Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 15
Súnnudagur 7^ júli 1974 TlMINN !\ r 15 land óku aftur til Vinar, reyndi ég að fá inni á hótel Duna, en þar héldu sig flestir erlendir blaða- menn, sem í borginni voru. Þarna var ekkert herbergi að fá, og þess vegna var mér visað á Astoria, en þar var bækistöð nokkurs hluta frelsishreyfingarinnar. Ég var eini utanaðkomandi gesturinn á hótelinu, og um kvöldið hélt ég upp á frelsi Ungverjalands i hópi hugrakkra hermanna, sem voru á verði á göngunum með vélbyssur sér við hlið. Veizlubirgðirnar voru ekki nema tvær ákavitis- flöskur, sem ég hafði fengið hjá starfsmanni norska sendiráðsins i Vinarborg, auk brauðbita og pylsusneiðar, sem hótelstjóran- um tókst einhvern veginn að töfra fram á sjónarsviðið. i tvo sólarhringa fóru Rankin og Söhol vitt og breitt um Buda- pest og gengu milli sundurskot- inna skriðdreka og fagnandi Ung- verja. Þeir tóku myndir og sendu fréttir til Englands og Oslóar, án þess að vita hvor um annan. I höfuðstöðvum heimspressunnar á Hótel Duna fóru menn að hvislast á um það, að nú væru Rússar bún- ir að taka ákvörðun. Innrásarher var lagður af stað inn yfir landa- mærin frá Tékkóslóvakiu, Sovét- rikjunum og Rúmeniu. Þeir, sem bezt þóttust vita, sögðu, að nú væru aðeins fáar klukkustundir, þar til borgin yrði umkringd. Fólk óttaðist, að hér væri að gerast eitthvað svipað, og gerzt hafði i Stalingrad. Menn lásu alvöruna úr augum Ungverjanna. Fögnuðurinn var ekki orðinn eins mikill. Enn héldu menn þó áfram að leita að AVO-fólki, af jafn miklum ákafa og fyrr, ef ekki meiri. Nú var kominn 1. nóvem- ber. Það var fimmtudagur. Ringulreiðin jókst Mikil ringulreið rikti á blaða- mannahótelinu. Margir blaða- mannanna þutu af stað i bilum sinum yfir holt og hæðir. Fjöldi Ungverja bað i dauðans angist um að fá að komast með, i von um að komast út úr landinu og til frelsis. Fyrir utan hótelið var austurriskur kaupsýslumaður að búast af stað i stóra græna banda- riska Ford-bilnum sinum. Með honum var aðeins einn maður sem hann hafði hitt alveg nýlega. Nóg rými var i bilnum. Rankin: — Ég var kominn til Duna til þess að fá siðustu fréttir, og var löngu búinn að ákveða að reyna að komast sem fyrst úr landi. Þetta var ekki af ótta við Rússana, heldur vegna þess, að ég var orðinn hræddur um, að ég yrði rekinn úr skólanum. Ég hafði nefnilega farið frá Oxford án þess að fá leyfi til þess, og hafði fengið spurnir af þvi simleiðis, að hætta væri á, að ég yrði rekinn úr skólanum. Þess vegna var ég glaður yfir að fá nú að fljóta með i bil Austurrikismannsins. Ég sett- ist i aftursætið. Söhol: — Ég hafði i marga klukkutima reynt árangurslaust að ná simasambandi við Osló eða Vin. Þá fékk ég að vita, að sima- kerfið væri i ólagi, og varla væri hægt að búast við, að það kæmist i lag á næstunni. Það er vist eitt af þvi versta, sem komið getur fyrir blaðamann, ef hann brennur inni með fréttir eins og sagt er. Ég átti þvi ekki annars úrkostar, en að reyna að koma mér yfir landa- mærin. Ég hafði til dæmis hitt fót- boltastjörnuna Puskas, sem heimspressan var búin að „taka af lifi”. Ég vildi þvi gjarna koma viðtali við hann heim til Noregs. Auk þess hafði ég rekizt á Jon Arnoy, blaðamann frá Stavanger Aftenblad, en hans hafði verið saknað. Austurrikismaðurinn með bilinn var að gera upp reikninginn, þegar ég bað um að fá far með honum til Vinar. Við settumst i framsætið, hann við stýrið, ég hægra megin i bllnum, og þá birtist þú, Rankin. NÝBORG Armúla 23 Sterkar Endingargóðar Auðveldar í uppsetningu Gott verð önnumst uppsetningu Sendum í póstkröfu Plast-bakrennu órólegur ökumaður 1 ljós kom, að Austurrikis- maðurinn var mjög taugaóstyrk- ur. Hann varð ekki rólegri við það, að billinn var stöðvaður hvað eftir annað við varðstöðvar, en i þessum varðstöðvum voru hópar manna úr frelsishernum, allir i leit að AVO-mönnum, sem voru að reyna að komast undan á flótta frá Budapest. Umferðin var mikil i báðar átt- ir. Við margar varðstöðvarnar voru sovézkir skriðdrekar, mannaðir ungverskum hermönn- um, sem höfðu gengið i lið með uppreisnarmönnum. Rankin: — Við vorum komnir nokkuð út fyrir Budapest, þegar þetta gerðist. Bill hafði numið staðar fyrir framan okkur við eina varðstöðina, og öllu var um- turnað í þélsum bil. Einn varð- anna kom i áttina til