Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 39

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 39
Sunnudagur 7. júli 1974 TÍMINN 39 ramhaldssaga FYRIR BÖRN Anna Erslev: FANGI KONUNGSINS. (Saga frá dögum Loð- viks XI. Frakkakon- ungs). Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. Eftir drykklanga stund var hellirinn tómur, að varðmönn- unum undanskildum. ,,Ég er svo máttfarinn i löppunum,” sagði annar. ,,Vinið var svo skrambi sterkt,” sagði hinn. „En gott var það.” „Já, gott var það, ungi vinur,” hugsaði Georg og hraut nú enn hærra. ,,Að heyra hroturnar i strákfiflunum!, ” sagði stóri Hans glottandi. „Enginn fær staðizt þetta svefnlyf.” „Vonandi er það,” hugsaði Georg og gat varla varizt hlátri. Ræningjarnir geisp- uðu aftur. Svefnlyfið var farið að segja til sin. „Mikið hræðilega er ég syfjaður,” sagði Lúðvik. „Þú lika?” spurði Stóri-Hans. Við verðum að hypja okkur á vörð- inn. Hreina loftið heldur okkur vakandi.” Að svo mæltu tóku þeir vopn sin og gengu til dyra, en áður en þeir næðu þangað, féll Lúðvik um koll. „Ég verð að fá mér svolitinn blund,” sagði hann. Farðu á undan, ég kem rétt strax. „Nú þykir mér týra á skarinu! Þú ætlar þó ekki að fara að sofa á verðinum,” urraði hinn. Hann sparkaði i félaga sinn. „Komdu nú og liggðu ekki þarna!” En Lúðvik opnaði augun rétt sem snögg- vast og umlaði litið eitt, þegar hinn þreif til hans. Kiukkan 9 á morgnana opnar auglýsingastofa Tímans, Aöalstræti 7. Tekið er á móti auglýsing- um, sem birtast eiga næsta dag, til klukkan 4 siðdegis. Auglýsingar í sunnudags- blöð þurfa að berast fyrir klukkan 4 á föstudögum. Þeir auglýsendur, er óska aðstoðar við gerð aug- lýsinga, eru beðnir að skila ’nandritum tveim sólar- hringum fyrir birtingar- dag. Simanúmer okkar eru 1-95-23 & 26-500 Þessir fimm myndarlegu menn fengu hæstu einkunnir á lokaprófi og eru hér með gjafir frá skóianum. Meðal nýjunga á markaði hjólhýsa, eru hin svonefndu fellihýsi sem starfsmenn fyrirtækisins GIsli Jóns- son og Co. sjást hér vera að setja upp. Annars eru fáanleg hjólhýsi með öiium hugsanlegum útbúnaði, allt upp í hálfgerðar lúxus-ibúðir eins og Knaus-Residence' . Það eru tvö herbergi og eldhús. Hinir nýútskrifuðu fiskiðnaðarmenn ásamt skóiastjóra Fiskvinnsluskólans Sigurði B. Haraldssyni. Fiskvinnsluskólinn: Fyrstu fiskiðnaðar- mennirnir útskrifast menntamálaráðuneytinu óskaði nemendum til hamingju, svo og skólanum með góðan árangur. Hann minnti einnig hina nýbök- uðu fiskiðnaðarmenn á hina þýðingarmiklu einkunn, sem þeir koma til með að gefa skólanum i starfi, og dró ekki i efa að þeir myndu standa sig vel. Einnig tók til máls Arngrimur Bachmann, fulltrúi i sjávarútvegsmálaráðu- neytinu. Tveir þriðju hinna nýút- skrifuðu fiskiðnaðarmanna geta nú stundað framhaldsnám við skólann, en eftir eitt ár i viðbót verða þeir fiskvinnslumeistarar, en eftir tvö ár, fisktæknar. Dregið var i Byggingarhapp- drætti Blindrafélagsins þann 5. júli, og kom vinningur upp á miða nr. 1922. Allir miðar seldust upp og er það fjórða árið i röð sem slikur árangur næst. Blindrafélagið vill af þvi tilefni þakka landsmönnum öllum sérstaklega fyrir góðar undirtektir og veittan stuðning nú, sem á undanförnum árum. Vinninngurinn er Toyota Mark II 2300 1974, að verðmæti kr. 700.000.00. GS Reykjavik — Fiskvinnsluskól- inn útskrifaði I gær fyrstu fisk- iðnaðarmenn sina, tuttugu og þrjá að tölu. Hæstu einkunn hlaut Gunnar Geirsson, 8,5 en næstir voru Gunnar Alexandersson, Sveinn Guðmundsson, Borgþór Pétursson og Leifur Eiríksson, en þeir náðu allir einkunn yfir átta. Það var klukkan fjögur á föstu- dag I húsnæði Fiskvinnsluskólans við Trönuhraun i Hafnarfirði, sem hinir nýju fiskiðnaðarmenn fengu afhent skirteini sin. Fyrst- ur tók til máls formaður skóla- nefndarinnar Guðmundur Magnússon, en siðan tók Sigurður B. Haraldsson skólastjóri til máls. Minntist hann er hópur manna kom árið 1971 saman á Skúlagötu 4 til að ræða stofnun hins nýja skóla, og að löngu hefði orðið timabært að stofna Fisk- vinnsluskóla á tslandi. Fyrstu nemendur skólans voru þrjátiu að töl.uog sagði Sigurður, að þeir hefðu i mörgu goldið þess að vera brautryðjendur og að nem- endurnir hefðu þolað súrt og sætt saman með kennurum sinum. t vetur voru 51 nemandi i skóian- um, 24 i þriðja bekk, 11 i öðrum bekk og 16 i fyrsta bekk. Við skól- ann voru i vetur 3 fastráðnir kennarar, auk skólastjóra, en allt að 10 lausráðnir kennarar. Skóla- starfið skiptist i 9 vikna annir, bóklegar, verklegar og starfs- þjálfunarnámskeið, og var próf eftir hverja önn. Hæstu einkunn i fyrsta bekk hlutu Benedikt Sveinsson og Svavar Sverrisson, en i öðrum bekk Kristján Einars- son og Sturla Eriendsson. Loka- prófi luku 23 nemendur, en einn til viðbótar lýkur prófi i haust, en hann forfallaðist nú i vor vegna veikinda. Siðan afhenti skóla- stjóri prófskirteini og gjafir til nokkurra nemenda, sem þeir hlutu fyrir góðan námsárangur. Gjafirnar gáfu til skólans, Sam- band tsl. Samvinnufélaga^Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna og Sölusamband isl. fiskframleið- enda. Dúxinn, Gúnnar Geirsson, hlaut reiknivél að gjöf, en Gunnar Alexanderson, Borgþór Péturs- son, Leifur Eiriksson, Sveinn Guðmundsson og Sverrir Guð- mundsson hlutu bókagjafir. Full- trúi nemenda þakkaði siðan gjafirnar.sagði að margs væri að minnast frá þessu þriggja ára námi og þakkaði sérstaklega skólastjóranum, Sigurði B. Haraldssyni fyrir starf hans við uppbyggingu skólans. Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.