Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. júli 1974
TlMl'NN
n
, ý.—■&&&& ■■sSí
'Ct* ‘
oc
§«r *
.. jóiv
IS^ a1<
Rcfilssaumuð altarisklæði með sögu heilags Marteins. Sagt er að það
sé frá Grenjaðarstað i S-Þingeyjarsýslu.
Postulaklæðið frá Hrafnagili. 97x105 sm. Sagt vera úr Hrafnagilskirkju
i Eyjafirði. Lánað úr þjóðminjasafninu i Kaupmannahöfn.
Sirena heillar með söng.
Marteinn vekur til lífs þrælinn
sem hafði hengt sig. 6. Marteinn
vigður til biskups I Turonsborg 7.
Marteinn biskup og beininga-
maðurinn. 8. Marteinn biskup
gefur beiningamanninum kyrtil
sinn i kirkjuskotinu. 9. Marteinn
biskup vekur upp nýandaðan svon
fátækra hjóna. 10. Marteinn
flæmir djöfulinn úr kúnni hjá
Treverisborg 11. Marteinn biskup
flæmir burt djöfla I skarfalíki. 12.
Andlát heilags Marteins.
tjr Musée de Cluny, Parls.
Farast af
sællifi sinu
No 21 er skemmtileg mynd úr
trúarlegri náttúrufræði frá þvi
um 1200. Sirena og sæfarendurog
I textanum stendur á þessa leið:
„Sírena jarteinir I fegurð radd-
ar sinnar (og) sæti krása þeirra
er menn hafa til sælu i heimi hér,
og gá þess eins og sofna svo frá
góðum verkum, en dýrið tekur
menn og fyrirfer þeim, þá er þeir
sofna af fagurri röddu. Svo farast
margir af sællífi sinu, ef það eitt
vilja gera I heimi hér”.
Bókin og myndir er I Arnasafni.
Reyndar var þetta aðeins eitt
blað, sem notað var I kornsáld, en
var „náð handa Árna Magnús-
syni”.
Klykkt er út með Mariu með
barnið no 25lþessari deild, ásamt
kynjadýri, er bruðningar heita.
Frá lokum 13. aldar.
Sýningin bezt
til endanna?
Næsta skref sýningarinnar er
FRA LOKUM 13. ALDAR TIL
SIÐASKIPTA — GOTNESKUR
STILL.
Þar byrjar nokkuð að halla
undan fæti. Viss væmni tekur við,
og maður fær það á tilfinninguna,
að sýningin sé bezt til endanna,
sem sé — fremst og aftast.
Þessi röð hefst á handriti af
sögu ólafs helga, teikningu.
Teikningin hefur fjarlægzt þetta
frumlega, kraftinn 1 þeim tvíbur-
um, Þór og Baldursheims — guði
og erlent táknmál, eins og rikis-
epli hefur tekið við, (epli vaxa
ekki á Islandi sem kunnugt er).
Þetta táknmál skilst ekki leng-
ur I Reykjavik a.m.k.
Síðan hillir aftur undir sól.
Postulínsklæðið frá Hrafnagili no
31. Þar kemur þessi viðkunnan-
legi, næstum barnslegi hugur
listamannsins til viðfangsefnisins
einnig til þín. Þetta skilja allir.
Sama er að segja um Húsavikur-
Krist þótt orningin á frelsaranum
sé eftir bókinni. Sama er að segja
um Ufsa-Krist, sem er íslenzkari
en flestir aðrir. Þessi Kristtýpa er
einnig hjá Jóni I Möðrudal, þótt
ekki sæi ég neitt eftir hann á sýn-
ingunni.
Friður sé með yður
— i einkaeign
Smáhlutur úr hvalbeini, ber
heitið Paxaspjald frá Stað i Stein-
grímsfirði. Slik spjöld eru fáein á
sýningunni.
Um þau er svipað að segja og
margt annað, að fullyrðing sker
úr um þjóðernið, ásamt við-
vaningsbrag, sem er innfluttur.
Það vekur athygli okkar, að
spjaldið er i einkaeign, sem er
fremur sjaldgæft með svo gamla
muni. Um þetta segir i sýningar-
skrá:
48. „Pax vobixcum”.
Hvalbeinsspjald, liklega svo-
nefnt paxspjald, sem kirkjugestir
kysstu á með ávarpinu Pax
Björn Th. Björnsson, listfræðing-
ur. Sat I sýningarnefnd.
vobiscum — Friður sé með yður.
A það er skorin krossfestingar-
mynd, ásamt Mariu og Jó-
hannesi, en umhverfis og jafnhár
myndunum er tvlstrikaður
rammi, skorinn úr sömu flögunni.
Skurðurinn er viðvangingsleg al-
múgasmið, en samt eru öll likindi
til að spjaldið sé frá lokum
kaþólsks siðar. Komið úr Hruna-
mannahreppi, en upprunastaður
ókunnur.
Einkaeign.
