Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 65

Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 65
eru þar algeng. Það merkir ekki að hugsanlegt gos í nánd við Goða- bungu verði kraftmikið heldur að- eins að ekki megi útiloka slíka at- burðarás. Svo er víst að aðeins eru rúm 180 ár síðan gos kom síðast upp í Eyja- fjallajökli og lítið en ólmt jökul- hlaup flæddi til norðurs og þaðan um Markarfljótsaura. Katla gaus síðan skömmu eftir goslok í ná- grannafjallinu. Til eru gögn um svipaða atburðarás fyrir um 400 árum. Nokkur skjálftaórói og a.m.k. eitt innskot í eldfjallinu komu fram á síðasta áratug 20. aldar en virknin hefur hjaðnað. Tiltekin lofttegund hefur einnig streymt úr fjallinu í áður óþekktum mæli og gæti einnig bent til áhrifa kviku undir því. Ekki er hægt að útiloka gos í eldfjallinu á næstu árum en því er heldur ekki spáð á þessu stigi. Gos í Eyjafjalla- jökli geta staðið nokkuð lengi sbr. síðustu umbrot sem vöruðu með hléum í nálægt 2 ár, en þau síðustu voru miklu minni en Kötlugos. Um mögulega stærð eða afl næsta goss er lítið að segja en að svo komnu máli má gera ráð fyrir gjóskufalli (gos í jöklinum á fjallinu) eða minni gjósku ásamt hraunrennsli (gos kemur upp utan jökuls). Ólíkar hlaupleiðir Þrjár hlaupleiðir Kötluhlaupa eru kunnar. Sú hefðbundna um Mýr- dalssand er enn sem fyrr líklegust. Set úr hlaupinu 1918 er þykkast og umfangsmest um miðbik sandsins svo hugsanlega leitar næsta hlaup rösklega í austur og /eða vestur og gæti því verið meiri hætta en ella á tjóni í byggðum beggja vegna sandsins en varð 1918 (og lega byggðar um margt önnur en þá). Sólheimaleiðin er ekki útilokuð og ekki heldur sú sem hefur verið „hlauplaus“ lengst, þ.e. farvegur Emstruánna og Markarfljóts. Sú síðastnefnda telst fela í sér mesta hættu vegna stærðar byggðanna sem eru á hættusvæði (aðallega Fljótshlíð og Austur- og Vestur- Landeyjar). Hlaup af hefðbundinni stærð þessa leið fer um breitt svæði og ber með sér aur en aftur minna af ís því hann situr væntanlega eft- ir ofan byggðar að miklum hluta. Líkur á slíku hlaupi hafa verið metnar miklu minni en líkur á hlaupum t.d. úr Kötlujökli (til suð- austurs), miðað við hlaupsögu und- anfarins árþúsunds. Hlaup úr Goða- bungu í Mýrdalsjökli kynnu að leita í Kötluöskjuna og þaðan t.d. um Emstrur en einnig er hugsanlegt að vatn brjótist undan Goðalandsjökl- um og fram eftir farvegi Krossár um Þórsmörk. Ekki hefur verið lagt mat á líkur á þess konar hlaupi. Hlaup úr Eyjafjallajökli ráðast af legu gosstöðva og verður að gera ráð fyrir að þau geti fallið um hvaða lægð í undirhlíðum fjallsins sem vera skal ef á reynir. En hlaupin sjálf? Gjóskufall úr Kötlugosum hefur reynst misillskeytt í aldanna rás en vissulega neytt fólk til að stöðva bú- rekstur eða hætta honum í all- nokkrum tilvikum. Mikið af gjósku berst fram með hlaupunum. Gjósk- an og eldingagangur eða gosgufur valda þó flestum mun minni áhyggj- um en Kötluhlaupin. Einkenni þeirra er mikill ofsi, mikið vatns- rennsli, verulegt vatnsmagn, stutt- ur hlauptími og mikill eðju- og jaka- burður. Rennslismat fæst úr sam- tímalýsingum og nokkrum rann- sóknum á aðstæðum, setmyndun o.fl. og svo útreikningum. Varlegar fram settar tölur leika á bilinu 100.000 til 300.000 rúmmetrar á sek. eða rúmlega tvö- til sjöfalt rennsli Skeiðarárhlaupsins 1996. Hugsan- lega hafa stöku flóð orðið mun stærri. Af heimildum að dæma er líkleg- ast að Kötluhlaup brjótist fram ör- fáum stundum eftir að til goss sést á yfirborði Mýrdalsjökuls. Kötlu- askjan skiptist í þrjú meginvatna- svið en af Goðabungu gæti vatn fall- ið annað hvort til vesturs (um Krossáraura) eða austurs (þá um Entujökul til Markarfljóts) eftir því hvoru megin vatnaskila gossprunga væri á þeim slóðum. Takist að staðsetja gos fljótt og sæmilega örugglega gætu komið fram áreiðanlegar spár um hlaup- leið með a.m.k. nokkurra klukku- stunda fyrirvara. Ef það tekst ekki nógu vel og tekið er mið af upp- komustað gossins á jökulyfirborði verður fyrirvarinn minni; jafnvel aðeins hálftími eða örfáar klukku- stundir. Ákvarðað er um aðgerðir (m.a. brottflutning fólks) á einu eða fleiri svæðum í samræmi við spár eða beina vitneskju um hlaupleið um leið og hættuástand er metið nógu alvarlegt. Hlaup úr Eyjafjallajökli yrðu afar snögg, með rennsli eins og lítið eða meðalstórt Skeiðarárhlaup en ofsafengin og hættuleg. Þau gætu skollið