Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 82

Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 82
SAW Er sallafín hryllingsmynd sem kemur skemmtilega á óvart. Hún er vissulega og sem betur fer óhugguleg og á köflum mið- ur geðsleg en leikstjórinn missir þó aldrei tökin á viðbjóðnum og subbuskapurinn verður því aldrei yfirgengilegur. Saw „Endaprettur Saw er líklega óvæntasti endir sem sést hefur í bíó frá því Morgan Freeman fann haus- inn á Gwyneth Paltrow í pappakassa í Seven.“ ÞÞ Open Water „Myndin er alls ekki gallalaus en eftir stendur samt frumleg saga sem á köflum er bæði hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg.“ EÁ Íslenska sveitin „Íslenska sveitin er á köflum mjög smart, skemmti- lega tekin en er fyrst og fremst skemmtileg heim- sókn til Íslendinga í byssuleik og þeir eru vitaskuld mátulega sveitalubbalegir eins og við er að búast.“ ÞÞ The Polar Express „Sagan sem hér er sögð er einföld og sígild og það má segja að hér sé boðið upp á tæknivætt til- brigði við gamalt stef þar sem rauði þráður mynd- arinnar er mikilvægi þess að finna hinn sanna anda jólanna innra með sér og skynja friðinn og gleðina sem fylgir hátíðinni.“ ÞÞ Bad Santa „Sérstaklega skemmtileg og hressandi svört kómedía fyrir þá sem hafa vott af gálgahúmor. Billy Bob Thornton fer á kostum sem drykkfelldur jólasveinn, svarti dvergurinn Tony Cox sýnir stórleik sem jólaálfur og Lauren Graham leikur vergjarna gyðingastelpu með blæti fyrir jólasveinum. Hittir beint í mark.“ EÁ Bridget Jones: The Edge of Reason „Framhaldið er heldur þunnt enda reynt að byggja á sama söguþræði og í síðustu mynd með smá ferðalagi til annarra landa. Leikararnir standa þó fyrir sínu og sumir brandarar virka ágætlega – þótt margir þeirra hafi verið fyrirséðir hálfa myndina.“ KH The Grudge „Þessi hrollur sver sig í ætt við The Ring og nær upp skemmtilega óhugnanlegri stemningu. Frá- sögnn er hins vegar brotakennd þannig að spennuföll verða jafn óðum og myndin nær aldrei almennilegu flugi. Myndin er endurgerð japanskrar frummyndar og austræna draugaraunsæið er svo- lítið á skjön við það sem vestrænir bíógestir eiga að venjast. Þá er Sarah Michelle Gellar afar slöpp í aðalhlutverkinu.“ ÞÞ Two Brothers „Saga bræðranna tveggja er hjartnæm og hlý og það er sennilega ekki hægt að lýsa henni betur en með þeim orðum að hér sé á ferðinni alvöru fjöl- skyldumynd af gamla skólanum.“ ÞÞ Shall We Dance? „Rómantíkin og ástarþráin svífur því yfir vötnum í Shall We Dance? en dramað og tilfinningarnar rista þó aldrei nógu djúpt til þess að myndin hreyfi al- mennilega við áhorfandanum.“ ÞÞ Shark Tale „Mafíuhákarlarnir eru einu persónurnar sem eitt- hvað er spunnið í og þar eru þeir áberandi bestir Robert De Niro sem gerir góðlátlegt grín að sjálf- um sér í hlutverki Don Linos og Michael Imperioli. Þessir gaurar kunna mafíósataktana utanbókar og blása smá lífi í staðna sögu.“ ÞÞ Dodgeball „Hefst þá hin skemmtilegasta atburðarás sem heldur manni brosandi allan tímann, það vantar ekki. Og spenntum. En maður liggur aldrei afvelta af hlátri, eins og maður bjóst við að maður myndi gera.