Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 60

Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 60
H já sjálfstæðu ríki hefði máttbúast við umfangsmikilliumræðu um stjórnar- skrána, en hún hefur aldrei farið fram hér á landi. Það er ekki víst að það þurfi að breyta miklu en það er mikilvægt að raunveruleg endur- skoðun fari fram og hún ætti að ná lengra út í samfélagið en ekki vera bundið við þingmenn,“ segir Ágúst Þór Árnason, verkefnastjóri við fé- lagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, um fyrirhugaða endur- skoðun á stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskrá Íslands hefur verið breytt alls sjö sinnum síðan hún tók gildi árið 1944; þrisvar hefur kjör- dæmaskipan verið breytt, kosninga- aldur hefur tvisvar verið lækkaður, efri og neðri deild Alþingis verið sameinaðar og mannréttindakafli stjórnarskránnar var endursaminn árið 1994. Nú á að endurskoða ákvæði sem lúta að meðal annars að þjóðaratkvæðagreiðslu, þrískipt- ingu ríkisvaldsins, hlutverki forseta Íslands og kjördæmaskipan. Ágúst Þór segir það vera lykilat- riði að stjórnarskránni hafi aldrei verið breytt nema með þverpóli- tískri sátt á Alþingi, enda er erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Þetta getur minnkað líkurn- ar á að þær hugmyndir sem eru uppi á pallborðinu nái fram að ganga. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu Að undanskildum ákvæðum um málskotsrétt forseta Íslands er hvergi minnst á hvernig hægt er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, en líklegt þykir að víðtæk sátt náist um að það á þessu þingi. Það sem hugsanlega getur valdið ágreiningi er hvernig best sé staðið að því að knýja fram þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Það þarf að taka ákvörðun um hver á að hafa þetta vald í hendi sér, til dæmis hvort al- menningur eigi að hafa það vald eða hvort það eigi að liggja hjá ákveðnu hlutfalli þingmanna,“ segir Siv Frið- leifsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins. Hún telur að aðeins eigi að grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu í málum sem víðtæk sátt ríkir um að það þurfi að gera. Því þurfi reglurn- ar að vera strangar en skýrar. „Mér finnst líklegt að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði bætt í stjórnarskrána,“ segir Ágúst Þór. „Ég hef litla trú á að það strandi á ágreiningi um tæknilega fram- kvæmd, það væri pólitískt gjald- þrot.“ Málskotsréttur forseta Þegar stjórnarskrá íslands var sam- in fyrir lýðveldisstofnunina árið 1944 var ákvæði um forseta Íslands meðal þeirra fáu breytinga sem voru gerðar frá fyrri skrá. Það voru hins vegar ekki miklar breytingar því forsetinn tók að mestu leyti við því hlutverki sem Danakonungur gegndi áður sem þjóðhöfðingi Íslands. Mestur styrr mun væntanlega standa um málskotsrétt forsetans. Siv Friðleifsdóttir segir að eðlilegt sé að skoða hlutverk forseta Íslands í ljósi atburða síðasta sumars „Það kom mörgum þingmönnum í opna skjöldu þegar forsetinn beitti mál- skotsréttinum. Það gerði enginn ráð fyrir því að þegar löggjafarvaldið hafði tekið ákvörðun væri hægt að koma málinu í annað ferli.“ Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins telur eðlilegt að hlutverk forseta sé endurskoðað en segir ekki þörf á að afnema málskotsréttinn. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar tekur undir það og segir málskotsréttinn hafa sannað gildi sitt síðasta sumar. Ágúst Þór Árnason segir að það myndi koma sér á óvart ef mál- skotsrétturinn verður felldur úr stjórnarskránni, þar sem það sé ólíklegt að stjórnarandstaðan muni samþykkja það. Landið eitt kjördæmi Síðasta stjórnarskrárbreyting var gerð árið 1999 en þá var kjördæm- um fækkað úr átta í sex. Þrátt fyrir þessar breytingar finnst sumum ekki nógu langt gengið í þeim efn- um og vilja sjá landið gert að einu kjördæmi og nefna þau rök að við núverandi skipan sé atkvæðavægi kjósenda ójafnt. „Það verður að jafna út vægi at- kvæða, segir Margrét Sverrisdóttir, „ Mig grunar að það verði ekki lögð mikil áhersla á það.“ Ágúst Ólafur er sammála því að það eigi að gera landið að einu kjördæmi sem og Siv Friðleifsdóttir, en hún bætir við að vilji til þess hafi ekki verið mikill innan Framsóknarflokksins. „Ég held að það myndi þó efla lands- byggðina, segir hún.