Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 1
6 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 96213Emilíana Torrini: Tilnefnd til Grammy-verðlauna SÍÐA 50 OG 51 ▲ Katla: Eldstöð í ham SÍÐUR 48 OG 49 ▲ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR HK MÆTIR ÞÓR Þrír leikir verða í DHL-deild karla í handbolta klukkan 14. Fram tekur á móti FH, HK sækir Þór heim og Afturelding og KA mætast í Mosfellsbæ. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 18. desember 2004 – 345. tölublað – 4. árgangur DÆMDIR FYRIR KÓKAÍNSMYGL Sigurjón Gunnsteinsson og Salvar Hall- dór Björnsson voru í gær dæmdir í fimmtán mánaða fangelsi hvor fyrir kókaíninnflutning. Sjá síðu 2 100 MILLJÓNA AFGANGUR Eftir breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar lækkar áætlaður rekstarafgangur um 450 milljónir. Sjálfstæðismenn segja borgina komna í fjárhagslega erfiðleika. Sjá síðu 4 DÓPIÐ HEFUR ALLT SKILAÐ SÉR Nígeríumaðurinn sem tekinn var á þriðju- dagskvöld í Leifsstöð með ætlað kókaín í far- angri og innvortis er talinn hafa verið með 300 til 450 grömm af efninu. Sjá síðu 2 LÍKUR Á SNJÓKOMU UM JÓLIN Á bilinu 65 til 95 prósent líkur eru á snjó- komu á Norðurlandi og Vestfjörðum á jóla- dag. Um 35 til 65 prósent líkur eru á hvítum jólum annars staðar á landinu. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 70 Tónlist 84 Leikhús 84 Myndlist 84 Íþróttir 54 Sjónvarp 72 ÞAÐ VERÐUR YFIRLEITT fremur hægur vindur í dag, síst þó norðvestan- lands. Él um landið vestanvert. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Úttekt Fréttablaðsins á refsingum: Nítján sitja í gæsluvarðhaldi FANGELSISMÁL Nítján manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju- margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefna- mála en einnig sitja innbrotsþjóf- ar bak við lás og slá í síbrota- gæslu. Í fréttaskýringu sem birtist í blaðinu í dag og á morgun segir fangi á Litla-Hrauni frá þriggja mánaða vist sinni í gæsluvarð- haldi. Þar af sat hann sex vikur í einangrun þar sem hann var lok- aður inni í klefa í 23 klukkutíma á sólarhring. Í gæsluvarðhaldinu skrifaði hann niður sautján hundruð til tvö þúsund atriði um hvernig hlutirnir hefðu getað verið öðruvísi þegar hann varð manni að bana. Hann segir tím- ann hafa farið í að sættast við sjálfan sig og sínar gjörðir, sem séu óbreytanlegar. „Samviskan nagar alltaf en ég verð að læra að lifa með því. Það er ekki annað í boði,“ segir fanginn í viðtali á síðu 43. ■ HEILBRIGÐISMÁL Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbanka, að sögn Þórðar Ósk- arssonar læknis á tæknifrjóvgun- ardeild Art Medica í Kópavogi. Mikið hefur verið rætt um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðun- ar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. „Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka,“ sagði Þórður. „Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda.“ Spurður um verð á einingu sæð- is kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bil- inu 12-14.000 krónur. Verðið gæti þó verið hærra ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að tæknilega séð væri vel hægt að fá sæði úr karl- manni hérlendis og frjóvga egg konu með því. „Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari um að það kjósi ís- lenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrð- um við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrð- um að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbank- anum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil.“ Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4-5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir. Sjá einnig bls. 2 jss@frettabladid.is Allt gjafasæði hér keypt frá Danmörku Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér er keypt frá dönskum sæðisbanka. Skammturinn kostar 12-14.000 krónur kominn hingað til lands. Þetta fyrirkomulag flýtir meðferðinni um hálft ár. ÞÓRÐUR ÓSKARSSON Það flýtir tækni- frjóvgunarmeð- ferð um hálft ár að nota erlent sæði. Bobby Fischer: Gæti fengið vegabréf STJÓRNMÁL Hugsanlegt er að Bobby Fischer geti fengið svokallað út- lendingavegabréf ef hann kemur hingað til lands. Georg Lárusson, forstöðumað- ur Útlend- ingastofnun- ar, segir að með slíkt vegabréf upp á vasann og íslenskt dval- arleyfi geti Fischer nán- ast ferðast að vild. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra skýrði frá því í gær að hann teldi hugsanleg brot Fischers gegn viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á gömlu Júgóslavíu fyrnd sam- kvæmt íslenskum lögum. Sjá bls. 6 - ás FISCHER OG SPASSKY Þótt Fischer fái dvalar- leyfi hér á landi er ekki þar með sagt að hann setjist hér að. Í MIÐJU BÓKASTRÍÐI Bóksalan er í hámarki þessa dagana og rithöfundar fara um víðan völl til að kynna bækur sínar. Tveir ástsælir höfundar voru að aðstoða bóksölufólk í verslun Máls og menningar á Laugaveginum í gær, en báðir eiga þeir bækur í bókaflóðinu fyrir jólin; Einar Már Guðmundsson með bráðfyndið Bítlaávarpið sitt og Þorvaldur Þorsteinsson með lokabindið af dásamlegum Blíðfinni sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Bjarni Sigurðsson frá Geysi: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Jómfrúrferð á blæjujeppa ● bílar ● jólin koma Guðjón Þórðarson: ▲ SÍÐA 60 Kominn heim til að vera ● gefur england upp á bátinn í bili Brettafélag Íslands: ▲ SÍÐA 78 Snjóbrettastökk í Smáralind ● heljarinnar sýning í dag Pilobolus: ▲ SÍÐA 56 Sjónrænt dansverk ● á leið til landsins 01 Forsíða 17.12.2004 20:58 Page 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.