Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 14

Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 14
17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Dæmdur í skilorðsbundið sex mánaða fangelsi: Fékk skilorð fyrir að skalla mann DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkams- árás. Honum var gert að greiða þeim sem hann réðst á tæplega 300 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn skallaði annan mann í andlitið þannig að hann féll í göt- una í miðbæ Akureyrar í janúar árið 2003. Við árásina nefbrotnaði þolandinn auk þess sem hann brotnaði á litla fingri hægri hand- ar. Árásarmaðurinn játaði brot sitt við þingfestingu málsins en sagði það hafa verið sjálfsvörn. Dómnum þótti hins vegar ekkert í framburði vitna benda til þess að þolandinn hefði ráðist á eða ógnað árásarmanninum, sem var fund- inn sekur um verknaðinn. Hann á að baki nokkurn sakaferil og hefur einu sinni áður verið fund- inn sekur um alvarlega líkams- árás sem varðar við 218. grein almennra hegningarlaga. Manninum var gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal 120 þúsund krónur í málsvarnar- laun verjanda síns. - hrs Jólasnjórinn kominn á Akureyri: Vantar meiri snjó í Hlíðarfjall SKÍÐASVÆÐIN Enn vantar töluverð- an snjó í Hlíðarfjall við Akureyri til að hægt sé að opna þar skíða- svæðið. Í fyrra var opnað 13. desember en að jafnaði er svæðið opnað almenningi síðari hluta janúarmánaðar. Starfsmenn Skíðastaða í Hlíðarfjalli eru til- búnir í slaginn um leið og snjóalög leyfa og staðarhaldarinn í fjallinu útilokar ekki að hægt verði að opna fyrir jól en telur það þó fremur hæpið. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Skíða- staða í Hlíðarfjalli, þarf ekki mjög mikið af snjó í viðbót til að hægt sé að opna svæðið. „Það er kom- inn þokkalegur grunnur í brekk- urnar og nú bíðum við bara eftir nokkrum góðum snjókomudögum. Veðurklúbburinn á Dalvík á ekki von á mikilli snjókomu fyrr en í janúar og samkvæmt spá Veður- stofunnar, fyrir næstu daga, má búast við éljagangi. Ég er því ekk- ert allt of bjartsýnn á að hægt verði að opna fyrir jól en við sjá- um til,“ sagði Guðmundur. - kk Fjarlægðin ver okkur fuglaflensu Ólíklegt er talið að fuglaflensa geti borist hingað með farfuglum. Aðrir sjúk- dómar sem berast með dýrum færast þó nær eftir því sem loftslag breytist og nýjar tegundir stinga sér niður hér. Nefndir eru bæði sniglar og blóðmaurar. HEILBRIGÐISMÁL Hverfandi hætta er talin á því að farfuglar geti borið hingað fuglaflensu, að mati Auðar Lilju Arnþórsdóttur, sóttvarna- dýralæknis hjá yfirdýralæknis- embættinu. „Út af fyrir sig er hins vegar áhugavert að skoða straum farfugla frá þessum löndum þar sem hættan er mest,“ segir Auður Lilja og bætir við að vitað sé um andfugla sem fari yfir Síberíu, nið- ur Finnland og yfir Danmörku til Þýskalands. Hún segir mjög litlar líkur á að smit gæti borist hingað vegna skörunar við aðra farfugla. „Við erum í einna minnstri hættu hér á landi, nema auðvitað að fram komi stökkbreytt afbrigði sem smit- ast á milli manna.“ Í Asíu hefur fuglaflensa greinst í villtum fuglum, síðast fyrir hálfum mánuði í dauðum gráhegra sem fannst í Hong Kong nærri landamærunum við Kína. Hegrinn var sýktur af H5N1 fuglaflensuvírusnum, en hann hefur á árinu orðið yfir 30 manns að bana í Víetnam og Taílandi. Í síðasta mánuði fannst annar dauður gráhegri með H5N1 vírus- inn á sama svæði og í janúar fannst dauður förufálki sem einnig greindist með fuglaflensu. Fólk getur smitast af fuglaflensuvírusnum af sýktum fuglum, en hann smitast ekki á milli manna. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur uppi viðbún- að af ótta við að fram komi stökk- breytt afbrigði vírussins sem valdið gæti mannskæðum heims- faraldri. Búist er við að allt að sjö milljón manns gætu látist um heim allan í slíkum faraldri. „Að- alfarfuglarnir sem hætta er af er fólkið, það er að segja ef stökk- breyting verður í vírusnum,“ segir Auður Lilja. Auður Lilja segir þó ekki hægt að neita því að nokkur fjöldi sjúk- dóma sem borist geti með dýrum færist nær landinu. „Við erum auðvitað mjög á verði gagnvart slíkum sjúkdómum. Það eru ýms- ir af þessum veirusjúkdómum og líka fleira sem kemur til af breytt- um aðstæðum, svo sem hlýnandi veðurfari. Margir af þessum sjúk- dómum þurfa millihýsla sem við erum laus við hér,“ segir hún, en bætir við að vitanlega þurfi að vera á varðbergi gagnvart nýjum tegundum sem hér geti stungið sér niður. „Við vitum um þessa snigla sem hér eru að koma,“ segir hún og bætir við að hér hafi einnig fundist stöku blóðmaurar sem algengir eru á Norðurlöndun- um, en hafi hingað til ekki fundist hér. „Þetta er nokkuð sem við erum vakandi fyrir, en þeir geta borið með sér veirur.“ olikr@frettabladid.is ,,Margir af þessum sjúkdómum þurfa milli- hýsla sem við erum laus við hér. – hefur þú séð DV í dag? Loftur verður í fangelsi um jólin eftir hnefahöggið afdrifaríka Nágrannahundur huggaði kærustuna eftir árásina Handverksmarkaður Garðatorgi í Garðabæ Alla laugardaga til jóla Pakkatilbo› Diskur, nemi og móttakari 24.900.-Tilbo› Reikna›u dæmi› til enda og fá›u stafrænar opnar sjónvarpsrásir um gervihnött. B‡›ur ma. upp á BBC, Sky News, CNN o.fl. Echostar DSB-780 FTA Móttakari fyrir opnar rásir. Opi› laugardag f rá k l . 10 -16 Gæ›in hafa nafn E I C O S k ú t u v o g i 6 S í m i 5 7 0 4 7 0 0 w w w . e i c o . i s Í KJÚKLINGABÚI Í Asíu hefur komið upp að fuglaflensa greinist í kjúklingabúum. Engin hætta er talin á að fuglaflensusýking gæti borist í bú hér, enda sáralitlar líkur á að farfuglar komist í tæri við sjúkdóminn og enn minni líkur á að þeir gætu borið hann heim. Þá eru viðhafðar miklar sjúkdómavarnir í búum hér. AKUREYRI Maðurinn sagðist hafa skallað manninn í andlitið í sjálfsvörn. STAÐARHALDARINN Í HLÍÐARFJALLI Guðmundur Karl Jónsson bíður eftir nokkrum góðum snjókomudögum.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 14-15 16.12.2004 20:40 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.