Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 2

Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 2
2 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka: Hundrað snúa ekki aftur úr jólafríi KÁRAHNJÚKAR Um það bil hundrað portúgalskir verkamenn frá Kára- hnjúkum, úr 250 manna hópi Impregilo sem sendur var heim í jólafrí í fyrradag, snúa ekki aftur til starfa við virkjanasvæðið. Oddur Friðriksson, aðaltrúnað- armaður starfsmanna, segir málum þannig háttað að samningar þeirra sem ekki eiga afturkvæmt við starfsleigufyrirtæki séu útrunnir og því ekki hægt að halda uppi nein- um kröfum um að þeir fái vinnu sína aftur. „Annað sem hangir á spýtunni er fyrirætlun Impregilo um að bæta við fleiri kínverskum verkamönnum, en það er alfarið háð stjórnvaldsákvörðun Vinnumála- stofnunar hvort það verður heimil- að,“ sagði hann. Þrálátur orðrómur er í gangi á Kárahnjúkum um að kínversku verkamennirnir séu á umtalsvert lægri launum en aðrir, en svo mun ekki vera. „Ég hef heyrt þessar sög- ur, en gögnin sem ég hef undir höndum og fæ að sjá sýna ekki ann- að en að verið sé að uppfylla virkj- anasamninginn,“ sagði Oddur og bætti við að Kínverjarnir staðfesti það líka sjálfir hvaða kjör þeir búi við. - óká Málaferlin geta tafið Íslandsför Fischers Bobby Fischer fær formlegt boð um landvistarleyfi í dag. Unnusta hans hefur boðað blaðamannafund um málið. Landvistarleyfi hans verður tímabundið og felur ekki í sér atvinnuleyfi. UTANRÍKISMÁL Þórður Ægir Óskars- son, sendiherra í Japan, gerði í gær bæði japönskum stjórnvöld- um og Bobby Fischer sjálfum grein fyrir ákvörðun stjórnvalda um að bjóða Fischer dvalarleyfi. Þórður ræddi við Fischer í síma í gær, en afhendir honum formlegt erindi með boðinu í dag. Þá hefur unnusta Fischers boðað að í dag verði haldinn blaðamannafundur um málið. Þórður Ægir segir erfitt að segja til um hversu langur tími kunni að líða þar til Fischer gæti komið til Íslands, en sendiráðinu hefur verið falið að vera honum innan handar með þau mál. „Það er háð þessari málsókn sem hann rekur fyrir dómstólum hér,“ sagði hann og taldi ólíklegt að japönsk stjórnvöld myndu framselja Fischer sendiráðinu. „Núna snýst þetta um hvað hann ákveður sjálf- ur, hvort hann hættir við mála- ferlin, því til að fá afstöðu jap- anskra stjórnvalda þarf hann að gera það. Þau geta ekki gripið inn í málaferlin.“ Fari svo að Fischer haldi sig við málshöfðun sína á hendur Japönum getur það tafið mál nokkuð. „Niðurstöðu í þeim er alla vega ekki að vænta fyrir ára- mót,“ sagði Þórður. Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, telur líklegast að annað hvort fái Fischer al- mennt landvistarleyfi, eða þá leyfi af mannúðarástæðum. Yfir- völd hér hafa áréttað að Fischer standi ekki til boða pólitískt hæli, líkt og hann hefur farið fram á, en slíku hæli fylgja meiri réttindi hvað varðar atvinnu. Georg segir að almennu dval- arleyfi fylgi öll réttindi sem aðrir útlendingar hafa. „Ef hann dvelst hér í sex mánuði felst í því að- gangur að sjúkrakerfi okkar og félagsþjónustu,“ segir hann og bætir við að líklegast yrði dvalar- leyfi Fischers tímabundið, að minnsta kosti fyrst í stað. Þá seg- ir Georg að í ákvörðun þeirri sem tekin hafi verið um að veita Fischer dvalarleyfi felist ekki réttur til atvinnuleyfis. Georg sagði að ef Bandaríkjamenn færu fram á framsal Fischers væri það mál sem dómsmálaráðuneytið þyrfti að leysa úr. olikr@frettabladid.is Páfagarður: Páfi rekur tvo presta LONDON, AFP Tveir írskir prestar sem dæmdir hafa verið fyrir kyn- ferðisofbeldi á börnum hafa verið sviptir hempu sinni, samkvæmt skipun frá Jóhannesi Páli II, páfa kaþólsku kirkjunnar. Þeir eru fyrstu írsku prestarn- ir sem eru reknir af páfa síðan hneykslismál vegna kynferðis- ofbeldis gegn börnum riðu yfir írsku kirkjuna. Prestarnir geta ekki áfrýjað ákvörðuninni. ■ SLUPPU ÓTRÚLEGA VEL Allir þrír ökumenn bílanna sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut um sjöleytið í gærkvöld voru sendir á slysadeild. Enginn þeirra reyndist alvarlega slasaður. Reykjanesbraut: Þriggja bíla árekstur LÖGREGLUMÁL Ökumenn þriggja bíla voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut við Hnoðraholt í Garðabæ í gærkvöld. Brautin var lokuð í tæpar tvær klukkustundir vegna slyssins. Óvíst var um ástand eins mann- anna en vakthafandi læknir á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi sagði að eftir rannsóknir virtist sem hann væri ekki alvarlega slasaður. Ökumenn voru einir