Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. júli 1974 TÍMINN 13 nútimanum hefði verið sleppt. — Hinni liðandi stund. — Beztir fyrst og siðast? — Nú virðist, að það sé at- hyglisverðast, sem islendingar gera í myndlistum á fyrstu öld- inni og þeirri siðustu, jafnvel á siðasta áratug. Kom þetta sjónar- mið upp? — Já, ég held að menn hafi gert sér grein fyrir þvi, að með þvi að taka nútima-málara inn i , — nútimalistina —’ þá fékkst meiri spenna i sýninguna sem heild. — Er þetta stærsta sýning, sem haldin hefur verið af þróun is- ienzkrar myndlistar? — Ég man nú ekki tölu verk- anna, en ég held að það sé óhætt að fullyrða, að þetta sé stærsta sýning sem haldin hefur verið hér á landi. Slæm lýsing á Kjarvals- stöðum — leigðu ljós- kastara — Nú hafið þið tekið þann kost að koma fyrir sérstakri lýsingu i sögulegu deildinni, notið ekki ljósin i húsinu, þau sem fyrir eru. Hver er ástæðan til þess? Ljósin i þessa deild voru fengin aö láni hjá aðila, sem leigir út kastara. Að visu er hún frumstæð á vissan hátt, þar sem aðeins ein gerð af ljóskösturum var til reiðu, en aðstæður eru misjafnar. Þetta leiðir hugann að þvi, að það þyrfti að vera unnt að leigja fullkominn ljósabúnað hjá einhverjum hér á landi, sem gripa má til. Þótt einstaka maður gagnrýni lýsinguna, þá hefur hún þann mikla kost, að sýningin verður meira „intim”, tengslin verða nánari við myndirnar og hina horfnu höfunda þeirra. Steinþór Sigurðsson listmálari, sem tók mestallt starf við sýninguna á sinar herðar. Við varðveitum, eða reynum að varðveita kirkjufriðinn, með þessu móti um helgimyndir, en flest hinna fornu verka eru þeirr- ar ættar. Við prófuðum að kveikja eitt- hvað af þessum ljósum i loftinu, en það var ómögulegt. Augað leitar alltaf upp og maður sér ekkert nema þetta loft i húsinu. Munirnir hverfa. Núna fáum við hins vegar hlutlausa rólega lýs- ingu. Þá er þess einnig að minn- ast, að sum verkanna, vefnaður- inn, sem okkur var lánaður, var lánaður með þeim skilyrðum, að Púls timans. Oliumálverk eftir Einar Hákonarson (1945) Fósturheimili Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir rólegu fósturheimili fyrir 10 ára dreng. Uppl. i sima 25500. RITARI óskast til starfa nú þegar á skrifstufu Rannsóknarráðs rikisins. Góð málakunnátta nauðsynleg. Æfing i vélritun eftir segulbandi æskileg. Nánari upplýsingar i sima 21320. Rannsóknaráð rikisins. ekki mætti sýna i venjulegri birtu. Vefnaður þolir ekki sterk ljós Formleg krafa um daufa birtu kom frá fjórum söfnum um að ljósmagnið á teppunum mætti ekki fara yfir 100 lux. Þetta urð- um við auðvitað að standa við, þótt birtan þyki i daufara lagi. — Nokkuð sem þú vilt segja að iokum? — Ég vil auðvitað hvetja menn til þess að sjá þessa sýningu. Menn hafa verið i kosningaamstri og þá fellur marg I skuggann. Ég held að almenningur verði að sjá þessa sýningu, þvi að hér er um einstakt tækifæri að ræða, ekki aðeins til að sjá merkilegar og fallegar myndir, heldur einnig til þess að sjá samhangandi sögu is- lenzkrar myndlistar. Þá vil ég lika nota tækifærið til þess að þakka fólki sem tekið hef- ur niður myndir hjá sér til að lána á þessa sýningu og hinum fjöl- mörgu aðilum og söfnum, er lögðu hönd á plóginn, bæði með þvi að setja fram hugmyndir og aöstoða okkur við að hafa upp á listaverkum. — JG. mKARNABÆR tízkuverzlun unga fólksins LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI20A 0G LAUGAVEGI WKARNABÆR tízkuverzlun unga fólksins LÆKJARGOTU 2 LAUGAVEGI20A 0GLAUGAVEGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.