Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 7. júli 1974 Sunnudagur 7. júlí 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þú skalt sýna þinum nánustu i dag, að þú sért maður fyrir þinn hátt. Það er alltaf verið að reyna að hafa vit fyrir þér, segja þér til og ráð- leggja þér, með móðgunartilburðum, ef ekki er eftir farið. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það getur veriö, að ýmis atriði, seu ekki eins ljós og skyldi i sambandi við sum mál, sem liggja fyrir núna, en engu að siður ættir þú að huga að tilboði, sem þú hefur fengið, jafnvel taka þvi. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Ef þér verður boðið með i eitthvert ferðalag I dag, ættir þú að hugsa þig vel um, jafnvel af- þakka það, en hæversklega, þvi að þetta er ekki þaö, sem þú átt aö stunda i dag. Það kemur upp á dagfnn. Nautið: (20. april-20. mai) Það gæti farið svo, að þú þyrftir að leita til vina þinna og kunningja i dag, og þá ættir þú að gera þér ljóst, hversu gott það er að eiga trausta og góða vini, þvi að þeir eru sannarlega ómetanleg- Tviburamerkið: (21. maí-20. júni) Það þýðir ekkert að vera að setja það fyrir sig, þó að veröldin sé ekki nákvæmlega eins og mað- ur vill hafa hana, — það gæti vel verið að þér tækist að hafa einhver áhrif i sterkum samtök- um, en eins og er svekkir þú bara sjálfan þig. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þú hefur veriö að brjóta heilann um eitthvað, sem þú ættir ekki að slá á frest að framkvæma. Það er alveg óþarfi að vera að láta kostnaðinn vaxa sér I augum, — og þú skalt ekki missa von- ina um feröalagið. Ljónið: (22. júli-23. ágúst) Þú skalt forðast allt ósæmi, hvar sem það kemur fyrir, og þaö er aldrei að vita nema einhver af- skipti af stjórnmálum kunni að veikja aöstööu þlna eða skemma álit þitt. Hafðu hægt um þig I dag. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þetta er svolítiö einkennilegur dagur, og þá einna mest fyrir einhvern kulda umhverfis þig. Að visu dregur úr honum meö kvöldinu, en engu að slöur setur hann svip sinn á þennan dag og kvöldiö. Vogin: (23. sept-22. oktj Það eru ýmsar blikur á lofti I dag, og það má vel búast viö sviptingum, sem gætu orðið alvarleg- ar, sérstaklega þegar llða fer á daginn, nema þú gætir þin alveg sérstaklega. Þess vegna skaltu fara varlega I dag. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú skalt búa þig undir alls konar sviptingar I dag og gæta þess að láta ekki koma þér úr jafnvægi. Það kunna að verða ýmsar breytingar á hög- um þlnum og jafnvel á þann hátt, sem þig grunar sizt. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Það má alveg eins búast við þvi, að hvildardag- ur verði þetta ekki, nema þá einna helzt fyrir hédegið, en engu að siður getur hann oröið skemmtilegur, þvi að hann er heldur hagstæður þrátt fyrir allt. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Þú ættir ekki að gera nokkurn skapaðan hlut til þess að draga úr mæðunni. Þú ættir bara að halda þig heima við, safna kröftum og slappa af. Þetta er nefnilega enginn átakadagur, en afskaplega góður til h Ildar. AUSTUR- FERÐiR Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — Gullfoss Um Selfoss — Skeiðaveg — Ilreppa — Gullfoss. Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Daglega frá BSÍ —- Sími 2-23-00 — Ólafur Ketilsson. Samfelldur skólatími í Reykjavík kostar 249 milljónir króna Nefnd, sem starfað hef- ur á vegum menntamála- ráðuneytisins og borgar- yfirvalda í Reykjavík skil- aði í apríl s.l. álitsgerð, sem fjallar um skipulag skólahalds í Reykjavík með tilliti til nýrra laga um skólakerfi og grunnskóla, og breyttra viðhorfa i þeim efnum. Menntamálaráðuneytið og borgaryfirvöld Reykja- víkur hafa ákveðið að fall- ast á meginatriði þeirra tillagna, sem fram koma r álitsgerðinni. Samkvæmt því mun verða gerð heildaráætlun um skóla- byggingar i Reykjavík, sem reistar verða af ríki og borg, og nái sú áætlun til grunnskóla, ásamt for- skóla fyrir 6 ára börn, og alls almenns framhalds- náms, þ.e. þess náms að loknum grunnskóla, sem námsefnislega og skipu- lagslega getur myndað samfellda heild. Miðað verður við, að nám að loknum grunnskóla sé skipulagt sem fjöl- brautakerfi. Annars vegar verði um að ræða fjöl- brautaskóla, sem byggðir verða sem slíkir f rá grunni og hins vegar samhæfing þeirra skóla, sem fyrir eru, og verkaskipting þeirra á milli á grundvelli f jölbrautakerf isins. Gerð hefur verið frumáætlun um skipulag og skólabyggingar i samræmi við framangreinda stefnumörkun og byggir sú frum- áætlun að öðru