Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 85
52 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
Memento moris, leiksýningu
Hugleiks og Leikfélags Kópavogs,
klukkan 20.30...
Jólasöngvum Kórs Langholts-
kirkju og Gradualekórs Lang-
holtskirkju klukkan 20.30. Ein-
söngvarar Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir og Ágúst Ólafsson, stjórn-
andi Jón Stefánsson...
Djassþættinum Fimm fjórðu í
umsjón Lönu Kolbrúnar Eddu-
dóttur, klukkan 16.13. Leikin lög
af Twenty something með
nýjasta ungstirni djassheimsins,
Jamie Cullum.
Tónlistarhópurinn ADAPTER flyt-
ur tónlistargjörninginn 1 mínúta
á sýningunni Ný íslensk myndlist
í Listasafni Íslands sunnudaginn
19. desember kl. 14.00 - 16.00
og miðvikudaginn 22. desember
kl. 14.00 -16.00.
Tónlistarhópurinn Adapter flytur
frumsamin tónverk tileinkuð
listaverkum á sýningunni sem
eru m.a. eftir Áka Ásgeirsson,
Önnu S. Þorvaldsdóttur og Örlyg
Benediktsson.
Tónlistarhópinn skipa: Kristjana
Helgadóttir, Gunnhildur Einars-
dóttir og Matthias Engler.
Adapter er hópur ungs tónlistar-
fólks sem hefur að markmiði að
flytja samtímatónlist. Adapter
hefur ekki aðeins áhuga á því að flytja tónlist
á hefðbundinn hátt, eins og til dæmis á tón-
leikum, heldur er annað takmark hópsins að
blanda saman listformum í samvinnu við
myndlistarmenn, rithöfunda, dansara o.s.fv.
Kl. 23.30
Miðnæturtónleikar í Víðistaðakirkju.
Margrét Sigurðardóttir sópran og
Gunnhildur Einarsdóttir flytja fallega
aðventu- og jólatónlist frá ýmsum lönd-
um, til dæmis eftir Poulenc, Britten og
Sigvalda Kaldalóns.
menning@frettabladid.is
1 mínúta í Listasafni Íslands
Í þriðju bók Gísla Sigurðsson-
ar í ritröðinni Seiður lands og
sagna er ferðast um Suðvest-
urland þar sem áherslan er
menningarsöguleg.
Brimsorfin strönd Reykjaness,
brennisteinshverir og úfin hraun,
annars vegar, og mjúkar línurnar í
náttúru Borgarfjarðar, hins vegar,
eru viðfangsefni Gísla Sigurðssonar
í nýútkominni bók hans, Áfanga-
staðir suðvestanlands – sem er
þriðja bókin í ritröðinni Seiður
lands og sagna. Ritröð Gísla hefur
frá upphafi vakið mikla athygli
fyrir þá sérstöðu að hann vefur
saman ljósmyndum, sögulegum
fróðleik og frásögnum af fólki sem
á einhvern hátt hefur staðið upp úr
samtíma sínum.
„Markmið mitt með þessari
bókaröð hefur frá upphafi verið að
búa til bók sem hefur ekki verið
búin til áður,“ segir Gísli. „Það er að
segja, bók sem byggist jöfnum
höndum á texta og myndum, þannig
að ljósmyndirnar væru um náttúr-
una og landið eins og það er núna –
en textinn að mestu um merkilegt
fólk sem hefur búið á þessum svæð-
um frá landnámi til dagsins í dag.
