Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 7. júli 1974
Stóru stöðu
vatni í Sovét
ríkjunum
breytt í
laxaklakstöð
t mörgum löndum er nú verið
að athuga möguleika á þvi að
rækta á ný og efla stofna ýmissa
dýrategunda. í umfangsmikilli
sovézkri náttúruverndaráætlun
er gert ráð fyrir að bæta viðkomu
laxanna, en stofnar þeirra eru þvi
miður ekki óendanlegir.
Ætlunin er að breyta einu
stærsta stöðuvatniá Kamtsjatka i
feykistóra laxaklakstöð. Boris
Bronski, visindakandidat i nátt-
úrufræði og yfirmaður rann-
sóknastofu Kamtsjatkadeildar
Kyrrahafs - sjávarútvegs- og haf-
rannsóknarstofnunarinnar, segir
blaðamanni APN frá þessari
áætlun I eftirfarandi viðtali við
Mark Vorozin frá APN:,
— Hvaða fiskar teljast til
laxfiska og hvað er einkennandi
fyrir lifsmáta þeirra?
— Keta, hnúðlax, kizjúts,
tsjavytsa og rauðlax eru lax-
fiskar. Einnig telst silungurinn til
þeirra. Laxarnir hrygna i fersku
vatni og seiðin halda til hafs, þar
sem þau komast á legg. Laxinn er
gæddur þeirri eðlishvöt að hrygna
aðeins i þeim ám og lækjum,
sem hann er fæddur i. Eðli þess-
arar hvatar hefur ekki verið rann
sakað til hlitar. Sennilega á hún
rætur sinar að rekja til efnafræði-
legra eiginleika. í hafinu bætir
laxinn á sig nokkrum kilóum og
snýr siðan aftur i árnar, þar sem
hann hrygnir og sumar tegundir
deyja að hrygningu lokinni.
— Nú veiðast 150-190 þúsund tonn
af laxi árlega i Sovétrikjunum og
Japan. En árið 1955, þegar undir-
ritaður var fiskveiðisamningur-
inn milli Sovétrikjanna og Japan,
þar sem komið var reglu á
nýtingu þessa verðmæta fisks,
voru veidd um það bil 330 þúsund
tonn. Hvað er það sem hefur haft
svona mikil áhrif á stofninn?
— Samningurinn kom reglu á
nýtingu stofnsins. Settur var
kvóti fyrir hverja laxategund og
ákvarðaður skipafjöldi á þeim
svæðum, sem laxinn heldur sig
helzt. En núna eru þetta ekki
nægar ráðstafanir. Flotinn hefur
stækkað, veiðarfæri eru full-
komnari og leiðir laxins vel
kunnar. Hann er nú mikið
veiddur á hafi úti og æ færri laxar
snúa aftur i árnar til hrygningar.
Einkum er mikið veitt af nerku
(eða rauðlaxi), sem er dýr-
mætasti laxfiskurinn. Verði ekki
gerðar alvarlegar ráðstafanir,
mun taka marga áratugi að
endurreisa stofninn. En það er
einnig augljóst, að lausn varðandi
endurnýjun stofnanna fæst ekki
að Hótel Sögu
í kvöld kl. 21
Fyrir fullorðna í Súlnasalnum
Fyrir unglinga (innan 18) í Átthagasal
Boðsmiðar verða afhentir
í Framsóknarhúsinu að Rauðarárstíg 18
ÁVÖRP FLYTJA:
Einar Agústsson og
Sverrir Bergmann
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar
og ? leika fyrir dansinum
Guðrún Á. Símonar syngur með
undirleik Guðrúnar
Kristinsdóttur
Karl Einarsson hermir eftir
FRAAASÓKN ARFÉLÖGIN
Einar Ágústsson
Sverrir Bergmann
Guðrún Á. Símonar
Karl Einarsson