Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 18
18 MEÐALFULLNÆGING KONUNNAR TEKUR 13-51 SEKÚNDU Samkvæmt bókinni Fullnæging eftir Katerinu Janouch. SVONA ERUM VIÐ „Mál hafa þokast nokkuð áfram, en þó eru vandamál til staðar sem enn eru óleyst,“ sagði Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu, þegar hann var spurður að því hvað liði úrlausn mála sem snerta kaup og kjör starfsmanna Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Í sumar féll dómur í máli Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur á hend- ur Varnarliðinu vegna vanefnda á greiðslu starfsmenntaálags, en að auki kom á árinu í ljós að umsamdar launaskriðshækkanir skiluðu sér ekki til starfsfólks. Í sumar sagði Gunnar Snorri að ríkið greiddi það sem upp á vantaði á launagreiðslur Bandaríkja- hers til starfsmanna í málum þar sem dómur væri fallinn, en ætti svo gagn- kröfu á bandarísk stjórnvöld. „Við höfum komið á framfæri slíkum kröf- um, en ekki hefur borist uppgjör eða greiðslur til baka, þannig að þær eru útistandandi,“ sagði Gunnar Snorri og áréttaði að staðan væri dálítið flókin. Hann segir herinn bundinn af ákveðnu hámarksþaki í launagreiðsl- um auk ákvæða í lögum um að launahækkanir megi ekki vera hraðari en hækkanir hjá opinberum starfs- mönnum hér. „Samkvæmt þeirra reiknireglum telja þeir að launaskrið starfsmanna sé meira en gerist og gengur á markaði hér,“ sagði hann og bætti við að enn væri unnið í málinu. Í sumar stóðu vonir til þess að í kjöl- far dómsins næðist lending í málum annarra starfsmanna og segir Gunnar Snorri það hafa gengið eftir í nokkrum tilvikum. „En þó ekki öllum.“ Ríkið á útistandandi kröfur á Bandaríkin EFTIRMÁL: KJARAMÁL STARFSFÓLKS BANDARÍKJAHERS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Hrærður yfir viðtökunum Raggi Bjarna fékk afhenta gullplötu í gær fyrir sölu á 5.500 eintökum af nýju geislaplötunni. Útgáfufyrirtækin vildu ekki gefa plötuna út svo hann gaf hana út sjálfur. Hann hefur þegar selt fyrir útlögðum kostnaði. ÚTGÁFA „Ég er bara mjög hrærður yfir því hve platan hefur selst vel,“ sagði söngvarinn ástsæli Raggi Bjarna þegar honum var óskað til hamingju með fyrstu gullplötuna á ferlinum, sem hann fékk þegar afmælisplatan Vertu ekki að horfa hafði selst í meira en 5.500 eintökum. „Þetta er fyrsta gullplatan sem ég fæ per- sónulega, en í gamla daga var ekki talið eins og í dag, þótt salan væri góð. Plata Sumargleðinnar fór í gull 1981 og ég var á henni ásamt fleiri góðum listamönnum,“ segir Raggi, sem sjálfur gaf út afmælis- plötuna sem inniheldur lög frá hálfrar aldar söngferli hans. „Ég gerði það bara að gamni mínu og vildi prófa það strax þegar ekki samdist við þá tvo út- gefendur sem ég talaði við. Auð- vitað kostar skildinginn að gera svona og allt eftir því hvað menn leggja mikið í plötuna, en viðmið- ið er þrjú til fjögur þúsund plötur. Ég er að minnsta kosti kominn réttu megin við strikið að borga kostnaðinn,“ segir hann hlæjandi og ánægður. Þegar Raggi er spurður hvers vegna platan fór í gull segir hann ástæðuna vera þær gullnu melódí- ur sem alltaf hafi vinninginn fram yfir tískusveiflur. „Ég hafði alltaf svo mikla trú á þessari plötu. Var með toppfólk í hverju rúmi og það hjálpar auðvitað mikið til við út- komuna. Ég býst við að margir samferðamenn mínir hafi keypt plötuna svo og yngra fólkið sem ólst upp við lögin mín og á við þau ljúfar minningar.“ Raggi á sér draum um að syngja inn á fallega jólaplötu um næstu jól. „Ég hef ekki sungið nema fjögur útgefin jólalög um dagana; en það eru Hvít jól með Ellý, Litli trommuleikarinn, Þegar líða fer að jólum og nú lagið í jóla- þætti Hemma; Vors barn er fætt. Mig langar að fá almennilegan mannskap í lið með mér og skella mér í jólaplötu. Er einmitt með þessa gamaldags Bing Crosby- jólarödd,“ segir hann og hlær dátt úti í snjónum. thordis@frettabladid.is ar g u s – 0 4- 07 73 GUNNAR SNORRI GUNNARSSON RÁÐUNEYTISSTJÓRI Gunnar Snorri segir mál vegna deilna um launagreiðslur Varnarliðsins sem náðu há- marki í sumar hafa þokast nokkuð síðan þá, en þó ekki svo að í þeim hafi náðst lending. Jólablað Húsa og híbýla er komið út! Áskriftasími: 515-5555 Netfang: askrift@frodi.is Diddú, Ragnheiður Gröndal, Herdís Egilsdóttir og fleiri frægir pakka inn jólagjöfum. • Smekkmaðurinn Sævar Karl. Jólahugmyndir og jólaskreytt heimili. • 101 hugmynd að jólagjöfinni í ár. Kalt á Kára- hnjúkum VEÐUR Frostið var um tuttugu stig á Kárahnjúkum í gær. Vindur var hægur og skyggni ágætt. Áfram verður kalt í veðri og búast má við snjókomu á morg- un.Virkjanaframkvæmdirnar ganga ágætlega. Frost í jörðu hefur ekki valdið teljandi töfum. ■ Bændur á ferð FERÐALÖG Fjöldi bænda hyggst leggja land undir fót á nýju ári og kynna sér búskaparhætti í Dan- mörku og á Nýja-Sjálandi. Um 50 bændur hafa þegar boð- að för sína á hina árlegu landbún- aðarsýningu Agrómek sem frænd- ur okkar Danir halda í janúar og heldur fleiri, eða 60, ætla að sækja andfætlinga okkar á Nýja-Sjálandi heim um miðjan febrúar. ■ GULLKÁLFURINN RAGGI BJARNA Gaf út afmælisplötuna sína sjálfur og seldi hana í 5.500 eintökum upp í gull. Hann langar að gera jólaplötu næst, en hefur aðeins sungið fjögur útgefin jólalög á ferlinum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L. 18-19 (24klst) 17.12.2004 20:03 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.