Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 37

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 37
TÍMINN Sunnudagur 7. júli 1974 hún svo hrifin af honum. Hann var svo fallegur fannst henni. Ó, ég vildi að ég hefði svona rauða og fina vængi sagði Svanhvit og leit niður i tjörnina og sneri sér svo i þrjá hringi. En þá gerðist nokkuð skrýtið. Fyrst fékk hún einkenni- legan fiðring i herða- blöðin, og svo fann hún að vængirnir voru að vaxa út úr bakinu á henni. Þeir smástækk- uðu, og undir kvöldið þá voru þeir orðnir full- vaxnir og hárauðir. Nú var farið að dimma og litla Svanhvit vildi fara heim til mömmu sinnar og sýna henni hvað hún hafði fengið fallega og rauða vængi. Það var næstum orðið dimmt, þegar hún kom heim og hún var svo feg- in að komast inn til mömmu sinnar, — en mamma hennar þekkti hana ekki. Hún hafði aldrei séð svona skrýtna kaninu, með rauða vængi! Mamma ýtti litlu kaninunni út og sagðist ekki vilja sjá svona skripi i sinum húsum. Þá labbaði Svanhvit litla til Korneliusar ikorna þvi að hann átti heima rétt hjá, en þegar hann opnaði hurðina og sá svona litla kaninu með rauða vængi þá skellti hann henni I flýti aftur og var aleg skelkaður. — Æi, kæri herrqi Korneli- us, má ég fáiað gista hjá þér i nótt? — Ég held nú ekki, ég þekki þig ekki, sagði hann. Og aumingja litla Svnhvit kanina fór til Andreu *jk ■■■■■ ~ ■ andar og bað hana að lofa sér að vera um nótt- ina. — Ég þori ekki að vera ein í nótt úti i myrkrinu, sagði kaninan — Þú verður ekki hér hjá mér, það er ekkert pláss fyrir þig i hreiðr- inu minu, og þú ert ekki um. Hún fór upp á ^iáan hól og stökk svo upp i loftið og lét sig svifa nið- ur. En hver ósköpin voru þetta! Hún kom til jarð- ar og þenti i þyrnirunna og þar sat hún föst. — Æ, ó, mamma mín, komdu og hjálpaðu mér, grét litla kaninan. En mamma heyrði ekki til hennar. Loksins kom múrmeldýrið gangandi i hægðum sinum og hjálp- aði henni úr þyrnirunn- anum. — Ertu búin að fá nóg af þessum finu rauðu vængjum þinum? spurði Maggi múrmel dýr. — Ég vil alls ekki heldur fugl, þótt þú sért með þessa rauðu vængi. Ég veit ekki hvers konar furðuskepna þú ert eig- inlega! Nú fór Svanhvit litla döpur i bragði til Magga gamla múrmeldýrs, sem hafði sagt henni frá óskatjörninni. Hann lof- aði henni að sofa til fóta i fleti sinu um nóttina, en litlu kaninunni leið ekki vel á hörðu gólfinu og langaði heim til sin i ból- ið sitt. Loksins sofnaði hún samt, en vaknaði snemma morguns og fór út og hugsaði ser að reyna að fljuga með rauðu vængjunum sin- hafa þá lengur, sagði Svanhvit. — Jæja, sagði Maggi, þá skaltu fara aftur nið- ur að óskatjörn og óska þess að þeir hverfi. Nú fór Svanhvit aftur að óskatjörninni og flýtti sér mikið, Nú rataði hún. Hún sá öndina, en mátti ekki veraiað þvi að tala við hana, heldur speglaði sigitjörninni og nú sneri hún sér i þrjá hringi, en öfugt við það sem hún gerði láður, og hókus — pókus nú hurfu þeir allt i einu. Svanhvit litla kanina flýtti sér heim til mömmu sinnar, sem varð ósköp glöð að sjá hana aftur og nú vildi litla kaninan ekki vera neitt annað en það sem hún var, — litil, sæt, hvit kanina. i (Þýtt B.S .) HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR E SAMVINNUBANKINN Ódýrar fánastengur úr rafhúðuðu áli Þarfnast ekki viðhalds — 6 til 12 háar — Til afgreiðslu strax. m UMBOÐSMENN: Ungmennafélögin um allt land Einar Ingimundarson, Borgarnesi Verzlunin Dropi, Keflavik. ólafur Kr. Sigurðsson & Co Suðurlandsbraut 6 Reykjavlk Slmar: 8-32-15 og 3-87-09. r BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ T.d. vélar, girkassar, drif i Benz ’59-’64, Opel ’62-’66, Moskvitch ’59-’69, Vauxhall Viva, Vauxhall Victor, og flest annað i eldri teg. bila, t.d. hurðir og boddihlutir i miklu úrvali. Ýmislegt i jeppa. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.