Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 42

Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 42
Olían skiptir máli Athugaðu olíuna reglulega því vél sem er ósmurð getur auðveldlega brennt úr sér og eyðilagst. Fólk sem sækir sér bensín aðeins í gegnum sjálfsafgreiðslu á það til að gleyma að athuga olíuna og jafnvel kann það ekki. Lærðu að gera það eða láttu aðstoða þig á næstu afgreiðslubensínstöð.[ ] ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is B O S S A V E R M I R Er kalt í bílnum? Sætisáklæði í bílinn með hita Aðeins 4.900 kr Klettháls 9 • s: 587 5547 • www.ag-car.is/motorsport Fæst einnig hjá Bónstöðinni, Njarðarnesi 1, Akureyri Ford Mustang sportbíll sem stendur gljáandi fagur í sýningarsal Brimborgar. Um er að ræða dýrustu og flottustu úgáfu af bílnum eða svokallaða GT-útgáfu með V8-vél sem skilar 300 hestöflum. Sýningarbíllinn sem stendur í sýningarsal Brimborgar er virkilega glæsilegur, gljáandi svartur að utan, með rauðu leðuráklæði að innan og skartar 18“ álfelgum og öflugustu hljómflutningstækjum sem völ er á. Brimborg hefur nú þegar tekið við staðfest- um pöntunum á nokkrum bílum. Sölumenn Brimborg- ar hafa fundið fyrir gífurlegum áhuga á sýningarbíln- um og er nú unnið að því að útvega fleiri bíla. Er þetta í samræmi við mikinn áhuga á þessum bíl í Bandaríkj- unum en Ford Mustang hefur verið vinsælasti sport- bíll í Bandaríkjunum frá því hann kom á markað árið 1964. Grunngerðin á Ford Mustang 2005 kostar frá kr. 2.780.000 með V6-vélinni. Í GT-útfærslu með V8-vél- inni verður hann frá kr. 3.700.000. Sýningarbíllinn sem Brimborg pantaði til landsins með öllum hugsan- legum búnaði kostar rúmar 4,2 milljónir. Verð Brim- borgar innifelur allan kostnað við að koma bílnum á götuna og full þriggja ára ábyrgð er innifalin. ■ Hæsta einkunn Audi A6 í árekstraprófi. Audi A6 fékk bestu einkunn í árekstraprófi Euro NCAP. Hinn nýi Audi A6 náði besta árangri sem náðst hefur í flokki stórra fólksbíla í tilraunum með öryggi í akstri. Audi A6 náði samtals 33,30 stigum og var sæmdur fimm stjörnum fyrir öryggi í akstri. Hann varð þannig efstur í þessum flokki. Í fréttatilkynningu frá Heklu, sem hefur umboð fyrir Audi hér á landi, er bent á að hönnuðir Audi leggi mjög hart að sér við að tryggja öryggi bílstjóra og far- þega eins og framast er unnt. Bíll- inn er búinn ýmiss konar öryggis- búnaði, eins og nýjustu útgáfunni af háþróuðu rafrænu hemlakerfi og úrvals ökuljósum. Allt er gert til að tryggja að ökumaður eigi sem auðveldast með að stjórna bílnum án þess að þreytast og gott útsýni til allra átta tryggir öllum vegfarendum mikið öryggi. ■ Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Vinstri umferð Árið 1907 var ákveðið að hér á landi skyldi vera vinstri umferð. Það var einkum gert vegna ríðandi kvenfólks sem notaði söðla og sat með báða fætur á vinstri síðu hestsins. Það var svo árið 1968 sem skipt var yfir í hægri umferð, líklega vegna þess að kvenfólk í söðlum var þá orðið fátíð sjón. Samt eru þeir furðumargir enn þann dag í dag sem sakna þess að keyra vinstra megin og halda sig eins nálægt vin- stri vegarhelmingi og þeir geta. Þar sem fleiri en ein akrein eru gildir sú regla að hæg umferð heldur sig hægra megin (einfalt að muna: Hægt = hægri) og hleypir þeim sem vilja fara hraðar fram úr sér vinstra megin. Þá vaknar sú spurning hvenær maður keyri nægilega hægt til að eiga að vera á hægri akgreininni. Einfaldasta svarið kunna allir sem hafa keyrt á Autobahn í Þýskalandi: „Þegar þú ert fyrir bílnum fyrir aftan þig“. Þar í landi er þessi góða regla virt í hvívetna, enda bjóða fá lönd í Evrópu upp á jafn ánægjulega og auðvelda umferðarmenningu og Þýskaland. Á hraðbrautunum eru 3-5 akreinar og ökumaður velur ak- rein eftir umferðarhraða. Á Íslandi eru þeir bílar alltaf fremstir sem ekið er hægast, og keyra hlið við hlið. Auðvitað skiptum við um akrein ef við ætlum að beygja til vinstri, en það þarf ekki að gera það fleiri kílómetrum áður og stífla með því umferðaræð. Það er ekki hlutverk borgaranna að stilla umferðarhraða annarra ökumanna. Slíkt háttalag getur orsakað óhöpp, ekki síður en hraðakstur og aðrir ósiðir í umferðinni. Þá hangir stressaða liðið fyr- ir aftan okkur, helst ekki meira en svona 30 sentímetrum, og leitar logandi ljósi að glufu til að skjótast fram úr okkur. Fjarlægð milli bíla er ofmetin og flest höfum við nokkuð góða hugmynd um hvað gerist þá. Munum því þessa einföldu reglu þegar við keyrum á vinstri akrein: Ef við keyrum ekki hraðar en umferðin hægra megin við okkur skul- um við víkja yfir á þá akrein og leyfa umferðinni að hafa sinn gang. Konur ríðandi í söðli eru sérstaklega beðnar um að halda sig bæði frá hægri og vinstri akrein og nota frekar reiðstíga, sé það möguleiki. Gljáandi svartur Ford Mustang Nýr Ford Mustang 2005 er kominn til landsins og stendur í sýningarsal Brimborgar. Bíllinn er klæddur að innan með eldrauðu leðuráklæði. 42-43 (2-3) bílar ofl lesið 17.12.2004 14:49 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.