Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 7. júli 1974
ÁnægOir foreldrar og hreykinn stóri bróðir sitja fyrir hjá Ijósmyndara með fimmburana.
,,Ekki duttu mér þá
fimmburar í hug..."
Vinir, nágrannar og barnfóstra, sem hjálpaö hafa Stanek-hjónunum,
sem sitja framar á myndinni meö Gregory á milli sin og fimmburana
fremst.
Þegar Edna Stanek
fer með börnin sin i
mánaðarlega læknis-
skoðun, litur helzt út
fyrir að helmingur ná-
grannanna fari með
henni, og læknirinn
verður að loka stofu
sinni fyrr öðrum sjúkl-
ingum á meðan. Þetta er
þó ekki vegna þess að
frú Stanek sé svona rik
eða áhrifamikil. Ástæð-
an er einfaldlega sú, að
fimmburamóður veitir
ekki af allri þeirri hjálp,
sem fáanleg er. Edna og
Gene, maður hennar,
hafa fengið mikla hjálp
siðan Steven, John, Jeff-
rey, Catherine og
Nathan fæddust 16. sept-
ember sl. „Við erum
kröfuhörðustu sjúkling-
ar Strains læknis”, segir
Edna. „Hann verður að
skoða fimmburana á fri-
degi sinum, þvi ef bið-
stofa hans er full af hóst-
andi og kvefuðum
krökkum, verða fimm-
burarnir áreiðanlega
ekki lengi að smitast, og
það er erfitt að hafa
fimm rollinga veika i
einu”.
Nú, þegar fimmburarnir eru
níu mánaða gamlir, eru Stanek-
hjónin fyrst að byrja að venjast
hugsuninni um að þurfa alltaf að
nota fimm stykki af öllu, fimm
vöggur, fimm pela, fimm bilsæti,
leikföng fyrir fimm börn, og
svona má lengi telja.
Herbergi fyrir fimm
i viðbót
Þegar Edna og Gene hugsa til
framtiðarinnar, hrýs þeim hugur
við að þurfa að borga kennslu-
gjald fyrir fimm börn i einu,
koma upp skólaklæðnaði fyrir
fimm og hlusta á fimm táninga
segja I einum kór: ,,Má ég fá lán-
aðan bflinn i kvöld?”
Stærsta vandamál þeirra nú er
þó að finna hús með nógu mörg-
um herbergjum fyrir fimm, eða
réttara sagt sex börn, þvi fimm-
burarnir eiga eldri bróður, Greg-
ory, sem er sex ára. Þótt hann sé
engan veginn áhyggjufullur núna,
þá veitir honum ekki af þvi I
framtiðinni að hafa stað út af fyr-
ir sig. „Hann heldur, að börn
komi alltaf fimm I einu”, segir
Edna og hlær. .
Hús Stanek-hj'ónanna er með
þrem svefnherbergjum, og það
hentaði ágætlega áður en fimm-
burarnir fæddust. Núna er það
hreinlega að springa utan af þess-
ari stóru fjölskyldu, sérstaklega
þó herbergið, þar sem vöggurnar
fimm eru, milli skápa með blei-
um, vigt, þvottaborði og fleira.
Þar er einnig höfð nokkurs konar
dagbók, sem sýnir hvenær hverj-
um var gefinn peli, hvenær meðul
eru gefin, og svo framvegis.
Edna og Gene kynntust i
Þýzkalandi en þar var Gene I
flughernum en Edna var kenn-
ari. Þótt þau hafi nú átt heima i
Denver i fimm ár, hafa þau ekki
eignazt marga vini.
„Þess vegna urðum við svo
undrandi”,-. segir Gene, sem er
endurskoðandi, „þegar allt þetta
fólk bauðst til að hjálpa Ednu
meö börnin, svo hún gæti eytt ein-
hverjum tima með Gregory”.
„Fyrstu tvo mánuðina eftir að
börnin komu af sjúkrahúsinu”,
segir Edna, „var eins og það væri
alltaf fullt hús af fólki hjá okkur”.
Stanek-
fimmburarnir
dafna vel