Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 21
20 , TÍMINN Sunnudagur 7. júli 1974 Sunnudagdr 7. júli 1974 TÍMINN 21 um Hall Caine. Riöum viö á þing snemma um morguninn og var þá fjöldi fólks aö drifa aö úr öllum áttum, til Tynwold. Munum ver nú litast þar um, áöur en á þing er gengiö. Tynwold er sama orö og Þingvöllur, sem er brúkaö um hól, sem stendur á vellinum og er lögberg þeirra Manarbúa. Ég kom tvivegis á þingstaöinn og var mér sagt, aö hóllinn væri oft kallaöur „the law mountain” (lagafjalliö eöa lögberg), en völl- urinn Tynwold. A.Th. Þingmenn neöri deildar Manarþings (The House of Keys) eru goðarnir sem skipa lögréttu. Var hún áður I heiönu hofi en nú sitja þeir, tvær tylftir manna (á öxarárþingi voru fjórar tylftir manna i lög- rettunni) i kórnum i St. John’s Chapel. Úr hofi þessu ganga þeir hátíöisgöngu til lögbergs og er þaö lögbergsgangan eða dómaút- færslan á öxarárþingi. Virðist þetta allt vera meö sama sniöi og var við Öxará. 1 fararbroddi gengu jarl (governor) og biskup, þá tveir deemsters (dómstjórar) og eru þeir lögsögumenn. Vikur þvi svo við, aö I fyrndinni voru tvö þing á Mön og sinn lögsögumað- urinn i hvoru. Var þeim svo steypt saman, en lögsögumenn haföir tveir eftir, sem áður. Þá gengur næst efri deild (The Council) og siðan neðri deild”. .....geymdu i minni öll Manarlög.” „Þegar viö Caine komum á Þingvöll voru þar fyrir margar þúsundir manna. Var þar reist tjald viö tjaid, en fánar blöktu viö. Mikill ys var og þys milli búð- anna, og þótti mér um stund sem alþingi hiö forna væri risið upp úr gröf sinni, þó ekki bæri á hinum dýrlegu furöuverkum, sem náttúran hefir reist við öxará. Manarþing er jafngamalt alþingi Þaö var stofnaö á dögum Orry (Orra) konungs á 10. öld. Merki- legt má þaö heita, aö lögsögu- menn (deemsters) geymdu I minni sinu öll Manarlög og rituöu ekki einn lagastaf fyrr en á 15. öld.Likt var hjá oss Islendingum til hér um bil 1120, en Manarbúar héldu lengur en vér fornum venj- um. Lögin voru kölluö „breast- laws”, brjóstlög, meðan þau voru órituö og geymd i brjósti lögsögu- mannsins.” Lög, sem varða Mön, eru lesin upp á lögbergi enn i dag, bæði á ensku og máli eyjarskeggja, Manx, sem er keltneskt mál og skylt irsku og taka slik lög ekki gildi fyrr en þau hafa verib lesin upp á þingi og undirrituö af jarlinum (governor eöa lands- höfðingjanum). „Engir hafa sæti á lögbergi nema jarl og biskup. Lögsögu- menn standa þar uppi og les hinn eldri þeirra upp lög þau, sem stjórnin hefir samþykkt, og frum- vörp þau, sem leggja á fyrir þing- iö, hátt og skýrt, á enska tungu i heyranda hljóði. Siðan les sýslu- maður hins elzta skeiðarþings, allt hiö sama á Manarmállýzku. Að þessu loknu er gengið aftur til kirkju og sitja þingmenn i kór og hefja umræöur. Og þar eru lögin undirrituð. Þinghúsið sjálft er i Douglas, I þrettán kilómetra fjar- lægö.” „Bý ég nú við sorg og sút, seld er Mön og rúin —” „A 18. öld voru tollar á Mön langtum lægri. en á Englandi. Lentu skip þar þúsundum saman til aö afferma vörur og stálust Manarbúar svo með þær i myrkri til Englands og græddu stórfé. Er mælt, að Englendingar hafi beðið milljóna tjón á þessum tollsvik- um. Þoldu þeir lengi mátið, en svo kom, að hertoginn af