Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 18.12.2004, Qupperneq 31
Tafl gengur út á að finna sér and- stæðing og vinna hann í leiknum, skák og mát. Þetta er í rauninni barátta um yfirburði eins og ljónin sem þenja út bringuna í frumskóg- inum og glefsa í andstæðinga. Ást er allt önnur barátta, allt önnur íþrótt. Þar er ekki fundinn andstæðingur heldur einhver sem stendur með manni í gegnum súrt og sætt. Félaga sem getur jafnvel bætt upp á þá vankanta sem maður býr yfir. Þar á engin valdabarátta sér stað. Þetta fjallar um það að hleypa einstaklingi eins nálægt sálartetrinu eins og mögulegt er án hjálpar nútímalæknisfræði. Nú er Davíð Oddsson búinn að veita Bobby Fisher leyfi til að dveljast á Íslandi. Hann mun ef- laust þá fara hringferð um landið og tefla við mann og annan. Sýna yfirburði sína og fá sér kannski eina pylsu með sinnepi eins og Bill Clinton gerði í sumar. En kann Bobby á ást? Manni af úkranískum uppruna sem er giftur íslenskri konu var vísað úr landi nú á dögun- um. Ástæðan fyrir því eru nýsam- þykkt útlendingalög sem kveða á um að ef útlendingur er yngri en 24 ára þá er honum meinað land- vistarleyfi þrátt fyrir að vera gift- ur Íslendingi. Það sorglega er að hann verður 24 ára á næstu mán- uðum en það er ljóst að þau hjónin munu fagna því afmæli í gegnum msn eða þá bréfadúfur. Það mætti ætla að þegar nýbökuðu hjónin stóðu við altarið að þá hefði konan sagt „úps, baneitrað frumvarp Björns Bjarnasonar nr.749! Við hefðum átt að gifta okkur aðeins fyrr, en við höfðum bara ekki efni á því.“ Aldurstakmarkið 24 ár var töfrað fram úr jakkaerminni á ein- hverjum sjálfstæðismanninum og kastað fram með furðulegum rök- um. Koma í veg fyrir málamynda- hjónaband og mansal? Hvernig er eiginlega hægt að alhæfa svona og setja alla undir sama hatt? Með þessu er verið að fremja mannrétt- indabrot. Það sem gleymdist að taka inn í myndina eru þau tilfinn- ingabönd sem lögin munu höggva á þegar ástvinur er fjarlægður með lögregluvaldi og sendur úr landi frá móður sinni og eiginkonu. Bobby er þó að koma galar skák- heimur Íslands yfir allan heiminn. Skák er ágætisíþrótt en íþróttin að elska og að finna sálufélaga sinn er töluvert erfiðari. Það er skák sem endar aldrei þar sem jafningjar tefla á jafnréttisgrund- velli. Þar er ekki takmarkið að skáka og máta hinn aðilann til að sýna yfirburði sína heldur að hefja hinn aðilann upp til skýjanna. Kyssa hvert einasta spor sem við- komandi tekur á lífsbrautinni og semja um jafntefli á hverju ein- asta kvöldi undir kertaljósi og rauðvínsglasi. Það mætti segja að tafl úkraníska mannsins og ís- lensku konunnar hans hafi breyst töluvert þessa dagana. Vanhugsuð lög um útlendinga sem voru sam- þykkt í maí á þessu ári af Alþingi hefur sagt skák og mát á heila fjöl- skyldu á landinu. Ef Bobby Fisher fréttir af þessu þá kannski vill hann ekki koma eftir allt saman, svo mikið hefur íslenskt þjóðfélag breyst með nýjum útlendingalög- um. Höfundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykja- vík. 31LAUGARDAGUR 18. desember 2004 Útlendingalögin segja skák og mát AF NETINU Ekki eyland í hagkerfinu Annað atriði sem vill ekki síður gleymast er að Ísland er ekki eyland