Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur 7. júli 1974 TÍMINN 29 Þvillkur dagur! Gene og Edna eru kaþólsk, og konur, sem eru meðlimir safnað- arins, svo og nágrannákonur, koma á morgnana fjórar eða fimm i einu til þess að hjálpa til. í dagstofunni er verið að mata Nathan, leika við Jeffrey og vagga John i svefn. t barnaher- berginu er verið að skipta á Catherine, og Edna er i eldhúsinu aö smyrja brauð handa Gregory með annarri hendi, en er með Steven á hinum handleggnum. Þegar á daginn liður, kemur ný vakt hjálparkvenna. Gregory fer i bilaleik, á meðan móðir hans byrjar að útbúa kvöldverðinn. En aldrei er friður, alltaf þarf að sinna einhverju af börnunum, gæla við þau, skipta á þeim, gefa þeim pela og koma þeim I rúmið aftur. Á kvöldin taka ein eða tvær skátastúlkur við af eldri konun- um, sem þurfa að fara og sinna slnum eigin heimilum. Jafnvel viö kvöldverðarborðið fá Stanek- hjónin engan frið. í hvert sinn sem þau setjast til borðs, þarf venjulega annað þeirra, — oftast bæði — að rjúka á fætur til að sinna einhverju barnanna, og sitja þau þvi oftast við matar- borðiö með sitt hvort barnið á handleggnum. „Við verum að veröa jafnvig á báðar hendur”, segir Edna. Um klukkan tiu á kvöldin leysir nætur-barnfóstran þau af, og þá geta þau farið að sofa, — svefni sem er þó æði oft truflaður, þegar tvö, þrjú eða öll börnin vakna i einu. En annríki Stanek-hjónanna minnkar, eftir þvi sem mánuðirn- ir liða, og i siðustu ferð þeirra til læknisins meö fimmburana sagði hann að börnin hefðu stækkað verulega, og væru þau öll hreyst- in uppmáluð. Mánaðarlegar læknisskoðanir Fimmburarnir koma á stofu James Strains læknis i tveim bil- um, hlöðnum pelum, bleium og handklæðum. Þrir nágrannar eru með I förinni, einn til að aka öðr- um bilnum, og tveir til að aðstoða við að bera börnin. Inni á stofu Strains læknis eru fimmburarnir háttaðir, áður en hjúkrunarkona skrifar niður þyngd þeirra, lengd og fleira. Það tekur siðan lækninn um tvær klukkustundir að skoða augu þeirra, háls og eyru og hlusta þau. Matarlyst fimmbur- anna er mjög góð, og þeir stækka þvi ört. John, Stefen, Catherine, Nathan og Jeffrey, vógu við fæð- ingu sex til átta merkur, en nú, þegar þau eru átta mánaða hafa þau öll þyngzt mikið. Yfirleitt er heilsa þeirra mjög góð. Catherine 1 læknisskoðun hjá James Strain lækni. Frú Stanek fylgist með. Frá vinstri eru Steven, Nathan, Jcffrey, John, Catherine. er þó með hósta, Steven er með snert af kvefi, og Jeffery með svolitla hálsbólgu. Edna hlustar þvi með eftirtekt á ráðleggingar læknisins um meðul þau sem börnin eiga að fá. Læknirinn segir Ednu, hvers hún megi vænta á næstu vikum. Þótt fimmburarnir fari ekki að ganga strax, verða þeir sjálfstæðari með hverjum deginum sem Hður, þeir eru að byrja að skriða og kynnast heim- inum fyrir utan faðm móður sinn- ar. „Þau eru farin að teygja sig eftir öllum hlutum”, segir Edna stolt, „og eru farin að hrifsa leik- föngin hvert af öðru”. Eftir að börnin hafa verið bólusett, en það framkallar öskur hjá hverju þeirra fyrir sig, lýkur Strain læknir skoðun sinni fyrir þennan mánuðinn. Hér fylgist Gregory með, þegar börnunum eru gefnir pelar, en minnir um leið á að hann er ekki slður þýðingarmikill fjölskyldumeðlimur. Frjósemislyf Fimmburarnir eru ekki aldeilis ókunnugir heimi lyfjanna — þeir eru raunverulega framleiðsla þeirra. Gene og Edna ákváðu að eignast eitt barn i viðbót, helzt systur fyrir Gregory. Þegar Ednu tókst ekki að verða barnshafandi, ráðlögðu læknar henni frjósemis- lyf. Pergonal var lyfið, sem end- anlega fjölgaði Stanel-fjölskyld- unni svo að um munaði. „Kven- sjúkdómalæknirinn minn hafði gefið mér frjósemislyf áður”, segir Edna, „en þau geröu ekkert gagn, svo við héldum, að þetta lyf myndi ekki verka heldur. Jafnvel þótt við vissum, að 30% likur væru á að fleira en eitt barn fædd- ist, þá var okkur sagt að I flestum tilfellum væru það tviburar, og þaö fannst okkur allt i lagiEn Edna eignaðist ekki tvibura, heldur sexbura! Þeir fæddust sjö vikum fyrir timann, og hefðu jafnvel fæðzt fyrr, sem hefði orðið hættulegt, en aðferðin, sem notuð var til að seinka fæðingu þeirra og aftra samdrætti, var mjög ó- venjuleg, svo ekki sé meira sagt: Það var vodkadrykkja! „Ég hafði alltaf vodkaflösku á náttborð- inu”, segir Edna, „og læknirinn sagði mér að fá mér glas af vodka, i hvert skipti sem mér fannst aö hriöirnar væru aö byrja. Þetta virtist verka ágæt- lega, en það er fátt sem smakkast jafnilla og volgt, óblandað vodka”. Eftir að börnin fæddust, — eitt var tekið með töngum, hin fimm meö keisaraskurði, — unnu átján læknar og hjúkrunarkonur dag og nótt við að hjálpa þeim að komast yfir erfiðleika eins og súrefnis- vöntun og lungnabólgu. Skipt var um blóð i börnunum, og þeim gef- in sérstök fæða. Þetta og fleira varð til þess að öll börnin lifðu, — nema eitt, Júlia litla. „Dauði hennar var áfall fyrr okkur” seg- ir Edna nú, „en við höfðum svo miklar áhyggjur af hinum, að það dró úr sorg okkar”. Ástandið batnar Fimmburarnir voru allir úr hættu innan tveggja mánaða. Þá voru þau skirð, og foreldrar Gene og Ednu komu frá Texas og Massachusetts til að dást að fall- egu barnabörnunum sinum. Núna fyrst er lif Stanek-hjón- anna að komast i fastar skorður. Þó veröa hjónin ennþá að fara mjög snemma á fætur, sérstak- lega eftir að næturbarnfóstran hætti, þegar fimmburarnir voru sex mánaða. „Það var eins gott Edna er orðin vön að gefa tveim I einu, enda þarf hún aö gefa tuttugu pela á dag. Gene viröist hafa nóg aö gera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.