Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. júli 1974
TÍMINN
5
<_> Hollenskar vindmyllur gerðar í Svíþjóð
Myndhöggvarar eru margir til,
en sennilega er aöeins einn
maöur, sem sérhæfir sig I aö
höggva til og steypa litlar hol-
lenzkar vindmyllur. Sá heitir
Sten Carlsson og býr I Gualöv I
Sviþjóö. Sten var eitt sinn húsa-
málari, og haföi höggmynda-
listina aö tómstundastarfi, en
svo byrjaöi hann aö búa til litlar
hollenzkar vindmyllur, og þar
meö var útséö um að hann gæti
haldið áfram að mála hús, þvi
eftirspurnin eftir vindmyllunum
varö svo mikil. Einn morguninn
nú fyrir skömmu var hringt
dyrabjöllunni á heimili hans
klukkan hálf fjögur. Fyrir utan
stóö hópur af þýzkum ferða-
mönnum, sem höföu frétt af
vindmyllunum, og gátu ekki
hugsaö sér aö yfirgefa Sviþjóð
án þess aö hafa vindmyllur með
i farangrinum. Sten og kona
hans uröu að láta sig hafa það,
að fara þegar á fætur og selja
myllurnar. Annars segir Sten,
aö hann anni engan veginn eftir-
spurn eftir myllunum. Nýlega
varö hann aö hafna boöi um að
búa til 500 vindmyllur og senda
þær til Hollands! Þarna getið
þiö séö, að hollenzku vind-
myllurnar eru sennilega flestar
★
sænskar að uppruna, eöa veröa
þaö aö minnsta kosti þegar
fram lföa stundir, ef þessu held-
ur áfram, og Sten verður nógu
afkastamikill. Hér sjáið þiö svo
Sten og nokkurn hluta af myllu-
framleiðslu hans.
★
Djúpboranir
ó gömlu
olíulindasvæði
Sovétlýðveldið Azerbadsjan er
eitt elzta oliulindasvæði i Sovét-
rikjunum. Af þessu leiöir, að
efri jarölög, sem hafa oliu að
geyma, hafa fyrir löngu verið
rannsökuö gaumgæfilega, og sú
olia, sem hefur fundizt þar hin
siðari ár, liggur miklu dýpra.
Viö eina djúpborunina, sem
unniö er að i ár á að bora allt
niður á 7000 metra dýpi, og alls
veröa á yfirstandandi ári fram-
kvæmdar djúpboranir, sem eru
samanlagt 150 km að lengd.
Kennslan er
raunverulega A
í bezta lagi W
Þessi mynd er frá Póllandi.
Unglingarnir, sem hér sitja og
horfa á kennara sínn, ættu aö fá
mjög góöa innsýn i byggingu
mannslikamans, úr þvi þeir fá
aö horfa á beinagrind i fullri
likamsstærö i kennslustundun-
um. Þau eru öll hin áhugasöm-
ustu á svipinn. Fremst á mynd-
inni, á fremsta borðinu má rétt
greina lærlegg úr manni, sem
trúlega hefur verið látinn ganga
milli nemendanna til þess aö
þeir mættu sjá enn betur,
hvernig lærleggur litur út.
Gaman væri, ef hægt væri aö
gera kennslu i skólum hér á
landi svona raunverulega, og
nær áreiðanlegt má telja, að
nemendum gengur mun betur
að festa sér i minni nöfn ein-
stakra likamshluta, ef þeir fá að
sjá þá fyrir sér á þennan hátt.
Paul Getty að gifta sig?
Paul Getty, sem fyrir sex
mánuöum losnaöi úr ræningja-
höndum, segist ætla að kvænast
Martine Zacher, en hún er
annar tviburanna, sem mikið
sáust meö Getty, áöur en honum
var rænt i júli i fyrra. Paul
Getty er 17 ára, en Martine
Zacher er tuttugu og fjögurra.
Eins og kunnugt er var annað
eyrað skoriö af Paul og sent
móöur hans, þegar hann var i
haldi hjá ræningjunum. Paul
hefur nú gengiö undir uppskurö,
svo hann geti haft hárið yfir
stubbnum af eyranu. Hann býr
nú i Róm, þar sem hann hefur
sett á stofn fyrirtæki ásamt
þrem vinum sinum, en þaö heit-
ir i lausri þýðingu, Eldflugan hf.