Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 7. júll 1974 r Frank Usher: A TÆPU VAÐI V__________________________________________________y fara út í prettvísi og svik. Þaö yröi þá alls ekki í fyrsta sinn, sem viö gerum þaö. Hann horfði fast á hana þar sem hún sat og dreypti á kaffinu. Hann heföi getað unnið fyrir sér meö glimum, en þá mundi hann verða að skilja við hana, og allt var betra en það. Af tvennu illu vildi hann þó heldur fara inn á glæpabrautina með henni aftur, þó bæði hefðu svarið að láta það aldrei henda sig. .— Það gekk ekki svo illa hjá okkur á Cote d' Ázur þarna um sumarið, sagði hún — Við áttum þá laglegan skilding í bankanum. — En við höf um ákveðið að hætta slíku að f ullu og öllu. Hún yppti öxlum. — Það hefur mikil breyting orðið á högum okkar siðan. Þeir, sem urðu fyrir barðinu á okkur voru yfirleitt vondir, gamlir menn með of mikla peninga. Mannstu eftir lostafulla greifanum, sem endi- lega vildi giftast mér? — Hann sagði svo — Og ég hefði getað fengið hann til þess hefði ég viljað, sagði hún með sannfæringu, — Það gat maður nú kallað sumar, Óskar. Manstu hvað ég var orðin brún um haustið? Hann horfði á hana aðdáunaraugum. — Já, ég man það. Þú varst yndisleg. En það ertu alltaf. Ég tilbið þig, það veiztu vel. — Þú ert sjúkur af ástarþrá, og það er ekki gott fyrir þig. Ég ber hins vegar enga of urást til þín, það er langt frá því! Stundum er það alveg þvert á móti. Hún rétti fram bollann — Ég vil meira kaffi. Hann tók þegjandi við bollanum og fyllti hann — Hvernig f er þetta, óskar? Ég meina sambúðina með mér. — Ég er þó að minnsta kosti hjá þér, og það er allt sem ég get óskað mér — Þú ert geggjaður. Hún tók við bollanum. — Hvar hef urðu sjálfsvirðinguna? Er þér Ijóst að ég hef fætt þig og klættallan tímann í Kaltenburg? Þú hefur lifað á mér — hinn stóri sterki maður. Skammastu þín ekki? — Jú, en ég gæti fengið vinnu í Búdapest. — Þú hefur glímurnar í huga. Hvers vegna ferðu þá ekki þangað? En ég fer ekki þangað með þér. Þar fæ ég enga vinnu og þú vinnur aðeqs f yrir smápeningum. Hann andvarpaði. Honum var ofvaxið að yfirgefa hana. Það sem batt hann við hana var sterkara en allt annað. Hann vildi heldur deyja en að þurfa að yfirgefa hana. Hún tæmdi bollann og starði út í herbergið. Bif reið var ekið framhjá. Hún rauf kyrrð næturinnar. — Viðtökum aftur til við okkar gamla sýningarnúmer, sagði hann loksins — Við erum óheppin í augnablikinu- Amanda, en það stendur ekki lengi. — Hún hristi höfuðið — Reyndu ekki að blekkja sjálfan þig. Okkar dans er dauður. Hann er genginn úr tízku. Þú verður að brjóta upp á einhverju nýju ef þú ætlast til að Figl haf i áhuga á okkur framvegis. — Getur þú ekki fundið upp á einhverju nýju? Þú ert svo glæsileg og sniðug. Hún horfði til hans. Lítið bros lék um varir hennar. — Heldurðu virkilega að ég legði lag mitt við þig ef ég væri glæsileg og sniðug? — Við vorum ágætt samstarfspar, Amanda, þú og ég. Hún svaraði þessu ekki. — Við verðum að vera þolinmóð, sagði hann. Hún tók sér sígaréttu, og hann var ekki lengi að taka upp eldinn. — Óskar, sagði hún og saug reykinn djúpt niður í lungun. — Ég hef kynnzt Rússa. — Rússa? — Já, og ég held að hann sé einn af toppmönnunum. Það gæti sannarlega leitt til stórra hluta. Afbrýðisemin tók að ólga í honum. — Hvað meinar þú með — með stórum hlutum? Hún brosti til hans tvíræðu brosi um leið og hún stóð á fætur. — Nákvæmiega það seg ég sagði. Ég hef hugsað tals- vert um þetta. Nú fer ég í háttinn, Óskar. Hún gekk þvert yf ir gólf ið, og eftir tvö-þrjú skref stóð hún við svef nherbergishurðina. — Ég lagði hitaf löskuna i rúmið, sagði hann. — Ágætt. Vektu mig klukkan tíu. — Amanda, hvað er með þennan