Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 77

Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 77
LAUGARDAGUR 18. desember 2004 61 Einvígi á milli Shevchenko og Nedved ... Juventus og AC Milan mætast í Tórínó í kvöld „Einu skiptin þegar mér líður sæmilega á Delle Alpi er þegar Milan kemur í heim- sókn og völlurinn er troðfullur,“ segir Ant- onio Cabrini, fyrrum vinstri bakvörður Juventus og ítalska landsliðsins til fjölda ára og í hópi leikjahæstu manna fyrir lið og þjóð. Cabrini þykir Alpavöllur „eins og tóm dós“ og hljómburður þar „álíka spennandi og í almenningsþvottahúsi“. Völlurinn er enda ein mis- heppnaðasta hönnun síðari tíma og barðist Juventus á tímabili fyrir því að fá gamla bæjarvöllinn, Stadio Comm- unale, opnaðan á nýjan leik en á þeim velli unnu Cabrini og félagar sína stærstu sigra þótt ekki rúmaði hann fleiri gesti en 30.000 og þætti hvorki módern né þægilegur. Eftir áralangt þjark hillir undir að Juventus og Tórínó fái nýjan leik- vang en hefð er fyrir því á Ítalíu að sveit- ungar deili leikvangi og man ég ekki í svipinn eftir öðru nafntoguðu félagi en Bari sem á eigin leikvöll. Gæfan hliðholl Juve Cabrini ætti þó að geta brosað í gegn- um tárin í kvöld og náð að berja í sig sæmilega stemmingu í kuldanum í Tórínóborg þegar Juventus tekur á móti AC Milan í leik sem gæti haft mikil áhrif á gang mála næstu mánuðina. Juventus hefur óvænt leitt deildina nánast frá upphafi og landað hverjum sigri á fætur öðrum. Í sveita síns andlits mætti segja um marga þá sigra því þetta hafa verið sigrar vinnu- semi, aga og heppni. Auðvitað áttu menn von á liðinu sterku til leiks eins og alltaf í haust en flestir bjuggust við að það tæki Fabio Capello nokkurn tíma að slípa liðið til auk þess sem nokkuð var um manna- breytingar og hópurinn yfir það heila kannski ekki jafn breiður og hjá flestum öðrum stórliðum. En flest hefur gengið í haginn og munar þar mest um að vörn liðsins er líklega sú sterkasta í Evrópu um þessar mundir. Þar hafa leikið manna best Lillian Thuram sem loks fær að leika sem miðvörður eins og hann kýs sjálfur í stað þess að leika í stöðu bakvarðar eins og Marcello Lippi taldi honum hollast. Félagi hans í miðverðinum, Fabio Cannavaro, hefur einnig fundið sitt gamla form en hann var heillum horfinn þær tvær leiktíð- ir sem hann lék með Inter og lauk vist hans þar með frjálsri sölu í sumar, sem þótti með ólíkindum fyrir jafn góðan leikmann á besta aldri. Milan komið á skrið Ekki hefur Juventus eignast marga nýja vini í haust fyrir fagran leik. Litlum ljóma stafaði né lengstum af Milan þótt þar hafi menn braggast svo mjög upp á síðkastið að andar köldu ofan í hálsmál Juvemanna og gæti toppspilið snúist Milan mjög í hag nái liðið að sigra í kvöld. Mesta athyglin verður á þremur mönnum; Andriy Shevchenko, nýkrýndum knattspyrnu- manni ársins í Evrópu, Pavel Nedved sem valinn var í fyrra og Fabio Capello sem klæðst hefur hempum beggja liðanna sem leikmaður og þjálfari. Capello mætir nú Milan í fyrsta sinn sem þjálfari Juve og þótt hann hafi mætt sínu gamla liði áður sem stjórnandi Roma verður þetta svolítið öðruvísi því aðdáendur félaganna hatast og svo lét Capello svo margt ófagurt út úr sér um núverandi vinnuveitendur sína þegar hann stýrði Milan og Roma að það er eiginlega alveg kostulegt að hann skuli hafa verið ráðinn til liðsins. Hafa ítalskir sjónvarpsstöðvar klippt saman skemmti- lega búta um orðahnippingarnar og sýnt duglega síðustu daga. Aðdáendur Milan vilja sýna kvislingnum Capello í tvo heim- ana í kvöld. Framherjinn fjölhæfi Schevchenko hefur alltaf reynst mikill stór- leikjamaður. Sama má segja um fyrrum handhafa gullknattarins Pavel Ned- ved og leik- urinn hefur því sums staðar verið persónugerður sem uppgjör þessara tveggja snillinga. Enda þarf oft augna- blikssnilld til að rjúfa múra varna sem skellt geta í nær órjúfanlegan lás. EINAR LOGI VIGNISSON Strákarnir úr 70 mínútum árita í dag. KOMINN Í VERSLANIR SKÍFUNNAR Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Skífan Kringlunni 14.00 - 15.00 Skífan Smáralind 16.00 - 17.00Áritunartilboð 3.999,- Besta úr 70 mínútum 1 fylgir spilinu! Bestu og verstu markverðirnir í úrvalsdeildinni: Dudek betri en Kirkland FÓTBOLTI Mikið hefur verið skrafað um hið mikla markvarðavanda- mál innan herbúða Liverpool en liðið hefur tapað allnokkrum stigum þennan veturinn á mark- mannsklúðri, nú síðast hjá Jerzy Dudek gegn Portsmouth. En merkilegt nokk, sé tölfræðin skoðuð kemur í ljós að Pólverjinn er mun betri milli stanganna en Chris Kirkland. Samkvæmt Optastats, sem heldur utan um tölfræði í úrvals- deildinni, er Dudek meðal þeirra átta bestu séu varin skot skoðuð. Dudek hefur 74 prósenta hlutfall en félagi hans hjá Liverpool, Kirkland, er aðeins með 48 pró- sent. Dudek hefur þannig aðeins fengið á sig sex mörk í sjö leikjum en Kirkland ein þrettán í tíu leikj- um. Sé listinn skoðaður nánar kem- ur í ljós að besti markvörðurinn það sem af er tímabilinu er Gabor Kiraly hjá Crystal Palace. Hefur hann varið 81 prósent af þeim skotum sem komið hafa á mark Palace í vetur en næstur honum, einnig með 81 prósent en færri skot á sig, kemur markvörður Man. United, Roy Carroll. Einnig er Jens Lehmann, markvörður Arsenal, neðarlega í hópnum með 62 prósent og er því auðveldara að skilja þá ákvörðun Arsene Weng- er að taka hinn spænska Manuel Almunia fram yfir hann. ■ CHRIS KIRKLAND Tölfræðin sýnir svo ekki verður um villst að Jerzy Dudek er talsvert betri en Kirkland. Keppni í alpagreinum: Björgvin og Kristján féllu ALPAGREINAR Skíðamennirnir Björg- vin Björgvinsson frá Dalvík og Kristján Uni Óskarsson frá Ólafs- firði féllu báðir úr keppni á svig- móti sem fram fór í Obereggen á Ítalíu í vikunni. Það var á þessum sama stað sem skíðakappinn Kristinn Björnsson náði þriðja sæti á Evrópubikarmóti fyrir nokkrum árum síðan en þeim Björgvini og Kristjáni tókst ekki að fylgja í snjóför hans. Hlutirnir gerast þó hratt í skíðaheiminum um þessar mundir og spenna þeir félagar aftur á sig skíðin nú um helgina þegar keppt verður aftur á Ítalíu. ■ 76-77 (60-61) SPORT 17.12.2004 20:02 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.