Tíminn - 07.07.1974, Blaðsíða 25
Sunnudagur 7. júli 1974
TÍMINN
25
mannsdóttir flytur ávarp
f j a 11 k o n u n n a r eftir
Guðrúnu Auðunsdótt-
ur í Stóru-Mörk. Barnakór
Hvolsskóla syngur. Jón
Sigurðsson formaður Rang-
æingafélagsins i Reykjavik
flytur stutt ávarp.
Þjóðhátiðarkórinn syngur
undir stjórn Sigriðar
Sigurðardóttur. Dagskrár-
atriðin kynnir ölöf Kristó-
fersdóttir.
21.35 Pianósónata i E-dúr op. 6
eftir Mendelssohn. Rena
Kyriakou leikur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.25 Fréttir i stuttu máli
Dagskrárlok.
Mánudagur
8. júli
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og for-
ustugr. landsm.bl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Heiðdis Norðfjörð
heldur áfram að lesa sögu
sina „Ævintýri á annarri
stjörnu” (7). Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög á milli liða.
Morgunpopp kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Atriði úr óperunni „Rakar-
anum frá Sevilla” eftir
Rossini. Flytjendur:
Manuel Ausensi, Ugo Ben-
elli, Teresa Berganza, Fer-
nandi Corena, Nicolai
Gjauroff, Stefania Malagú,
Rossinikórinn og hljómsveit
i Napoli, Silvio Varviso stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdcgissagan: Úr
endurminningum Manner-
heims. Sveinn Ásgeirsson
les þýðingu sina (12).
15.00 Miðdegistónleikar:
Artur Balsam leikur Pianó-
sónötu nr. 28 i Es-dúr eftir
Haydn. Vinarkvartettinn
leikur Strengjakvartett nr.
15 i G-dúr eftir Schubert.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir
16.25 Poppliornið.
17.10 Tónleikar.
17.40 Sagan: „Fólkið mitt og
fleiri dýr” eftir Gerald
Durrell. Sigriður Thorlacius
les þýðingu sina (11).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson cand mag. flyt-
ur þáttinn.
19.40 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn
Kjartan Sigurjónsson kenn-
ari I Iteykholti talar.
20.00 Mánudagslögin
20.35 Eru tslendingar að verða
minnislausir af lærdómi?
Guðmundur Þorsteinsson
frá Lundi flytur erindi.
20.50 Tónleikar frá útvarpinu i
Frankfurt. Útvarpshljóm-
sveitin i Frankfurt leikur
verk eftir Mozart. Ein-
söngvari: Edith Mathis.
Stjórnandi: Bernhard Klee.
a. „Mosera dove son”
(K369) b. „Voi avete”
(K217) c. Sinfónia i B-dúr
(K319).
21.30 Útvarpssagan: „Gatsby
hinn mikli” eftir Francis
Scott Fitzgcrald. Þýðand-
inn, Atli Magnússon, les
sögulok (12).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. tþróttir.
Jón Ásgeirsson segir frá.
22.40 Hljómpiötusafnið i
umsjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
mmmhm
:
Timinner
peningar
AuglýsicT
í Tímanum
!
Byggingarfélag verkamanna 35 ára
— hefur staðið fyrir byggingu 526 íbúða í Reykjavík d þessum árum
Gsal-Rvik — Aðalfundur
Byggingarfélags verka-
manna i Reykjavik var
haldinn í Tjarnarbúð
miðvikudaginn 3. júni
s.l, en tveimur dögum
siðar, eða 5. júli varð
félagið 35 ára, og hefur
það, á þessum árum
byggt 526 ibúðir i
Reykja vik, auk
verzlunar og skrifstofu-
húsnæðis i Stórholti 16.
í upphafi aðalfundarins minnt-
ist formaður félagsins Jóhann
Þórðarson, tveggja manna, sem
setið hafa i stjórn félagsins og
létust á þessu ári. Það voru þeir
Tómas Vigfússon, húsasmiða-
meistari og Ingólfur Kristjáns-
son, rithöfundur.
Markmið félagsins hefur frá
öndverðu verið, að koma upp góð-
um og þægilegum ibúðum fyrir
efnalitið fólk, enda segir svo i
samþykktum þess svo og lögum
þeim er giltu og samþykktir
félagsins byggjast á, að hús þau,
sem félagið byggi skuli gerð úr
varanlegu efni og vera með
nútlmaþægindum. 1 samræmi við
þetta hafa hús og ibúðir félagsins
ávallt fylgt kröfum hvers tima,
ibúðirnar verið hagkvæmar og
jafnframtsmekklegar, án þess þó
að um nokkurn iburð væri að
ræða og þær hafa siðan verið
seldar kaupendum á kostnaðar-
verði, sem jafnan tókst að halda
undir gangverði miðað við
byggingarkostnað á tenings-
metra i sambærilegum bygging-
um, sem byggðar voru á sama
tima.
Húsum félagsins er skipt i 15
byggingarflokka og hefur
byggingarkostnaður svo og
rekstur hvers byggingarflokks
sérstakan reikning hjá félaginu.