Rússa? — Við sjáum nú til með það, ekki satt? Ég á að hitta hann á morgun. — Er það ekki hættulegt? Ég meina, þessir Rússar.... Amanda hló— Þú þarft ekki að verða fyrir neinu þess vegna. — En ég vil láta eitt yf ir okkur bæði ganga, það vieztu ósköp vel. Hann tók utan um hana og horfði í augu henni. Andar- drátturinn var þungur. Hann var ekki að hugsa um hættuna. Hann hugsaði um Rússann sem mann — karl- mann, og hann varð afbrýðisamur fyrirfram. — Góða nótt, Óskar. Augnaráðið var f rávísandi. — Amanda — vertu nú góð. Þú segir alltaf nei í seinni tíð. Hún anvarpaði. Spilavitið er Siðustu ferjurnar. yfirgefið. Þá er þessu^ Þú litur verki iokið ekkiútfyrir íívell Geiri. að vera ánægð Hvaö er að? V Dalla er Við sáum þig á ekki viss skerminum með Um hvorf Guð^uþu varst nvSÍLJ JJl' að leika j eða ekki. Ég ætla ekki að hjálpa 'jÞú finnur listmunina.. við ykkur til að stela þessum ' ætlum að stela þeim. Listmunaþjófarnir ... i gömlu rústunum... ÍÍlll SUNNUDAGUR 7. júli 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Morton Gould, danski drengjakór- inn og Robert Stolz flytja. 9.00 Fréttir. Otdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónieikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Pianókon- sert i d-moll eftir Bach. Edwin Fischer og kammer- sveit hans leika. b. Serenata i c-moll (K3888) eftir Mozart. Blásarasveitin i Lundúnum leikur. c. Septett I Es-dúr op. 20 eftir Beethoven. Félagar i Vinar- oktettinum leika. 11.00 Kirkjuvigslumessa á Kirkjubæjarklaustri (Hljóðr. 17. júni). Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson.vigir minningar- kapellu séra Jóns Stein- grimssonar. Sóknarprestur- inn, séra Sigurjón Einars- son prédikar. Guðriður Pálsdóttir I Seglbúðum flyt- ur bæn i kórdyrum. Ritningarorð flytja: Séra Gisli Brynjólfsson, séra Öskar J. Halldórsson dóm- prófaátur, séra Þorsteinn L. Jónsson og Þorleifur Páls- son, settur sýslumaður. Organleikari: 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Mér datt það i hug. “ óskar Aðalsteinn rithöfund- ur spjallar við hlustendur. 13.40 íslenzk einsöngslög. Þor- steinn Hannesson syngur við undirleik Fritz Weiss- happels. 13.55 Viðdvöl i Borgarnesi. Jónas Jónasson ræðir við nokkra heimamenn, annar þáttur. 15.00 Minningardagskrá um pinaóleikarann og tónskáld- ið Sergej Rakhmaninoff: annar hluti. Árni Kristjáns- son tónlistarstjóri flytur inngangsorð. 16.00 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Kristin Unn- steinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna. A. Bókaspjall. Spjallað við börn, sem stödd eru á bóka- safni. Komið við i Sólheima- safni og hlustað á sögu- stund: Jóhanna Pétursdótt- ir segir börnunum sögur. Milli atriða er leikin suður- amerisk tónlist. b. útvarps- . saga barnanna: „Stroku- drengirnir” eftir Bernhard Stokke Sigurður Gunnars- son les þýðingu sina. (1). 18.00 Stundarkorn með banda- risku djasssöngkonunni Billie Holiday. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir. JökuII Jakobsson við hljóðnemann i þrjátiu minútur. 19.55 Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur verk eftir is- lenzk tónskáld. Stjórnend- ur: Olav Kielland og Bohdan Wodiczko. a. Inn- gangur og Passacaglia eftir Pái Isólfsson. b. Canzona og vals eftir Helga Pálsson. c. Þriþætt hljómkviða op. 1 eftir Jón Leifs. 20.30 Frá þjóðhátið Rangæ- inga.Dagskrá hljóðrituð við Merkjá i Fljótshlið 23. f.m. Lúðrasveit Selfoss leikur undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri i Skógum setur hátiðina. Björn Fr. Björnsson sýslumaður flytur hátiðar- ræðu. Kvartett syngur undir stjórn Friðriks Guðna Þórleifssonar. Dagný Her-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.