftirfarandi lánakjörum: A) Lánsfjárhæð nemur allt að 80 af hundraði byggingar- kostnaðar ibúða. B) Lánstimi verður 33 ár. C) Lánin verða afborgunariaus fyrstu þrjú árin, en endurgreiðast siðan á þrjátiu árum. D) Lánakjör verða að öðru leyti eins og E-lánakjör Byggingar- sjóðs ríkisins. Umsóknir Sveitarfélögin verða að senda umsóknir sinar til Húsnæðis- ÍOPIÐ 1 Virka daga Kl. 6-10e.h. I Laugardaga kl. 10-4 e.h. I ..0,B1LLINN BÍLASALA ^ VH UUCDEICrcrtTII lR-tirr,; )AA11 BÍlALEIGA Car rental ÍMil 660 &42902 málastofnunar rikisins fyrir 15. október 1974, og endurnýja þær siðan árlega fyrir sama eindaga, árið áður en framkvæmdir hefjast. Þau sveitarfélög sitja fyrir um lán, sem brýnasta hafa þörf fyrir leiguibúðir að mati stofnunar- innar. Leitað verður álits viðkomandi landshlutasamtaka um röð byggingarframkvæmda hjá einstökum sveitarfélögum. Ef sveitarfélag hefur tryggt fjár- magn að sinum hluta til smiði leiguibúða og getur byrjað að byggja á næsta sumri, þarf það að senda umsóknir fyrir 15. apríl i vor.Umsóknum verður að fylgja áætlun um, hvenær smiði getur hafizt, og hvernig sveitarfélagið hyggst fjármagna sinn hluta framkvæmdanna. Áætlun, undirbúningur, stjórnun Fyrir 15. mai á að liggja fyrir bráðabirgðaáætlunum smiði ibúð anna og skiptingu milli lands- hluta, sem Húsnæðismálastofn- unin gerir, og með hliðsjón af þeirri áætlun verða ákvarðanir teknar um lánveitingar til þessara framkvæmda. Fullnaðaráætlunargerð á að vera lokið fyrir næstu áramót. Sú áætlun verður endurskoðuð ár- lega. Húsnæðismálastofnunin lætur sjá um allan tæknilegan undir- búning, smiðanna, könnun aðstæðna, gerð teikninga, verk- lýsinga og kostnaðaráætlana, eftirlit og tæknilega aðstoð á byggingartimanum. Stjórn verksins á hverjum stað á að fela þriggja manna fram- kvæmdanefnd, sem kjörin er af viðkomandi sveitarstjórn. Ef sveitarstjórn kýs að fela landshlutasamtökum stjórn byggingaframkvæmdanna, kjósa þau þriggja manna fram- kvæmdanefnd. Framkvæmdanefndirnar eiga að leita tilboða eða samninga um byggingaframkvæmdir i heild, eða einstaka þætti, eftir þvi sem hagkvæmt þykir. Allir sajnn- ingar eru háðir samþykki Húsnæðismálastofnunar rikisins. Æbílaleigan felEYSIR CARRENTAL V24460 I HVERJUM BÍL PIOIM EER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 LOFTLEIÐIR Fjármögnun og greiðslur Húsnæðismálastofnunin og framkvæmdanefndir sveitar- stjórna gera með sér samning um fjármögnun á byggingar- timanum, i samræmi við það ákvæði laganna, að Byggingar- sjóður rikisins láni 80%, en sveitarstjórn greiði 20% kostnaðarins. Sveitarstjórnir eru ábyrgar fyrir bókhaldi og sjóðsgreiðslum vegna ibúða sinna, en i samráði við Veðdeild Landsbankans verður leitað samninga við banka eða sparisjóði um að þeir annist fjárreiður og bókhald, þar sem þvi verður við komið. Þá verður opnaður sérstakur reikningur i viðkomandi lánastofnun fyrir framkvæmdirnar. Byggingarsjóður rikisins og sveitarsjóður greiða hvor sinn hluta inn á viðskiptareikninginn með jöfnum greiðslum, eftir þvi sem smiðinni miðar áfram. Lánastofnunin sér siðan um greiðslu reikninga, þegar eftir- litsmaður Húsnæðismála- stofnunarinnar hefur áritað þá. Lóðir og frágangur húsa Sveitarfélög leggja til land án endurgjalds undir ibúðarhús, samkvæmt reglugerðinni. Lán Byggingarsjóðs rikisins má nema allt að 80% kostnaðar- verðs, og er þá miðað við ibúðirnar fullgerðar og tilbúnar til notkunar. Þær verða að vera úr varanlegu