yfir vel innan við klukku- stund eftir að gos brýst út. Jökull- inn er fremur þunnur og ætti að vera auðvelt að greina hugsanlega hlaupleið þegar og ef eldgos hefst. Viðbragðaáætlanir Í augum liggur uppi að hlaupin eru helsta áhyggjuefnið þegar kemur að gosum í Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Mæligögn, túlkun þeirra, spár og árverkni eru helstu vopnin en verj- urnar eru áætlanir um brottflutning fólks af hættusvæðum. Þær hafa verið til fyrir hin hefðbundnu, sögu- legu hættusvæði vegna Kötlu gömlu en eru nú endurskoðaðar og áætlun- um fyrir byggð vestan jökuls bætt við. Helstu Kötlusérfræðingar vinna nú nýtt hættumat, eins og áður sagði, og er það í burðarliðn- um. Áformað er að bregðast við öll- um þeim ólíku möguleikum sem í stöðunni eru. Ekki er vettvangur hér til að fjalla um annað en það sem þegar hefur komið fram hjá sérfræðingunum og ekki heldur sjálfar viðbragðaáætlanirnar enda er að þeim unnið af krafti núna. Þess í stað verður farið nokkrum orðum um hugmyndafræði að baki rýmingaráætlana. Þær hafa þróast hratt hér á landi til andsvara við snjóflóðum. Í tilvikinu með Kötlu gömlu eru áætlanirnar reyndar mun viðameiri enda búsvæðin miklu stærri. Í áætlununum er gert ráð fyrir að rýma þurfi „ný svæði“, t.d. byggð vð Eyjafjallajökul og byggð í Fljótshlíð og Landeyjum; allt eftir því hvar stefnir í hlaup. Mikils er um vert að aðdragandi umbrota sé rétt metinn og hættustig skýrt skil- greind og atburðarás rétt metin í ljósi þeirra. Um það sjá helstu til- tækir sérfræðingar. Þegar kemur að því að fyrirskipa rýmingu hafa margir aðilar skýrt skilgreindu hlutverki að gegna. Allir þeir menn verða að bregðast við hratt og vel. Um leið er afar mikilvægt að fólk á hættusvæðum greini skilaboð snemma, viti hvað gera skuli, hvað í hættunum felst og hve brýnt er að gera það sem gera á hratt og vel, en hvorki meira né minna en það. Vönduð fræðsla er því eitt af lykil- atriðum réttra viðbragða sem og gott boð- og símkerfi. Sjálf rýming- in snýst um fólk en ekki fénað og ef að líkum lætur verður ekki unnt að sinna eigum fólks eða fénaði fyrr en hættuástand er að baki en lagt kapp á að yfirfara hættusvæði sem fyrst eftir brottför fólks til að tryggja að enginn maður sé þar eftir. Rýming- aráætlunum er þrepaskipt; þ.e. svæði eru rýmd eftir hættumati á þeim og byrjað á stöðum sem í mestri hættu eru taldir. Yfirleitt er gert ráð fyrir að fólk noti eigin far- artæki en allir sem ekki aka eru fluttir burt. Hvað svo? Ef hætta líður hjá án tjóns verður fólk að sýna skilning og stillingu og snúa til sinna heima. Eins og vera ber er varúð höfð sem mest og því hugsanlegt að upp komi sú staða að brottflutningur sýnir sig að hafa verið óþarfur. Við því er ekkert að gera og skiljanlegt að þeir sem bera ábyrgð á velferð fólks telji snemm- bæran brottflutning nauðsynlegan eða ákveði slíkt með nokkurri óvissu um hlaupleið fremur en að þeir bíði of lengi og horfi upp á hörmungar. Það er varla nokkuð til sem heitir „óþarfa áhætta, hræðslu- áróður eða mistök“ þegar kemur að því að bregðast við eldfjallavá. Hún er oftast ákaflega alvarleg og þar er allur varinn góður. Verði tjón, taka viðbragðaáætlanir líka til þess hvernig fólki og/eða björgunaraðil- um er hleypt inn á hættusvæði og hvað gera skuli og í hvaða röð. Hvernig sem náttúran skilar sínu er ekkert annað fyrir okkur, sem búum við margvíslega náttúru- vá, að gera en að reyna að bregðast rétt við vánni og treysta fremur á samstöðu, vitneskju og kunnáttu en á heppni. Höfundur er jarðeðlis- fræðingur í hlutastarfi hjá Línuhönnun og hefur tekið saman eldfjallasögu Ísland. LAUGARDAGUR 18. desember 2004 49 Eldfjallið er óumdeilanlega að tútna út. Það er harla ör- uggur undanfari goss nema ef útþenslan hættir skyndi- lega og jafnvægi kemst á í undirlögum fjallsins. Til þess bendir ekkert á þessari stundu. ,, VARÚÐARSKILTI Þjóðveginum sunnan Mýr- dalsjökuls er lokað ef hætta er talin á gosi. Myndin er af skilti á veghliði við þjóðveginn sem skellt er í lás ef hætta þykir á ferðum. Sjálf rýmingin snýst um fólk en ekki fénað og ef að líkum lætur verður ekki unnt að sinna eigum fólks eða fénaði fyrr en hættu- ástand er að baki en lagt kapp á að yfirfara hættu- svæði sem fyrst eftir brott- för fólks til að tryggja að enginn maður sé þar eftir. ,, 64-65 (48-49) Katla 17.12.2004 14.46 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.