Athole, sem þá (1765) var Manarkonung- ur, — sá sér ekki annað fært en að selja konungdæmið fyrir fé (á fyrrnefndu ári). Eyjarskeggjar kæröu sig kollótta um hertogann og konungsnafnið, en illt þótti þeim að missa shillingana og brennivinssopann. Var þá þetta kveðið: There’s never an old wife that loves a dram, but will lament for the Isleof Man. Bý ég einn giö sorg og sút, seld er Mön og rúin, tært er vatn á konungs kút, kátinan er flúin. Þeir héldu áfram að stelast meö vörur til Englands, Skot- lands og Irlands, en nú varþað mesta hættuferð, þvi verðir voru á hafðir. Þó eru menn enn á lifi (1895), sem skotizt hafa i ung- dæmi sinu með brennivinstunnu og miklast þeir af, karlfauskarn- ir”. Þola ekki „órétt eða ó- lög”. Sagt er, að landshöfðingjar á Mön fari ávallt gætilega i öllum skiptum við Manarbúa, þjóð- erniskennd þeirra er sterk og þeir vilja ei þola órétt eða ólög. Þess vegna ráða þeir málum sinum enn I dag (en leggja ákveöinn hluta þjóðartekna sinna til þeirra mála, er Bretar fara með, utanrikismála, hermála o.s.frv.) Jón Stefánsson, segir frá atviki frá 18. öld, sem er gott dæmi um þaö, að Manarbúar eru ódeigir, sé reynt að knýja þá til að fallast á það, sem þeir vilja eigi þola, og þó jarlinn hefði herlið á þingstað, þorði hann ekki að beita þvi, og höfðu Manar-búar sitt fram. „Enskir lagamenn segja, að ensk lög afgreidd á Lundúna- þingi, hafi gildi á Mön ef þingið skýtur inn nafninu „Isle of Man”, en lagamenn Manar neita þvi. Eyjarskeggjar þola engin lög, er þeim geðjast illa að, og hafa stundum látið kenna á þvi. Fyrir nokkrum árum, (fyrir eða um 1890) voru lesin upp lög á lög- bergi, sem sjómönnum Manar mislikaði. Gerðu þeir mikil hróp að lögbergi og lýstu yfir af hálfu þingheims að aldrei mundu þeir hlýða þeim lögum, sem nú voru upp lesin. Ætluðu þeir slikt vera ólög, en ekki lög. Sá jarl sér ekki annað fært þótt herlið væri til taks, en að láta undan eyjar- skeggjum, þvi að þeir höfðu allir vopnazt”. Og dr. Jón bætir við: Þótt Eng- lendingum þetta drengilegt bragð og létu lögin niður falla, eins og þeirra var von og visa. Margir urðu til þess að „gera garðinn frægan”. Á fyrrnefndum tima eða nokkru fyrir aldamót, var Mön löngu orð- in kunn sem sumardvalarstaður, og vafalaust mun það hafa átt sinn þátt i þvi, að heimsfrægir menn gistu eyna, dvöldu þar langdvölum, og var einn þeirra skozka ljóðskáldið og skáld- sagnahöfundurinn heimsfrægi, Sir Walter Scott (1771-1832). Gerist ein skáldsaga hans á eynni. Brezki stjórnmálamaður- inn Gladstone dvaldist þar einnig. Og nefni ég þessa tvo heimsfrægu menn, en nöfn þeirra eru þjóðinni vafalaust kunnast um, af mörgum, er nefna mætti. Og þvi fleiri sem komu, þvi meira var fegurð eyjarinnar rómuð. Og fyrir aldamót slðustu var svo komið, að til eyjarinnar komu á annað hundrað þúsund sumar- gestir árlega. Hall Caine verður að sjálfsögðu einnig að nefna, vin og velgerðar- mann Jóns Stefánssonar en hann var óneitanlega viðkunnur höfundur á slnum tima. Jón bar á hann hið mesta lof og vafalaust á hann það lof skilið, að hann hafi vakið mikla athygli á Mön með skáldsögum sinum, en þrjár þeirra gerast á eyjunni. Ein skáldsagna hans gerist að nokkru á tslandi (Sagan mun gerast bæði á íslandi og Mön