Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 26
TílVÍINN •\í?í ÍítiÝ .r 'llJ*!£Í)UUfÍ!íft Sunnudagur 7. júll 1974 Laxeyjarhjóliö o Sólskinsdagar ó Mön merka sögu og Manarþjóðin, og sný mér nú að þvi, að segja frá fyrstu kynnum minum af Manar- búum, og dvöl minni á eyjunni. Fyrstu kynni af Manarbúum Engum Manarbúum hafði ég kynnzt áður en ég kom til Manar, þegar undan eru tekin ung hjón, sem ég kynntist i gistihúsi i Dyfl- inni, nokkrum árum áður. Athygli min hafði beinzt að þeim i mat- stofunni, er morgunverðar var neytt, en það varð snemma að vana hjá mér, að gefa gaum að samferðafólki, og það hefir oft orðið til ánægju, oft til stundar- ánægju, en lika orðið eftirminni- legt stundum, einkanlega ef eitt- hvert hugboð hefir komið hug- renningunum af stað. Það hafði flögrað að mér, að þau væru irsk en þarna voru gestir frá Eng- landi, Skotlandi og viðar að, en ég var ekki hárviss. Svo gerðist það eins og af sjálfu sér næsta morg- un, er þau sátu gegnt mér, að við fórum að rabba saman og kom þá i ljós að þau voru Manarbúar, og ráku þar bú. Ég hafði þá skotið nærri markinu, en það furðulega var, að það var sannast að segja eins og þau hefðu beðið eftir að til viðræðukynna kæmi, og orsökin var sú, að þau hafði rennt grun i, að við værum islenzk, en konan min var þarna með mér, og við höfðum vitanlega ekki lagt móðurmálið á hilluna. Þau hjónin höfðu mikinn áhuga á fslandi og spurðu margs, og þau lýstu mörgu fyrir mér á Mön og hvöttu okkur til að fara þangað, og vel- komin skyldum við vera til þeirra, ef af þvi gæti orðið, og áreiðanlega hefði ég litið inn til þeirra, er ég nú mörgum árum seinna kom til Manar, ef ekki hefði týnzt miði með nafni þeirra og heimilisfangi, en það er aldrei að vita, nema hann komi i leitirn- ar, svo að vel getur verið, svo fremi, að ég eigi eftir að koma aftur til Manar, að ég knýi dyra hjá þeim, og endurnýi gömul góð kynni. Mikils áhuga átti ég eftir að verða var hjá þeim, Manarbú- um, sem ég kynntist á Mön, fyrir fslandi. Og meðan ég dvaldist i Douglas var þar fyrirlestur hald- inn um fsland og myndir sýndar héðan, en það gerði Manarbúi, sem hafði verið hér á ferðalagi, en ég sá frétt um þetta i blaði þar eftir að fyrirlesturinn var haldinn. Um viðmót hjónanna, sem ég kynntist i Dyflinni vil ég segja: Hún einkenndist af þeirri miklu alúð, sem er fólki af keltnesk-norrænum stofni i blóð borin: ,,Færir þú fótgangandi um sveitir frlands”, sagði irskur pilt- ur eitt sinn við mig, „muntu kom- ast að raun um, að knýir þú dyra hjá alþýðu manna verður þér boðið i bæinn, og gisting sjálf- sögð, sértu hennar þurfi”. Piltur þessi kom hingað til lands tviveg- is og vann hér i byggingavinnu. Hann er nú tannlæknir i fæðingar- bæ sinum. Flogið ,,út i bláinn”. Ég er löngu orðinn allvanur ferðaslangri og þvi haft allt undirbúið, tryggt mér gistingu fyrirfram m.a. enda er þess þörf en nú var enginn timi til sliks, sá litli timi, sem ég hafði til þess að taka ákvörðun um að fara eða fara ekki, hafði farið i vangavelt- ur um það, svo að ekki var um annað að ræða en „fljúga út i blá- inn”, ef ég má orða það svo.náði mér i leigubil, og keypti mér far- miða, er á flugv. i Renfrew kom fór eins, það var allt og sumt. Það var engin vegabréfaskoðun eða neitt annað til tafar þar, þvi að hér var um innanlandsflug að