“ „Ég held að það væru mistök að gera landið að einu kjördæmi. Það væri til þess fallið að auka miðstýrt flokksveldi og draga úr lýðræði,“ segir Ágúst Þór Árnason. Hann segir að Ísrael sé eina ríki heims þar sem slíkt fyrirkomulag finnist. „Þar sem atkvæðavægi er jafnt er svæðum utan aðseturs stjórnsýsl- unnar að öllu jöfnu tryggð áhrif, til dæmis með deildarskiptingu þings- ins. Í neðri deild eru menn kosnir hlutfallskosningu með jöfnu at- kvæðavægi en í efri deild hafa full- trúar landsvæða visst bolmagn til að stöðva mál sem ganga þvert gegn hagsmunum þeirra. Ef Ísland yrði gert að einu kjördæmi myndi það svipta landsbyggðina að verulegu leyti möguleikum til að hafa áhrif á eigin málefni.“ Dómstólar og hlutverk þeirra Í stjórnarskránni er ekki minnst einu orði á Hæstarétt Íslands. Und- anfarin misseri hefur einnig mikið verið deilt á að ráðherra skuli skipa dómara í Hæstarétt. Auk þess velta menn fyrir sér stjórn- skipulegu vægi hans og má því bú- ast við að ákvæðum um Hæstarétt verði bætt við. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir brýnast að skilgreina hlutverk Hæstaréttar sem stjórnlagadómstóls, en einnig komi til greina að kanna með hvaða hætti dómarar eru skipaðir í Hæstarétt. Undir það taka Siv Friðleifsdóttir og Atli Gíslason, varaþing- maður Vinstri-Grænna, en hann telur að eins og málum er háttað skorti bæði dómsvald og löggjafarvald sjálfstæði. Ágúst Þór Árnason segir að hugsanlega verði breytingar gerðar á högum Hæstarréttar, en þær verði ekki endi- lega miklar þar sem það hugnist ef til vill ekki ákveðnum öflum að hrófla mik- ið við fyrirkomulag- inu í núverandi mynd. Skerpt á aðskilnaði löggjafar- og fram- kvæmdavalds Umræðan um skarp- ari aðskilnað lög- gjafar og fram- kvæmdavalds er ekki ný af nálinni og hefur mörgum þótt Alþingi beygt undir ægivald ríkisst jórnarinnar. „Yfirgangur fram- kvæmdavaldsins er orðinn mjög mikill,“ segir Mar- grét Sverris- dóttir. Ágúst Ólafur Ágústsson tekur í sama streng og segir Al- þingi hálfgerða afgreiðslustofnun. Pétur Blöndal bendir á að aðskiln- aður framkvæmda- og löggjafar- valds sé nokkuð skýr í stjórnar- skránni en framkvæmdinni sé ábótavant, til dæmis séu fæst laga- frumvörp samin á Alþingi. Siv Friðleifsdóttir hefur beitt sér fyrir því að ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku, held- ur setjist varamenn á þing í þeirra stað. Pétur Blöndal hefur stutt þann málflutning og fulltrúar hinna stjórnmálaflokkanna finnst það koma til greina. „Ráðherra skortir aðhald ef hann er beggja vegna borðs,“ segir Margrét Sverr- isdóttir. Ágúst Ólafur telur að hugsanlega sé skynsamlegast að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu og vill að eftirlitshlut- verk þingsins sé aukið. „Ég held að það séu ágætar lík- ur á að það náist sátt um að ráð- herrar sitji ekki á þingi,“ segir Siv. „Framsóknarflokkurinn og Sam- fylkingin hafa bæði ályktað sér- staklega um það og það eru líka raddir um það innan hinna flokk- anna, þó auðvitað séu einhverjir á móti því.“ Færi til upplýsingaöflunar jöfnuð Ágúst Þór segir það vissulega brýnt að skerpa á aðskilnaði fram- kvæmda- og löggjafarvaldsins en sú leið að ráðherrar sitji ekki á þingi sé ekki endilega til þess fallin að gefa þá niðurstöðu sem vonast er eftir. Hann vísar til reynslu Norðmanna og segir slíkt fyrirkomulag hafi ekki endilega haft æskileg áhrif. Ágúst Þór telur ennfremur að slík stjórnskipan geti jafnvel aukið styrk stjórnarflokkanna á kostnað stjórnarand- stöðunnar. „Með þess- ari breytingu réðu stjórnarflokkarnir ekki aðeins yfir framkvæmdavald- inu og heldur væru líka með fullskipað þinglið. Ég sé engin bein rök fyrir því að stuðningur stjórnarflokkanna við ríkisstjórnina muni minnka eða breytast þó ráð- herrarnir sjálfir sitji ekki á þingi.“ Hann telur að aðrar leiðir séu betur til þess fallnar skerpa á aðskiln- aðinum. „Það er til dæmis hægt að styrkja þingið að- stöðulega séð, eins og gert hefur verið að sumu leyti undanfarin ár, og auka möguleika þing- manna til að afla sér sér- fræðiálita. Þannig myndi misræmi milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins til að afla sér upp- lýsinga minnka og það er grundvall- aratriði.“ ■ 44 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Sófasendingin er komin Bæjarl ind 4 – S ími: 544 5464 ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON Segir það grundvallaratriði að raunveruleg umræða um stjórn- arskrána fari fram og hún nái út fyrir raðir stjórnmálmanna. BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING HVERJU ÞARF AÐ BREYTA Í STJÓRNARSKRÁNNI Forsætisráðherra hefur boðað að stjórnarskrá Íslands skuli endurskoðuð. Þær breytingar sem hingað til hafa verið gerðar á skránni hafa ekki falið í sér rót- tæka endurskoðun. Skoðuð verða ákvæði sem lúta meðal annars að þjóðarat- kvæðagreiðslu, þrískiptingu ríkisvaldsins og hlutverki forseta Íslands. Hverju þarf að breyta? 60-61 (44-45) Stjórnarskrá 17.12.2004 14.41 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.