Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 30

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 30
30 Tiiviir\i\ Sunnudagur 7. júll 1974 Hér heldur Edna á Steven I barnaherbergi fimmburanna fyrir hana að hætta hjá okkur”, segir Gene. „Kærastinn hennar var farinn að halda, aö hún vildi frekar vera með fimmburunum en honum”. Jeffery er sá, sem venjulega vekur þau fyrst með nfstandi öskri, en hann hefur til- hneigingu til magaverkja. Það er þvf fyrst skipt á honum, og hann fær einnig fyrsta pela dagsins, en alls þarf Edna aö gefa pela tutt- ugu sinnum á dag. Grænmeti, grautar og ávextir eru nú einnig á matseðli fimmburanna, en Stev- en, sem er þeirra stærstur, finnst það eiginlega enginn matur, nemahannfái pelann sinn. Ekki er látið meira eftir Catherine, sem er eina stúlkan, en drengjun- um. Bræðurnir eru ekkert sér- staklega hrifnir af systur sinni, og reyndar ekki heldur hver af öðr- um. Heppna stúlkan „Allir telja hana heppna, af þvi aö hún er eina stúlkan”, segir Edna. „Þeir eru vissir um að biðlar hennar muni aldrei valda henni neinum vandræðum.... ekki með alla þessa karlmenn, sem verja hana”. „Og aö alast upp i heimilislifi sem þessu, hlýtur að gera hana að mjög sjálfstæðri ungri konu”, bætir Gene við. Nathan er minnstur og langróleg- astur. „Hann er uppáhaldið mitt”, segir Gregory stóri bróöir, „eða það held ég. Hann hlær allt- af, þegar ég lit á hann, en grenjar ekki eins og Jeffery”. Gregory segist elska öll litlu systkinin sln, en það kemur fyrir að hann verð- ur þreyttur á þeim og fer þá til einhvers fulloröins og spyr: „Viltu kaupa þetta barn? Ég get alveg selt þér það!” Stundum leiðist honum aö vera stóri bróðir, og þá leikur hann lftið barn, sem vill láta vagga sér og leika við sig, enda er hann ekki nema sex ára. Stanek-hjónin leita nú að hús- hjálp, sem vill búa hjá þeim, en það veröur án efa erfitt fyrir þau að finna konu, sem er fús til að llta eftir fimmburum. „Við aug- CROWN -bílaviðtœkm eru longdrœg og örugg Verð er sem hér segir: Car-100 kr. 4.980.00 Car-200 kr. 5.700.00 Car-300 kr. 7.350.00 Skipholti 19. Sími 23800 Klapparstíg 26. Sími 19800 Sólheimum 35. Sími 21999 Akureyri. Sími 21630 Stanek og Peter'faöir hans koma meö barnamatinn heim. Þaö þarf ekkert smávegis i matinn handa fimmburunum. lýstum eftir konu, sem þætti mjög, mjög vænt um lltil börn”. Skattar eru annað vandamál. Gene, sem var vanur að vinna aukavinnu við að ganga frá skattamálum annars fólks, verð- ur nú að eyða miklum tlma I að sjá um sin eigin þetta árið. Skyndilegur frádráttur „Það er áreiðanlegt, að skatt- heimtan mun rannsaka mál okk- ar gaumgæfilega”, segir Gene. „Þeir munu án efa halda, að við séum aö reyna að svlkja undan skatti, þegar allt I einu er bætt viö fimm fjölskyldumeðlimum”. Yfirmaður Gene hefur verið mjög skilningsrlkur I sambandi viö fjölskylduaðstæður hans, en það getur nú llka verið vegna þess, að vinnuveitandinn á sautján börn sjálfur! „Og hann er alltaf að spyrja okkur, hvenær við eigum von á næsta barni!” segir Edna. Þó að fimmburarnir þarfnist ekki eins mikillar eftirtektar for- eldra sinna og þegar þeir voru minni, koma samt þeir timar, að Gene og Edna vita ekki hvernig þau eiga að snúa sér. Þegar loks- ins er búiö að koma slðasta barn- inu I rúmið á kvöldin, geta hinir dauðþreyttu foreldrar, sem bæði eru gefin fyrir góðan mat, setzt niöur og rætt saman I rólegheit- um yfir gómsætum kvöldverði og dreypt á heimabruggaða vlninu hans Gene. „Við gátum ekki slappað svona af I byrjun”, segir Gene. „Þegar Edna kom fyrst heim frá sjúkrahúsinu, stoppaöi slminn ekki. Flestir hringdu til að óska okkur til hamingju, en svo hringdu líka geðsjúklingar, sem llktu fimmburunum viö nýgotna hvolpa og annað állka brjálæðis- legt. Dultrúarfólk bauðst til aö hjálpa læknunum við aö halda börnunum hraustum. Og við fengum meira að segja bréf frá Hvlta húsinu, frá Nixon forseta, sém var mjög ánægjulegt, sér- staklega af þvl að viö kusum hann ekki”. Foreldrar skiptast á upplýsingum Edna og Gene eiga bréfaskipti við foreldra annarra fimmbura, eins og Kienasts-hjónin I New Jersey, sem eiga fjögurra ára gamla fimmbura, og Baer-fjöl- skylduna I Chicago, en þeirra börn eru nlu mánuðum eldri en Stanek-börnin. „Þau hafa sagt okkur heilmikið um, við hverju við megum búast”, segir Gene, „og hvatt okkur mikið”. Einu sinni fengu þeir, sem eignuðust fimmbura heilmikið af gjöfum alls staðar frá, en sú framkoma hefur breytzt. Edna og Gene verða að nurla saman öllu þvl sem þau geta, en þau fá samt föt og mat mikið til frítt frá stóru vöruhúsi. Kaþólskt dagblað stofn- aði til knattspyrnuleiks þar semá- góðinn var 1800 dollarar og var hann gefinn fimmburunum. For- eldrar Gene héldu dansleik I heimabæ sliium, og söfnuðust þar 2000 dollarar. Þetta er þó aðeins dropi I hafið, þvl að kostar mikið að ala upp eitt barn, hvað þá fimmbura. Traust hjónaband Hjónaband Stanek-hjónanna stendur á traustum grunni. Skýr- ingin er ef til vill fólgin i eftirfar- andi orðum Ednu: „Þótt ég skemmti mér vel og færi oft út með karlmönnum, var ég ekkert að flýta mér i hjónabandiö. En þegar ég hitti Gene I fyrsta sinn, hugsaði ég með sjálfri mér, að hann' yroi áreiðanlega góður heimilisfaðir. Ó já, ekki duttu mér fimmburar i hug þá!” (Lausl. þýttgb) Gregory reynir að skemmta John litla bróöur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.