Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 4
4 18. desember 2004 LAUGARDAGUR
Útgáfa nýrra atvinnuleyfa:
Fjölgaði um rúmlega helming
VINNUMARKAÐURINN Atvinnuleyfi í
flokki nýrra tímabundinna leyfa
fjölgaði um meira en helming á
fyrstu ellefu mánuðum þessa árs
miðað við sama tíma í fyrra.
Alls voru gefin 3,356 atvinnu-
leyfi fyrir útlendinga fyrstu
ellefu mánuði ársins samkvæmt
upplýsingum frá Vinnumálastofn-
un. Á sama tíma í fyrra voru
gefin út 3.014 atvinnuleyfi en alls
voru gefin út 3,299 atvinnuleyfi
árið 2003.
Mesta fjölgunin á milli ára er í
flokki nýrra tímabundinna leyfa
en á fyrstu ellefu mánuðum ársins
voru þau 1.230, en 512 á sama
tíma árið 2003. Framlenging
atvinnuleyfa fækkar hins vegar
mjög, úr 1,303 í 969.
„Síðustu tvö ár drógum við
mjög úr nýjum leyfum og þess
vegna eru færri sem koma
til framlengingar núna,“ segir
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar. „Núna höfum við
fjölgað nýjum leyfum aftur vegna
stórframkvæmda sem eru að
komast á fullt skrið og hámarkinu
verður náð árið 2006, en svo
dregur hratt úr því.“ - bs
REYKJAVÍKURBORG Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar var afgreidd á
fundi borgarstjórnar aðfaranótt
föstudags. Nokkrar breytingar
urðu á áætluninni á milli funda
borgarstjórnar. Í stað rekstaraf-
gangs upp á 554 milljónir er nú
gert ráð fyrir afgangi upp á tæpar
100 milljónir. Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir borgarstjóri segir að
helstu breytingar séu um 300 millj-
óna króna framlag vegna samn-
ings um séreignalífeyrissjóð og 90
milljónir vegna landnámsskálans.
Þá sé það einnig útgjaldaauki að
hækkun á leikskólagjöldum til
þess hóps þar sem annar aðilinn er
í námi komi til framkvæmda í
áföngum á næsta ári, og sé því
frestað. Þá eigi eftir að taka tillit
til kostnaðarauka vegna kjara-
samninga kennara og leikskóla-
kennara, en í áætluninni var gert
ráð fyrir þriggja prósenta hækkun
á launum. „Kostnaðarauki við
kjarasamninga hleypur á einhverj-
um hundruðum milljóna. En á móti
koma útsvarstekjur, auk þess sem
framlagi vegna séreignalífeyris-
sjóðs er trúlega ofaukið. Væntan-
lega verður áætlunin endurskoðuð
þegar þetta liggur fyrir.“
Í ljósi þessa segir Steinunn Val-
dís að ekki sé farið í felur með að
verið sé að auka tekjur með því að
hækka útsvarið. „Það eru öll
sveitarfélög í sömu sporum. Þau
eru öll að auka tekjur sínar með
einhverjum hætti.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
oddviti sjálfstæðismanna, segir
það valda áhyggjum hversu ógn-
arhratt skuldir borgarinnar, bæði
heildarskuldir og skuldir borgar-
sjóðs, hafa vaxið á síðustu árum.
„Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur á
góðæristímum, tekjur hafa hækk-
að árlega og borgarstjóður hefur
fengið marga milljarða frá Orku-
veitunni, þá er R-listinn að hækka
útsvarið í topp og hækka fast-
eignaskatta. Þetta sýnir að borgin
er komin í fjárhagslega erfið-
leika, langstærsta og öflugasta
sveitarfélagið. Það er ekkert
sveitarfélag sem býr jafn vel og
Reykjavíkurborg. Samt sjá þeir
sig knúna til að hækka útsvarið í
topp.“
svanborg@frettabladid.is
Sameinaður skóli:
Guðfinna
verður ráðin
SKÓLAMÁL Guðfinna S. Bjarnadóttir,
núverandi rektor Háskólans í
Reykjavík, hefur verið ráðin rektor
sameinaðs skóla Háskólans í
Reykjavík og Tækniháskóla Íslands.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að Stefanía K. Karlsdóttir, rektor
Tækniháskólans, hafi ekki sóst eftir
stöðunni þar sem hún hyggist ljúka
doktorsnámi sínu á næstu misser-
um. Í tilkynningunni kemur enn
fremur fram að stofnuð verði tækni-
og verkfræðideild í nýjum samein-
uðum skóla. Þar verður kennd
rekstrarverkfræði, fjármálaverk-
fræði, hugbúnaðarverkfræði og
heilbrigðisverkfræði. - th
Þróunarmál:
Framlög
þrefaldast
FJÁRLÖG Aukning hefur orðið á op-
inberum framlögum til þróunar-
mála á síðustu árum. Framlög á
verðlagi hvers árs hafa nær þre-
faldast á fimm árum, eða úr 583
milljónum króna árið 1999 í 1.644
milljónir árið 2004. Samkvæmt
fjárlögum verða framlög til þró-
unarmála 2.029 milljónir króna á
næsta ári. ■
VÖRUBÍLLINN
Eins og sjá má skemmdist bíllinn talsvert
við veltuna.