leyti á þeim forsendum sem hér eru raktar: I. Reykjavikurborg er skipt i 7 grunnskólasvæði, sem mynda siðan eitt eða fleiri skólasvæði fjölbrautaskóla, sem hvert um sig mun i öiium meginat- riðum ná yfir allar almennar námsbrautir framhaldsskóla- stigsins. Þó mun nokkur sam- vinna þeirra á milli vera nauðsynleg, svo sem i kennslu verklegra greina á sviði iðn- menntunar o.fl. II. Miðað er við, að skólar séu á næstu árum tvisettir nemend- um á forskólastigi og fyrstu 6 ár grunnskólans, en einsettir eftir það. Siðar er gert ráð fyrir, að einsett verði einnig i 4., 5. og 6 bekk grunnskólans. III. Gert er ráð fyrir, að skóla- dvöl nemenda verði samfelld og verði i þvi skyni komið upp aðstöðu til að nemendur geti neytt máltiðar I skólanum, byggt það kennsluhúsnæði fyrir almenna kennslu, kennslu I sérgreinum og sund- kennslu hagað á þann hátt, að svo megi verða. IV. Gert er ráð fyrir, að á hverju skólasvæði fyrir sig, verði af- notum af skólahúsnæði breytt sem nauðsyn krefurtil þess að það komi að sem beztum not- um og unnt sé að uppfylla þau skilyrði, sem að öðru leyti eru sett, með sem minnstum tilkostnaði. A það fyrst og fremst við eldri borgarsvæð- in, þar sem ibúum og nemend- um hefur fækkað verulega á undanförnum árum. Nýbyggingar verða þvl sam- kvæmt þessu, fyrst og fremst á þeim skólasvæðum þar sem mest skortir á skólahúsnæði i heild. í frumáætlun er gert ráð fyrir, að þeim framkvæmdum, sem nauðsynlegar eru til að ná hinum settu markmiðum, geti verið lok- ið um 1980. Menntamálaráðuneytið og Reykjavikurborg munu i samein- ingu vinna að framhaldi þessarar áætlunargerðar og leggja hana til grundvallar ákvarðana um fram- kvæmdir við skólabyggingar og áætlana um fjárveitingu, til þeirra. Nemendur fái matarpakka og mjólk I álits'gerð nefndarinnar, sem fjallaði um skipulag skólahalds i Reykjavik, er lagt til að nemend- ur neyti matarpakka og mjólkur i sérstökum matsal. Aætlaður kostnaður við slikar skólamáltlð- ir i barna- og gagnfræðaskólum Reykjavikur yfir skólaárið er 123 millj. kr. miðað við verðlag 1. jan. 1973. Aætlaður kostnaður við að börn og ungiingar fengju heitan rétt og mjólk er hins vegar mun meiri eða 271 millj. kr. Þriðji kosturinn er sá að börnin fengju matarpakka og mjólk, en neyttu i skólastofunum. Kostnaður við slikar máltiðir yrði 118 millj. kr. Þeim fylgdu hins vegar verulegir ókostir. Varzla yrði t.d. að vera i höndum kennara, og yrði það bæði dýrt, og sennilega óvinsælt af kennurum. Matsalur gæti einnig þjónað öðrum hlutverkum I skólanum, m.a. félagsstarfsemi. Nefndin bendir á að ekki væri ó- eðlilegt að opinberir aðilar greiddu þau laun, sem til falla við framleiðslu máltiðarinnar, þ.e laun við afgreiðslu og gæzlu, en foreldrar beri kostnað af máltlð- inni, þ.e. efni og vinnu við hana. Jafnframl yrði það val foreldra að nesta börn sin að heiman i stað kaupa á matarpakka I skólanum. Nýjar byggingar fyrir 139 milljónir Annar aðalkostnaðarþáttur við að koma á samfelldni i skóladegi nemenda er aukning húsnæðist til almennrar kennslu og sérgreina- kennslu, sérstaklega leikfimi- kennslu. Eftir þvi sem næst verður komist er fjárfestingar- þörf i öðru húsnæði en matsölum um 499 milljónir króna á grunn- skólastigi, sbr . fskj. II. Hluti af þessari fjárfestingu er vegna ófullgerðra bygginga og óhjákvæmilegur hvort sem stefnt er að samfelldni eða ekki. Þannig eru u.þ.b. 213 milljónir vegna leikfimisala við þá skóla, sem að- eins hafa einskiptan litinn sal eða alls engan Einnig er meðtal in fjárfestingiLangholtsskóla og Vogaskóla, vegna breytinga á starfsemi skólanna, að upphæð u.þ.b. 69milljónirkr. Þá er inni i tölum þessum áætluð fjárfesting vegna nýrra áfanga við skóla, sem eru á framkvæmdaáætlun i ár (Hliða-, Hvassaleitis- og Foss- vogsskóla) samtals 78 millj. kr. Mismunur sem ótvirætt er, að stafar af þvi að koma á sam- felldni i skólasókn, er þvi u.þ.b. 139 millj. kr. Sund kennt á námskeiðum Nefndin hefur athugað sérstak- lega hvernig sundnámi yrði fyrir komið með þeim hætti, að það ryfi ekki samfelldni i skóladvöl nem- enda. Ef sundnám á að vera á stundaskrá nemenda með sama eða svipuðum hætti og aðrar námsgreinar, verður óhjákvæmi- legt að byggja kennslulaugar við flesta skóla. Almenningssund- laugar myndu þá ekki nýtast til sundkennslu nema við þá skóla, lÍlÚTBOÐf Tilboð óskast i lagningu Reykjaæðar II, 3. áfanga, fyrir Ilitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri, gegn 5000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 17. júli kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.