Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 1
10
Auglýsingadeild
TÍAAANS
Aðalstræti 7
C
115. tölublað—Sunnudagur 7. júli—58. árgangur
Dömur!
Nýjung!
DRESSFORM fatnaður loks á
Islandi
Pantið bækling núna
33373
Sjálfvirkur simsvari allan
sólarhringinn.
Póstverzlunin
Heimaval, Kópavogi.
Hver lumar á beztu þjóð-
hótíðarmyndinni fró 1874?
— Tíminn efnir til samkeppni um beztu Ijósmyndina fró hátíðahöldunum 1874
Innan skamms minnumst við
islendingar þess með mikilli
hátið á Þingvöllum að liðnar eru
ellefu aldir frá upphafi byggðar I
landinu. Þá hefur og verið efnt til
veglegra hátiða heima i héruðum.
Þannig var þetta einnig á þúsund
ára afmæli byggðarinnar 1874.
Þess var minnzt með hátið á
Þingvöllum sem og héraðshátið-
um eins og nú, og bændur efndu
margir til þjóðhátiðarminningar,
er svo var nefnd og buðu þá vin-
um og vandamönnum til veizlu.
Aðalhátiðin var þá sem nú
haldin á Þingvöllum. Hún stóð
dagana 5.-7. ágúst og hana sótti
mikið fjölmenni, innlendra
manna og útlendra. Þangað komu
jafnvel menn úr öðrum heimsálf-
um, svo að ekki sé minnzt á hin
nálægari lönd. Á meðal hinna er-
lendu gesta voru tveir Asiumenn
og þótti það skiljanlega nokkur
tiðindi, enda var ekki jafngreitt
um ferðalög þá sem nú.
Tignastur gesta var Kristján
niundi, sem hingað kom fyrstur
konunga, ef frá er talinn Hrærek-
ur kóngur á Kálfskinni. Mikili
viðbúnaður var við komu
Kristjáns konungs, sem kom
hingað með friðu föruneyti á
tveimur herskipum hinn 30. júli,
og honum var tekið með virktum
hvar sem hann fór. Þá má og
minnast þess að i þessari
heimsókn færði hann okkur
stjórnarskrána.
A Þingvöllum var haldinn þjóð-
fundur, er svo var kallaður áður
en konungur kom og stýrði honum
Halldór Kr. Friðriksson varafor-
seti Þjóðvinafélagsins. Til
fundarsetu voru kjörnir tveir
menn úr hverju kjördæmi, en
ekki var Jóni forseta Sigurðssyni
boðið.
A fundinum var samið ávarp til
Kristjáns konungs. Ennfremur
var rætt um gufuskipaferðir með
Þessa veggskildi lét þjóðhátiðarnefnd gera til minja um þjóðhátiðarár-
ið 1974. Timinn heitir þeim, sem sendir okkur skemmtilegustu ljós-
myndina frá þjóðhátiðinni 1874 þessum þremur skjöldum I verðlaun,
sem sjá má hér að ofan.
Myndin hér að ofan er tekin á þjóðhátiðinni á Þingvöilum 1874, og er þvi aldargömul. Hún er tekin þar
sem Öxará fellur niður úr Almannagjá. Fyrir einni öld var Ijósmyndun að sjálfsögðu ekki jafnalgengt
tómstundagaman og nú gerist og raunar skammt um liðið siðan Sigfús Eymundsson, sem teljast verður
fyrsti islendingurinn sem fékkst við slíkt að marki, hófst handa. Þó er fullvist að viða um land eru til
ljósmyndir frá þjóðhátiðarárinu 1874. Timinn efnir nú til samkeppni um skemmtilegustu ljósmyndina
frá hátiðarhöldunum 1874. Þar koma til álita allar þær myndir, sem tengdar eru þjóðhátiðinni — hvort
sem þær eru frá Þingvöllum eða héraðshátiðum. Ein verðlaun verða veitt: postulinsskildir þeir, sem
þjóðhátiðarnefnd lét hina kunnu dönsku postulinsverksmiðju Bing & Gröndahl gera eftir teikningum
listakonunnar Sigrúnar Guðjónsdóttur. Skildirnir eru hinir eigulegustu gripir og munu án efa verða
mjög eftirsóttir og verðmætir, þegar stundir liða fram. Söluverð þeirra I verzlunum er nú rösklega 7500
krónur.
