Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 78
„Ég var fimm ára. Þá fékk ég dúkku í
jólagjöf. Það var nú eiginlega bara
eina jólagjöfin sem maður fékk í þá
daga. Hún var frá pabba og mömmu.
Það var voða mikil gleði,“ segir Bára
Sigurjónsdóttir athafnakona sem rak
lengi verslunina Hjá Báru á Hverfis-
götu: „En svo vorum við krakkarnir
með stjörnuljós. Ég hélt á stjörnu-
ljósi og missti það ofan á beran
magann á dúkkunni og það kom
stórt gat á magann. Þessu gleymi ég
aldrei.“ Bára segir margar gjafir
hafa verið skemmtilegar og eftir-
minnilegar síðan hún fékk dúkkuna
en sorgin sem hafi gripið hana við
brunann á dúkkunni hafi hugsan-
lega greipt gjöfina enn frekar í
huga hennar: „Við vorum fimm
systkinin og við systurnar þrjár
fengum allar eins. Það var ekki gert
upp á milli.“ Rúm sjötíu ár eru síðan
Bára fékk dúkkuna og er hún týnd og tröllum gefin.
Bára segir að þrátt fyrir að dúkkan hafi skemmst
hafi ný ekki verið keypt. Það hafi ekki tíðkast í þá
daga: „Það eru komin rúm sjötíu ár síðan. Það var
nú ekki austurinn þá eins og er í dag í jólagjöfum.“
FÖSTUDAGUR 17. desember 2004
www.bluelagoon.is • bluelagoon@bluelagoon.is • 420 8800
Kynning á
BLUE LAGOON
vörum
Lyf & heilsa, Kringlunni
frá klukkan 14–19
föstudag og laugardag
í Lyf & heilsu, Kringlunni
Ef þú kaupir BLUE LAGOON vörur
fyrir 4.000 kr. eða meira færð þú
algae & mineral body lotion og
scrub að verðmæti 1.795 kr. að gjöf.
Þeir eru kröftugir Knorr teningarnir. Taktu enga áhættu
við sósugerðina með hamborgarhryggnum um jólin.
Knorr kjötteningarnir gefa sósunni þinni rétta bragðið.
Notaðu Knorr teninga – í krafti bragðsins.
SVÍNSLEGA KRÖFTUGIR
BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR, FYRRVERANDI VERSLUNARMAÐUR
Fimm ára og fékk fallega dúkku
Eftirminnilegasta jólagjöf Þórsteins Ragnarssonar
forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er amerísk
drossía, sem hann fékk þegar hann var tíu eða ellefu
ára. „Foreldrar mínir gáfu mér drossíuna,“ sagði
hann. „Þetta þótti frekar fín gjöf. Þó var það alveg
til að strákar fengju slíkar gjafir. Það var ekkert
ríkidæmi á mínu heimili og ekki verið að kaupa
neitt sem átti að slá allt út.“ Þórsteinn kvaðst ekki
alveg viss um hvort drossían góða væri enn til, en ef
svo væri þá væri hún á háaloftinu hjá foreldrum
hans í Auðarstrætinu í Reykjavík. „Þetta var lengi
uppáhaldsgripur hjá mér. Ég hélt henni alveg eins
og stofustássi. En svo komust börn yngri systkina
minna í hana og þá höfðu þau ekki sömu tilfinning-
ar og ég.“
ÞÓRSTEINN RAGNARS SON
Amerísk drossía
ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR
Dúkkuvagninn
frá ömmu
Ásthildur Helgadóttir segir eftirminnilegustu jóla-
gjöfina vera dúkkuvagn sem hún fékk frá ömmu
sinni. „Ég bjó í Svíþjóð og var rétt byrjuð að tala ís-
lensku þegar amma spurði mig hvað ég vildi fá í
jólagjöf og ég sagði henni að ég vildi dúkkuvagn,“
segir Ásthildur sem fékk dýrasta og flottasta
dúkkuvagninn. Hún notaði vagninn mikið en þegar
hún óx upp úr því að leika sér með dúkkur fékk
frænka hennar, sem er sjö árum yngri, vagninn
góða. „Ég veit ekki hvar vagninn er í dag. Frænka
mín man ekki einu sinni eftir að hafa fengið vagn-
inn sem er mjög sárt.“
76-77 (44-45) Jól 16.12.2004 20:49 Page 3