Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 17.12.2004, Blaðsíða 78
„Ég var fimm ára. Þá fékk ég dúkku í jólagjöf. Það var nú eiginlega bara eina jólagjöfin sem maður fékk í þá daga. Hún var frá pabba og mömmu. Það var voða mikil gleði,“ segir Bára Sigurjónsdóttir athafnakona sem rak lengi verslunina Hjá Báru á Hverfis- götu: „En svo vorum við krakkarnir með stjörnuljós. Ég hélt á stjörnu- ljósi og missti það ofan á beran magann á dúkkunni og það kom stórt gat á magann. Þessu gleymi ég aldrei.“ Bára segir margar gjafir hafa verið skemmtilegar og eftir- minnilegar síðan hún fékk dúkkuna en sorgin sem hafi gripið hana við brunann á dúkkunni hafi hugsan- lega greipt gjöfina enn frekar í huga hennar: „Við vorum fimm systkinin og við systurnar þrjár fengum allar eins. Það var ekki gert upp á milli.“ Rúm sjötíu ár eru síðan Bára fékk dúkkuna og er hún týnd og tröllum gefin. Bára segir að þrátt fyrir að dúkkan hafi skemmst hafi ný ekki verið keypt. Það hafi ekki tíðkast í þá daga: „Það eru komin rúm sjötíu ár síðan. Það var nú ekki austurinn þá eins og er í dag í jólagjöfum.“ FÖSTUDAGUR 17. desember 2004 www.bluelagoon.is • bluelagoon@bluelagoon.is • 420 8800 Kynning á BLUE LAGOON vörum Lyf & heilsa, Kringlunni frá klukkan 14–19 föstudag og laugardag í Lyf & heilsu, Kringlunni Ef þú kaupir BLUE LAGOON vörur fyrir 4.000 kr. eða meira færð þú algae & mineral body lotion og scrub að verðmæti 1.795 kr. að gjöf. Þeir eru kröftugir Knorr teningarnir. Taktu enga áhættu við sósugerðina með hamborgarhryggnum um jólin. Knorr kjötteningarnir gefa sósunni þinni rétta bragðið. Notaðu Knorr teninga – í krafti bragðsins. SVÍNSLEGA KRÖFTUGIR BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR, FYRRVERANDI VERSLUNARMAÐUR Fimm ára og fékk fallega dúkku Eftirminnilegasta jólagjöf Þórsteins Ragnarssonar forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er amerísk drossía, sem hann fékk þegar hann var tíu eða ellefu ára. „Foreldrar mínir gáfu mér drossíuna,“ sagði hann. „Þetta þótti frekar fín gjöf. Þó var það alveg til að strákar fengju slíkar gjafir. Það var ekkert ríkidæmi á mínu heimili og ekki verið að kaupa neitt sem átti að slá allt út.“ Þórsteinn kvaðst ekki alveg viss um hvort drossían góða væri enn til, en ef svo væri þá væri hún á háaloftinu hjá foreldrum hans í Auðarstrætinu í Reykjavík. „Þetta var lengi uppáhaldsgripur hjá mér. Ég hélt henni alveg eins og stofustássi. En svo komust börn yngri systkina minna í hana og þá höfðu þau ekki sömu tilfinning- ar og ég.“ ÞÓRSTEINN RAGNARS SON Amerísk drossía ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Dúkkuvagninn frá ömmu Ásthildur Helgadóttir segir eftirminnilegustu jóla- gjöfina vera dúkkuvagn sem hún fékk frá ömmu sinni. „Ég bjó í Svíþjóð og var rétt byrjuð að tala ís- lensku þegar amma spurði mig hvað ég vildi fá í jólagjöf og ég sagði henni að ég vildi dúkkuvagn,“ segir Ásthildur sem fékk dýrasta og flottasta dúkkuvagninn. Hún notaði vagninn mikið en þegar hún óx upp úr því að leika sér með dúkkur fékk frænka hennar, sem er sjö árum yngri, vagninn góða. „Ég veit ekki hvar vagninn er í dag. Frænka mín man ekki einu sinni eftir að hafa fengið vagn- inn sem er mjög sárt.“ 76-77 (44-45) Jól 16.12.2004 20:49 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.