Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. júli 1974 TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, simi 26500 — af- - greiðslusimi 12323 — auglýsingasinii 19523. Blaðaprent h.f. Verkefnið mikla Siðastliðinn sunnudag eða á kosningadaginn, birtist hér i blaðinu grein eftir Kristján Friðriks- son framkvæmdastjóra, sem hann kallaði ávarp til ungs fólks. Þar sem góð visa er aldrei of oft kveðin, þykir rétt að birta hér kafla úr þessu ávarpi Kristjáns: ,,Ef ég væri rikur af þeim auði, sem dýrastur er og ekki verður keyptur fyrir fé — en það er að eiga mörg ár ólifuð — að eiga lifið framundan. Ef ég væri rikur af þessum auði, sem þið, unga fólkið, eruð svo rik af, — þá get ég sagt ykkur, hvernig ég mundi verja honum: Ég mundi verja honum til að byggja upp framsóknarþjóðfélag á Islandi. Það er þjóðfélag hinna mörgu fjölbreytilegu tækifæra fyrir hina margbreytilegu einstaklinga til að lifa fjölbreytilegu og skemmtilegu lifi. Og það þýðir, að ég mundi berjast gegn auðvaldi, berjast gegn þvi, að innlent og erlent auðvald næði tökum á þjóð minni, gegn þvi að fáir rikir gætu deilt og drottnað. Og ég mundi berjast gegn sósialismanum, þar sem allt vald yfir mannlifinu lendir i höndum steinrunnins embættismannakerfis. Ég mundi kjós frelsið — en það er það sama og að kjósa framsóknarþjóðfélagið Þess vegna: Berjumst fyrir frelsikerfi fram- sóknar stefnu, fyrir virðingu fyrir einstak- lingnum, fyrir manngildisstefnu, fyrir mannlegri reisn — gegn ofbeldi ihalds og sisialisma. Gegn þvi, að maðurinn verði gerður að hráefni fyrir framleiðsluvélar hins ópersónulega valds, einka-auðvalds eða rikis-auðvalds. — fyrir þvi að fjármagnið og tæknin þjóni hinum frjálsa manni en hann gerist ekki þræll auðmagns og tækni — sem er afleiðing ihaldsþjóðfélagsins og sósialista-þjóðf élagsins ’ ’. Kristján vék þessu næst að rikjandi skólakerfi, sem hann taldi meingallað og bar fram kröfu um frjálsara menntakerfi, skemmtilegra og virkara skólakerfi. Að lokum sagði hann: „Verkefnin eru endalaus fyrir ykkur, þessa riku — þessa sem eigið lifið framundan — og það verður gaman að lifa. Það verður gaman að lifá fyrir ykkur — sem hafið svona skemmtileg verkefni framundan. Verkefnið mikla, að byggja upp framsóknarþjóð- félagið á íslandi”. Nixon og Brezjnef Þótt ekki næðist samkomulag um meiriháttar afvopnunarsamninga á nýloknum fundi þeirra Nixons forseta og Brezjnef flokksleiðtoga, er það tvimælalaust, að þessar viðræður hafa markað þýðingarmikil spor i áttina til öruggari friðar, sem byggist öðru fremur á batnandi sambúð risaveldanna. Það eyðir alltaf nokkrum mis- skilningi, þegar áhrifamiklir forustumenn hittast og jafnframt er þá oftast lagður grundvöllur að meiri árangri siðar. Samningar þeir, sem þeir Nixon og Brezjnef gerðu nú, munu stuðla að vaxandi samskiptum þjóða þeirra og er það eitt út af fyrir sig mikilsvert. Þá kann að skipta meira máli, að undirbúnir voru mikilvægir samningar um afvopnunarmál og fleira. Það er góðs viti, að þessir áhrifamiklu forustumenn ákváðu að hittast aftur á næsta ári Clayton Fritchey, New York Post: Árið 1974 mesta friðarár síðan 1945 Friðarhorfur betri en um langt skeið Nixon VERA má, að ekki sé enn runninn upp sá „mannsaldur friðar”, sem