Fréttablaðið - 17.12.2004, Side 18
18 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR
SJÁLFSTÆÐIS MINNST
Íbúar Bangladess minntust þess í gær að
33 ár eru liðin síðan landið bar sigurorð
af Pakistan í frelsistríðinu. Ungir drengir
frá Bangladess tóku í gær þátt í þjóðhátíð-
arhöldum á Þjóðarleikvanginum í borginni
Dhaka.
Heildarafli dregst saman um 15% milli ára:
Aldrei meira veitt af sumargotsíld í nóvember
SJÁVARÚTVEGUR Heildarfiskafli
fyrstu ellefu mánuði ársins var
fimmtán prósentum minni en á
sama tíma í fyrra, 1.643 þúsund
tonn á móti 1.890 þúsund tonnum.
Í tilkynningu Fiskistofu kemur
fram að minni afli uppsjávarteg-
unda skýri aflasamdráttinn milli
ára. „Afli í síld, loðnu og kolmunna
var 255 þúsundum tonnum minni
en á sama tíma í fyrra. Hinsvegar
var tuttugu þúsunda tonna aukning
í afla þorsks og sama gildir um
ýsuafla,“ segir þar.
Þá kemur fram að um þessar
mundir liggi rækju- og hörpudisk-
veiðar við Ísland nánast niðri. „Afli
þessarra tegunda var aðeins 552
tonn en lengst af var nóvember
einn af betri aflamánuðunum.“
Bent er á að í nóvember árið 1996
hafi veiðst 9.500 tonn af rækju og
hörpudiski.
Í tilkynningu Fiskistofu kemur
jafnframt fram að afli íslensku
sumargotssíldarinnar í nóvember
hafi verið sá mesti frá upphafi, eða
ein 54.996 tonn. „Næstmestur var
síldaraflinn í nóvember í fyrra en
þá var hann 49.164 tonn.“ - óká
Lítil von um að
finna barnsræningjann
Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi í nóvember.
Yfirlögregluþjónn í Kópavogi segir lögregluna vera nánast stopp í rannsókn málsins eftir að hafa
kannað allar ábendingar.
LÖGREGLUMÁL Rannsókn á brott-
námi níu ára stúlku í Kópavogi í
nóvember hefur ekki borið árang-
ur að sögn Frið-
riks Smára Björg-
vinssonar, yfir-
lögregluþjóns í
Kópavogi. Hann
segir allar ábend-
ingar sem lög-
reglan fékk hafa
verið kannaðar án
þess að þær hafi
leitt til handtöku. Friðrik segir
mjög svekkjandi að ekki hafi tek-
ist að upplýsa þetta alvarlega mál.
Friðrik segir ábendingar hætt-
ar að berast lögreglu og því lengri
tími sem líður frá verknaðinum
eru minni líkur á að það takist að
upplýsa málið. Hann segir málið
erfitt og það takist ekki alltaf að
leysa mál þó að allt sé lagt í söl-
urnar. „En það er ekki öll nótt úti
enn, það er alltaf von,“ segir Frið-
rik.
Við hringtorgið á mótum Álf-
hólsvegar og Bröttubrekku í
Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl
sinn, fór út og kynnti sig sem lög-
reglumann fyrir stúlkunni. Hann
sagði stúlkunni að móðir hennar
hefði lent í slysi og lægi þungt
haldin á sjúkrahúsi og hann ætti
að ná í hana. Maðurinn virðist
hafa ekið með stúlkuna beint upp
á Mosfellsheiði. Á veginum upp að
Skálafelli hálffesti hann bílinn í
snjókrapi. Eftir að hafa náð að
losa bílinn skildi hann stúlkuna
eftir í myrkrinu og kuldanum.
Hún gekk niður á Þingvallaveg
þar sem hún stöðvaði akandi
mann sem kom henni í réttar
hendur en þá voru um tveir tímar
síðan henni var rænt. Fyrst var
farið með stúlkuna til skoðunar á
sjúkrahúsi og er ekki grunur um
líkamlegt eða kynferðislegt of-
beldi. Friðrik segir að rætt hafi
verið við rúmlega þrjátíu menn
sem falla undir lýsingu stúlkunn-
ar á manninum. Hún sagði hann
vera um tvítugt, sköllóttan, með
gleraugu með svartri umgjörð og
með skeggtopp undir neðri vör. Þá
hefur verið rætt við manninn sem
tók stúlkuna upp í og foreldra
hennar. Ekki leikur grunur á að
stúlkan hafi sagt ósatt til um það
sem gerðist.
hrs@frettabladid.is
SUF mærir ráðherra:
Mismunun
afnumin
STJÓRNMÁL Stjórn Sambands ungra
f r a m s ó k n a r -
manna (SUF)
fagnar því að
Jón Kristjáns-
son heilbrigðis-
ráðherra skuli
beita sér fyrir
endurskoðun
reglna um end-
urgreiðslu gler-
augna og linsa
fyrir börn. Í til-
kynningu sam-
bandsins kemur fram að unnið sé
að því að gleraugu og linsur fyrir
börn verði skilgreind sem hjálp-
artæki og greiðsluþátttaka ríkis-
ins vegna þeirra verði sú sama og
gildir um önnur slík.
„Stjórn SUF telur það réttlæt-
ismál að börnum sé ekki mismun-
að þannig að sum þeirra njóti
stuðnings við kaup á hjálpartækj-
um en önnur ekki,“ segir í tilkynn-
ingunni. - óká
FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON
Í þessu máli eins og öðrum verða líkurnar minni á að upplýsa málið eftir því sem lengra
líður frá verknaðinum.
HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson,
heilbrigðis-og tryggingamálaráð-
herra, tók s.l. miðvikudag form-
lega í notkun nýtt og mjög öflugt
segulómtæki á myndgreiningar-
deild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri (FSA). Reiknað er með
að 800 til 1000 sjúklingar af lands-
byggðinni muni njóta góðs af tæk-
inu árlega en sex til átta vikna bið
hefur verið eftir að komast í sam-
bærilegt tæki í Reykjavík.
Fram kom í máli heilbrigðis-
ráðherra við vígsluna að hann
teldi að með tækinu væri stigið
risaskref varðandi þjónustu FSA
við sjúklinga á svæðinu. „Þetta
tæki skapar nýja möguleika til
rannsókna, eykur þjónustu við
fólkið á svæðinu og styrkir stöðu
spítalans sem hátæknispítala,“
sagði Jón.
Tækið er keypt á fimm ára
rekstrarleigusamningi, með
möguleika á framlengingu til
tveggja ára, og er árlegur kostn-
aður við samninginn um 30 millj-
ónir króna en verður lægri á
framlengingartímanum, verði
hann nýttur. kk@frettabladid.is
TÆKIÐ TEKIÐ Í NOTKUN.
Halldór Benediktsson, yfirlæknir mynd-
greiningardeildar FSA, sýnir Jóni Kristjáns-
syni heilbrigðisráðherra og fleirum hvernig
tækinu er stjórnað.
Heilbrigðisráðherra vígði nýtt segulómtæki:
Eitt stærsta framfara-
skref í þjónustu FSA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
,,En það er
ekki öll
nótt úti
enn, það er
alltaf von.
JÓN
KRISTJÁNSSON
SÍLDARLÖNDUN Metveiði var í sumar-
gotsíld í nóvember, annað árið í röð,
samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Veið-
ar á rækju og hörpudiski hafa hins vegar
hrunið niður í hálft tonn á ári úr tæpum
tíu tonnum fyrir nokkrum árum.
18-19 16.12.2004 19:24 Page 2