Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2004, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.12.2004, Qupperneq 24
Tekjuhæstu fjölskyldurnarbera mest úr býtum eftirskattabreytingar ríkis- stjórnarinnar, ekki síst ef börnin eru ung. Þetta kemur glögglega í ljós í útreikningum, sem Frétta- blaðið hefur látið gera. Fjögurra manna fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri, tvær milljón- ir í mánaðartekjur og 40 milljóna króna skuldlausa eign græðir 1.774 þúsund krónur á ári á skattabreytingum ríkisstjórnar- innar. Þá er miðað við að skatta- reglurnar 2007 séu í gildi í dag og tekið tillit til breytinga á eigna- skatti en ekki til skerðingar á vaxtabótum. Í öðrum dæmum hér á eftir er ekki tekið tillit til breytinga á eignaskatti. Fimm manna fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri og eitt 11 ára gamalt og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði græðir hinsvegar 435 þúsund krónur á skattabreytingum ríkisstjórnar- innar á ári. Fjögurra manna fjöl- skylda með tvö börn undir sjö ára aldri og sömu mánaðartekjur og fimm manna fjölskyldan græðir 400 þúsund kall. Munurinn er mikill og reikningsdæmið auð- velt. Þeir tekjuháu fá mest, þeir tekjulágu minnst. Við skulum kíkja betur á dæmin. Fjórir með tvær milljónir í mánaðartekjur Fjögurra manna fjölskylda með tvö börn undir sjö ára, tvær milljónir króna í mánaðartekjur og 40 milljóna króna skuldlausa eign græðir tæplega 1,8 milljónir króna á ári á skattabreytingum ríkisstjórnarinnar. Fjölskyldan greiðir rúmlega 1,5 milljónum króna minna í staðgreiðslu en áður og eignaskatturinn fellur niður en var 181.944 krónur. Ótekjutengdar barnabætur hækka um tæplega 20 þúsund krónur á barn. Ávinningurinn nemur tæpum helmingi af neysluútgjöldum fjögurra til fimm manna fjöl- skyldu í heilt ár miðað við tíma- bilið 2000-2002. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri, og eina millj- ón króna í tekjur á mánuði græða rúmar 717 þúsund krónur á ári. Hjónin greiða 677 þúsund krón- um minna í staðgreiðslu og fá um 40 þúsund krónum meira í barna- bætur. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og eina milljón króna í tekjur á mánuði græðir 717 þús- und krónur. Þau greiða tæplega 680 þúsund krónum minna í stað- greiðslu og fá sömu barnabætur og í dæminu hér á undan. Ávinningurinn af skattabreyt- ingunum hjá þessum tveimur fjölskyldum nemur því sem fjög- urra til fimm manna fjölskylda eyddi í mat og drykkjarvörur á ári á tímabilinu 2000-2002. Til Kanarí? Fimm manna fjölskylda með tvö börn undir sjö ára og eitt 11 ára gamalt og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði græðir 435 þús- und krónur á skattabreytingum ríkisstjórnarinnar. Fjölskyldan greiðir þá rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fær rúmlega 191 þúsund krónum meira í barnabætur á ári. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í mánaðartekjur fá 400 þúsund króna ávinning. Inni í þeirri upp- hæð er minni staðgreiðsla upp á rúmlega 244 þúsund krónur og hærri barnabætur sem nemur 156 þúsundum króna. Fyrir ávinninginn geta fjöl- skyldurnar tvær farið í hálfan mánuð til Kanaríeyja á dýrasta tíma miðað við verðlag í dag. Ávinningurinn nemur kostnaði við ferðir, uppihald og eyðslu. Fyrir 400 þúsund kallinn er einnig hægt að kaupa Opel Astra árgerð 1999 sem ekinn er 122 þúsund kílómetra eða Volks- wagen Golf árgerð 1996 sem ekinn er 150 þúsund kílómetra. Þeir tekjulægstu fá minnst Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í mán- aðartekjur græða 107 þúsund krónur samanlagt á breytingunum. Þar hafa barnabæturnar mest að segja eða sem nemur 100.392 krónum. Einstætt foreldri með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund í tekjur á mánuði er í sama hópi. Einstæða foreldrið greiðir rúm- lega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur eða samtals 164 þúsund krónur á ári. Fyrir svipaða upphæð og nemur ávinningnum af skattabreytingun- um ætti viðkomandi fjölskylda að geta keypt sér fatnað og skó í tæp- lega eitt ár. