Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 38

Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 38
Björg Eva Erlendsdóttir, frétta- kona á Ríkisútvarpinu, er 44 ára í dag. Tímamót hringdu í Björgu, þar sem hún var við störf á Fréttastofu Útvarps. Björg Eva er þingfréttamaður útvarpsins og við spurðum hana fyrst hvað hún væri að gera með- an þingið er í jólaleyfi. „Ég geng bara vaktir. Morgun- vaktirnar helst. Ég var nú á morgunvakt hérna í nokkur ár. Mér finnst það ákaflega þægi- legt.“ Og tímamótin lögðu spurningu fyrir Björgu Evu sem er allt að því ósæmileg, svona kannski næst því að spyrja konu um aldur. Hvenær vaknarðu á morgnana? „Ég vakna alltaf hálf sex. Ég vakna ekki fyrr en þetta af því að ég þarf ekki að mála mig fyrir morgunvaktirnar í útvarpinu. Ef ég þyrfti að mála mig yrði ég að vakna hálftíma fyrr.“ Það slær þögn á tímamóta- mann. Eins gott að hann þurfi ekki að mála sig. Þú ert svona mikil morgunmanneskja? „Já, mér finnst afskaplega gott að vakna snemma. Og ég er svo sem ekki ein. Við erum fleiri sem viljum vera í vinnunni á morgn- ana. Vinur minn Gissur Sigurðs- son, hann hringir stundum í rauðabítið.“ Hvernig hefur þingið verið í vetur? „Það hefur verið frekar dauflegt eins og allir hafa séð sem fylgst hafa með. Þingmenn segja mér að þeir séu bara enn að jafna sig eftir sumarið enda var það ótrúlega átakamikið og reyndar má segja að þetta hafi verið alveg stanslaust stuð í þinginu frá því í fyrra þegar eftirlaunafrumvarpið var lagt fram. En ég held að þeir séu að sækja í sig veðrið. Ég spái því að þetta verði miklu tíðinda- meira eftir að þingið kemur sam- an aftur, 24. janúar.“ Og hvað ætlarðu svo að gera á sjálfan afmælisdaginn? „Ég byrja nú á góðum morgun- mat. Ég ætla í bæinn og kaupa jólagjafir en svo held ég obbolítið boð. Ég er ekki búin að skrifa gestalistann en býð sjálfsagt ein- hverjum starfsfélögum mínum.“ ■ 38 18. desember 2004 LAUGARDAGUR WILLY BRANDT FÆDDIST ÞENNAN DAG 1913. Hann hét raunar Herbert Ernst Karl Frahm. Líður langbest á morgnana BJÖRG EVA ERLENDSDÓTTIR: VAKNAR ALLTAF KLUKKAN HÁLFSEX Á MORGNANA „Nú grær saman það sem á saman“ - sagði kanslarinn fyrrverandi um sameiningu Þýskalands. Enn er ekki fullgróið. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Vilhjálmur Egils- son ráðuneytis- stjóri er 52 ára. Sigurður V. Hallsson efnaverkfræðingur er 74 ára í dag. Þorsteinn Gunnarsson leikari og arki- tekt er 64 ára. Sif Ragnhildardóttir er 52 ára í dag. ANDLÁT Geir Róbert Jónsson, Lindargötu 61, lést 7. desember. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Ásbjörg Guðný Jónsdóttir, dvalarheim- ilinu Höfða, Akranesi, lést miðvikudag- inn 15. desember. JARÐARFARIR 11.00 Reginn Þór Eðvarðsson, Grund- argötu 18, Grundarfirði, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðar- kirkju. 11.00 Minningarathöfn um Hrefnu Há- konardóttur frá Vík í Mýrdal, síð- ast á Sæborg, Skagaströnd, verður í Hólaneskirkju. 