Nixon forseti segist keppa að og verður tið- rætt um. Hinu verður þó tæp- ast neitað, að árið 1974 sé frið- vænlegasta árið siðan að sið- ari heimsstyrjöldinni lauk. Sumir gagnrýnendur Nixons eru enn þeirrar skoðunar, að óheppilegt sé vegna Votugátt- armálsins að efna einmitt nú til leiðtogafundar i Moskvu með Brézjnév formanni Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna. Þegar höfð er hliðsjón af þvi, hve tiltölulega friðvæn- legt er i heiminum um þessar mundir, er naumast unnt að benda á hentugri tima til þess að reyna að þoka sambúðar- bótunum áfram, en takmörk- un vigbúnaðar er aðeins nokk- ur hluti þeirrar viðleitni. N(J er vopnaviðskiptum hætt I löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og ekki stendur yfir nein meiriháttar styrjöld i heiminum. Enn eru að visu uppi töluverðar skærur I Kambodiu og vopnahléið i Suður-Vietnam er ærið valt og skrykkjótt. Þetta eru þó fyrst og fremst staðbundnar erjur og sem betur fer standa risa- veldin þar ekki hvort and- spænis öðru, hvorki beint né óbeint, og heimsfriðinum er þviekki stefnt I voða. Af þess- um sökum er ástand mála og andrúmsloft allt eins hagstætt og við getum vænzt að það verði I fyrirsjáanlegri fram- tið. Þeir Nixon forseti og Henry Kissinger utanrikisráðherra hétu ekki neinum kraftaverk- um I Moskvu að þessu sinni. Þaö hefir Brézjnév flokksleið- togi heldur ekki gert. Engu að slöurer giid ástæða til að ætla, að báðir aðilar að leiðtoga- fundinum séu i raun fúsir að þoka áleiðis þeim sambúðar- bótum, sem hófust með fundi þeirra Nixons og Brézjnévs i Moskvu árið 1972. Hvaða ástæða er þá til að gera sem minnst úr væntan- legum árangri viðleitninnar að þessu sinni? Hvi skyldum við ekki biða við og sjá, hverju fram vindur, jafnvel þó að sýnilegur árangur kunni að dragast nokkuð á langinn, en vona eigi að siður hið bezta og vinna að þvi? Hvernig getur James Buck- ley, hinn ihaldssami öldunga- deildarþingmaður Republik- anaflokksins frá New York, vitað með vissu, að ferðin til Moskvu að þessu sinni sé „ferð án fyrirheits”. Hvernig geta starfsmenn The Wall Street Journal vitað upp á hár, að „ekkert umtalsvert sam- komulag um vigbúnað” sé „innan seilingar að svo stöddu?” Hvernig getur rúss- neski andspyrnuleiðtoginn Alexander Solzhenitsyn rit- höfundur vitað fyrir vist, að Nixon forseti búi „ekki yfir nægilegum styrk til þess að geta gert kröfu til öruggs valds á væntanlegum samningum”? Varla getur talizt vafi á, að Votugáttarmálið hefir stór- lega hamlað forustu Nixons forseta I stjórnmálunum inn- anlands. En ekkert bendir til, að þeir Nixon og Kissinger utanrikisráðherra hafi glataö hæfni sinni og færni á alþjóða- vettvangi. Þvi fer viðsfjarri. Vopnahléið i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins sýnir einmitt svart á hvitu, að rikis- stjórn Bandarikjanna fylgir sigurstranglegri stefnu og nær árangri á alþjóðavettvangi. VERA má, að þeir Nixon og Kissinger dragi engar feitar kaninur upp úr höttum sinum i Moskvu að þessu sinni. En hinu verður naumast and- mælt, að nú er einmitt rétti timinn til að leggja grunninn aö frekari framvindu þeirra sambúðarbóta, sem þegar hefir lagt af mörkum drjúgan skerf til þess tiltölulega frið- vænlega ástands, sem almennt