Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 89
56 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR
■ ■ LISTOPNANIR
14.00 Sigurbjörn Kristinsson
myndlistamaður sýnir málverk og
tússmyndir í Menningarsalnum á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
■ ■ TÓNLEIKAR
14.00 Jólatónleikar Tónlistarskóla
F.Í.H. verða haldnir í sal skólans
að Rauðagerði 27. Fram koma
nemendur á öllum stigum.
17.00 Hljómsveitin Ampop spilar í
Smekkleysu Plötubúð, Laugavegi 59.
17.00 Reggíhljómsveitin Hjálmar
spilar í 12 tónum við Skólvörðu-
stíg.
Ljúfir tónar að loknu búðarrápi
Allt frá árinu 1978 hefur Kór
Langholtskirkju haldið þeim sið
að bjóða upp á jólatónleika síðla
kvölds skömmu fyrir jól, þar sem
fólk getur komið og hlustað á
falleg jólalög eftir búðarráp
kvöldsins.
„Við byrjuðum á þessu fyrir 26
árum og vorum tvö fyrstu árin í
Landakotskirkju,“ segir Jón Stef-
ánsson stjórnandi. „Síðan fluttum
við okkur í Bústaðakirkju, en fór-
um svo í Langholtskirkju sem þá
var varla fokheld. Það var ekki
einu sinni búið að setja plast í
gluggana. Það var tíu stiga frost
og við köllum þetta gjarnan vett-
lingatónleikana, því allir voru í
vettlingum og klappið þess vegna
mjög dempað.“
Þá varð jafnframt til sú hefð að
bjóða fólki upp á heitt súkkulaði
og piparkökur, sem haldist hefur
allar götur síðan.
Lengi vel voru jólasöngvarnir
aðeins einu sinni hvert ár, jafnan
síðasta föstudagskvöldið fyrir jól.
Aðsóknin jókst hins vegar ár frá
ári, og þar kom að kórinn sá sér
ekki fært annað en að fjölga tón-
leikunum.
„Við byrjuðum á að vera með
tvenna tónleika, en síðan urðu
þeir þrennir og tvisvar sinnum
höfum við þurft að vera með
ferna tónleika. Aðsóknin var orðin
svo mikil að fólk var farið að
standa á bak við kórinn og við
þurftum að opna inn í safnaðar-
heimili kirkjunnar.“
Einsöngvarar með kórnum í ár
verða þau Ágúst Ólafsson og Ólöf
Kolbrún Harðardóttir. Auk Kórs
Langholtskirkju syngur Gradu-
alekórinn nokkur lög.
Hljóðfæraleikarar eru Hall-
fríður Ólafsdóttir og Arna Kristín
Einarsdóttir flauta, Monika
Abendroth harpa, Jón Sigurðsson
kontrabassi, Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir orgel, Kjartan Valde-
marsson píanó og Pétur Grétars-
son trommur.
Fyrir tveimur árum voru jóla-
söngvar Kórs Langholtskirkju
teknir upp og var sú upptaka ný-
verið gefin út á tvöföldum
geisladiski sem heitir „Gaudete -
Jólasöngvar Kórs Langholts-
kirkju“.
Diskurinn verður til sölu á tón-
leikunum, sem verða þrennir í ár.
Þeir fyrstu hefjast klukkan 23 í
kvöld, síðan verða tónleikar
klukkan 23 annað kvöld og loks
verða síðustu tónleikarnir klukk-
an 20 á sunnudagskvöldið. ■
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
14 15 16 17 18 19 20
Föstudagur
DESEMBER
■ TÓNLEIKAR
LAUGARDAGUR 18/12
BÓKAKYNNING OG LEIKLESTUR
Í samstarfi Borgarbókasafns og LHÍ
Kristín Ómarsdóttir og Bragi Ólafsson
lesa úr nýju bókunum. Flutt brot úr 3 leikritum
þeirra. Forsala á SEGÐU MÉR ALLT, 2. - 5.
sýningu - kl 14:00 - Aðgangur ókeypis -
SUNNUDAGUR 19/12
SKÁKMÓT HELLISINS
KL. 11:00
JÓLASÝNING LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS
KL. 16:00
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
GJAFAKORT Í
BORGARLEIKHÚSIÐ
- GILDIR ENDALAUST -
Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafakort
fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu
Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr.
4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM
ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
- pantið í síma 568 8000
eða á midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu:
www.borgarleikhus.is
Miðasala, sími 568 8000
AUKASÝNING
mið. 29.12 kl. 20
LOKASÝNING
fim. 30.12 kl. 20 Uppselt
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
Miðasalan er opin frá 14-18,
lokað á sunnudögum
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
sun. 19. des. kl. 14- sun. 26. des kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR
Gjafakort í Óperuna
- upplögð gjöf fyrir músikalska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini
20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn
framvísun gjafkorts. Gjafakort seld í miðasölu.
Tosca – Frumsýning 11. febrúar – Uppselt – 2.sýning 13. febrúar
3. sýning 18. febrúar – 4. sýning 20. febrúar
Miðasala á netinu: www.opera.is
Mán. 27. des. kl. 20
Fös. 17. des. kl. 12.00
Lau. 18. des kl. 14.00
Sun. 19. des. kl. 18.00 og 20.00
Mán. 20. des. kl. 16.00
Þri. 21. des. kl. 14.00 og 20.00
Mið. 22. des. kl. 16.00
Fim. 23. des. kl. 14.00 og 20.00
Jólin syngja
Mið. 22. des. kl. 22
Tónleikar:
Ragnheiður Gröndal
með hljómsveit
Mán. 20. des. kl. 20
Guðrún og Javier
Mezzó og gítar
ÁGÚST ÓLAFSSON Margir hrifust af söng Ágústs í hlutverki rakarans morðóða í Íslensku
óperunni í haust. Nú um helgina syngur hann einsöng á jólatónleikum Kórs Langholts-
kirkju ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
LI
88-89 (56-57) Slanga 16.12.2004 20:56 Page 2