Tíminn - 07.07.1974, Page 18

Tíminn - 07.07.1974, Page 18
18 TÍMINN Sunnudagur 7. júli 1974 Menn og málofni Úrsílt þing- kosninganna Úrslit þingkosninganna á sunnudaginn hafa að vonum verið mikið umtalsefni undanfarna daga. 1 sambandi við úrslitin vek- ur tvennt mesta athygli eða sigur Sjálfstæðisflokksinsannars vegar og hrun Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hins vegar. Milli þessa tvenns er lika greinilegt samband eins og siðar verður að vikiö. Sigur Sjálfstæðisflokksins byggjst bersýnilega mest á þvi, að hann fær að þessu sinn hóp óánægðra kjósenda, sem er á reiki milli flokka, en auk þess hef- ur hann hagnazt eitthvað á sér- málum eins og varnarmálunum. Þá veröur þvi ekki neitað, að blöð flokksins og frambjóðendur hömruðu með nokkrum árangri á þeim áróðri, að allir sjóðir væru tómir og allt efnahagslif þjóðar- innar væri i kalda koli, enda þótt aldrei hafi verið meiri atvinna eða betri lifskjör á Islandi. Um Alþýðubandalagið hafði þvi verið spáð, að það væri i miklum uppgangi. Margir væntu þess, að það fengi strax góðan ávinning i bæjarstjórnarkosningunum. Svo varö ekki. t þingkosningunum gerði það ekki betur en að halda sæmilega hlut sinum, en það hlaut ekki þann sigur, sem þvi hafði verið spáð. Einkum kom á óvart, að það hafði minna fylgi meðal ungs fólks en ætlað hafði verið. Þann ávinning , sem Al- þýðubandalagið hlaut, má að verulegu leyti rekja til þess, að áróður þess um umfram-atkvæði ; . Allstór hópur kjósenda beið úti fyrir dyrum Miðbæjarskólans gamla I Reykjavfk, þegar kjörfundur hófst klukkan niu að morgni sunnudagsins. Nunnurnar af Landakoti eru að. jafnaði I flokki þeirra kjósenda, sem árrisulastir eru, og svo var einnig að þessu sinni eins og sjá má á myndinni. Timamynd G.E. bar verulegan árangur. Litlu munaði, að Alþýðuflokk- urinn missti öll þingsæti sin, enda þótt hann yrði ekki fyrir stór- felldu atkvæðatapi, það hefur bersýnilega ekki orðið flokknum til hags að fylkja sér eins fast við hlið Sjálfstæðisflokksins, eins og hann gerði á undanförnu kjör- timabili og hafði áður gert i við- reisnarstjórninni. Þetta hefur lengi verið öllum ljóst öðrum en forustumönnum flokksins. Byggðastefnan ekki metin sem skyldi Úrslit þingkosninganna eru Framsóknarmönnum nokkur vonbrigði vegna þess, að flokkur- inn fékk ekki verðskuldað fylgi vegna þeirrar stefnubreytingar i landhelgis- og byggðamálum, sem hefur átt sér stað undir for- ustu hans og gerbreytt hefur hög- um og framtiðarhorfum viðs veg- ar um land. Fyrir þetta hefði flokkurinn átt skilið mikla fylgis- aukningu i kjördæmunum utan Faxaflóasvæðisins. óneitanlega verður dregin af þvi sú ályktun, að menn eru fljótir að gleyma þvi, sem var, þvi að úrslitin hefðu áreiðanlega orðið verulega á aðra leið, ef menn hefðu nógu almennt minnzt þess ástands, sem var i byggðum landsins á árunum 1967—1971 undir stjórnarforustu Sj álf stæðisflokksins. Ósigur Möðru- vellinga Það verður hins vegar að taka með I. reikninginn, að aðstaða Framsóknarflokksins var að þvi leyti óhagstæð i kosningunum, að hávaðasamur hópur frama- gjarnra manna klauf sig úr flokknum rétt fyrir kosningarnar og gekk til liðs viö þaö brot, sem eftir var af Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna. Þessi hópur lét eins og hann hefði átt mikið fylgi innan Framsóknar- flokksins og myndi hann því hafa með sér mikið lið þaðan yfir i hin- ar nýju herbúðir. Þetta var að visu hreinn uppspuni, eins og lika er komið á daginn, en eigi að sið- ur lögðu margir trúnað á þetta og það veikti verulega kosningaað- stöðu Framsóknarflokksins, að