og nefnist á is- lenzku Glataði sonurinn. Ég man, að á hana var minnzt i blöðum hér á slnum tima, og þótt hún vera með reyfarabrag, en ég hef ekki lesiö hana, og get þvi ekkert sagt um hve mikið var þau ummæli aö marka). Leikrit samdi hann upp úr sumum skáldsagna hans, m.a. leikritið John Storm, sem Leikfélag Reykjavikur lék, og fóru þau með aðalhlutverk Guðrún Indriðadóttir og Jens B. Waage, og er leikur þeirra enn ljóslifandi i minningunni. J. St. var sannfærður um langlifi frægðar Hall Caine, en ef til vill hefur það haft einhver áhrif, aö Caine mun hafa reynzt honum ákaflega vel. Hann fæddist 1853 og dó 1931. Fullu nafni hét hann Sir Thomas Henry Hall Caine. Ungur stundaði hann skólanám á Mön, dvaldist þar oft, og bjó þar seinustu æviár sin. Fyrstu ibúar Manar Fyrstu ibúar Manar voru stein- aldarmenn. Þá var Mön hluti mikillar hásléttu (Vestur- Evrópa). Fundizt hafa leifar á jörðu á eyjunni, sem sanna þá skoðun. Talið er, að á isöld hafi Mön fengið að meira eða minna leyti þá lögun sem hún hefir enn i dag. Þegar jökulhellur norðursins skriðu fram og muldu i urð fjöll, hæðir hamra, öldum saman,en á lokaskeiðinu bráðnuðu jökulhell- urnar og þá mótuðust að nýju, og fáguðust fjöll og hæðir, en Rushen-kastali Axel Thorsteinsson milljónir lesta af grjóti, sem mul- izt höfðu mjölinu smærra, mynd- uðu jarðveg og sköpuðust þannig gróðurskilyrði eða þegar að lok- inni isöld flæddi sjór inn yfir allt láglendi, og innan tiðar, er jafn- vægi komst á, fór að votta fyrir gróðurlifi. Og er enn liðu stundir fram þegar loftslag var farið að mildast, var fullgerð þessi fjöll- ótta perla trlandshafs, vogskorin, með dölum og giljum. Og fyrir um 5000 árum dró hlýnandi lofts- lag nýja þjóð til landsins, Pikta. Forfeður þeirra komu að likind- um frá Frakklandi og Spáni til tr- lands, og er liklegt talið að Piktar þeir, sem settust aö á Mön, hafi komið þangað frá Irlandi. Meðal þeirra voru reyndir hjarðmenn og bændur og afburða hagleiks- menn. Fornleifar, sem fundust á nokkrum stöðum, hafa staðfest þetta. Þannig fundust við upp- gröft 1943 nálægt Ronaldsway jarðneskar leifar bónda, sem virðist hafa verið vel efnum bú- inn, eftir munum þeim að dæma, sem þarna fundust. Koma Kelta Um 300 fyrir Krists burð yfir- gáfu Keltar á meginlandinu heimalönd sin og héldu vestur á bóginn og tóku sér bólfestu á Bretlandi, og Irlandi og sumir settust að á Mön. Þeir tóku land við Ronaldsway og Ramsey (Hrafnsey, Rafnseyri (J. St.) ). Voru þeir betur vopnum búnir en Piktar, sigruöu þá auðveldlega, felldu eða hröktu til fjalla, og lögðu undir sig býli þeirra á lág- lendinu. Fáar eru minjar á Mön um Kelta og ekkert bendir til,að menning hjá þeim þar hafi komizt á eins hátt stig og hjá Keltum, er settust að á Bretlandi. Mestar fornleifar frá þeim tima, er Kelt- ar voru á Mön, komu I ljós við uppgröft nálægt Ballakaighen, við Castletown, á suðurströnd eyjarinnar. Fundust þar leifar margra húsa, og var hið stærsta þeirra hringlaga, byggt af timbri, bg var þvermál þess yfir 27 metr- ar. Frá vfkingahátiðinni I Peel. Danskeppni I Hallardanssalnum i Douglas (á Manx-hátið) A timanum frá innrás Kelta á Mön til brottfarar Róverja frá Bretlandi árið 410 er ekkert vitað um sögu Manar og Ibúa