Við vitum að landið er fagurt og
frítt og það er hægt að njóta þess
eins og það er en það er hægt að
njóta þess ennþá betur ef maður
þekkir eitthvað til sögunnar, bæði
atburða og einstaklinga. Þar að
auki, þá einsetti ég mér núna að búa
til fallegustu bók ársins – sem var
dálítið háleitt markmið. Ég geri það
með því að annast alla verkþættina
sjálfur. Bókin er eitt allsherjar
höfundarverk, því ég skrifa text-
ann, tek myndirnar og hanna grip-
inn. Ég veit ekki til þess að nokkur
hafi gert það áður. Ég veit að menn
hafa hannað myndabækur með
myndum – en ekki texta. Það er
kannski dálítið djarft að vera að
þessu á áttræðisaldri. Samkvæmt
því sem nú gildir í þessu þjóðfélagi
eiga menn þá helst að reyna að vera
ekki fyrir. Að minnsta kosti er ekki
gert ráð fyrir því að neitt komi frá
þeim sem gagn er í.
Hitt er svo annað mál að þegar
ég var fertugur og fimmtugur og
jafnvel sextugur, hefði ég ekki get-
að gert þessa bók jafn vel og ég geri
hana núna. Ástæðan er bæði sú
mikla viðbótarreynsla sem maður
hefur fengið í blaðamennskunni og
líka hitt að ég er með svo miklu
betri myndavélarkost núna. Ég hef
reynt að vera eins vel vopnaður þar
og hægt er.
Myndefnið er dálítið eins og
veiðar. Maður fer aftur og aftur á
öllum árstíðum í leit að sérstakri
stemningu. Stundum hittir maður á
óskastundir og stundum kemur
maður með öngulinn í rassinum. En
með því að tefla fram fegurð lands-
ins á öllum árstímum verður
myndefnið miklu magnaðra. Raun-
ar finnst mér myndræn fegurð
landsins oft vera mest á haustin,
snemma vors og á veturna – en
kannski minnst á sumrin.“
Þegar Gísli er spurður hvað hafi
komið honum mest á óvart þegar
hann fór að kafa ofan í efni bókar-
innar, er hann skjótur til svars: „Það
kom mér á óvart var hvað Reykja-
nesskaginn er merkilegt efni, bæði
myndrænt séð og efnislega. Það er
til að mynda mjög fróðlegt fyrir nú-
tíma Suðurnesjamenn að sjá mun-
inn sem er á lífi fólksins þarna núna
og eins og það var áður þegar flest-
ir voru háðir því að sækja sjó á opn-
um bátum og heimilisfeðurnir fóru
út í mikinn lífsháska í næstum
hvert einasta skipti. Það er ótrúlegt
að sjá þær upplýsingar sem þarna
var hægt að fá um allan þann mann-
skaða sem orðið hefur í þessum sjó-
plássum hér fyrr á öldum. Út af fá-
tæktinni urðu bátarnir alltaf minni
og minni. Það fækkaði teinæringum
og áttæringum og síðast var svo
komið að það var róið á meira ein
þúsund smábátum á Faxaflóasvæð-
inu. Háskinn varð alltaf meiri og
meiri eftir því sem bátarnir urðu
smærri.“
Í bókinni þræðir Gísli Reykja-
nesskagann, Kjalarnes, Hvalfjörð
og Borgarfjörð allt norður að Húsa-
felli. Og víst er að næg eru við-
fangsefnin hvað sögulegan fróðleik
varðar og því forvitnilegt að vita
hvað hann tekur fyrir í Hvalfirði.
„Í Hvalfirði tek ég fyrir herminj-
ar, bæði í Hvítanesi og á Miðsandi
og rek þar ýmislegt, til dæmis
viðureign hernámsliðsins við álaga-
bletti sem þeir voru eindregið
varaðir við. Þeir hlógu nú bara að
Íslendingum og sögðu að þetta
sýndi bara að við værum skyldir
Írum að taka mark á þessu. En það
gerði í tvígang slík ofsaveður eftir
að hróflað var við álagablettum að
braggarnir skrúfuðust upp í loftið.
Menn komust að vísu lifandi frá
þessum háska – en óskaplega
hræddir og reyndu þetta ekki
oftar.“
Gísli segir slóð þessarar þriðju
bókar vera stórskáldaslóð. „Við
erum á slóðum Einars Benedikts-
sonar, fyrst á fæðingarstað hans á
Elliðavatni og síðan í Herdísarvík
þar sem hann eyddi síðustu ævi-
árunum.
