Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. júli 1974 TÍMINN 7 ölvir Karlsson oddviti Asahrepps flutti ávarp þegar tekin var fyrsta skóflustungan að dvalarheimili aidraðra i Rangárþingi. Dvalarheimili aldraðra í Rangárþingi Föstudaginn 28. júnú var tekin fyrsta skóflustungan aö byggingu dvalar- heimilis fyrir aldraða í Hellulæknishéraði/ en það spannar yfir fimm vest- ustu hreppa Rangárvalla- sýslu. Skóflustunguna tók Jón Þorgilsson, oddviti Rangárvallahrepps, en viðstaddar voru m.a. ÍSLENSKAR LÆKNINGA- OG DRYKKJARiURTIR viðkomandi hreppsnefnd- ir. Athöfnin hófst með því að ölvir Karlsson oddviti Asahrepps flutti ávarp. Hann minnti á þær skyldur sveitarfélaganna að búa sem bezt að ibúunum og gera þeim kisift að dvelja i heimabyggð að loknum starfsdegi, ef þeir óskuðu þess, svo þeir þyrftu ekki að rjúfa sin fjölskyldu- og vinatengsl. Ánægjulegt væri að minna á þá I bók þessari eru myndir af 60 islenzkum lækninga- og drykkjarjurtum. Nú er tímabært að fara að safna þeim — og margar er að finna í næsta nágrenni hvers heimilis í landinu. samstöðu, sem tekizt hefði um þetta mál, sérstaklega þá sam- stöðu, sem tókst á milli dreifbýlis og þéttbýliskjarna um lausn þessa sameiginlega hagsmuna- máls. Hálfdán Guðmundsson, skatt- stjóri talaði fyrir hönd Lions- klúbbsins „Skyggnir”. Hann sagði að við stofnun klúbbsins hefði verið ákveðið að megin verkefni hans yrði að stuðla að framgangi þessa máls. Fyrst að uppbyggingu húsnæðis og siðar að lita til með fólkinu. Að lokum afhenti hann gjöf rá klúbbnum, sparisjóðsbók með kr. 200.000.- Jón Þorgilsson veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði fyrir hönd byggingaraðila. Hann sagði að sér bæri einnig að þakka fyrir aðrar gjafir, sem borizt hefðu, og þó sérstaklega að Oddur Oddsson bóndi á Heiði hefði á sinum tima gefið fjárhæð til væntaniegrar byggingar og eftir lát hans hefði eiginkona hans Helga Þorsteins- dóttir bætt við minningargjöf um mann sinn. Þessi framlög kæmu nú i góðar þarfir. Húsið verðurreist á Hellu. Það er teiknað af teiknistofunni Arkir. Ætlunin er að það verði byggt i áföngum, en fullgert rúmar það 40-50 manns. I fyrsta áfanga verður rúm fyrir 14 manns og er áformað að koma þeim hluta hússins upp svo fljótt sem ástæður leyfa. ÐJÖRN L 3ÓNSSON FRÆÐSLUSTARF UMFERÐARRÁÐS í sumar mun Umferðarráð leggja megináherzlu á fræðslu i akstri á þjóðvegum. Búast má við, að umferð á þjóðvegum I sumar verði meiri en nokkru sinni fyrr. Bifreiðaeign landsmanna hefur aukizt mikið frá siðasta sumri, hringvegurinn verður opnaður og hátíðir eru haldnar vitt um land- ið, auk þjóðhátiðar á Þingvöllum 28. júlí. Umferðarráð hefur gefið út fræðsluritið „Barnið i bílnum”. Hér er um sams konar rit að ræða og gefið var út á siðasta ári en upplag þess er nú þrotið. 1 ritinu eru veittar upplýsingar um þá barnabilstóla og þau öryggisbelti fyrir börn, sem fáanleg eru hér á landi. Hefur efni bæklingsins ver- ið endurskoðað með tilliti til niðurstaðna siðustu rannsókna á barnabilstólum. Fræðsluritið er fáanlegt á öllum lögreglustöðvum landsins og einnig mun það liggja frammi næstu daga á bensin- stöðvum i Reykjavik. Umferðarráð hefur dreift vegg- spjalditil þess að hvetja ökumenn og farþega að nota bilbelti. Verð- ur veggspjaldið hengt upp á öllum helztu afgreiðslustöðum við þjóð- vegi landsins en á þvi er mynd af stúlku með slæma skurði i andliti eftir bilslys og ber það áletrunina „Hún notaði EKKI bilbelti”. A næstunni verður gefið út fræðslurit fyrir erlenda ferða- menn, sem ber nafnið „A guide for foreign motorists in Iceland — with an extract from the traffic act”. Rit þetta er gefið út i sam- vinnu við ökukennarafélag Is- lands og verður það selt á kostnaðarverði. I rikisútvarpinu — hljóðvarpi — verða i sumar tveir þættir, þar sem fjallað er um umferðarmál. Hún notaðí Veggspjald Umferðarráðs til að hvetja ökumenn og farþega til að nota bilbelti. Á laugardögum er þátturinn „Á ferðjnni” undir stjórn Arna Þ. Eymundssonar, upplýsingafull- trúa Umferðarráðs. Auk þess verður útvarpað fjórum sinnum hverja helgi þættinum „Jónas og fjölskylda”. Helgina 27. og 28. júli, þegar þjóðhátið á Þingvöllum fer fram, mun Umferðarráð, i samvinnu við lögreglu, starfrækja upplýs- ingamiðstöð með liku sniði og verið hefur undanfarnar verzlun- armannahelgar. A s.l. ári urðu hér á landi flest umferðarslys með meiðslum i júli, ágúst og spetember. Það sem einkenndi þau meiðsli var, að flest urðu þau á þjóðvegum og af- leiðingar þeirra mun alvarlegri en flesta aðra mánuði ársins. MULTIPRESS MP-32 og MULTIMIX MX-32 BRflun Nauðsynleg tæki í eldhúsið þegar völ erá ný/u grænmeti og ávöxtum Varahlutir í Braun heimilistæki og rakvélar fyrirliggjandi BRAUN-UMBOÐIÐ: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 Á f Vandaðar vélar N HEumn ? % % borga bezt s £ S s £ HAMARs V-:.: • ? S HEUmR HEYÞYRLUR 2ja og 4ra stjörnu ^////////////////////////////////////////i^* véladeild sími 2-21-23 Tryggvagötu Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.