“ GS FÖSTUDAGUR 17. desember 2004 [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ Stuðmenn voru með allt á hreinu árið 1982 og slógu hressilega í gegn með bíómyndinni Með allt á hreinu sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði. Langþráð framhald þessarar sígildu myndar verður frumsýnt á öðrum degi jóla í Smárabíói, Regnboganum, Laug- arásbíói, Borgarbíói Akureyri og Selfossbíói. Titill nýju myndarinnar, Í takt við tímann, segir vitaskuld allt sem segja þarf um aðstandendur hennar en Stuðmenn eru jafnan með puttann á þjóðarpúlsinum og það má því ætla að það verði engu minna fjör í nýju myndinni þó all- ar helstu persónur séu orðnar 22 árum eldri. Það eru sem fyrr söngvararnir Kristinn Styrkársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermundardóttir sem eru í forgrunni en brösótt ástarsamband þeirra fékk, eins og alþjóð veit, sviplegan endi á þjóð- hátíð í Herjólfsdal í lok Með allt á hreinu. Stuðmenn eru í upphafi Í takt við tímann aðeins lítið tríó á hótel- bar á Spáni, þó að hljómsveitar- stjórinn Frímann eigi sér enn drauma um litríkan frama á tón- listarbrautinni. Stuðmenn vita líka að Ísland er land tækifær- anna, þar sem nýsköpunarverk- efnin bjóðast hvert sem litið er. Dúddi er löngu hættur að róta og leggur nú stund á öllu andlegri störf og virðist sá eini sem hefur slegið almennilega í gegn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Langt því frá. ■ Vegamyndin Sideways rakaði saman sjö Golden Globe-verð- launatilnefningum á dögunum og er meðal annars tilnefnd sem besta myndin í flokki söngleikja eða gamanmynda. Myndin verður frumsýnd í Smárabíói og Regn- boganum þann 21. janúar þannig að Íslendingar geta smakkað á herlegheitunum fyrir Golden Globe-verðlaunaafhendinguna sem fer fram 16. janúar. Sideways segir frá skakkaföll- um félaganna Miles, sem hinn kostulegi Paul Giamatti leikur, og Jack (Thomas Haden Church). Miles er alkóhólískur minnipoka- maður og misheppnaður rithöf- undur sem er að jafna sig eftir skilnað og býður gömlum vini sín- um í vínsmökkunarferð. Jack er að fara að gifta sig viku síðar en slær til aðallega til þess að njóta frelsisins í síðasta sinn. Þessir ferðafélagar eru eins ólíkir og hugsast getur. Jack er kvennagull en Miles áhyggjufullur lúser. Jack er slétt sama um gæði víns bara ef hann fær að drekka á meðan Miles leitar að fullkomnun í flösku. Örlögin haga því samt þannig að þegar þeir eru komnir á áfangastað vaða þeir báðir í víni og konum og lenda í ástarævin- týrum sem verða til þess að Jack íhugar að hætta við brúðkaupið. Þeir þurfa svo að takast á við sjálfa sig, ástina og gráa fiðringinn. Höfundar Sideways eru þeir Alexander Payne og Jim Taylor, sem eiga að baki myndir á borð við About Schmidt og Election. About Schmidt var áberandi í Óskarsverðlaunakapphlaupinu í fyrra og þar sem Golden Globe þykir jafnan gefa vísbendingar um velgengi í Óskarnum má reikna með að Sideways komi sterk inn á þeim vígstöðvum. ■ STINNI STUÐ OG HARPA SJÖFN Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir endurtaka rullur sínar úr Með allt á hreinu og það gustar greinilega enn af þeim. MILES OG JACK Leita að svarinu við lífsgátunni á botni vínglassins í Sideways, sem hefur þegar land- að sjö Golden Globe-tilnefningum og þykir líkleg til að skjóta upp kollinum í Óskarskapphlaupinu. Vínsmakkarar í rugli Með taktinn á hreinu 80-81 (48-49) Bíósíða 16.12.2004 19:17 Page 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.