Við erum á slóðum Hallgríms
Péturssonar, bæði í Hvalsnesi og í
Saurbæ, og síðast en ekki síst á slóð-
um Snorra Sturlusonar í Reykholti.
Við erum líka á merkilegum slóðum
myndlistarmanna, kíkjum yfir öxl-
ina á Sveini Björnssyni í Krísuvík,
Gunnlaugi Scheving í Grindavík,
Ásgrími Jónssyni og fleiri málurum
á Húsafelli, auk þess sem komið er
við hjá Páli fjöllistamanni Guð-
mundssyni á Húsafelli. Það er
óhætt að segja að það er menningar-
söguleg áhersla í allri bókinni. ■
Einsetti mér að búa til fallega bók
!
Síðasta
sýningarhelgi
Þann 19. desember lýk-
ur sýningum Bjarkar
Guðnadóttur, Elífðin er
líklegast núna, og Ráð-
hildar Ingadóttur, Inni
í kuðungi, einn díll, í
Nýlistasafninu. Sýn-
ingarnar hafa hlotið
góðar móttökur hjá bæði sýningar-
gestum og gagnrýnendum. Sýning-
um safnsins er nú lokið í ár og verð-
ur safnið lokað til 8. janúar en þá
munu átta listakonur frá Norður-
löndunum opna sýningu sem heitir
Carnal Knowledge. Hlynur Helga-
son opnar sýningu sem ber heitið
Niður Klapparstíginn.
BÆKUR
HLYNUR PÁLL PÁLSSON
Átakadagar Elínar
Höf. Elín Torfadóttir/Kolbrún Bergþórsdóttir
Útg. Vaka/Helgafell
Elín Torfadóttir er sannkölluð kjarna-
kona. Hún var gift einum ástsælasta og
ötulasta verkalýðsforingja Íslandssög-
unnar, Guðmundi „jaka“ Guðmundssyni.
Þau komu úr sitthvorri áttinni og fengu
gjörólíkt uppeldi en engu að síður tókust
ástir með þeim snemma á lífsleiðinni. Á
meðan Gvendur barðist fyrir auknum
réttindum verkalýðsins átti Elín ríkan þátt
í að setja á fót Athöfn, stéttarfélag fóstra,
en hún var ein af fyrstu lærðu fóstrum Ís-
lands – var fremst í stafrófinu og útskrif-
aðist því fyrst allra úr fyrsta árgangi Upp-
eldisskóla barnavinafélagsins Sumargjaf-
ar.
Ævisaga Elínar ber titilinn Átakadagar.
Sagan er óneitanlega áhrifarík en auð-
mjúk og heimilisleg upprifjunin dregur
svolítið úr krafti frásagnarinnar. Þótt það
hafi verið gaman að lesa um börnin sem
voru í hennar umsjá á leikskólunum og
ýmisleg uppátæki þeirra, þá var hrikalegt
skilningsleysi almennings til leikskól-
anna og fóstrustéttarinnar fyrstu árin
langtum meira áhugavekjandi. Til að
mynda hefði hugsanlega mátt eyða
meira púðri í ótrúleg samskipti hennar
við Hannibal Valdimarsson og aðra ráða-
menn, sem lítinn áhuga höfðu á starfi
fóstra eða réttindabaráttu þeirra, og þá
minna í sögur af þjóðþekktum einstakl-
ingum á unga aldri.
Kolbrún Bergþórsdóttir skrásetur bók-
ina af mikilli prýði. Uppbyggingin er að
mestu í réttri tímaröð, hefst á æskuárun-
um og endar með átakanlegri frásögn
Elínar af andláti eiginmanns hennar, en
flakkar lítillega í tíma til að tengja söguna
enn betur saman. Stíllinn er vandlega út-
færður og einkennist af málfari Elínar,
enda frásögnin í fyrstu persónu. Sem
betur fer fellur frásögnin alls ekki í þá
gryfju að verða þurr staðreyndarfrásögn
(líkt og svo oft vill gerast með íslenskar
ævisögur) og beinir sjónum lesandans
mun fremur að daglegu lífi þeirra hjóna,
þó einkum starfs- og námsferli Elínar.