Grundarstólar
I númerum, fram á 16. öld, fer
landið að rlsa. Inni er viðféldið
hálfrökkur og munir og myndir
tendrast með ljóskösturum.Hin
vondu ljós hússins eru myrkvuð
og köld. Það er vitanlega óhugs-
andi að geta talið upp alla
skapaða hluti I vestursal Kjar-
valsstaða, og er það sjálfsagt
bezta umsögn þessarar greinar,
svo stórfenglegt er hér allt og vel
fyrir komið. Þó langar mig aðeins
til að minnast á fáeina hluti til
viðbótar, af þvi að þeir eru dálitið
frægir og teljast húsgögn, fremur
en myndir. Það er Grundarstóll-
inn, en handbragðið er óvenju
fágað og þar fer skurðlist saman
við glæsilega hannað húsgagn, en
lltið er um innlendan glaðning i
mublum, sem kunnugt er. Stóll-
inn er talinn vera frá 1550. Ef til
vill gætu húsgagnasmiðir okkar,
sem nú eru á höttunum eftir nýj-
um hugmyndum sér til hagsbóta,
fundið eitthvað sérislenzkt við
þennan stól og bróður hans úti i
Kaupmannahöfn, sem einnig er
sýndur hér með myndum. (no 59
og 69), en það er stóll Ara lög-'
manns.
Sama þyrfti að athuga I mynd-
vefnaði okkar, eða og handritum.
Píningarsagan kemur að visu illa
heim við margt, sem samtíman-
um viðkemur, en ef við leitum að
einhverju „sér-Islenzku” til að
grundvalla almenna vöruhönnun
á íslandi, þá má eins sækja hug-
myndir þangað, eins og I dönsk
„hasablöð”.
Frá siðaskiptum
til 17. aldar
Næst tekur við kafli FRA SIÐA-
SKIPTUM TIL 17. ALDARog þá
fer maður að segja minna, enda
ekki um úttekt að ræða.
Þarna eru útskornar vindskeið-
ar úr Múlakirkju i Aðaldal og
fleira. Mönnum er að fara fram I
handverki á Islandi, en aftur I
sálinni og sköpunarþunga.
Undantekning er þó útskorin
rúmfjöl frá Þingeyjarsýslu af
krossfestingunni og hún er að þvi
leyti til sérkennileg, að burstabær
er I baksýn, og Maria og Jó-
hannes eru sinn til hvorrar hand-
ar. Þessi mynd er með þeim
öfugu formerkjum, er alla gamla
Islenzka list einkenna, að þvi
minna, sem maðurinn kunni að
smíða, þvi áhrifameiri urðu
myndir hans. Fuglinn á no 97 er
svoleiðis lika.
Áhrif barokks og
rókókó á almúgalist
á 18. og 19. öld.
Þessi deild endar á Innreið
Krists I Jerúsalem.
Það fer strax að verða vanda-
samara að finna gripi, þegar
kemur fram á 18. og 19. öld.
Handbragðið fer batnandi en list-
in þverrandi. Þessi sér-islenzki
kraftur er horfinn fyrir tækni og
heimsmenníngu. Makalaus
undantekning er þó heilög kvöld-
máltið úr Þverárkirkju I Laxár-
dal.
Um hana segir I sýningarskrá:
Heiiög kvöldmálttð vors Herra
Jesú Krists. Altaristafla eftir
Hallgrim Jónsson bildhöggvara
og málara (1717-1785). Kristur og
postularnir sitja allir sömu megin
við dúkað borð meðkaleikog disk-
um á, nema Júdas einn, sem him-
ir með pyngju slna við borðend-
ann yzt til vinstri. Myndin er sögð
hafa verið I Þverárkirkju I
Laxárdal og er þvi sennilega ekki
máluð siðar en 1769, en það ár
fluttist Hallgrimur frá Haildórs-
stöðum að Ufsum I Svarfaðardal.
Úr Þjóðminjasafni tslands,
Vldalínssafni.
Þetta er hin viðfelldnasta
mynd, máluð, sem til er af þess-
ari kvöldmáltíð.
Listaverk sem
standa fyrir sinu
Það skal viðurkennt, að ekki
mun auðvelt að smala saman
myndlistarsögu frá landnámstlð
og setja upp á Kjarvalsstöðum.
Hvort Birni Th. Björnssyni og
þeim hinum hefur tekizt það skal
ósagt látið, en þeim hefur tekizt
að setja upp frambærilega og
ágæta sýningu á þessum munum.
Bæði hvað varðar val og fyrir-
komulag allt og þá ekki sizt lýs-
inguna, sem hjálpar mikið. Þetta.
hefði ekki þolað birtuna, sem boð-
ið er upp á i húsinu dags daglega.
Það kemur á daginn, að ekki
þarf neina sérstaka þjóðernis-
kennd, eða sögulega þekkingu til
þess að hafa mikla og sjaldgæfa
ánægju af þessari sýningu. Þetta
eru þvi listaverk, sem standa fyr-
ir sinu, án hjálpar frá stjórn-
málaviðburðum og þekkingar á
kirkjusögu. Þessi deild er þvi
myndlistarsýning og fyrir það
hljóta allir að þakka.
Eiga aðstandendur þvi mikla
þökk skilið fyrir þetta mikla
framlag til þjóðhátiðarinnar i til-
efni af 11 alda afmælinu. JG.
Um það bil, sem komið er, talið
Húsavikur — Kristur. Myndin er af róðukrossi úr Húsavlkurkirkju.
Sýning á vegum Listahátíðar
í Reykjavík með stuðningi
þjóðhátíðarnefndar »-------
r r
I UTILEGUNA
★ íslenzk tjöld
★ Frönsk tjöld ^
★ Vindsængur
★ islenzkir
svefnpokar
★ Belgískir
svefnpokar
★ Franskir
dúnsvefnpokt
★ Golfsett og
golfkúlur
HVERGI AAEIRA ÚRVAL
Ax Látið okkur aðstoða yður
Hvergi betra verð
S SPORT&4L
! ^HEEMMTORGi