Er hér um að ræða hagkvæmt
fyrirkomulag, hvað rekstur hvers
byggingaflokks snertir og skapar
ákveðið aðhald, þegar hver eining
er ekki of stór.
Byggingarfélag verkamanna
var stofnað 5. júli 1939 og voru
stofnendur þess 193. Nú er skráðir
félagsmenn 1855.
1 ræðu, sem Jóhann Þórðarson,
formaður félagsins flutti á aðal-
fundinum, komst hann svo að
orði:
Árið 1974 er um fleiri merkilegt
heldur en 1100 ára byggð á Is-
landi, þvi i ár eru liðin 35 ár frá
stofnun félags okkar, Bygginga-
félags verkamanna, en félagið
var stofnað skv. lögum um verka-
mannabústaði hinn 5. júli 1939, og
i september það ár var byrjað á
aö byggja fyrstu ibúðirnar á veg-
um félagsins. Fyrstu ibúðirnar
voru byggðar i Rauðarárholtinu,
en frá þeim tima, og þar til 1970
ná segja að byggingar á vegum
félagsins hafi verið samfelldar.
Samtals hafa nú verið byggðár á
vegum félagsins 526 ibúðir, auk
verzunar og skrifstofuhúsnæðis i
Stórholti 16.
Hús þau sem B.v. hefur byggt á
starfstima sinum standa við eftir-
taldar götur: Háteigsveg, Meðal-
holt, Einholt, Stórholt, Stangar-
holt, Skipholt, Nóatún og eru
fjórar ibúðir i hverju þessara
húsa, er byggð voru á árunum
1939 til 1956. Siðan hefur félagið
einungis byggt fjölbýlishús.
Samtals eru hér I Rauðarár-
holtinu 262 ibúðir.
Siðan byggir félagið á árunum
1956 til 1963 128 ibúðir I fjórum
stórum fjölbýlishúsum á lóðunum
nr. 6-36 viðStigahlið, þ.e. 32 ibúðir
I hverju húsi, 8 íbúðir I hverju
stigahúsi.
A árunum 1963 til 1967 byggði
félagið tvö fjölbýlishús við
Bólstaðahlið. 1 hvoru húsi eru 32
ibúöir eða samtals 64 ibúðir.
Slðasta timabil i byggingarsögu
félagsins hófst svo á árinu 1967 og
1968, og lauk i apríl 1971, er
siðustu ibúðareigendur fluttu i
Ibúðir sinar. Á þessu timabili
voru samtals byggðar 72 ibúðir i
fjórum fjölbýlishúsum, þ.e. i
húsunum nr. 14-24 við Hðrðaland
og nr. 11-21 við Kelduland.
Ekki ætlaði félagið að hætta
byggingum er hér var komið við
sögu og var dúiö að fá loforð fyrir
lóðum nr. 1-7 við Snæland undir
fjölbýlishús, en vegna breytinga á
lögum um verkamannabústaði
frá 12. mai 1970 var tekið fyrir
frekari byggingar á vegum
félagsins.
Núverandi stjórn félagsins er
þannig skipuð: Jóhann Þorðar-
son, formaður, Alfreð Guðmunds-
son, varaformaður, Sigurður
Kristjánsson gjaldkeri, Róbert
Pétursson ritari og Ingvar
Björnsson.
Stjórn Byggingarfélags verkamanna I Reykjavik, t.f.v.: Ingvar Björnsson, Sigurður Kristinsson, Jó-
hann Þórðarson, Alfreð Guðmundsson, Róbert Pétursson.
REYKJAVÍK
ÞJÓÐHÁTÍÐ
1974
I tilefni
1100 ára
byggðar í
Reykjavík
hefur Þjóðhátíðarnefnd Reykjavikur
1974 látið gera þessa minjagripi:
Minnispening um landnám Ingólfs Arnarsonar.
70 mm íþvermál. Afhentur í gjafaöskju.
Upplag: Silfur, 1000 stk. kr. lO.OOO./pr. stk.
Bronz, 4000 stk. kr. 3.000./pr. stk.
Teiknaður af Halldóri Péturssyni.
Utsölustaöir:
Skrifstofa Þjóðhátiðarnefndar. Reykjavikur,Hafnarbúðum.
Landsbanki lslands.
Frimerkjamiðstöðin, Skólavörðustig.
Veggskjöld, úr postulíni framl. hjá Bing & Gröndahl
í Kaupmannahöfn í aðeins 4000 eintökum.
Teiknaður af Halldóri Péturssyni.
Útsölustaðir:
Thorvaldsenbazar, Austur-
stræti
Rammagerðin, Hafnarstræti
Raflux, Austurstræti
isl. heimilisiðnaður, Hafnarstr.
Frimerkjamiðstöðin, Skóla-
vörðustig.
Æskan, Laugavegi.
Domus, Laugavegi.
Geir Zöega, Vesturgötu
Rammagerðin, Austurstræti.
Bristol, Bankastræti.
isl. heimilisiðn. Laufásvegi.
Mál & menning, Laugavegi.
Liverpool, Laugavegi.
S.Í.S., Austurstræti.