í bílunum; jeppa og tveimur fólksbílum. Hinir ökumennirnir tveir reyndust lítið slasaðir eftir skoðun. Báðir fólks- bílarnir eru ónýtir og voru fluttir með kranabíl af slysstað. - gag Andlát gamals manns: Beðið um lög- reglurannsókn LÖGREGLUMÁL Aðstandendur gam- als manns sem lést eftir að hafa dottið á Hrafnistu í Reykjavík hafa lagt inn beiðni um rannsókn á málinu til embættis lögreglu- stjórans í Reykjavík. Beiðnin barst í fyrradag, að sögn Egils Stephensen saksókn- ara hjá embættinu. Aðstandendurnir telja sig ekki hafa fengið nægar skýringar á því sem gerðist áður en gamli maður- inn lést. Hann var á níræðisaldri og var vistmaður á Hrafnistu. Hann hafði dottið þar 7. nóvember og verið færður upp á herbergi sitt, en hrakaði og var síðan flutt- ur á sjúkrahús. Þar kom í ljós að blætt hafði inn á heila og maður- inn var lamaður öðru megin. Hann lést svo 13. nóvember á sjúkrahúsinu. - jss „Nei, ég á nú ekki von á því. Hins vegar mættu þeir alveg veita hon- um pólitískt hæli. Hann er kolólög- legur í landinu eins og er.“ Ríkið keypti teikningar Sigmunds Jóhannssonar, sem birst hafa í Morgunblaðinu síðustu fjörutíu ár, á 18 milljónir króna. Vakna spurningar um frekari kaup á teikningum listamanna. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason gæðir Grim lífi í Fréttablaðinu. SPURNING DAGSINS Hallgrímur, áttu von á að ríkisstjórnin kaupi Grim? Árásin í Mosfellsbæ: Gæsluvarðhald framlengt í sex vikur LÖGREGLAN Bráðabirgðaniðurstöð- ur vegna árásarinnar á Ragnar Björnsson í Mosfellsbæ um síð- ustu helgi hafa leitt í ljós að Ragnar lést af völdum höggs á kjálka og gagnauga. Hálfþrítug- ur Mosfellingur, Loftur Jens Magnússon, hefur játað að hafa gefið Ragnari högg á sveita- kránni Ásláki aðfaranótt sunnu- dags. Rannsókn lögreglunnar á and- láti Ragnars er langt komin. Loftur Jens hefur verið í gæslu- varðhaldi á Litla-Hrauni síðustu daga og hefur gæsluvarðhaldið verið framlengt í sex vikur í ljósi alvarleika málsins. Loftur Jens verður því í haldi til 27. janúar nema Hæstiréttur breyti úr- skurðinum. Björn Ólafur Hall- grímsso hrl. er lögmaður Lofts Jens og hefur hann kært úr- skurðinn. Hugsanlegt er að Lofti Jens verði haldið inni þar til dómur hefur fallið þó að rannsókn sé lokið. Útför Ragnars Björnssonar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. - ghs Erlend umfjöllun: Þrátefli hjá Fischer UTANRÍKISMÁL Dvalarleyfi Bobby Fischer hér á landi hefur vakið heimsathygli og greint hefur ver- ið frá þróun mála í helstu fjölmiðl- um. BBC rifjaði upp að árið 1972 hafi Fischer og Rússinn Boris Spassky teflt hér. Þá hafa rúss- neskir fjölmiðlar fagnað ákvörð- un Íslendinga, enda mikil virðing borin fyrir Fischer í Rússlandi fyrir að vera einhver mesti skák- snillingur sem uppi hefur verið. Ástralskir miðlar hafa nokkuð gert úr því að um þrátefli sé að ræða hjá Fischer, enda gæti farið svo að Japanir sendi hann til Bandaríkjanna, falli hann frá lög- sókn á hendur þeim, og ekki sé hann öruggur í Íslandsvistinni, því hann hafi ekki fengið pólitískt hæli eins og hann fór fram á. - óká FRÁ ATHAFNASVÆÐI IMPREGILO VIÐ KÁRAHNJÚKA Aðaltrúnaðarmaður starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun telur ekki að undra þó svo að brottfall verði í starfsliði í fríum vegna erfiðra aðstæðna á virkjanasvæðinu. Síð- asta mánuðinn hafi veður verið slæmt og hann hafi síðast í gær heyrt í portúgölsk- um verkamanni sem vildi komast heim. ÚTFÖRIN GERÐ FRÁ DÓMKIRKJUNNI Útför Ragnars Björnssonar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI BOBBY FISCHER Fischer var myndaður 10. ágúst síðastliðinn þegar hann var fluttur frá skrifstofu innflytj- endaeftirlitsins japanska í Narita, nærri Tókýó. Ekki er enn ljóst hvenær von gæti orðið á Fischer hingað til lands, en falli hann ekki frá málaferlum í Japan er búist við að þau geti dregist fram yfir áramót. AP M YN D Réttarhöld í Írak: Saddam síðastur GENF, AFP Dómsmálaráðherra Íraks hefur sagt að síðast verði réttað yfir Saddam Hussein af tólf leiðtogum gömlu stjórnar landsins. Einnig kom fram að þetta yrði ekki fyrr en „löngu eftir“ kosningarnar í janúar. Einnig kom fram að réttað yrði yfir Barzan Ibrahim Hass- an al-Tikriti, aðstoðarmanni Saddams og hálfbróður, á eftir Ali Hassan al-Majid. Réttarhöld- in yfir al-Majid eru fyrst á dag- skrá. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því Hussein var handtekinn í Írak. ■ 02-03 16.12.2004 21:18 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.