hennar. Það var timi dularfullrar einangrunar. Fyrsta kirkjan Langur timi leið frá þeim tima, er kristniboðar fóru fyrst að leggja leið sina til Manar, þar til kirkja var reist þar, en það var einhvern tima á fimmtu öld, og reistu hana munkar, lærisveinar Patreks helga á eyju, sem þeir kenndu við hinn helga mann, og kölluð St. Patrick’s Isle, og var kirkjan honum helguð. Það var ekki fyrr en á vikingatimanum svo nefnda sem fyrsta tilraun var gerð til þess að skrá sögu Manar- konunga, og kirkjulifs. Hana byrjaði ábótinn af Rushen 1188, og nefnist hún „Chronica Regum Manaiac et Insularium” (Man- arkonungasögur og eyjanna), og var þvi haldið áfram til ársins 1316, er klaustrið var lagt i rústir i árás. Þetta handrit er nú eign British Museumi Lundúnum. Þar segir að Inis Patrick eða St. Patricks Isle hafi verið höfuðstöð Manx-kirkjunnar, og St. German fyrsti biskup á eyjunni. Koma vikinga Vikingar réðust fyrst á Mön ár- ið 798, rændu og rupluðu, drápu fólk og skildu eftir brunarústir þar sem áður bjó friðsamt fólk, sem gat litilli eða engri vörn við komið. Landnám vikinga á Mön átti sér stað 850-900 og komust yfirráð á eyjunni þá i hendur norrænna konunga i Dyflinni. Haraldur Noregskonungur hertók „Vestureyjarnar” (Western Isles), Skye, Mull og Islay, og þar næst Mön og stofnaði konung- dæmið „Suðureyjar og Mön”. Biskupstitillinn „The Bishop of Sodor and Mann” —enn við lýði, minnir á þetta. Það yrði of langt mál, að rekja i dagblaðapistlum söguna þann tima, sem Mön var undir yfirráðum norskra konunga (855-1266), en þá komst hún undir skozk yfirráð, og var það þar til hún komst undir ensku krúnuna (1765), eða helztu viðburði ald- anna, sem komu i kjölfar vikinga- tímans, en allt er þetta mikil saga, — örlagarikra atburða og átaka milli Skota og Englendinga — og baráttusaga litillar eyþjóðar fyrir sinu norræna ætterni af órofa tryggð við hið bezta i þeirri arfleifð, sem hún enn ber svipmót af, en hér læt ég staðar numið, og er þá efst i huga mér sú hugsun, hvort það sé ekki nærri einsdæmi, að smáþjóð á litilii eyju, eigi jafn Frh. á bls. 26 HOTOR TOURS DAILY ROUND THE ISLAND Næsta fáorð lýsing á Islands- söguágripi kveikti neistann — þann vonarneista, að einhvern tima myndi ég trland augum lita. Þaö var lýsingin á þvi, að hér heföu Irskir menn verið fyrir, er Island fannst og byggðist af Nor- egi. Þetta var á barnaskólaárun- um sem að líkum lætur. Og svo ól ég mina drauma um þetta, óljóst i fyrstu, en þeir hurfu mér aldrei. Loks rættust þeir. Ærið löng var sú bið, þvi að ég var kominn á sjötugs aldur, er þeir rættust. Um fyrstu ferð mina til trlands skrifaði ég ferðapistla, sem komu út i bókarformi („Eyjan græna, 1957), en margar komu i kjölfar- ið, þvi að trlandsferðirnar urðu fleiri. Rek ég þetta ekki nánara. En ég fór snemma að ala annan draum, sem var nátengdur hin- um, og samófst honum að lokum. Og það var einnig bið. Enn lengri, en það átti lika fyrir mér að liggja, að sjá hann rætast. Það var draumur um að lita Mön aug- um, eyjuna fögru á miðju tr- landshafi. Einnig sá draumur var tengdur fornri sögu, og ekki spillti það ánægjunni, er hann loks rætt- ist að geta dvalizt þar siðsumars nokkra yndislega sólardaga, en það er mál margra, að