efni, vandaðar að öllum frágangi, en án iburðar. liúsin skulu vera fullfrágengin að utan. Lóðir verða að vera fullfrá- gengnar, samkvæmt bygginga- skilmálum hvers byggðarlags, en óheimilt er að lána út á bilskúra, eða telja kostnað við þá með i byggingarkostnaði ibúða. í sjöttu grein reglugerðarinnar segir meðai annars: „Heimilt er sveitarstjórnum, að fengnu sam- þykki húsnæðismálastjórnar, að kaupa fuilgerðar Ibúðir af fram- kvæmdaaðilum.Einnig er heimilt að kaupa verksmiðjuframleidd hús, ef þau fullnægja kröfum húsnæðismálastjórnar um vönduð og varanleg ibúðarhús”. Og i sjöundu grein: „Leigu- ibúðir skulu að jafnaði byggðar i sambýlishúsumog staðlaðar eftir þvi sem við verður komið, en heimilt er húsnæðismálastjórn að samþykkja raðhús eða einbýlishús, ef aðstæður á byggingastað mæla með þvi. Stærð ibúðanna má vera allt að 100 fermetrar miðað við innanmál útveggja”. Um skuldabréf Sveitarstjórnum er heimilt að selja skuldabréf til einstaklinga, félaga og fyrirtækja, sem áhuga hafa á smiði leiguibúða i byggðarlaginu. Sveitarstjórn er heimilt að veita þessum aðilum rétt til að ráðstafa ibúðunum, þegar þær eru leigðar, en engan frekari umráðarétt yfir ibúðunum eða ihlutun um rekstur. Skuldabréf mega nema allt að 20% af byggingarkostnaði íbúða og endurgreiðast á’10 árum með 8% ársvöxtum. Ssveitarstjórn er óheimilt að veðsetja ibúðirnar fyrir þessum skuldabréfum, eða öðrum lánum sveitarsjóðs. Sveitarstjórn er heimilt að gera samninga við einstaklinga, sem kaupa skuldabref i ibúðunum, að þeir skulu sitja fyrir um kaup á ibúðunum, er þær verða seldar. Ekki er þó heimilt að gera siikan samning nema viðkomandi uppfylli ákvæði um hámarkeigna og tekna, sem kveðið er á um i 14. grein reglugerðar nr. 272 frá 1970. Húsaleiga Sveitarstjórn er ætlað að ákveða árlega fjárhæð húsaleigu, að fengnu samþykki húsnæðis- málastjórnar. Hliðsjón skal hafa af vaxtagreiðslum, viðhalds- kostnaði og öðrum gjöldum við ákvörðun húsaleigu. Húsnæðismálastofnunin á að láta gera form að leigusamningi fyrir sveitarfélögin. 1 leigusamningi skal vera ákvæði um uppsagnarfrest og má hann ekki vera skemmri en sex mánuðir. 1 leigusamningi má einnig vera ákvæði um, að leigutaki greiði tryggingafé, sem má nema allt að sex mánaða leigu fyrir ibúðina. Leigusali skal greiða fulla innlánsvexti af tryggingafénu, eins og þeir eru á hverjum tima. Við brottför leigjanda úr ibúðinni má nota tryggingaféð til endurbóta á skemmdum, sem orðið hafa á ibúðinni eftir samkomulagi aðila, eða að mati dómkvaddra manna. 1 10. grein reglugcrðarinnar segir: „Óheimilter sveitarstjórn að selja ibúðir sem byggðar eru samkvæmt þessari reglugerð, fyrstu 5 árin eftir að þær eru teknar i notkun. Ef aðstæður hafa breytzt i sveitarfélaginu að þeim tima liðnum, getur sveitarstjórn sótt um heimild hjá húsnæðis- málastjórn til að selja ibúðirnar. Verði slikt leyfi veitt, skal verð ibúðanna ákveðið á þann hátt sem fyrir er mælt i 11. grein”. Nánar um sölu íbúða i 11. grein koma meöal annars fram eftirfarandi upplýsingar: Ibúðareiganda er óheimilt að veðsetja ibúð, sem byggð hefur verið samkvæmt þessari reglu- gerð, nema til tryggingar lánum, sem getið er i upphafi hennar. Honum er ennfremur óheimilt að selja hana á leigu, nema með samþykki sveitarstjórnar. Enginn, sem eignast hefur slika ibúð, má selja hana, nema sveitarstjórn hafi áður hafnað forkaupsrétti. Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.