ýmsir héldu, að hér væri um al- varlegan klofning að ræða. Ef þessi klofningstilraun, sem hefur nú fullkomlega misheppnazt, hefði ekki komið til sögu, hefði kosningaaðstaða Framsóknar- flokksins orðið mun betri og úr- slitin I samræmi við það. Hið eina, sem þetta fylgisvana óróalið hafði upp úr krafsinu, var að styrkja áróður Sjálfstæðisflokks- ins um glundroða vinstri aflanna. Þegar þetta er tekið með I dæmið, geta Framsóknarmenn unað úrslitunum sæmilega. Þeir hafa haldið öllum þingsætum sin- um og næstum sama atkvæða- hlutfalli og I siðustu þingkosning- um. Það má þvi segja, að flokkur- inn hafi alveg staðizt þessa klofn- ingstilraun og má vissuiega draga af þvi ályktun um sam- heldni og styrk fólksins. Sigur Ólafs Þegar tekið er tillit til þeirrar tilraunar, sem gerð var til þess að kljúfa Framsóknarflokkinn, má hann vel una úrslitunum, eins og áður segir. 1 þvi sambandi má ekki gleyma þætti ólafs Jóhanne- ssonar. Möðruvellingar beindu alveg sérstaklega skeytum sinum að honum. En það mistókst alveg. Astæöan var sú, að ólafur Jó- hannesson hefur unnið sér verð- skuldað traust þjóðarinnar og nýt ur nú meira persönulegs trausts en nokkur annar leiðtogi hennar. Einkum róma menn einbeitni hans og festu I landhelgisdeilunni og röggsemi hans við meðferð efnahgsmálanna á siðasta þingi. Hið persónulega traust, sem Ólaf- ur Jóhannesson nýtur, var Fram- sóknarflokknum áreiðanlega mikill styrkur i hinni erfiðu að- stöðu, sem hann hafði i kosninga- baráttunni. An forustu Ólafs Jó- hannessonar hefði Framsóknar- flokkurinn ekki staðizt eins vel klofningstilraunina og raun varð á. Það munu flokkssystkini hans meta og þakka. Öflugasti flokkur íhalds- andstæðinga Eftir þingkosningar heldur Framsóknarflokkurinn þeirri stöðu sinni sem fyrr að vera lang- stærsti flokkur ihaldsandstæð- inga og umbótamanna. Fram- sóknarflokkurinn markaði sér I upphafi þá grundvallarstefnu að vinna að framför alls landsins og allrar þjóðarinnar. Svo vel hefur flokkurinn rækt þetta hlutverk sitt, að hann hefur um meira en hálfrar aldar skeið verið lang- stærsti flokkur ihaldsandstæð- inga, eins og áður segir. Það segir betur en nokkuð annað, hve vel verk flokksins hafa samrimst stefnu hans. Það hefur stundum verið notað gegn Framsóknarflokknum að hann væri orðinn gamall að árum og nauðsynlegt sé fyrir flokka að skipta um nafn og númer, þótt stefnan sé óbreytt, eins og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa gert. En Fram- sóknarflokkurinn hefur ekki þurft og þarf ekki á slikum fataskiptum að halda. Hann hefur sannað og sýnt óbreytta framfarastefnu sina með verkunum. Hann knúði fram margháttaðar framfarir i fyrstu rikisstjórninni, sem hann tók þátt I á árunum 1917—1920, enda þótt hann yrði þá að vinna með ihaldssömum öflum, og hann hefur I núverandi stjdrn haft for- ustu um meiri framfarasókn en áður er dæmi um I sögu hins nýja lýöveldis. Framfarastefnan, sem Framsóknarflokkurinn fylgir, verður alltaf ný, þvi að jafnan er nóg verk að vinna til eflingár lands og lýðs. Kjósendur á hrakningi Það er að sjálfsögðu erfitt á þessu stigi að skýra til fulls þær breytingar, sem hafa orðið á fylgi flokkanna á milli þingkosning- anna 1971 og 1974. Þó þarf ekki mikla athugun til þess að fá eina mikilsverða visbendingu. Sjálf- stæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um 7,5% af greiddum atkvæðum en Samtök frjálslyndra og vinstri manna tapa um 5,7%. Þegar við tap Samtakanna er bætt þvi fylgi, sem O-listamenn fengu i kosning- unum 1971, er næstum fengin sú tala, sem fylgisaukning