Mön sé svo vinsæll sumardvalarstaður feg- urðar og kyrrðar vegna, að jafn- vel hin fagra Wighteyja (Isle of Wight) skammt undan suður- strönd Englands hafi vart sama aðdráttarafl og Mön — og er þetta sagt eingöngu með tilliti til sum- ardvalarskilyrða, — ekki með til- liti til fornrar sögu. Draumurinn rættist i septem- ber i hitt eð fyrra (1972). Ég var þá staddur I Glasgow i sumar- leyfi, og heimför ákveðin innan hálfs mánaðar, og i rauninni var áform mitt, að skreppa til Norð- ur-lrlands, til þess að heimsækja vinafólk. Ég var þarna i Glasgow með vinafólki að heiman 3-4 daga, og var það nú i þann veginn að leggja af stað heim. Veður var hið bezta þessa* daga. Og Mön var lika ofarlega i huganum. Og brátt komst engin önnur hugsun að en þessi: Nú hefirðu tækifærið. Nú geturðu látið drauminn rætast. Hver veit, nema áframhald verði á þvi, að hver sólskinsdagurinn komi af öðrum... Og ég lét slag standa, frestaði trlandsferðinni, og var kominn til Manar á skemmri tima loftleiðis en það tekur, að fljúga frá Reykjavik norður á Akureyri. Og er þar skemmst frá að segja, að ég var um kyrrt rúma viku á Mön. A hverjum degi skein sól — allan liðlangan daginn. Og það var hlýtt af sólu, þótt liði að septem- berlokum. En hverfum nú i bili nokkra áratugi aftur i timann, nánara tiltekið til siðari hluta fyrsta tugs aldarinnar, en það var þá — eða nokkru áður en ég fermdist (1909), sem ég las fyrst einkar fróðlega og skemmtilega grein um Mön, svo skemmtilega, að það hefir aldrei gleymzt Það var grein hins kunna og mæta íslend- ings, dr. Jóns Stefánssonar, Alþingi hið forna á Mön (Eimreiðin 1896), sem ég þá rakst á og las af áhuga, og vist átti hún sinn mikla þátt I, að ekki fölnaði draumurinn. Er þar margt i fullu gildi, enn i dag, þótt ferð J. St. væri farin fyrir nær áttatiu árum eða 1895. Leyfi ég mér að vikja nánara að sumu, sem greinin fjallar um, bæði vegna þess hve skemmtileg frásögnin er, en auk þess finnst mér vel til fallið, að gefa blaðalesendum einmitt nú nokkra hugmynd um hana, en Eimreiðin gamla er vist býsna sjaldséðorðin, og i tilvitnunum er auk þess ýmis fróðleikur, sem mér er hugstætt að þeir, sem hafa — eða kynnu að fá — áhuga á Mön, sjái, eins og Jón Stefánsson miðlaöi honum. Haraldur hárfagri lagði Mön undir sig „Úr miðju Irlandshafi milli ír- lands, Englands og Skotlands ris Mön (á keltnesku Mann) úr sæ Hún er oft nefnd i sögum vorum. Haraldur hárfagri lagði hana undir sig og rikti lengi siðar konungar á eynni, af norrænum ættum. Njálssynir börðust við Guðröð konung úr Mön. En ég ætla mér ekki að segja sögu Man- ar. Ég ætla að segja frá alþingi Manarbúa, sem enn i dag er haldið á likan hátt og i fornöld hjá oss á Þingvöllum undir lögbergi hinu helga og i námunda við það”. Manarþing kemur saman 5. júli ár hvert enn i dagog hinar fornu venjur, sem dr. Jón lýsir nánara hér á eftir, eru enn i heiöri haldn- ar. (Leturbr. minar. — A.Th.). „Ég var staddur á Mön 5. júli 1895, þann dag, er þing var sett. Gisti ég hjá skáldsöguhöfundin- POINT OF AVRC Axel Thorsteinsson: niarbyl PORT ERIN o CAUK OF MA'N' RAMSEY LAXEY DOUGLAS Map of Motor Coach Tour Round the Island————— T.T. Course ______

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.