Vörubíll í Garðabæ:
Valt með
fullfermi
UMFERÐARÓHAPP Engan sakaði þeg-
ar vörubíll með fullfermi af möl
valt í Garðabæ á fimmta tímanum
í gær. Að sögn lögreglunnar í
Hafnarfirði var bíllinn staddur í
beygju þar sem ann reyndi að
sturta hlassinu af pallinum þegar
óhappið varð.
Vörubíllinn skemmdist tölu-
vert en engin önnur ökutæki
munu hafa verið í grennd við bíl-
inn þegar hann valt, enda var
hann staddur í byggingarlandi.
Þetta er annar vörubíllinn á jafn
mörgum dögum sem veltur á höf-
uðborgarsvæðinu. ■
■ AFRÍKA
Var rétt að veita Bobby Fischer
dvalarleyfi á Íslandi?
Spurning dagsins í dag:
Á Guðjón Þórðarson eftir að gera
Keflavík að Íslandsmeisturum í fót-
bolta innan þriggja ára?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
31%
69%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
BÍLL FÓRNARLAMBANNA
Árásarmennirnir kveiktu í bílnum eftir að
hafa myrt fjóra menn sem í honum voru.
Írak:
Dregnir út
og myrtir
ÍRAK, AP Fjórir menn voru dregnir
út úr fólksbíl við borgina Mosul í
Írak og myrtir. Talið er að þrír
mannanna hafi verið útlendingar
en einn þeirra hafi verið Íraki.
Ekki er vitað af hvaða þjóðerni
mennirnir þrír voru.
Grunur leikur á að uppreisnar-
menn hafi myrt mennina. Mikil
ólga hefur verið í Mosul síðan um
miðjan nóvember þegar uppreisn-
armenn réðust á lögreglustöðvar í
borginni og stálu vopnum. Dag-
lega er ráðist á bandaríska her-
menn og liðsmenn íraska
þjóðvarnarliðsins. ■
VIÐKVÆMT ÁSTAND Í DARFUR
Talið er að stjórnvöld í Súdan séu
að undirbúa nýja sókn gegn upp-
reisnarmönnum í Darfur-héraði.
Það slitnaði upp úr friðarviðræð-
um milli uppreisnarmanna og
stjórnvalda eftir að uppreisnar-
mennirnir sökuðu stjórnvöld um
að rjúfa vopnahlé. Um 70 þúsund
manns hafa látist í átökum í
Darfur og meira en 1,5 milljón
manna misst heimili sitt.
„Fullkomið verk“
„Vélar tímans er allt að því
fullkomið verk.“
Sigurður Gylfi Magnússon, kistan.is
„Með hinum mikla sagnabálki
sínum ljær Pétur Gunnarsson
tilveru Íslendinga aukna merkingu.
Í þeim skilningi er hann sagnaskáld
Íslands.“
Torfi Tuliníus, Mbl.
„Eitthvert metnaðarfyllsta og
skemmtilegasta verkefni sem
íslenskur prósahöfundur hefur
tekist á hendur... þegar Pétur skrifar
best standa fáir honum jafnfætis.“
Halldór Guðmundsson, Frbl.
GISSUR PÉTURSSON
Nýjum leyfum var fækkað síðustu
tvö ár en hefur aftur verið fjölgað
vegna stórframkvæmda.
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR
Meirihluti borgarstjórnar boðar hagræðingu í rekstri þriðja árið í röð.
100 milljóna afgangur
í stað 554 milljóna
Eftir breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar lækkar áætlaður
rekstarafgangur um 450 milljónir. Sjálfstæðismenn segja borgina komna
í fjárhagslega erfiðleika.
04-05 17.12.2004 20:37 Page 2