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði græðir ennþá minna á skattabreyt- ingunum eða tæplega 100 þúsund kall í lægri staðgreiðslu. Fyrir þessa upphæð getur viðkomandi hugsanlega haldið sér uppi hvað mat varðar í tæplega hálft ár. Forsjárlausir og tekjulitlir einstaklingar sem greiða meðlag með nokkrum börnum eru einnig í þeim hópi sem hvað minnst græðir. Forsjárlaus faðir, sem greiðir meðlag með tveimur börnum og hefur um 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði, fær aðeins rétt rúmlega 100 þúsund krónur útborgaðar þegar hann hefur greitt meðlag og skatta. Þá þykir forystumönnum eldri borgara þeirra hlutur rýr. Bjartsýni eða þensla? Umræðan um skattalækkanirnar hefur verið tvenns konar. Annars vegar hefur ríkisstjórnin barið sér á brjóst og talið lækkanirnar koma þorra þjóðarinnar til góða. Ráð- stöfunartekjur aukist um 4,5 pró- sent til hækkunar að meðaltali í landinu og meira eftir því um hvers konar fjölskyldugerð er að ræða. Þannig hækki ráðstöfunar- tekjur hjóna með eitt til tvö börn um 6-8 prósent, hjóna með 300 þús- und í mánaðartekjur og tvö börn, annað yngra en sjö ára, hækki um 9,5 prósent og ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra hækki um 6-10 prósent. Ríkisstjórnin hefur talað um að ástæða sé til bjartsýni í efnahags- málunum, ríkissjóður standi vel og hafi efni á því að lækka skatta jafnvel þó að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir 29 miljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008 þegar skattalækkanirnar koma fram af mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. „Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt,“ sagði Einar Oddur í viðtali við Fréttablaðið. Samtök launþega og margir hagfræðingar hafa farið varlega í gagnrýni sinni en varað við breyt- ingunum, þær séu þensluhvetjandi og eigi sér stað á óheppilegum tíma. Tekjur ríkissjóðs skerðist um 25 milljarða. Verðbólga verði meiri en launahækkanir næstu árin og því rýrni viðmiðunarfjár- hæðir. Þá sé hækkun barnabóta til góðs en skerðing vaxtabóta sé óæskileg. Með þeim sé ekki staðið nógu vel að tekjujöfnun í þjóð- félaginu. ghs@frettabladid.is 24 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Jeppi, matur eða utanlandsferð Skattabreytingar ríkisstjórnarinnar skila fjölskyldunum mismunandi miklu. Þeir tekjuháu geta keypt sér dýran jeppa en þeir tekjulágu fá sem nemur matarútgjöldum í hálft ár. Fólkið með millitekjurnar getur leyft sér að fara til útlanda. SKÍÐAFERÐ TIL ÍTALÍU Fjögurra til fimm manna fjölskylda með 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði getur grætt sem nemur einni utanlandsferð á skattabreyt- ingum ríkisstjórnarinnar. Ávinningur tekjuhæstu fjölskyldunnar sem tekin er sem dæmi í greininni nemur rúmlega þremur utanlandsferð- um á ári. ÁVINNINGUR AF SKATTABREYTINGUM RÍKISSTJÓRNARINNAR Staðgreiðsla Eignaskattur Barnabætur Ávinningur samtals Hjón með 2 börn undir 7 ára, 2 milljónir í tekjur á mánuði, 40 milljóna skuldlausa eign Staðgreiðsla 2004: 8.795.349 Staðgreiðsla 2007: 7.242.757 Skattabreyting: -1.552.591 Eignaskattur 2004: 181.944 Eignaskattur 2007: 0 Skattabreyting: -181.944 Barnabætur 2004 72.616 Barnabætur 2007: 112.192 Breyting: 39.576 Ávinningurinn samtals: 1.774.111 Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára, 1milljón í tekjur á mánuði Staðgreiðsla 2004: 4.114.313 Staðgreiðsla 2007: 3.437.256 Skattabreyting: -677.057 Barnabætur 2004: 72.616 Barnabætur 2007: 112.192 Breyting: 39.576 Ávinningurinn samtals: 716.633 Hjón með 2 börn undir 7 ára, 1milljón í tekjur á mánuði Staðgreiðsla 2004: 4.114.313 Staðgreiðsla 2007: 3.437.256 Skattabreyting: -677.057 Barnabætur 2004: 72.616 Barnabætur 2007: 112.192 Breyting: 39.576 Ávinningurinn alls: 716.633 Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára og eitt 11 ára, 400 þúsund í tekjur á mánuði Staðgreiðsla 2004: 1.191.888 Staðgreiðsla 2007: 947.496 Skattabreyting: -244.392 Barnabætur 2004: 187.269 Barnabætur 2007: 378.269 Breyting: 191.518 Ávinningur samtals: 435.910 Hjón með 2 börn undir 7 ára, 400 þúsund í tekjur á mánuði Staðgreiðsla 2004: 1.191.888 Staðgreiðsla 2007: 947.496 Skattabreyting: -244.392 Barnabætur 2004: 107.673 Barnabætur 2007: 263.936 Breyting: 156.264 Ávinningur alls: 400.656 Hjón með 2 börn undir 7 ára, 150 þúsund í tekjur á mánuði Staðgreiðsla 2004: 6.708 Staðgreiðsla 2007: 0 Skattabreyting: -6.708 Barnabætur 2004: 317.673 Barnabætur 2007: 418.063 Breyting: 100.392 Ávinningur alls: 107.100 Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára, 150 þúsund í tekjur á mánuði Staðgreiðsla 2004: 364.464 Staðgreiðsla 2007: 266.268 Skattabreyting: -98.196 Barnabætur 2004: 209.258 Barnabætur 2007: 274.999 Breyting: 65.741 Ávinningur alls: 163.937 Barnlaus einstaklingur, 150 þúsund í tekjur á mánuði Staðgreiðsla -98.196 Barnabætur 0 Ávinningur: 98.196 MATUR Í EITT ÁR Ávinningurinn af skattabreytingunum hjá hjónum með tvö til þrjú ung börn og eina milljón í mánaðartekjur nemur því sem svona fjölskylda eyddi í mat og drykkjar- vörur á ári á tímabilinu 2000-2002. 24-25 (360) Skattabreytingar 17.12.2004 18:53 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.