í hagkerfi heimsins. Aðgangur að menntafólki er orðinn mun meiri en áður og eru fyrir- tæki í síauknum mæli farin að sækja í þjónustu menntafólks af svæðum þar sem laun eru lægri, til Indlands sem dæmi. Einnig hefur alþjóðavæðingin það í för með sér að hægt er að selja þjónustu frítt á milli landa, t.d. ráðgjafa- þjónustu og eru mörg dæmi þess á Norðurlöndunum að hálaunamenn stofni fyrirtæki í skattaparadísum og selji svo þjónustu sína til fyrirtækisins í heimalandinu, sem þarf þar með ekki að greiða nema brot af því sem það þyrfti annars til að viðkomandi starfsmaður fái sömu útborgun, sem er jú sú tala sem allir horfa í, ekki brúttólaunin. Gestur Guðjónsson á timinn.is Kaup á skopteikningum Þeir Halldór Ásgrímsson og Sigmund Jó- hannsson hafa nú samið um að ríkið eignist þær þjóðmálamyndir sem sá síð- arnefndi hefur teiknað og birt síðustu fjörutíu árin eða svo. Myndirnar eru um tíu þúsund og þykir forsætisráðuneytinu þær vera „á sinn hátt aldarspegill þjóðar- innar og má með þeim skoða sögu ís- lenskra stjórnmála, atvinnulífs og menn- ingar“. Það má til sanns vegar færa þótt það réttlæti ekki að skattfé sé notað til þess að koma myndunum í opinbera eigu. Vefþjóðviljinn er auðvitað andvígur opinberum umsvifum og sú skoðun blaðsins þarf ekki að koma á óvart. Það sem hins vegar kemur svolítið á óvart í umræðu um þessi kaup, er það að ýms- ir, sem yfirleitt gera engar athugasemdir við svokölluð listaverkakaup eða álíka starfsemi hins opinbera, láta nú eins og Halldór Ásgrímsson sé orðinn galinn. Vefþjóðviljinn á andriki.is Samfylkingin í megrun Annars er brandari vikunnar sá að Sam- fylkingin er komin í megrun. Hún er loksins búin að finna sér gott baráttu- mál. Hún vill banna auglýsingar á „óholl- um mat og drykk“ í sjónvarpi fyrir klukk- an níu á kvöldin. Allt er þetta gert í nafni þess að unga kynslóðin sé að springa úr spiki. Ég verð að segja eins og er að Snickers-stykkið stendur enn í mér við þessa hugmynd. Lög gegn offitu og næt- urnasli. Kjósum Samfylkinguna og setj- um allt í reglugerðir og lög. Mér fannst það gott hjá Þráni Bertelssyni rithöfundi þegar hann sagði í pistli á baksíðu Fréttablaðsins að „nýja leyniþjónustan gæti haft af því tekjur að fylgjast með holdafari landsmanna“. Offita Vestur- landabúa er stærsta heilbrigðisvandamál síðari tíma. Það verður hins vegar ekki leyst með því að banna auglýsingar á sælgæti, slátri og pylsum fyrir klukkan níu á kvöldin. Jón G. Hauksson á heimur.is Sigurður Kári, boð og bönn Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður mætti í Sunnudagsþáttinn um daginn og lýsti furðu sinni yfir þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar þess efnis að leitast eigi við að banna auglýsingar á „óholl- um“ mat fyrir klukkan níu á kvöldin. Sagði hann þetta hina mestu neyslustýr- ingu og svo framvegis. Sem er rétt. Þetta er fráleit hugmynd hjá þessum ágætu þingmönnum. Sigurður Kári má minnast orða sinna um boð, bönn og neyslustýr- ingu næst þegar hann tekur þátt í að hækka skatta á áfengi og tóbak. Sævar Guðmundsson á uf.is HÁKON SKÚLASON UMRÆÐAN BOBBY FISCHER TIL ÍSLANDS 30-31 Umræðan 17.12.2004 14:43 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.