ræða. Og ég var alveg áhyggju- laus, hafði á tilfinningunni, að mér mundi leggjast eitthvað til með gistingu, þar sem sjóbaða- timinn var „opinberlega” á enda, að vanda með hátiðahöldum, flugeldasýningum og seinustu dans- og leiksýningum, og lokið skrautlýsingum meðfram vikinni i Douglas. Um þetta var ég búinn að lesa i blöðunum. Hitt vissi ég ekki, að vegna góðviðrisins, var enn fjöldi gesta á eyjunni. Farkosturinn var vitanlega BEA-flugv. Sólskin var og stafa- logn og fremur lágt flogið, og inn- an hálfrar klukkustundar var flugvélin lent á Mön. „Rétt aðeins timi til að fá sér staup af kon- jaki”, heyrði ég einhvern segja. Flugstöðin i Ronaldsway er ekki mikilfengleg, en þokkaleg og rúmgóð, og öllu vel fyrir komið, enda gekk öll afgreiðsla fljótt fyr- ir sig, og farþegar komnir af stað i flugvallarbil eftir nokkrar minútur, en meðan ég dokaði við i flugstöðinni i rólegheitum, var þarna allmargt um manninn, enda flugferðir til eyjunnar og frá henni margar daglega. Lagði ég nú leið mina að af- greiðsluborði, hvar yfir stóð „Inform ation" (upplýsingar), og var þar roskin kona við af- greiðslu, og leitaði ég ráða henn- ar, þar sem ég átti ekki gistingu visa. Konan var gáfuleg og alúð- leg. Hún hafði engum að sinna nema mér þessa stundina og það kom eins og af sjálfu sé, að við fórum þegar að rabba saman eins og kunningjar, og þegar hún komst að raun um hverrar þjóðar ég var, leyndi sér ekki áhugi hennar, og hún spurði margs, og fyrst af öllu um landhelgismálið. Gerði ég þvi nokkur skil i stuttu máli, og sagði hún þá: „Við Manarbúar skiljum vel af- stöðu ykkar. Hér eru öll beztu mið upp urin, og er þar um að kenna ágengni franskra togara og annarra erlendra fiskiskipa með sin þéttriðnu net”. Hér hafði þá gerzt hið sama og við strendur Skotlands. Það varð nú úr þessu alllöng rabbstund, og aðeins hlé á, er hún þurfti að sinna öðrum, og mætti ætla, að ég væri farinn að ókyrrast þvi að ekki var þessi alúðlega kona neitt farin að grennslast um gistingu fyrir mig, og sannast að segja var enginn asi á mér, og mér þótti gaman við hana að spjalla, og svo hafði ég hugboð um, að hún hefði eitthvað i pokahorninu. Héldum við enn áfram rabbi okkar, og svo sagði hún allt i einu: „Ég held, að ég hafi nú dottið niður á hvað bezt sé að ég geri varðandi gistinguna. Ég ætla að hringa til góðkunningja sem á hús I miðbænum, skammt frá bað- ströndinni, og tekur á móti gest- um á sumrin. Hann kannn að vera hættur móttöku til næsta vors, en svo gætu verið gestir hjá hon- um enn. Það er aldrei að vita”. Og svo hringdi hún til góð- kunningjans, lofaði mitt „ágæti” ef ég má svo að orði komast, -r- þvi að engu var likarg en hún væri að tala um gamlan kunningja, og að loknu rabbi i simann, sagði hún mér, að þetta væri i lagi, og ég gæti verið viss um, að það færi vel um mig hjá þessu kunningja- fólki hennar. Og hún bætti þvi við, að gestgjafinn væri söngmaður góður, einsöngvari i einum helzta kirkjukórnum i Douglas, ætti ágæta konu og unga dóttur, og mundi mér geðjast vel að þessu fólki. Og um það reyndist hún sannspá. Fyrstu kynni i Douglas Ég kvaddi nú brátt þessa nýju kunningjakonu mina, tók mér sæti i næsta flugstöðvarbil, sem var i þann veginn að leggja af stað til bæjarins (Douglas), og er þangað kom ót ég i leigubil til einkagistihúss Allans Wilcocks, en