rikir árið 1974. Kiss- inger hefir á réttu að standa þegar hann segir, að markmið ieiðtogafundarins að þessu sinni sé ,,að halda uppi við- ræðum, hafa hemil á kjarn- orkuvopnaeinbeitingunni og greiða götu jákvæðs frum- kvæðis að friðvænlegu ástandi i heiminum.” Þetta er raunar alls ekki svo litið og ekkert mælir gegn þvi, að nokkuð verði ágengt. Fari hins vegar svo, að and- stæðingum sambúðarbótanna takist að koma þeim fyrir kattarnef og upphefja kalda- striöið að nýju, getur vissu- lega orðið sú raunin á, að ærið vatn renni til sjávar áður en almennt ástand verður aftur jafn hagfellt ástundun og efl- ingu friðvænlegrar sambúðar og það er nú. TÆKIFÆRIÐ, sem einmitt nú blasir við, er miklu betra og hagfelldara en almenning- ur gerir sér grein fyrir. Siðan að kaldastriðið hófst fyrir rúmum aldarfjórðungi hefir óslitin röð átaka og árekstra jafnan ógnað heimsástandinu, og Bandariki Norður-Ameriku hafa jafnan verið við erjurnar riðin á einn eða annan hátt þar til einmitt nú. A árunum fyrir 1950 stóð yfir flutningabannið til Berlinar, borgarstyrjöldin i Kina, fyrsta styrjöld Araba og tsraelsmanna geisaði, kommúnistar hrifsuðu völdin i Tékkóslóvakiu og árekstrar Tyrkja og Grikkja voru ugg- vænlegir. A árunum 1950-1953 var Kóreustyrjöldin efst á blaði, en i kjölfar hennar kom ósigur Frakka i Indókina árið 1954. Arið 1955 og 1956 mögn- uðust árekstrar i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og lauk með nýrri styrjöld milli Araba og tsraelsmanna, og öll stórveldin áttu þar hlut að máli áður en yfir lauk. UM miðbik sjötta áratugs- ins kom einnig til blóðugra uppreisna i Ungverjalandi, Póllandi og Austur-Þýzka- landi. Þá sendu Bandarikja- menn hersveitir opinberlega til Libanon og ánetjuðust sam- timis i leyni i striðinu i Viet- nam. Þá náði styrjöld Frakka 1 Alsir einnig hámarki. Aratugurinn 1960-1970 var jafnvel enn verri að þessu leyti. Þá geisaði styrjöldin i Kongó, innrásin við Svinaflóa var gerð, alvarlegar viðsjár urðu út af eldflaugunum á Kúbu, Berlinarmúrinn var reistur, Indverjar lentu i átök- um bæði við Kinverja og Pakistani, strið skall á i lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafsins árið 1967 og siðast en ekki sizt hófu Bandarikja- menn yfirlýst hernaðaraf- skipti i Vietnam og þeim linnti ekki fyrri en árið 1973. ATTUNDI áratugurinn hófst einnig á ófriðvænlegu ástandi. Við sjálft lá, að styrjöldin i Vietnam ylli árekstrum Bandarikjamanna bæði við Rússa og Kinverja og styrjöldin i Bangladesh geis- aði. Þá skall á fjórða styrjöld Araba og Israelsmanna i október i fyrra og erjur Rússa og Kinverja á landamærunum ágerðust, en þær virðast nú heldur i rénum. Nú eykur aftur vongleði að kyrrt er viöast hvar um heim og von- andi verður svo fyrst um sinn. Þannig vill til, að andrúms- loftið innan Kremlarmúranna virðist viðlika kyrrt og frið- vænlegt og utan þeirra eins og sakir standa. Brézjnév lýsti yfir nokkrum dögum áður en Nixon forseti var væntanlegur til Moskvu, að gagnrýnendur bættrar sambúðar héldu samninga um takmörkun vig- búnaðar afar áhættusama. En hann bætti við: „1 raun og veru er þó miklu meiri áhætta i þvi fólgin að halda áfram skefjalausri söfnun vigvéla”. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.