Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 73

Fréttablaðið - 18.12.2004, Page 73
LAUGARDAGUR 18. desember 2004 57 The Plot Against America eftir Philip Roth. Árið 1940 er Charles Lindbergh kjörinn forseti Bandaríkjanna og er hliðhollur Ad- olf Hitler, sem hann hittir í Reykja- vík þar sem þeir undirrita sáttmála. Þetta er einstaklega kröftug, frum- leg og áhrifamikil skáldsaga eftir nútímasnilling á ritvellinum. Skyldu- lesning allra bókmenntaunnenda. Aðdáunarverð bók. [ BÓK VIKUNNAR ] TÓMAS R. EINARSSON Afrek Halldórs „Það er skammarlegt til frásagnar en mín eigin útgáfa á Djassbiblíu rændi mig svo miklum tíma að það hefur grynnkað hægt á jólabókahlaðanum,“ segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður, sem er les- andi vikunnar. „Þyngstu bókina (2,2 kg), ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson, hafði ég nú næstum ár til að lesa. Ég er náttúrlega bullandi hlut- drægur sem yfirlesari en ég held að orð- ið stórvirki sé dempað orð um það afrek sem bókin er. Af skáldsögum er ég bara búinn með Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmunds- son, hann er í bjartari tóntegund en um hríð, þetta er býsna glaðlegur rokkari með bláum nótum þegar líður á. Ég er búinn með tvær fyrri sögurnar í Hvar frómur flækist eftir Einar Kárason; tó- baksleiðangur þeirra feðga er skemmti- legasta og fallegasta minningargrein sem ég hef lengi lesið. Ég er svo aðeins kominn inn í þrjár skáldsögur; Lömuðu kennslukonurnar eftir Guðberg Bergs- son, hann er trúr sínu mottói um að bækur eigi að vekja hugsun en ekki sefja, kannski er hann frumpönkari Ís- lands. Það er góð byrjun hjá Pétri Gunn- arssyni í Vélum tímans, yddið er hans stíll og í hans persónum og leikendum svínvirkar það. Hafi Hvíldardagar Braga Ólafssonar verið einleikskonsert fyrir bassa sýnist mér við fyrstu sýn í Sam- kvæmisleikjum að hann sé kominn alla leið út í fönkí biggband og intróið lofar góðu, það er ekki á allra færi að flétta saman fínleika og óhugnað.“ [ LESANDI VIKUNNAR ] Stórblaðið New York Times valdi á dögunum tíu bestu bækur árs- ins. Á listanum eru (í stafrófsröð): SKÁLDSAGAN GILEAD EFTIR MARILYNNE ROBINSON. THE MASTER, MEISTARALEG SKÁLDSAGA EFTIR COLM TOIBIN UM UMBROTATÍMA Í ÆVI RIT- HÖFUNDARINS HENRY JAMES. THE PLOT AGAINST AMERICA EFTIR PHILIP ROTH, SEM MARGIR BÓKMENNTAUNNENDUR TELJA SKÁLDSÖGU ÁRSINS. SMÁSAGNASAFNIÐ RUNAWAY EFTIR ALICE MUNRO. SNOW EFTIR ORPHAN PAMUK. WAR TRASH EFTIR HA JIN. Á listanum eru einnig ævisögur og bækur sem tengjast sagnfræði: ALEXANDER HAMILTON EFTIR RON CHERNOW. CHRONICLES EFTIR BOB DYLAN, EN ÞETTA ER FYRSTA BINDI ENDURMINNINGA SÖNGVAR- ANS OG HEFUR FENGIÐ SKÍNANDI DÓMA. WASHINGTON’S CROSSING EFTIR DAVID HACKETT FISCHER, SEM FJALLAR UM STRÍÐIÐ VIÐ BRETA OG ÞÁTTTÖKU GEORGE WASHING- TON Í ÞVÍ. WILL IN THE WORLD EFTIR STEPHEN GREEN- BLATT, EN ÞETTA ER RÓMUÐ BÓK ÞAR SEM FJALLAÐ ER UM ÆVI OG VERK SHAKESPEARES AF EINSTAKRI SKARPSKYGGNI. BOB DYLAN Fyrsta bindi endurminninga söngvarans er á lista New York Times yfir bestu bækur ársins. Áhrifamáttur Jane Austen Breska útvarpsstöðin Radio 4 gerði á dögunum skoðanakönnun meðal hlustenda sinna og bað þá að velja skáldsögu eftir konu sem hefði breytt lífi þeirra eða lífsviðhorf- um. Þátttakendur voru 14.000 og 93 prósent þeirra voru konur. Nið- urstaðan varð sú að Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen lenti í fyrsta sæti. Í öðru sæti varð hin frábæra skáldsaga Harper Lee, To Kill a Mockingbird, Jane Eyre eftir Charlotte Bronte varð í þriðja sæti. ■ „Þyngstu bókina (2,2 kg), ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmunds- son, hafði ég nú næstum ár til að lesa. Ég er náttúrlega bullandi hlutdrægur sem yfirlesari en ég held að orðið stórvirki sé dempað orð um það afrek sem bókin er.“ New York Times velur bestu bækurnar 72-73 (56-57) bækur lesið 17.12.2004 20:48 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.