svo hét gestgjafinn, — kunni betur við það, þótt ég vissi, að ekki mundi þetta löng leið, ef íil vill aðeins steinssnar, en ég losn- aði þá við að spyrja til vegar og leita að húsinu. Og ekki reyndist þetta nema 3-4 minútna akstur frá breiðstrætunum, sem liggja i boga meðfram vik þar sem aðal baðfjaran er, og röð stórra gisti- húsa og annarra stórhýsa við ræt- ur hæðar upp af vikinni. Einka- gistihús Wilcocks reyndist vera myndarlegt hús, við enda hliðar- götu á rúmgóðri lóð, kippkorn uppi i hliðinni. Ánægjulegt var inn að koma, þvi að þar var ailt hreint og þokkalegt, — rósemdar- og kyrrðarblær á öllu — og prýði- lega leizt mér á gestgjafann og fólk hans. Beið min þarna litið, þokkalegt eins manns herbergi, með sundlaug, og heitu og köldu vatni, en bað- og snyrtiherbergi á ganginum, og aðeins tvö önnur gistiherbergi á hæðinni. Niðri var borðstofa og innar af henni setustofa, þar sem menn gátu setið og hvilzt, lesið blöð og timarit, eða horft á sjónvarp. I borðstofunni var setið við smá- borð, tveir við hin minni, fjórir eða fleiri við hin stærri. Gestir voru þarna i fullu fæði, neyttu þar morgunverðar kl. 8-9 hádegis- verðarkl. 12-1 og miðdegisverðar kl. 5, en laust fyrir kl. 5 komu i bæinn bilar þeir, sem voru i stöðugum áætlunarferðum til ýmissa staða á eyjunni með sumargesti. Fræddi gestgjafi mig um þetta og sagði m.a. að ef ég notaði timann vel gæti ég heimsótt nær alla helztu staði á eyjunni á viku til tiu dögum. Hann kvað enn skipað hjá sér og tilvilj- um hefði verið að hann gat gert mér úrlausn, en gestamóttaka hjá sér stæði nokkru lengur en vanalega, vegna sólskinsdag- anna, en innan hálfs mánaðar yrðu allir farnir, — sumartiman- um væri lokið fyrir nokkru og mundi ég þvi ekki sjá uppljómaða baðströnd á kvöldin, eins og lið- langt sumarið, en margt væri að sjá og skoða, og mundi ég fljótt sannfærast um það. Þegar ég kom niður til mið- degisverðar kynnti gestgjafinn mig fyrir tveimur áströlskum konum, og hafði vafalaust undir- búið það, að ég yrði borðfélagi þeirra. Konur þessar voru aldraðar, virðulegar mjög, en frjálsmannlegar og alúðlegar og ræðnar. Kom það fljótt upp úr dúrnum, að þær ferðuðust mikið, og voru nú á ferðalagi kringum hnöttinn, en þær voru komnar yfir áttrætt. Smám saman var ég kynntur öðrum enda andrúms- loftið heimilislegt, og ég sá þegar að gestgjafinn, sem gekk sjálfur um beina, stundum með aðstoð dóttur sinnar, unglingsstúlku, átti mikinn þátt i þvi, — hann var ræðinn við alla, ræddi við gesti sina af alúð, hlýju og hæversku, og hóflegri glaðværð, og stuðlaði það að þvi að menn kynntust fljótt, og fleiri urðu manni þannig minnisstæðir, þótt stundum væri ekki nema um fárra daga kynni að ræða. Mér var mikil ánægja að þvi, að kynnast hinum áströlsku heiðurskonum, sem sögðu mér margt frá ferðum sinu, og heima- ranni i Sidney bæði er við neytt- um máltiða saman, eða á rabbstundum I setustofunni. Á kvöldgöngu i Douglas Fyrsta kvöldinu i Douglas fannst mér ég ekki geta betur varið en að kynnast bænum litið eitt. Fór ég i kvöldgöngu og gekk eftir breiðstrætunum endilöng- um, en þar var margt um mann- inn á göngu eða menn sátu við borð fyrir framan gistihúsin og veitingastofurnar til þess að hvil- ast, njóta góðviðrisins, ög horfa á mannlifið — og fá sér eitthvað til hressingar, áður en i háttinn