Minningar um hversdagslega hluti úr
æsku, eins og tiltekin áferð pappírs, gera
söguna enn mannlegri og hlýlegri. En
vitaskuld fléttast átakadagar inn í sög-
una. Öll börnin þeirra fæddust á átaka-
dögum og ólust upp við erfiðar aðstæð-
ur og tíðar fjarvistir Guðmundar, sem
reyndist þeim samt vel sem faðir. Þá er
grátlegt að lesa um aðfarir ýmissa þjóð-
félagsafla gegn Guðmundi í Hafskips-
málinu eftir allt það sem þau hjónin
höfðu lagt á sig í þágu almennings.
Átakadagar er virkilega vönduð bók.
Frágangur er til sóma, ekki innsláttarvillu
að finna sem virðist því miður vera und-
antekning frekar en regla í bókaútgáfu
þessi jól. Samspil Kolbrúnar og Elínar
virkar afar vel sem birtist einna helst í
sérlega góðu flæði í textanum. Afrakstur-
inn er heillandi ævisaga með mikilvæg-
um skilaboðum til yngri kynslóða: Þeim
almennu réttindum sem þykja sjálfsagð-
ur hlutur á vinnnumarkaði í dag þurfti að
berjast fyrir á sínum tíma með kjafti og
klóm. Þau komu ekki af sjálfu sér heldur
fyrir tilstilli baráttufólks eins og hjónanna
Elínar og Guðmundar heitins. ■
Heillandi ævisaga kjarnakonu
Þakkir
Ísak Máni og fjölskylda
senda öllum sem hafa styrkt þau í veikindum
Ísaks Mána þakkarkveðjur og óska gleðilegra jóla
og friðsemdar á nýju ári.
Ormstunga hefursent frá sér Land-
fræðissögu Íslands II
– Hugmyndir manna
um Ísland, náttúru-
skoðun og rannsóknir
fyrr og síðar eftir
Þorvald Thoroddsen.
Landfræðissaga Íslands
er undirstöðurit um
könnun landsins og fjallar jafnframt um
ýmsa aðra þætti íslenskrar menningar-
sögu. Þetta stórvirki Þorvalds Thoroddsen
kemur nú út í nýrri og myndskreyttri út-
gáfu en upphaflega kom verkið út hjá
Hinu íslenska bókmenntafélagi á árun-
um 1892-1904.
Fyrsta bindi af fjórum kom út á síðasta
ári. Í ritinu sem nú kemur út fjallar
Þorvaldur einkum um hugmyndir manna
á 17. öld og fyrri hluta 18. aldar og lýsir
því hvernig galdrafár, hjátrú og hindur-
vitni hrærast saman við vaxandi vitneskju
í náttúrufræðum. Segir meðal annars frá
séra Jóni Magnússyni og píslarsögu
hans, Jóni lærða Guðmundssyni, Jóni
Ólafssyni frá Grunnavík og séra Jóni
Daðasyni í Arnarbæ og Gísla Magnús-
syni á Hlíðarenda.
Í þessu merka menningarsögulega riti
dró Þorvaldur Thoroddsen í fyrsta sinn
fram í dagsljósið heimildir sem voru áður
lítt eða ókunnar og skapaði með því
grundvallarrit sem hiklaust má kalla sígilt
stórvirki. ■
NÝJAR BÆKUR
GÍSLI SIGURÐSSON Með því að tefla fram fegurð landsins á öllum árstímum verður
myndefnið miklu magnaðra.
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ
84-85 (52-53) Menning 16.12.2004 19:30 Page 2