11.00 Helga Rögnvaldsdóttir, Syðri- Hofdölum, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Edda Jónsdóttir, Miðtúni, Horna- firði, verður jarðsungin frá Hafnar- kirkju. BJÖRG EVA ERLENDSDÓTTIR Segir þingið hafa verið frekar dauflegt og þingmenn hafi verið lúnir eftir átök sumarsins. Þennan dag árið 1912 tilkynnti maður að nafni Charles Dawson að hann hefði fundið tvær haus- kúpur af mönnum í malarnámu við Piltdown í Sussex í Englandi sem virtust vera af frummanni. Auk þeirra var um að ræða tönn úr kjötætu, verkfæri tálgað úr fílstönn og fjölda af steingerðum beinum. Þótt efasemdarraddir heyrðust var fundinum tekið fagnandi af meiri- hluta vísindamanna, sem sögðu „Piltdown-manninn“ vera týnda hlekkinn. Beinin voru talin allt að því milljón ára gömul. Í meira en áratug var þessi fundur talin staðfesting á þróunarkenningu Darwins. Á næstu áratugum kom í ljós að malarnáman í Pilt- down var ekki eins gömul og virst hafði og aðrir fund- ir á forfeðrum mannsins virtust draga úr senni- leika þess að Piltdown maðurinn væri ósvikinn. Það var þó ekki fyrr en árið 1953 sem opinber- lega var fullyrt að hér væri um svik að ræða. Rannsókn á höfuðskelinni leiddi í ljós að hún var sett saman úr höfuðkúpu úr nútímamanni, um 600 ára gamalli og kjálka og tönnum úr or- angútan og simpansa. Smásjárathuganir sýndu að beinin höfðu verið sorfin til og meðhöndluð með efnablöndum til þess að gera þau ellilegri. Annað sem þarna „fannst“ var ekta en hafði ekki fundist svo vitað væri á Bretlandseyjum. Falsarinn gaf sig aldrei fram en 1996 fundust í fórum Breska safnsins beinaleifar sem höfðu verið meðhöndlaðar á sama veg. Böndin bárust að starfsmanni safnsins, Hinton að nafni. Talið var að sá hefði gert þetta til þess að koma höggi á yfirmann sinn sem hafði neitað honum um kauphækkun. 18. DESEMBER 1912 Dawson og Hinton. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1682 Guðríður Símonardóttir, „Tyrkja-Gudda“ deyr, 84 ára. 1836 Snjóflóð fellur á Norðureyri við Súgandafjörð. Sex manns farast. Snjóflóð hafa fallið á þennan bæ oftar en nokkurn annan á Íslandi. 1865 Þrælahald afnumið í Bandaríkjunum. 1897 Fyrsta sýning Leikfélags Reykjavíkur. 1916 Orrustunni við Verdun lýk- ur. Mannskæðasta orrusta fyrra stríðs, 650.000 manns féllu. 1939 Sköpunin eftir Haydn flutt í Steindórsskála í Reykjavík. 1941 Japanar ráðast inn í Hong Kong. 1972 Nixon boðar loftárásir á Hanoi, jólaárásirnar. 1973 Stjörnubíó brennur. 1982 Stuðmannamyndin „Með allt á hreinu“ frumsýnd. Falsaður frummaður Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir frábæra umönnun. Eiríkur Gunnarsson, Valgerður Stefánsdóttir, Trausti Gunnarsson, Berglind Rut Sveinsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Guðjón Pétur Ólafs- son, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Unnur Gunnars- dóttir, Auður Gunnarsdóttir, Hjörtur Jakobsson, barnabörn og barna- barnabörn. Í haust var Ráðgjafaskólinn stofn- aður og í dag verður honum slitið í fyrsta sinn. Skólaslitin fara fram í Odda, stofu 101 klukkan þrjú. Fimmtán nemendur ljúka námi nú en þeir hafa stundað námið sam- hliða vinnu. Ráðgjafaskólinn er ætlaður þeim sem starfa við ráðgjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra. Skólinn veitir réttindi til að sækja um alþjóðlega viðurkenningu. Skólastjóri er Stefán Jóhannsson sem hefur starfað við áfengis- og fíkniefna- ráðgjöf mestan hluta starfsævi sinnar. ■ RÁÐGJAFASKÓLINN Skólastjóri Ráðgjafaskólans með nemendum sínum. Ráðgjafaskólanum slitið í fyrsta sinn 38-39 Timamot 17.12.2004 14:45 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.