okkar, vinstra megin, en þegar hann heyrði, að við vorum útlendingar, benti hann okkur að halda áfram. Austurrikismaðurinn gaf allt of mikið inn, og hjólin snarsnerust i mölinni. Hann beygði fram fyrir bílinn, og spýtti i. Söhol: — Ég hef velt þessu mik- ið fyrir mér siðan, og komizt að þeirri niðurstöðu, að varðmenn- irnir hinum megin við bilinn hafi áreiðanlega ekki séð, þegar okkur var gefið merki um að halda áfram. Við vorum komnir eina 20 metra frá stöðinni, þegar ég varð var við, að eitthvað lenti i bilnum rétt fyrir aftan mig. Svo heyrði ég vélbyssuskotin. Bilstjórinn varð náföiur, og spurði okkur, hvað hann ætti að gera. — Stoppaðu strax, æpti ég, og bað hann um að bakka. Allt þetta gerðist á svo skammri stundu, að mér tókst ekki að verða hræddur... Rankin varð öskuvondur Rankin: — Það fyrsta, sem kom yfir mig, var að verða reið- ur. Þegar við komum aftur að varðstöðinni, var billinn um- kringdur vörðunum, sem voru heldur ógnvekjandi á svip. Sextán ára unglingur stakk vélbyssu- kjaftinum i magann á mér. Það rauk enn úr byssunni. Mig lang- aði mest til þess að ráðast á hann. Ég hélt höndunum yfir höfðinu og gerði mér fljótlega grein fyrir þvi, að ekki var vitur- legt að ráðast berhentur gegn þessum mönnum. Söhol: — Það var sannarlega það viturlegasta. Þegar þeir rannsökuðu þig, og fundu á þér vegabréfið, varst þú i rauninni i Englendingurinn Ian Rankin (t.h.) og Finn Söhoi minnast daganna I Budapest meðan á Ungverja- lands-uppreisninni iStóð 1956.Hér handfjaila þeir leikfangaskriðdreka. Tvær úrklippur úr VG.en Finn Söhol skrifaði fyrir það blað fréttir frá lifshættu dálitla stund. Ég heyrði, að verðirnir ræddu það mikið sin á milli, hverrar þjóðar þú værir. Þeir voru ekkert uppveðraðir af þvi að sjá vegabréfið, þótt það væri enskt. Þeir veltu mest fyrir sér nafninu, og héldu að það væri Ivan, og slikt nafn bera einungis Rússar. Af þessum sökum hef ég aldrei getað gleymt nafninu þinu — þótt ég hafi ekki skrifað það hjá mér. Sem betur fer tókst okkur að fá leyfi til þess að halda áfram, og hafa þig með okkur. Rankin: — . Manst þú eftir svipnum á bilstjóranum, þegar hann sá götin á bilnum. Þessi bill var vist I eigu fyrirtækisins, sem hann starfaði hjá, og hann var hræddur um, að forstjórinn yrði ekki hress yfir að sjá skotgötin. Söhol: — Við höfðum ekki áhyggjur af þvi. Við gátum glaðzt yfir þvi, að stálið i bilnum var svo sterkt, að kúlurnar náðu ekki að gera okkur mein. Hefðu þær lent i rúðunum, hfðum við liklega ekki setið hér i dag. Ferðin var ævintýralaus, það sem eftir var leiðarinnar til Vin- ar, og þar skildi leiðir þeirra Ian Rankins og Finn Söhols, þar til þeir hittust nú aftur eftir 17 ár i ftgs/sfe iropper velter pá ny inn over UNGARN PflHIKK I BIIDAPESf UIHDENS GflNG Kardinal Mindszenty; Alle betingeiy'i for íeldhús böð og herbergi Opið til 10 á föstudögum London i boði norska vikublaðs- ins. Þótt undarlegt megi virðast, þá fóru þeir báðir aftur til Austur- rikis i desember 1956, þegar um eitt hundrað þúsund Ungverjar komustyfir landamærin frá Ung- verjalandi til Austurrikis, til þess að reyna að komast undan AVO- mönnunum og hefndaraðgerðum þeirra, eftir að Sovétherirnir höfðu troðið niður vonir Ungverj- anna um frelsi. Rankin, sem ekki var rekinn úr skóla i Oxford, notaði jólaleyfið til þess að skrifa greinar um Ung- verjaland i ensk blöð, skrifaði mikið um flóttamannavandamál- ið. Söhol var sendur til Austur- rikis af flóttamannasamtökunum ICEM og aflaði sér þar upp- lýsinga i blaðagreinar og fyrir- lestra, sem hvort tveggja var not- að i sambandi við söfnun til handa Ungverjalandshjálpinni. Nú vonast þessir menn til þess, að ekki liði önnur 17 ár þangað til leiðir þeirra liggja saman á nýjan leik. (ÞýttFB). OG MALNINGUNA 6-700 veggfóður-munstor 10.000 litamöguleikar í mólningu Ungverjalandi. Hraði, þægindi Hinar vinsælu Friendship skrúfuþotur Flugfélagsins sameina lands- byggðinameð tíðum ferðum, hraða og þægindum. Áætlunarferðir bifreiða milli flestra flugvalla og nærliggjandi byggðar- laga eru í beinum tengslum við flugferðirnar. Njótið góðrar og skjótrar ferðar með Flugfélaginu. SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLYSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU FLUCFÉLAC ÍSLAJVDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.