væri farið. Furðu margt var af rosknu og jafnvel öldnu fólki, en lika tals- vert af ungu fólki, nægilega margt til þess að lifga eilitið upp á tilveruna. Hlýtt var i veðri og það eins eftir að sól var hnigin til viðar. Létt kvöldgola lék um vanga. Allt gerði þetta kvöld- gönguna hina ánægjulegustu. Kynni min fyrsta daginn á Mön voru góð að öllu leyti og ég hugsaði gott til daganna fram- undan, ef góðvirðið héldist. Mön er litil eyja, en margt er þar girnilegt. Það er sannarlega ekki ein- vörðungu vegna sögulegra tengsla, sem Islendingum ætti að þykja Mön forvitnileg, svo margt hefir hún upp á að bjóða, fagra og sérkennilega staði, m.a., auk þess alls, sem ber menningarlegri ræktarsemi vitni. Mér virðist, i stuttu máli, að þar sé allt það að hafa, auk hins sögu- og menning- arlega, sefn menn sækjast eftir á sumardvalarstöðum. Skil- yrðin til að njóta sólar og sjávar eru nær hvarvetna á vogskornum ströndum, þar sem yfirleitt er rúmt um fólk, en alkunna er hver þrengsli eru á hinum stóru, fjöl- sóttu baðstöðum á Bretlandi og á meginlandinu, og sums staðar svo, að vart er hægt að segja, að menn hafi olnbogarúm hásumar- timann. Og yfirleitt er allt með hóflegri og kyrrlátari blæ en vfð- ast annars staðar. Eyjan er mjög vogskorin, eins og áður var getið, hæðir mýmarg- ar og fjöll, sem eru fögur, þó fæst gnæfi hátt. Hæsti tindur er 1800 metrar, lengd eyjunnar er um 53 km og mesta breidd tæpri 20 km. Viða ganga sérkennilegir höfðar i sjó fram, og eru til mikils fegurð- arauka og skýla vikum og vogum. Fjöldi gilja með fossum og lækj- um og fjölbreytilegum gróðri eru viðfræg. Mörg eru i rikiseign, eins konar litlir þjóðgarðar, og vel um þau hirt. Skemmtigöngur um þau i góði veðri munu reynast mönn- um ógleymanleg. Um helmingur eyjunnar er ræktað land, margir lifa á búskap, eða matjurta og ávaxta- rækt, og fiskveiðar eru stundað- ar,en aðal tekjulindin af ferðamönnum. tbúatalan er yfir 50.000 og ibúatalan i Douglas um 20.000, en mun oft vera álika og allrar eyjunnar hásumarið, og til marks um ferðamannastrauminn er, að i ágúst i hitteð fyrra komu þangað 45.000 ferðamenn um eina helgi og var það að visu met. Margir þeirra fóru aðeins um Douglas til annarra staða á eyj- unni. Meginþorri ferðamanna kemur frá Irlandi, Englandi og Skotlandi, og koma margir að sögn árlega. Raunar koma ferða- menn til Manar úr ýmsum lönd- um heims, sem að likum lætur. Douglas er fjölsóttasti staður- inn, enda er þar stærsti baðstað- urinn, og oft mest um að vera hásumarið, og hefir verið það siðan 1869 (Castletown var höfuðstaður á eyjunni til þess tima). Douglas er á miðri austur- ströndinni og miklar skipagöngur til Liverpool á Englandi, en ferju- skip, búin nútimaþægindum öll- um eru i förum milli Manar og Bretlands og milli Manar og Ir- lands (Dýflinnar i lýðveldinu og Belfast á N.I.). Vestan við Douglas sameinast árnar Dhoo og Glass og heita svo Douglas River, sem rennur i höfnina. Dogulas var lítill fiskimananbær til 1830,og höfuðstöð smygla, sem litils háttar var aðeins vikið að áður, en á fyrrnefndu ári hófust þangað reglubundnar skipaferðir frá Liverpool. Margar merkar byggingar og gamlar eru á eynni, kastalar og kirkjur, svo sem sankti Georgskirkja, reist 1761, en á framfaratimabilinu frá 1830

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.