Höfundur þeirrar þjóðhátiðarmyndar, sem hér er birt er ókunnur eins og að ofan greinir, en hún kom I
leitirnar á Sjávarborg i Skagafirði. Kristmundur Bjarnason rithöfi.ndur sendi þjóðhátiðamefnd myr.d-
ina og þaðan fékk Timinn hana að láni. Nú skorum við á þá sem kurna að eiga aðrar þjóðhátiðannyndir i
fórum sinum að senda okkur þær til birtingar.
ströndum fram og félagsskap, er alþýðu, sem menn nefndu svo i þjóðþrifa og framfara i landinu.
efla skyldi og bæta atvinnuvegina þanntið,svoaðnokkuðsénefntaf Þá var samið ávarp til Jóns
og menntunarskóla handa þeim málum, sem þóttu horfa til Framhald á bls. 31.
Ný og fullkomin
Sandgerðisheiði
— ef allt gengur samkvæmt áætlun — teiknivinna
—HS—Rvik. — Það er vitað
mál, sem m.a. hefur komið
fram af athugunum erlendra
sérfræðinga, að flugstöðvar-
byggingarnar á Keflavikur-
flugvelli endast ekki nema til
ársins 1978 eða 1979, sagði Páll
Asgeir Tryggvason sendifull-
trúi I utanrikisráðuneytinu, er
hann var spurður um fyrir-
hugaðar framkvæmdir þar
syðra. Hann sagði, að endan-
leg skýrsla frá dönsku fyrir-
tæki ætti að liggja fyrir i
ágúst-september, en þá væri
fyrst unnt að hefja teikni-
vinnu, sem gæti tekið 1 1/2-2
ár. Siðan yrðu byggingarnar
boðnar út, sem gæti tekið um
1/2 ár og að þvi loknu gætu
byggingaframkvæmdir hafizt,
og tækju þær liklega ein tvö
ár. Byggingarnar ættu þvi að
geta verið tilbúnar snemma
árs 1979 eða jafnvel eitthvað
fyrr, og sagði Páll, að það væri
Ijóst, að við þyrftum að fara
að hraða þessu máli.
Annars sagði Páll Ásgeir
Tryggvason, að gangur þessa
máls hefði verið sá, að fyrst
hafi verið fenginn sérfræðing-
ur frá Alþjóða flugmálastofn-
uninni, til að velja heppileg-
asta staðinn fyrir þessar
miklu byggingar. Hann skilaði
itarlegri greinargerð, sem sið-
an var borin undir rikisstjórn-
ina og fleiri aðila, og bar öllum
saman um ágæti staðarins
sem hann valdi, en það er uppi
á svokallaðri Sandgerðisheiði.
Þvi næst var franskt. fyrir-
tæki fengið, m.a. fyrir milli-
göngu Alþjóða flugmálastofn-
unarinnar og S.þ., til að gera
frumkönnun. Var hún gerð i
þremur hlutum, þ.e. um-
flugstöð á
1978- 79
getur hafizt í september
ferðarspá fyrir 1980 og 1990,
hvernig bezt væri að haga
skipulagi nauðsynlegra bygg-
inga innbyrðis og gerð var
nokkurs konar grindarteikn-
ing, til að gera sér grein fyrir
stærðargráðum með tilliti til
umferðarspánna.
Páll sagði, að siðan hafi
oliukreppan breytt nokkru hér
um, þvi að umferðaraukning
hefur minnkað nokkuð.
Danskt fyrirtæki, sem fengið
var til að gera ýmsar at-
huganir, taldi þó, að ekki
þyrfti að minnka framkvæmd-
ir, þvi að nóg væri að fresta
þvi að taka nokkurn hluta
bygginganna i notkun, en hug-
myndin er að byggja flugstöð-
ina þannig, að bæta megi við
hana næstum hvar sem er, og
er þvi Sandgerðisheiðin kjör-
inn staður fyrir hana, þvi að
þar eru ekki fyrir nein mann-
virki.
Þetta danska fyrirtæki hafði
tal af öllum þeim aðilum, sem
gætu komið til með að hafa af-
not af þessum byggingum og
þá hve stórt rými. Að þvi
Framhald á bls. 31