Sjálf- stæðisflokksins nemur. Sú ályktun, sem verður helzt dregin af þessu er sú, að hér séu á ferð óánægðir kjósendur, sem eru á hrakningi milli flokka, og kjósa þvi með stjórnarandstöðunni hverju sinni. Ef menn athuga kosningatölurnar 1971 kemur það i ljós, að hið óvænta fylgi, sem Samtökin fengu þá, virðist hafa komið nær eingöngu frá þáver- andi stjórnarflokkum., Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um. Það snýr til baka aftur og fer svo að segja allt til Sjálfstæðis- flokksins, sem er sterkari stjórn- arandstöðuflokkurinn. Af þvi mættu forustumenn Alþýðu- flokksins draga nokkra ályktun um réttmæti þeirrar kenningar Björns Jónssonar, að það sé sig- urvænlegt fyrir litinn flokk að vera lengi i stjórnarandstöðu. Skammlífir flokkar Astæðan til þess, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna og O-listinn unnu eins mikið fylgi i kosningunum 1971 og raun varð á, er vafalitið sú, að hér var um nýja flokka að ræða, sem oft geta i fyrstu aflað sér fylgis óánægðra kjósenda, en venjulega hjaðnar það jafnfljótt. Flokkur Vennamos i Finnlandi og flokkur Glistrups i Danmörku eru nokkurt dæmi um þetta. Það hjálpaði Sjálfstæðis- flokknum nú, að ekki var að þessu sinni um neina nýja keppi- nauta að ræða i stjórnarandstöð- unni, og þvl sat hann svo að segja einn um hituna I sambandi við óánægða kjósendur, þar sem Al- þýðuflokknUm, sem litlum göml- um flokki, tókst ekki að veita hon- um neina teljandi samkeppni, þrátt fyrir mikla — og sennilega of mikla — viðleitni Gylfa Þ. Gislasonar i þá átt. Þótt óánægðu kjósendurnir, sem fylktu sér um Sjálfstæðis- flokkinn nú, reyndust furðu margir, urðu þeir þó mun færri nú en I kosningunum 1971. Nú töpuðu stjórnarflokkarnir ekki nema tveimur þingsætum samanlagt, en I þingkosningunum 1971 töpuðu stjórnarflokkarnir fjórum þing- sætum samanlagt. Hrun Samtakanna Hrun Samtaka frjálslyndra og vinstri manna er næsta auðskilið, þegar þess er gætt, að gengi þeirra I kosningunum 1971 byggð- ist á stundarfylgi óánægðra kjós- enda en ekki á raunverulegum stuðningi við stefnu þeirra eða forustumenn. I kringum Samtök- in myndaðist þvi aldrei neinn kjarni fylgismanna, sem var lik- legur til að tryggja þeim lif til frambúðar. Fyrir Sjálfstæðis- flokkinn mætti þetta vera nokkur visbending um að guma ekki of mikið af fylgisaukningu sinni nú. Hún getur fljótt orðið að engu, likt og hjá Samtökunum, þar sem hún er hvorki sprottin af trú á stefnu eða forustu flokksins, heldur byggist mest á þvi, að hann fékk nú til fylgis við sig hinn reikandi hóp óánægðra kjósenda. / Nýsköpunarstjórn Margt er nú rætt og ritað i sam- bandi við væntanlega stjórnar- myndun, en hyggilegast mun þó að sleppa öllum spádómum að þessu sinni. Hið nýjasta i þessum efnum er annars það, að hug- myndin um nýja „nýsköpunar- stjórn”, þ.e. stjórn Alþýðubanda- lagsins, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur skotið upp kolli hjá Alþýðubandalaginu og virðist eiga þar vaxandi fylgi að fagna. Athyglisvert er, að Magnús Kjartansson keppist nú ekki við annað meira en að vara við hugsanlegri „helminga- skiptastjórn ’ ’ Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins. Það voru einmitt þau rök, sem læri- faðir Magnúsar, Einar Olgeirsson notaði, þegár hann var að afsaka nýsköpunarstjórnina, að komm- únistar hefðu orðið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn til að koma i veg fyrir „helminga- skiptastjórn” stóru flokkanna. Arásir Þjóöviljans á Ólaf Jó- hannesson nú eftir kosningarnar tala lika sinu máii. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.